Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
13
i-«.-
Hcr situr Gudrún o>{ vinnur að myndverki, sem hún hyKBst fara með til Noregs og sýna meðal annarra
muna frá fyrirtækinu. Eru þetta þrjár sjálfstæðar myndir, sem sýna útgerðarsöguna og henni til aðstoðar
við að teikna var Pétur Guðmundsson.
Sýnishorn af kjólum vefstofunnar og Guðrún er auk þess í slá með
vösum.
Möguleikarnir í handvefnaði og
vinnslu ullarvöru eru óþrjótandi
Vefstofan sjálf, en þar sitja þær daglangt eða hluta úr degi við iðju
sína, Guðrún og aðrir vefarar.
Vefstofan hefur ofið hökla fyrir nokkrar kirkjur og segist Guðrún þar
hafa notið aðstoðar sóknarprestsins, sr. Jakobs Ág. Iljálmarssonar.
einfaldur og lætur vel að stjórn,
en þegar um vélknúin tæki er að
ræða þá vandast málið. Þau vilja
taka ráðin af manni og það vil ég
ekki, ég vil fá að ráða ferðinni og í
handvefstólnum má gera hluti,
sem ekki er hægt að framkvæma
með vélum.
Nú eru ekki til margar vefstof-
ur. en er handvefnaðurinn að
vinna á og verða vinsælli?
— Mér áynist að t.d. víða er-
lendis sé handvefnaður að aukast
mjög. Ég var á sl. vetri í kynnis-
ferð um Norðurlönd og sá þá hvað
var að gerast með þessum ná-
grannaþjóðum okkar. Ungt fólk
tekur sig til og fer að spinna í
halasnældu, það litar bandið sjálft
og setur í vefstól. Á þessum tíma
hraða og tæknivæðingar finnst
mér heldur ekki veita af að sumir
staldri við, hugsi um og rifji upp
gamlar aðgerðir og taki til við
eitthvað sem róar hugann. í þessu
sambandi dettur mér í hug, að
nýlega kom forstöðukona Hús-
mæðraskólans, Þorbjörg Bjarna-
dóttir, inn í kennslustund. Hún
undraðist hvað nemendur sátu
hljóðir við vefina sína og hafði orð
á. „Það er svo róandi að sitja við
véfinn," sögðu þá stúlkurnar og
það finnst mér lýsa þessu starfi
nokkuð vel, að hugsa um og velta
vöngum yfir aðferð og möguleik-
um, leysa ímyndunaraflið úr læð-
ingi og listsköpunina.
Ofið og saumað
Svo sem fyrr er drepið á eru
fáanlegar hjá Vefstofu Guðrúnar
Vigfúsdóttur hf., hvers kyns flíkur
og hlutir úr íslenskri ull, sem
nefna má nytjalist: Kjólar, jakkar,
slár, treflar, hálsbindi, pils, vegg-
myndir, hirsla fyrir símaskrá,
hirslur fyrir hringprjóna og
heklunálar. Auk þess sem flíkurn-
ar eru ofnar, er oft um að ræða
saumaðar flíkur, þá úr voð, sem
ofin er á vefstofunni. Þá er einnig
ofið úr hespulopa, m.a. jakkar. En
varlega verður farið hér út í að
fjalla um aðferðir og önnur smá-
atriði þessa handverks, almenn
umfjöllun verður að nægja. í
Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur
starfa nú 5 fastir starfsmenn.
— Við höfum iðulega mun fleiri
starfsmenn, ekki síst á sumrin
þegar meira er hér um ferðamenn
og umsvifin aukast. Þá er algengt
að menn líti hér við og sjái
einhverjar flíkur, sem þá langar
til að eignast og reynum við þá
oftast að taka mál á stundinni og
sauma á örskömmum tíma til að
viðkomandi geti tekið flík sína
með. Þess vegna bæti ég við
starfskrafti á sumrin og hafa
stundum verið hér upp í 14 manns
í allt í lengri eða skemmri tíma
yfir árið.
Eru það íslenskir eða erlendir
ferðamenn, sem koma við og
kaupa flíkur hér?
— Það er kannski hvorttveggja,
en sennilega eru þó erlendir ferða-
menn mun fjölmennari. Við send-
um líka vörur suður og þá í
verslanir Rammagerðarinnar og
Islensks heimilisiðnaðar og eru
það einu verslanirnar syðra, sem
hafa varning frá okkur. En senni-
lega mun ferðamönnum fjölga hér
á næstunni, jafnvel strax í sumar,
þegar nýtt hótel verður opnað hér,
sem ráðgert er í júní.
Guðrún nefnir einnig að stund-
um berist henni óskir erlendis frá,
óskir um að senda ákveðinn varn-
ing eða nánari upplýsingar um
framleiðsluna. Er m.a. verið að
taka saman kynningarbækling.
Guðrún er stjórnarformaður
fyrirtækisins og framkvæmda-
stjóri þess og hún er spurð hvern-
ig gangi að hafa einnig tíma fyrir
listsköpunina sjálfa:
— Ég vonast nú til að geta
bráðum losnað nokkuð undan
þessu daglega amstri varðandi
stjórn og útréttingar og helgað
mig meira vefnaðinum sjálfum.
En næsta vetur hef ég t.d. strax
minni kennsluskyldu og þá ætti ég
að geta fengið meiri tíma til að
sinna vefnaði og tilraunum.
Sýnir í Noregi í sumar
Og ein af þessum tilraunum
Guðrúnar um þessar mundir er ný
aðferð varðandi myndvefnað og
stendur hún m.a. í sambandi við
sýningu, sem Vefstofunni er boðið
að taka þátt í ásamt fulltrúum frá
öðrum fyrirtækjum á Norðurlönd-
um, sem stunda á einhvern hátt
sérstæða listgrein í landi sínu.
— Það var kennari minn frá því
ég var einn vetur í Noregi, sem
spurði hvort hann mætti láta
formann félagsins „Landsfor-
bundet Norsk Brukskunst“ fá upp-
lýsingar um starfsemi okkar og í
framhaldi af því var okkur boðin
þátttaka í þessari sýningu, sem
Islendingar hafa ekki tekið þátt í
áður. Þarna ættum við að sýna
hluta af framleiðslu okkar og fer
allur tími minn um þessar mundir
í að undirbúa þátttökuna og verð
ég síðan úti við opnunina hinn 3.
júlí nk., en sýningin fer fram í
Lillehammer.
En sýningin í Noregi er ekki það
fyrsta sem' Vefstofa Guðrúnar
afrekar á þessu sviði. Hún hefur
tekið þátt í þremur sýningum í
Reykjavík og einu sinni verið á
kvöldvöku orlofsnefndar Reykja-
víkur, en á öllum þessum sýning-
um gat að líta fatnað hannaðan af
starfsfólki Vefstofunnar. Þá nefn-
ir Guðrún, að í athugun sé sá
möguleiki að stofnað verði heimil-
isiðnaðarfélag á Vestfjörðum og
gæti Vefstofan þá t.d. skapað
áhugamönnum verkefni og veitt
margs konar þjónustu á þessu
sviði.
Að lokum er Guðrún Vigfús-
dóttir spurð hvort aldrei hafi
hvarflað að henni að hætta starf-
semi sinni og hvort hún sem
iðnrekandi taki ekki þátt í neins
konar barlómi:
— Ég held að mér hafi aldrei
dottið alvarlega í hug að hætta,
því þetta er það áhugavert starf,
en hins vegar rekum við fyrirtæk-
ið eftir aðstæðum, drögum úr
umsvifum þegar það á við og víst á
við um þetta fyrirtæki sem önnur
að t.d. vaxtakostnaður verður sí-
fellt meiri byrði.
En möguleikarnir í handvefnaði
og vinnslu ullarvöru eru svo marg-
víslegir og óþrjótandi, að við
getum lengi fundið okkur farveg,
ef dregur úr framleiðslu á einni
vörutegund, þá tökum við til við
aðra. Ég vil svo að endingu nota
tækifærið til að þakka velunnur-
um fyrirtækisins fjær og nær
fyrir ómetanlega aðstoð til upp-
byggingar þessum iðnaði. — jt.