Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
3
Korchnoi
kemur á
mánudag
ÁSKORANDINN í skák, Viktor
Korchnoi, er væntanlegur til ís-
lands á annan í páskum sem
heiðursgestur Taílfélags Reykja-
víkur i tilefni 80 ára afmælis
félagsins.
Korehnoi mun tefla þrjú fjöl-
tefli hér á landi; það fyrsta í
beinni útsendingu í sjónvarpssal á
þriðjudagskvöld og verður það
klukkufjöltefli, þar sem Korchnoi
hefur tvær klukkustundir til um-
hugsunar á móti keppinautunum
öllum, en þeir hafa tvær klukku-
stundir hver. Þessir skákmeistar-
ar tefla í sjónvarpsfjölteflinu:
Björn Þorsteinsson, fyrrv. ís-
landsmeistari, Daði Guðmunds-
son, Bolungarvík, fyrrv.
Vestfjarðameistari, Guðmundur
Ágústsson, fyrrv. Reykjavíkur-
meistari og heiðursfélagi TR og
SÍ, Gunnar Gunnarsson, fyrrv.
íslandsmeistari, Gylfi Þórhalls-
son, Akureyri, fyrrv. Norður-
landameistari, Jóhann Hjartar-
son, núv. Islandsmeistari, Karl
Þorsteinsson, fyrrv. skóla-
skákmeistari Reykjavíkur. Vara-
menn verða Elvar Guðmundsson
og Jóhannes G. Jónsson, sem báðir
tefla nú í landsliðsflokki á Skák-
þingi íslands, ásamt þeim Birni,
Jóhanni og Karli, sem fyrr voru
taldir.
Á miðvikudagskvöld teflir Korc-
hnoi á vegum SÍB við 35 banka-
menn og á sumardaginn fyrsta
teflir hann fjöltefli við 35—40
félagsmenn T.R.
Á meðan á dvölinni stendur
mun Korchnoi m.a. hitta að máli
Forseta íslands, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, og Ólaf Jóhannesson
utanríkisráðherra. Borgarstjórn
Reykjavíkur mun hafa boð inni
fyrir stjórn Taflfélags Reykjavík-
ur, heiðursgest hennar og nokkra
aðra gesti, í Höfða.
Korchnoi heldur utan aftur 24.
apríl.
Móttökunefnd skipa þeir: Guð-
finnur Kjartansson, form. TR,
Einar S. Einarsson, Einar Guð-
mundsson, Hólmsteinn Stein-
grímsson og Högni Torfason.
Sáttafundur
með fóstrum
eftir páska
ÓFORMLEGAR viðræður hafa átt
sér stað milli Starfsmannafélags
Reykjavíkur, fyrir hönd fóstra í
Reykjavik og samninganefndar
Reykjavikurborgar um kröfur
fóstra, en þær hafa sagt upp
störfum sínum og ganga út af
harnaheimilum og leikskólum
hinn 1. maí hafi samningar ekki
tekizt. Ekkert hefur miðað i sam-
komulagsátt. enda ekki boðað enn
til formlegs sáttafundar.
Nú mun afráðið að boðað verði
til formlegs sáttafundar með deilu-
aðilum strax eftir páska. Það er
mat manna, að fóstrur í Reykjavík
muni á þeim sáttafundi fá tilboð
frá Reykjavíkurborg, sem a.m.k.
hljóði upp á það samkomulag, sem
starfsfélagar þeirra á Akureyri og í
Kópavogi sömdu upp á, enda
Reykjavíkurborg vart stætt á að
greiða lægra kaupgjald en þessir
tveir kaupstaðir.
" Nú er vor
við Miðjarðarhaf
Besti
tími
ársins
Gróöurinn ferskur,
hitinn þægilegur
og sjórinn
ylvolgur.
Lignano
Hinar vönduöu nýtízku íbúðir —
Luna — með skrifstofu Útsýnar
og fullkominni þjónustumiðstöö.
Frábær fjölskyldustaður fyrir fólk
á öllum aldri.
Vorferö 22. maí — 3 vikur Örfá sæti laus
Verð frá kr.
AUKAFERD
til Lignano Sabbiadoro
29. maí — 2 vikur
MUNID
4.760.-
MÁNADA GREIDSLUKJÖR
ÚTSÝNAR
del Sol
Torremolinos /
Marbella
Vorferð
26. apríl. Uppselt.
14. maí örfá sæti laus
Marbella:
Andalucia Plaza
Puente Romano
Jardines Del Mar
Portoroz
Vorferö 29. maí
— 3 vikur
Gististaðir:
Grand Hotel
Metropol
Hotel Roza
Hotel Barbara
Hotel Slovenija
Verð frá kr.
5.880.-
með fæði.
Feróaskrifstofan
OTSÝN