Morgunblaðið - 16.04.1981, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
Hagkaup er eitt stærsta
verzlunaríyrirtæki iandsins.
Ilefur verið að færa út kví-
arnar og stækka frá því
verzlunin opnaði 1959 í 150
ferm. húsnæði í hloðu ok fjósi
i Eskihiíð ok þar til nú koma
25 þúsund viðskiptavinir
vikule^a í verzlanir þess, sem
með kjötvinnslu og sauma-
stofu eru orðið á 10. þús.
ferm (fólíf eti. <)g þar
starfa 374 manns. í heilu eða
hálfu starfi. En tolur segja
ekki alla söKuna. I>etta fyrir-
tæki hefur Uálmi Jónsson
verið að móta ok byKKja upp
með nýjum aðferðum, sem
áhrif hafa haft út í þjóðfélaK-
ið. í Reykjavík ox úti á
landshyKKÖinni. Ok Kera enn.
Nýlejfa hefur IlaKkaup opnað
nýja stórverzlun á Akureyri
ok á na'stu tveimur árum er
ætlunin að opna nýjar verzl-
anir á þremur stöðum, fyrir
Suðurnesin á Njarðvíkur-
landi við afleggjarann upp á
KeflavíkurfluKvöll. í Hafnar-
firði <>k í Vesturbænum í
Ueykjavík.
Pálmi í Hatikaupi.
Þá fengum við
stóra vinninginn
Þejfar til umfjöllunar eru fyrir-
tæki, sem einstaklingar hafa
bygKt upp frá grunni og markað
hafa spor í okkar þjóðfélagi, þá
fellur saga Hagkaups vel að efni
páskablaðsins. Því leit blaðamað-
ur Mbl. inn á skrifstofuna, sem er
á palli eða millihæð í öðrum enda
verzlunarinnar í Skeifunni. Þar
sitja hvor við sitt skrifborðið í
herbergi við enda gangsins, fram-
kvæmdastjórarnir tveir, sem sjá
um daglegan rekstur fyrirtækis-
ins, þeir Magnús Ólafsson og
Sigurður Gísli Pálmason. Þar hef-
ur líka aðsetur Pálmi Jónsson,
sem. er stjórnarformaður fyrir-
tækisins, og hefur ekkert skrif-
borð, hvorki þar né annars staðar.
Hefur ekki þótt nauðsynlegt að
fjárfesta í því. Einfalt fundarborð
með plastplötu þarna inni gefur
þó hugmynd um hvernig stjórnun
fyrirtækisins er háttað. Þar hitt-
ast í hverri viku á fundi stjórnar-
formaðurinn Pálmi, fram-
kvæmdastjórarnir tveir og deild-
arstjórar allra deilda. En að
sjálfsögðu hafa þrír þeir fyrst-
nefndu daglegan samgang þarna í
skrifstofunni. Fyrirtækinu er
skipt í fimm megindeildir, sem sjá
um innkaup matvara, innkaup á
annarri vöru, sölusvið, skrifstofu-
og bókhaldsdeild og verksmiðjur.
Skriffinnskan virðist ekkii ríða
þarna húsum. Annað af tveimur
undrum, sem breski ráðgjafinn
Stanley Carter sá, þegar hann
kom fyrst til Hagkaups var, að í
svo stóru fyrirtæki var aðeins ein
vélritunarstúlka hálfan daginn.
Nú kemur í Ijós, að þetta er rétt og
að stúlkan er enn í hálfu starfi.
Innkaupamennirnir eru orðnir um
20 talsins og hafa aðsetur í nánd
við vörulager í kjallaranum. Þeir
sjá um innkaupin hérlendis og
erlendis. Fara látlaust utan í
innkaupaferðir, allt til Kína, þótt
Hagkaup kaupi að langmestu leyti
inn gegnum innkaupastöð C&A,
sem hefur aðalaðsetur í Brússel,
en skrifstofur víða um heim, og
fær tilboð alls staðar að úr
heiminum. Hafa innkaupamenn-
irnir frjálsar hendur um innkaup-
in innan ákveðins kvóta í verði og
magni.
Stórmarkaðurinn sama «g
fjöldaframloiðsla í iðnaði
En hvernig byrjaði þetta nú allt
saman? Upphafsmaðurinn, Pálmi
Jónsson, er lögfræðingur að
mennt, upprunninn norður í
Skagafirði, sonur Sigurlínu
Björnsdóttur og Jóns Jónssonar,
bónda á Hofi á Höfðaströnd, sem
á sínum tíma rak eitt af myndar-
legustu búum í því héraði og var
mikill atkvæðamaður og fulltrúi
sveitunga sinna í opinberum mál-
um. Að loknu lögfræðiprófi hafði
Pálmi þreifað fyrir sér við ýmiss
konar rekstur, þegar hann á árinu
1959 kynntist hinum svokölluðu
„discount“-verzlunum í Bandaríkj-
unum, sem leggja einkum áherslu
á mikla veltu og litla álagningu.
Þar í álfu var þá ofarlega á baugi
að fá í viðskiptum sem mesta veltu
og ná með því móti niður verði.
Pálmi fékk áhuga á þessu, sá að
stórmarkaðurinn í verzlun er i
rauninni það, sem fjöldafram-
leiðslan er í iðnaðinum. Miðar að
því að halda niðri verði með
hraðri umsetningu og samkeppni.
Afleiðingin var sú, að fyrirtækið
Hagkaup var stofnað í september
1959 og hóf verzlun í gömlu
hlöðunni og fjósinu hans Geirs í
Eskihlíð, þegar byggðin var að ýta
búskap hans út úr borginni.
Fyrstu árin var verzlað með fatn-
að, bæði í formi póstverzlunar og
smásölu. Póstverzlunin, sem
fljótlega hófst, veitti þjónustu út á
landsbyggðina og er kafli út af
fyrir sig. Gefnir voru árlega út
verðlistar og sendir til áskrifenda,
þar til fyrir fimm árum, að þeir
lögðust niður. Fólk var fljótt að
taka við þessari nýjung, enda
landsbyggðin víða svelt af vörum
og vöruúrvali. En það hefur reynzt
erfiðleikum bundið að reka saman
verzlun og póstverzlun. Aðdrátt-
arleiðir hér eru svo langar og
erfitt að tímasetja. Varan kannski
ókomin eða útgengin þegar til á að
taka samkvæmt pöntunarlista.
Þótt pöntunarlistar hafi ekki verið
sendir út undanfarin ár, þá heldur
fólk mikið áfram að panta vörur í
Hagkaupi og fá þær sendar. Ekki
hefur Hagkaup þó hætt alfarið við
póstverzlunarhugmyndina, tekur
hana e.t.v. upp aftur í breyttu
formi og í samræmi við fyrri
reynslu. Með því að samræma
meira úrvalið og þrengja það, yrði
sennilega betur hægt að tryggja
að varan sé til, að því er Hag-
kaupsmenn telja.
Árið 1964 setti Hagkaup á stofn
saumastofu í Bolholti 4, þar sem
voru saumaðar ýmsar vörur fyrir
verzlunina. Á sama stað var einn-
ig fluttur vörulager og póstverzlun
fyrirtækisins. Og um svipað leyti
var farið að senda einfaldan fatn-
að í heimasaum. Heimasaumur
fyrir verzlunina var allmikill um
skeið, en nú er búið að endurskipu-
leggja saumaskap svo mikið með
aukinni tækni, að slíkt á orðið
erfitt uppdráttar í samkeppninni,
enda gæðaeftirlit mun erfiðara.
Og þróunin hefur orðið sú, að
Hagkaup rekur nú sjálft vel búna
saumastofu á 1400 ferm. gólffleti
á Höfðabakka 9, þar sem vinna
40—50 manns og stefnt er að því
að geta t.d. saumað 50 buxur á
dag.
Fluttist fyrst í
Skeifuna 1972 en 1975
í Höfðabakkahúsnæðið
Eins og á öðrum stöðum, þar
sem störf eru leyst af hendi af
konum, hafa margar um börn að
sjá. Hagkaup hefur því komið upp
á staðnum daggæslu fyrir 20 börn.
Saumastúlkurnar koma með börn-
in um leið og þær koma í vinnu kl.
8, og taka þau með sér heim.
Greitt er sama verð og á dagvist-
unarstofnunum borgarinnar, en
engin niðurgreiðsla kemur þarna
til frá opinberum aðilum, svo að
með barnaheimil nu leggur fyrir-
tækið um 15 milljónir á ári, þegar
húsnæðið er meðtalið.
Umsvif verzlunarinnar urðu
smám saman meiri og var ný
fataverzlun sett á laggirnar í
Lækjargötu 4 árið 1964, sem hafði
á boðstólum vörur fyrir fólk á
öllum aldri. Þessi verzlun flutti í
Texti:
Elín Pálmadóttir
Myndir:
Ragnar Axelsson
marz 1975 í stærra og rúmbetra
húsnæði í Kjörgarði á Laugavegi
59, en áfram er rekin verzlun í
Lækjargötu með takmarkaðra
vöruvali.
Nú kom matvaran til sögunnar.
Árið 1963 var byrjað með matvöru
á Miklatorgi. Gátu viðskiptavinir
fengið viðskiptakort, sem veitti
10% afslátt af öllum vörum í
fyrstu, en síðar eingöngu á mat-
vöru. Viðskiptakortin voru lögð
niður um áramótin 1974—’75 og
voru þá endurgreidd. En um líkt
leyti og matvöruverzlun hófst, var
ráðist í að opna verzlun á Akur-
eyri, sem hafði á boðstólum fatnað
og þrönga línu í matvöru. Sú
verzlun var flutt í stærra húsnæði
í Tryggvagötu í júní 1975, og loks í
eigin húsnæði sumarið 1980 að
Norðurgötu 62. Olli það nokkru
fjaðrafoki og blaðaskrifum, eins
og raunar í fyrstu ýmislegt nýtt,
sem Hagkaup hefur tekið upp, svo
sem lága sykurverðið á sínum
tíma eða upphaf bóksölu í stór-
markaði. En Hagkaupsmenn telja
ekki endilega farsælast að feta
troðnar slóðir. Loks má geta þess,
að Vestmannaeyingar fengu sitt
Hagkaup 1969 og var verzlunin
starfrækt fram að eldgosinu 1973,
og verzlanir voru reknar á Sauð-
árkróki og Akranesi frá 1968 til
1971.
Um 1970 var starfsemi verzlun-
arinnar við Miklatorg farin að
aukast svo mikið, að plássleysi tók
að segja til sín. Þá var leitað
stærra húsnæðis og flutt í um 600
ferm. rými að Skeifunni 15. Síð-
asta áratuginn hefur orðið stöðug
aukning á starfseminni og viðbót-
arhúsnæði verið tekið í notkun um