Morgunblaðið - 16.04.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
Fataverzlun tók
til starfa i Leekj-
argótu 1964 og er
rekin enn.
Úr verzluninni
í Kjörgarði.
Þá
fengum
við
stóra
vinn-
inginn
/ innkaupadeild. Innkaupamennirnir kaupa inn hér og erlendis og
hafa frjálsar hendur innan viss kvóta.
Og helztu vandamál verzlunar-
innar? Hagkaupsmenn nefna
fjóra þætti; verðbólguna, opnun-
artímann, álagningarreglurnar og
aðstöðumuninn gagnvart sam-
vinnuverzluninni.
— Hvað snertir verðbólguna
nægir að benda á rýrnun vörulag-
era og skattlagningu verðbólgu-
gróða, segja þeir. Menn gera sér
ekki grein fyrir því hvað kostar
t.d. að senda fólk til innkaupa til
Kóreu eða Kína. Alagningarreglur
gera ekki ráð fyrir því að hægt sé
að leggja þann kostnað á vöruna.
En sé lagt í kostnað til að kaupa
inn ódýrt, þá verður að vera hægt
að hafa þann kostnað inni í
myndinni. Því markmiðið er að
endanleg niðurstaða sé ódýrari
vara út úr búð. Tekið er dæmi:
vara er keypt í Kóreu á 100 kr. og
hér má selja hana á 135 krónur
auk söluskatts, en sama vara
keypt frá framleiðanda í Evrópu
kostar kannski allt að 270 kr. fyrir
utan söluskatt. Kaupmaðurinn
fær þá helmingi meira í krónutölu
fyrir að seija dýru vöruna, en það
kostar hann meira að ná í þá
ódýru. Með því fyrirkomulagi, sem
hér er, er þannig sólundað ótöld-
um milljörðum króna. Virk sam-
keppni, þar sem hún ríkir, er
miklu heppilegri en fastar álagn-
ingarreglur, að því er Hagkaups-
menn telja.
I verzlunina í Skeifunni koma
vikulega um 15 þúsund manns, en
í allar verzlanirnar er talið að
komi 25 þúsund manns á viku. Og
þessum fjölda þjóna 374 starfs-
menn, margir í hálfsdagsstörfum.
Opið er kl. 9—18 frá mánudegi til
fimmtudags, til kl. 22 á föstudög-
um og 9—12 á laugardögum yfir
veturinn. Þar sem þeir telja tak-
markanir á opnunartíma eitt af
helztu vandamálunum er fróðlegt
að heyra hvernig þeir mundu
kjósa að hafa opið, ef þeir mættu
ráða.
— Okkar skoðun er sú, að opið
ætti að vera til kl. 20.00 alla daga
og laugardaga kl. 10—18, segja
þeir. Við teljum það mikinn mis-
skilning að það mundi leiða til
hærra vöruverðs, því við það kæmi
miklu betri nýting á fastafjár-
muni, sem gerði meira en að vinna
upp aukalaun vegna helgidaga-
vinnu. Þetta mundi þýða minni
fjárfestingarþörf í verzlun í fram-
tíðinni. Okkar reynsla er ennfrem-
ur sú, að verzlunarfólkið vill
vinna. Unnið er á vöktum og í
reynd verðum við að skammta
vaktirnar. Þetta er aðeins spurn-
ing um skipulag. Reynist einhver
hafa of langan vinnudag, þá er
bara bætt við fólki. Þetta kemur
aðeins út í því að fleira fólk fær
vinnu við sama starf. Og við
álítum rúman opnunartíma teljast
til þjónustuhlutverks verzlunar-
innar. Það vill oft gleymast. Það
er ekki gott að fólk þurfi að
örvænta um að ná í búð eftir
vinnu eða að hjón geti til dæmis
ekki skoðað og verzlað saman á
laugardögum.
Eitt af því sem nefnt var, þegar
vandi verzlunar og virk sam-
keppni bar á góma var aðstöðu-
munurinn gagnvart samvinnu-
verzluninni. Þegar Hagkaups-
menn voru inntir nánar eftir því,
hvað þeir ættu við, nefndu þeir
skattfríðindi samvinnuverziunar-
innar, ódýrt rekstrarfjármagn
gegnum afurðalána — og útflutn-
ingsuppbótakerfin og svo til al-
gera einokun samvinnuféiaganna
á meðhöndlun landbúnaðarafurða
á heildsölustigi. Þarna væri ekki
um svo litlar ívilnanir að ræða.
Oí mikill stoínkostnaður
Það hafði vakið athygli okkar að
þetta fyrirtæki í svo örum vexti
hafði nýlega afsalað sér lóð, sem
það hafði fengið úthlutað undir
verzlun sína í Mjóddinni í Reykja-
vík. Skýringin reyndist vera sú er
eftir var leitað, að þótt þeir teldu
Mjóddina hinn ákjósanlegasta
verzlunarstað, þá treysti Hagkaup
sér ekki til að taka á sig þær
kvaðir, sem skipuiagið gerir ráð
fyrir varðandi bílastæði, skiptingu
kostnaðar á byggingu bílageymslu
í kjallara og fieira, og komst að
vandlega athuguðu máli að þeirri
niðurstöðu, að verzlunarrekstur
fyrirtækisins gæti ekki með
nokkru móti staðið undir þeim
mikla stofnkostnaði, sem um yrði
að ræða.
Þegar heimsókninni lýkur með
því að ganga um verzlun og lagera
í Skeifunni og renna við til
myndatöku í verzlanirnar við
Lækjargötu og í Kjörgarði, í
kjötvinnsluna á Strönd í Kópavogi
og saumastofuna við Höfðabakka,
fæst góð hugmynd um hve um-
fangsmikill þessi rekstur fyrir-
tækisins er orðinn, sem í ár veltir
um 250 milljónum króna. Sú mynd
verður kannski enn meira sláandi,
af því að við komum úr litlu
skrifstofunni, frá stjórnendunum
þremur við plastfundarborðið,
sem halda um þræðina og stýra
rekstrinum með öðrum aðferðum
en hér tíðkast gjarnan. — E.Pá.
Guðrún Vigfúsdóttir vefnað-
arkennari og stjórnandi
saumastoíu sinnar er hér við
einn vefstólinn.
Eiginlega var það draum-
ur, sem varð til þess, að ég
fór út í vefnaðarnámið, en ég
hafði ætlað mér að verða
saumakona. Ég fékkst á
yngri árum mikið við að
sauma milliskyrtur, enda alin
upp á stóru heimili og hafði
þvi mikinn hug á saumaskap.
En þessi draumur beindi mér
á aðra hraut og vorum við
tvær, sem tókum sama árið
vefnaðarkennarapróf í vefn-
aðarkennaradeild Húsmæðra-
skólans á Hallormsstað. Sem
sagt fyrstu nemendur, sem
hlutu próf í greininni á ís-
landi.
Guðrún Vigfúsdóttir
vefnaðarkennari á Isafirði
Það er Guðrún Vigfúsdóttir,
vefnaðarkennari og stjórnandi
fyrirtækisins Vefstofa Guðrúnar
Vigfúsdóttur hf. á Isafirði, sem
hefur orðið. Vefstofan hefur brátt
starfað í 20 ár og leggja starfs-
menn hennar stund á þá gömlu
þjóðaríþrótt, handvefnaðinn. Frá
vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur
hafa komið margs konar vörur,
værðarvoðir og höklar, ýmiss kon-
ar fatnaður, kjólar, jakkar, slár og
hálsbindi og hefur t.d. stöku
sinnum mátt sjá þessum bindum
bregða fyrir í sjónvarpi þar sem
þau prýða fréttamenn og aðra.
Sækja efnivið í umhverfið
— Hugmyndir okkar sækjum
við út í náttúruna, nágrennið. Við
þurfum ekki annað en að líta út
um gluggann, horfa á fjöllin og
ótrúleg litbrigði þeirra eða sjóinn,
úfinn eða sléttan. Það má sjálf-
sagt sækja efnivið til náttúrunnar
í það óendanlega, segir Guðrún. —
Við erum talsvert bundin hér,
flugið er ótryggt á vetrum og þess
vegna getum við ekki brugðið
okkur á sýningar í Reykjavík eða
sótt hugmyndir okkar á þess
konar mið og því grípum við í
nærtækasta efniviðinn og fáum
innblástur af umhverfinu.
Guðrún Vigfúsdóttir er fædd og
uppalin á Litla-Árskógi á Ár-
skógsströnd og var faðir hennar
Vigfús Kristjánsson og móðir
Elísabet Jóhannsdóttir. Vigfús
var bóndi og húsasmiður, kirkju-
smiður, brúarsmiður, bátasmiður
og útgerðarmaður og hafa bræður
hennar tveir einnig lagt nokkra
stund á smíðar, m.a. skorið út
skírnarfonta.
— Þeir eru áreiðanlega fæddir
smiðir, en hvorugur þeirra hefur
lært. Sennilega hef ég einnig
fengið eitthvað af þessum eigin-
leikum frá föður mínum, að vilja
vasast í sem flestum hlutum og vil
ég helst hafa mikið að gera.
En hvernig atvikaðist það að þú
fluttist til ísafjarðar?
— Ég hafði strax og ég lauk
prófinu frá Hallormsstað verið
beðin að koma til Akureyrar, að
húsmæðraskóla, sem þá var verið
að stofnsetja. Við vorum tvær,
sem sóttum um starfið, en ég dró
umsókn mína til baka þegar ég var
beðin að koma til starfa á Isafirði.
Var þetta fyrir 35 árum og hef ég
verið hér síðan og kennt við
Húsmæðraskólann Ósk. Hefur
kennsla í handvefnaði verið aðal-
starf mitt við skólann og viðkom-
andi fög.
En fljótlega hefurðu farið að
snúa þér að öðru svona í og með?
— Já, ég hafði og hef mikinn
áhuga á handvefnaði og lagði því
stund á ýmsar tilraunir. Segja má
að upphaf vefstofunnar hafi verið
það, að ég fékk vinkonu mína,
Höllu Einarsdóttur, sem þá var
atvinnulaus, í lið með mér. Ég
lánaði henni vefstólinn minn,
leigði hjá henni herbergi og hún
fór að vefa trefla. Þetta gekk
ágætlega og gekk fjölskylda mín í
lið með mér þegar við byrjuðum
árið 1962 og síðar slógust fleiri
áhugamenn í hópinn og hluthafar
eru nú alls þrjátíu.
Ynjíir mann upp
Er það ekki orðið alllangt út-
hald að starfa að handvefnaði í 35
ár í aðalstarfi og frístundum?
— Það er kannski úthald, en
það er þó ekki mikið þegar ég
hugsa um verkefnið sjálft, því það
yngir mann upp að leggja stund á
handvefnað og hann hefur verið
áhugamál mitt. Þess vegna kom ég
upp þessari vefstofu og vinn við
hana í öllum frístundum.
Ymsar tilraunir nefndirðu áðan,
er vefstofan þá eins konar til-
raunastofa þín?
— Að nokkru leyti mætti e.t.v.
orða það svo, en mér fannst að á
íslandi væri handvefnaður nokkuð
fátæklegur og því kom upp sú
hugmynd að reyna að koma með
eitthvað nýtt, ýta undir fram-
leiðslu á nýrri vöru og gera
ákveðnar tilraunir með aðgerðir.
Það er líka ótrúlegt hvað við
getum náð langt með íslensku
ullinni. Handvefstóllinn er mjög