Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
15
Jakob
P. Jóhannsson:
Kæru
lands-
menn
Ég er þeirrar skoðunar að þegar
tveir eða fleiri keppa að ákveðnu
markmiði, þá beri að leggja það til
grundvallar þátttöku þeirra í
slíkri keppni, að aðilarnir séu jafn
réttháir gagnvart dómurum sín-
um, þannig að þeir kostir sem þeir
kunna að hampa sér til almanna
hyllis séu a.m.k. að jöfnu lögvarð-
ir. Ég á við það, að einhver einn
geti ekki í skjóli sérstöðu sinnar
að lögum, haft á oddi i allri
auglýsingastarfsemi sinni þann
kost er allir keppinautar vildu
gjarnan hafa en geta ekki vegna
þess að þeim er ekki gert jafn hátt
undir höfði.
Tilefni þessa bréfs eru látlausar
auglýsingar Seðlabanka Islands
þar sem hampað er sérsleginni
skrautmynt sem kjörinni tækifær-
isgjöf og ríkisvaldsagnið kórónað
með hvatningu til kaupa skulda-
bréfa sem hvorki eru framtals- né
skattskyld. Það kann að vera allt
gott um þetta að segja svo langt
sem það nær. Lúti hver sinni
dómgreind.
Hafið þið, góðir landar, tekið
eftir því að nú liggur fyrir ykkur
umsókn um tilvist fyrirtækis, sem
auka mun þjóðarhag. Hvatamenn
að þessari atvinnuuppbyggingu
geta því miður ekki skreytt um-
sóknareyðublöðin með: „Ilvorki
framtals- né skattskyld“, því
þarna er þessum aðilum mismun-
að. Þeir geta þó réttilega beitt
tækifærisgjöfinni sér til vegsemd-
ar og það ekki af litlu tilefni.
Tvöhundruð og fimmtíu króna
(250) hlutabréf til ungu kynslóðar-
innar, s.s. fermingarbarna, er ekki
aðeins varanleg arðbær eign
þeirra er fram í sækir, heldur gjöf
sem veitir þeim, þegar á unga
aldri, hlutdeild í að tryggja at-
vinnuöryggi sitt í framtíðinni. „Á
oddinn er sett frelsi einstaklings-
ins til athafna stutt af eðlishvöt
þjóðar að sjá sjálfri sér farborða.
ísland er háð erlendum fyrir-
tækjum hvað varðar steypustyrkt-
arjárn, algjörlega. Þörfin verður
brýnni og brýnni, því ísland er í
örum vexti og uppbygging mikil.
Um landið vítt og breitt, safnast
alls kyns brotajárn, ósamboðið
fegurð landsins og landsmönnum
öllum til mikilla leiðinda.
Já, þetta er hráefnið sem nota á
í framleiðsluna — framleiðsluna á
steypujárninu sem við kaupum
fyrir gjaldeyri af útlendingum. Þá
peninga getum við sparað, eða
notað í aðra hluti sem við erum
ekki færir um að framleiða sjálfir.
Breytum óþurft í þurft um leið
og við gerum allsherjar hrein-
gerningu til lands og sjávar á
Islandi. Kaupum hlutabréf í Stál-
félaginu hf. — hlutafélagi lands-
manna — „Þjóðarhag hf.“. Á
fyrirtækinu geta eitthundrað
(100) fjölskyldur byggt afkomu
sína. Er það ekki þjóðarhagur?
Jakob P. Jóhannsson
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRETI • SÍMAR: 17152- 17355
, Páska.-
s temmnmg
í Brauðbæ
Opiö í dag skírdag kl. 11—22.
Lokað föstudagirm langa.
Laugardag, opiö kl. 9—23.
Páskadag lokaö.
2. í páskum, opiö kl. 11—22.
PáskamatseÖill
Skírdagur 16. apríl
Blómkálssúpa
Heilsteiktur aligrísahryggur með sósu
„Charcutiere" framborinn með broccoli,
gljáöum gulrótum og kartöflum „Risso-
les. “
Dessert: Quenelles Cherry
Verd adeins 78.00
Páskamatseðill
2. í páskum 20. apríl
Aspargussúpa
Hamborgarhryggur með sykurbrúnuð-
um kartöflum, rauðkáli, blönduöu
grænmeti og rauövínslagaöri sósu
„ Bordelaise".
Desert: „Quenlles Diplomat"
Verd aöeins 78.00
Sérstakur barnamatseðill
11 ára og yngri
Verö kr. 7.00
og beztu börnin, sem klára matinn
sinn fá páskaegg í verðlaun.
&
pA
Heimsókn
með
fjölskylduna
í Brauðbæ
svíkur engan.
Brauðbær
Veitingahús
V/ÓÐINSTORG
sími 20490.
Viö óskum
öllum
vinum okkar
gleöilegra
páska.
<á