Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
17
Ilann hor sig kunnáttusamlona að þossi ungi rnadur. onda danskur
fjósameistari. en þeir hafa margir verið í Ármóti.
bása í stað þess að vera með
mjaltakerfið um allt fjós.
En það er þetta með dönsku
fjósamennina, það er nú kannski
besta búskaparbragðið, því að
þessir menn hafa reynst mér
afskaplega vel. Kúabúskapur í
stórum stíl verður náttúrulega
ekki rekinn nema með góðum
mönnum, sem kunna vel til verka,
en hér er helst ekki hægt að fá
nokkurn mann nema á hlaupum.
Vissulega höfum við stundum haft
ágæta kaupamenn íslenska. Þessir
dönsku menn, sem ég hef haft,
hafa hins vegar verið lærðir fjósa-
meistarar, ef svo má að orði
komast, enda starfinu sýndur
meiri sómi í Danmörku en hér
hefur tíðkast."
Og hver er svo bústofninn hjá
þér núna?
„Það eru nú á annað hundrað
gripir í fjósi ef allt er talið með,
kvígur og kálfar, en mjólkandi kýr
eru um 90 og hafa stundum verið
fleiri. Kvótakerfið og fóðurbætis-
skatturinn setja hins vegar bú
stærðinni sín takmörk eins og nú
er ástatt og ekki annað fyrirsjáan-
legt en að svo verði á næstu árum.
Auk kúnna er ég svo með
töluvert af hrossum og aðrar
skepnur ekki, losaði mig við svínin
og kindurnar fyrir löngu. í vetur
hefur hrossunum verið gefið dag-
lega allar götur síðan í desember,
þótt í venjulegu árferði sé hér
annars næg beit allan ársins
hring. Það er þó eins með hrossin
og aðrar búgreinar, að mjög hefur
dregið úr útflutningnum, bæði á
kjöti og lifandi skepnum, svo að
það kemur sér, að hún Bergþóra
dóttir mín er mikil hestamann-
eskja, temur og selur svona annað
veifið."
En Anna, hvernig fannst þér að
bregða búskapnum í bænum og
byrja að basla hér austur í
sveitum, eins og líka aðkoman var
hér í byrjun?
-Ég var ekkert bangin við að
fara útí það,“ segir Anna, „enda
Jósep svo mikill áróðursmaður og
duglegur að gylla það fyrir mér.
Ég hafði þó enga reynslu af
búskap, ólst upp í Garði suður þar
sem hlutirnir snúast frekar um
fisk en fénað, og hafði eiginlega
aldrei nærri skepnum komið. Þó
voru sumir með einhvern smá-
búskap í Garðinum og við krakk-
arnir vorum stundum að sniglast
þar í kring, en ég tel það ekki. Ég
var líka svo forfrömuð á tímabili
að vera orðin hlaðfreyja hjá Loft-
leiðum á Keflavíkurflugvelli og lét
mig dreyma um allt annað en
búskaparbasl austur í sveitum,
sem ég vissi varla haus né sporð
á.“
Nú hef ég heyrt, að þetta hafi
verið mjög erfitt hjá ykkur fyrstu
árin og ekki hvað síst fyrir þig,
Anna, meðan þú varst ein að
mestu. Reyndar segja sumir, að þú
hafir varla verið einhöm þegar á
þurfti að halda.
„Það er nú kannski orðum
aukið, en hitt var það, að það var
annaðhvort að duga eða drepast.
Það, sem mér þótti þó verst við
einveruna í fyrstu, var myrk-
hræðslan. Ég var nefnilega myrk-
fælin áður en ég kom hingað
austur, en það rjátlaðist nú fljótt
af mér.
Nei, ég hef aldrei séð eftir þvi að
fara í sveitina og hvað ætli maður
hefði svo sem haft það betra
annars staðar. Eitt vil ég þó
nefna, sem ég tel hvað mesta
ókostinn við að búa í sveit, en það
er hvað bændafólk er bundið. Það
getur varla heitið að hjón geti
farið að heiman samtímis lengur
en dagstund."
Nú ertu kominn í tölu stór-
bænda, Jósep, á tiltölulega
skömmum tíma. Hyggstu láta hér
staðar numið eða ertu með eitt-
hvað á prjónunum?
„Ja, hvað skal segja. í fyrstu
höfðu margir ekki mikla trú á
fyrirtækinu, töldu okkur hálf-
gerða skýjaglópa og kannski ekki
nema von. Margir byrja búskap en
missa svo úthaldið og gefast upp,
en þetta hefur þó allt blessast vel
hjá okkur. Landbúnaðurinn á hins
vegar við erfiðleika að etja þessa
stundina eins og aðrar atvinnu-
greinar og svigrúmið þar af leið-
andi ekki mikið. Þess vegna hef ég
stundum verið að velta fyrir mér
nýju búgreinunum svokölluðu, loð-
dýrarækt og fiskirækt, en þær
hugmyndir hafa svona lifnað og
dáið jöfnum höndum.
Ég er þó fyrst og fremst kúa-
bóndi og hef því mestan áhuga á
því, sem það varðar. Við erum að
fá okkar fyrstu holdakálfana
núna, út af Hríseyjarkyninu svo-
nefnda. Það hefur verið í undir-
búningi um nokkurt skeið og
náttúrulega eru ýmsar vonir við
það bundnar. Mér hefur þó fundist
ganga alltof hægt með þessar
kynbætur og held það sé einhver
gömul hræðsla, sem valdi því, ótti
við þau mistök sem okkur urðu á
fyrir mörgum áratugum, þegar
þekkingu manna og aðstæðum var
mjög ábótavant.
Nú á dögum horfir þetta allt
örðuvísi við, sóttvarnir tiltölulega
fullkomnar og samgöngur og við-
skipti milli þjóða, bæði lögleg og
ólögleg, með þeim hætti, að okkur
stafar hvað minnst hætta af
sæðisflutningum, sem fullt eftirlit
er haft með.“
Að lokum, Jósep, ein sígild
spurning. Hvernig er afkoma
bænda?
„Það hefur verið sagt um bænd-
ur að þeir kunni að barma sér og
berja lóminn og afkoma þeirra er
enda mjög misjöfn, hefur alltaf
verið svo, búin misstór, bústofninn
ólíkur og aðstæður svo misjafnar
sem mest má verða. Hvað kúabú-
skapinn snertir þá held ég að það
megi bjargast sæmilega við hann
ef menn skulda ekki mikið, eru
ekki ofurseldir þeim lánakjörum,
sem nú tíðkast og eru að gera
ungu fólki ókleift að byrja búskap.
Okkur hefur liðið vel hér á
Ármóti þennan tíma og við erum
bjartsýn á framtíðina. Auðvitað
hefur þetta ekki verið útlátalaust,
einkum hvað vinnuálagið snertir,
en það væri nú til lítils að lifa
lífinu, ef ekkert þyrfti fyrir því að
hafa. — Sv.
Vorsýning Mynd-
listarskólans
Það hefur orðið árviss við-
burður í menningarlífi höfuð-
borgarinnar, að nemendur
Myndlistarskóla Reykjavíkur
sýni verk sín á Dymbilviku.
Þetta er ágætur siður og undir-
ritaður veit ekki annað en að
sýningarnar séu vel sóttar af-
almenningi og að framtakið
njóti þannig drjúgra vinsælda.
Allir vita, sem með málum
hafa fylgst, að skólinn var
lengstum til húsa í Ásmundarsal
en sl. þrjú ár hefur hann haft
inni í rúmgóðum húsakynnum að
Laugavegi 118. Hlutverk skólans
er að annast fullorðinsfræðslu
og undirbúa nemendur til fram-
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
haldsnáms auk þess sem barna-
og unglingadeildir skólans njóta
mikilla vinsælda.
Skólinn er af hæfilegri stærð
sem myndlistarskóli er gegnir
þessu hlutverki en tækjakostur
er fyrir sumt af skornum
skammti.
Undarlegt til þess að vita, að á
meðan hver skólinn af öðrum er
byggður vítt og breitt um lands-
byggðina og fylltur af hvers
konar hjálpargögnum skuli
myndlistarskólar landsins allir
sem einn búa við hinn frumleg-
asta húsa- og tækjakost. Máski
fer svo að skólinn er hér er til
umræðu missi húsakynni sín í
náinni framtíð auk þess sem
Myndlista- og handíðaskóli ís-
lands býr við algjört fjársvelti,
lélegan tækjakost og fullkom-
lega ófullnægjandi húsakost og á
hann þó að heita þakið á allri
myndlistarfræðslu í landinu.
Öðruvísi fara menn vissulega að
úti í heimi þar sem skilningur á
þessum málum er á hærra plani.
— Einhverjir mundu vilja halda
því fram hér, að einn skóli sé
feikinóg á höfuðborgarsvæðinu
en það er alrangt þar sem
mikilvægt er að engin einokun
komist á um myndlistarfræðslu
og sérskoðanir fái ráðið ferðinni.
Hér er það víðsýnið er gildir öllu
öðru framar. Árlega þarf að
árétta þetta og hamra á þessu en
árangur er jafnan minni en
vonir standa til.
— Það, sem öðru fremur vakti
athygli mína á þessari sýningu
að öðru ólöstuðu voru dúkrist-
urnar, sem eru mjög vel gerðar
og er auðséð að kennarinn hefur
ríka tilfinningu fyrir efniviðin-
um og hæfileikana til að miðla
þeim til annarra. Annað á sýn-
ingunni stendur fyrir sínu svo
sem á fyrri árum.
Það er tilefni til að hvetja sem
flesta að skoða sýninguna því að
auðséð er ánægja þeirra er líta
þar inn.
Sýningin stendur einungis yfir
páskahelgina og verður ekki
framlengt.
Flugleiðir flytja rúmlega 1.000 far-
þega til ísaf jarðar um páskana
fsaíirði 10. april.
FLUGLEIÐIR áætla að
flytja um 1.150 manns til
ísafjarðar á skíðavikuna
um páskana. að söKn Jó-
hanns Guðmundssonar. af-
greiðslustjóra Flusleiða á
IsafjarðarfluKvelli.
Aukaferðir verða alla daga frá
föstudegi 10. apríl til og með
fimmtudeginum, skýrdegi, 16.
Mikið hefur þegar verið bókað í
þessi flug, en það veldur þó
Ólafsvik:
Sæmilegur
afli netabáta
Olalsvik lt. april.
SÆMILEGUR afli hefur
verið hjá netabátunum
núna síðustu dagana fyrir
páskahlé og var besti afla-
dajfur vertíðarinnar í gær,
en þá var algengur afli 8 til
15 lestir á bát og upp í 22.
Sýnt er þó að vertíðin
verður í allra slakasta lagi.
Togarinn Lárus Sveinsson land-
aði í gær 105 lestum af þorski, en
tæpri viku áður hafði hann landað
140 lestum. Klakkur VE landar
hér í dag um 170 lestum, en hann
landar hér vegna mikils afla
syðra. Nú eru bátarnir að koma
inn hver af öðrum með netin
innanborðs vegna páskahlésins.
Helgi
Flugleiðafólki áhyggjum hvað illa
er mætt, þótt fólk hafi pantað
sæti. Til dæmis var fyrsta vélin á
föstudegi að koma þegar viðtalið
var tekið, í þá vél var biðlisti í
Reykjavík, en flugvélin tekur 48
farþega. Með henni komu aðeins
15 farþegar. Slíkir viðskiptahættir
hljóta að teljast algjörlega óvið-
unandi og útilokað fyrir nokkuð
félag að halda uppi þjónustu á
þeim grundvelli, að fólk panti far
og hætti svo við að fara, eða taki
sér far með öðrum flugfélögum án
þess að afpanta.
Flugleiðir hafa svo mikinn við-
búnað eftir páskana til að koma
fólki heim aftur. Þannig verða til
dæmis ferðir á annan í páskum og
6 ferðir á þriðjudag og er reiknað
með að 56 sæta vél félagsins verði
þar á meðal.
Sumaráætlun Flugleiða tekur
gildi 1. maí næstkomandi, þá
verða 2 flug á dag alla daga og 3
flug suma dagana. Það er svipaður
ferðafjöldi og á síðasta sumri, en
mikil aukning verður í fluginu á
milli Isafjarðar og Akureyrar, en
þá verða 9 vikulegar ferðir og
verður flogið með nýrri Mitshu-
bitchi-skrúfuþotu Flugfélags
Norðurlands.
Úlfar.
Ferðir ferðafélaganna
FERÐAFÉLÖGIN, Ferðafélag íslands «g Útivist skipuleggja
fjölmargar ferðir um páskana. ba>ði stuttar og langar. í ferðir
Ferðafélagsins verður lagt upp frá Umfcrðamiðstoðinni austan
verðri. en að vestanverðu í ferðir Útivistar. í dagsferðir
Ferðafélagsins verður alltaf lagt upp klukkan 13.00. en hjá
Utivist er farið klukkan 13.00, nema á páskadag. þegar lagt
verður upp kl. 11.00.
Skírdajíur
Ferðafélag Islands verður með
tvær ferðir, aðrá á Vífilfell og
hina í Bláfjöll, en þar verður
gengið um á skíðum. Hjá Útivist
verður stutt gönguferð um Foss-
vog og Öskjuhlíð.
Föstudajíurinn lanjíi
Hjá Ferðafélagi Islands verð-
ur gengið um Gálgahraun og
Álftanes, en hjá Útivist verður
gengið upp með Elliðaám.
Laujíardajíur
Ferðafélag Islands verður með
ferð um Keilisnes og Staðarborg,
en Útivist verður með skíða-
göngu og gönguferð um Hellis-
heiði.
PáskadaRur
Ferðafélag íslands verður með
gönguferð með Elliðaám, en Úti-
vist verður með ferð um Krækl-
ingafjöru eða Brekkukamb.
Annar páskadagur
Farið verður í Húsafell á
vegum Ferðafélags íslands, en
hjá Útivist verður boðið upp á
gönguferð á Esju og fjörugöngu
á Kjalarnesi.