Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
33
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Keflavík
Til sölu raöhús í smíöum á
tveimur hæöum. Verö kr. 350
þús., útb. 170 þús. Fast verö.
Húsiö skilast meö gleri og púss-
aö aö utan. Einangraö aö innan.
Eignamiölun Suöurnesja,
Hafnargötu 57, sími 3868.
Wistoft búðarvog
nýuppgerö til sölu. Uppl. í síma
35813.
Ísland/Danmörk —
Eigum við að skipta
á húsnæöi í fríinu?
Viö höfum ákveöiö aö fara til
islands í 14 daga, frá 4. júlí 1981
og óskum efftir húsnæöi miö-
svaeöis. í staöinn bjóöum viö hús
fyrir noröan Kaupmannahöfn
nálægt S-lestinni og grænum
grundum, og eöa hjáleigu á
Norður-Jótlandi viö Vester-
havet. Svar meö ýtarlegum upp-
lýsingum sendist Gunnild Bond-
am, Tovesvej 27, 2850 Nærum,
DANMARK.
Viöskiptafræöinemi
á þriöja ári óskar eftir atvinnu í
júní og júlí í sumar. Þeir sem
hafa áhuga, vinsamlegast hring-
iö í síma 82429 e. kl. 7 á kvöldin
eöa um helqar.
Dyrasímaþjónustan
sími 43517
Uppsetning og viögeröir.
Ljósritun — Fjölritun
Fljót afgreiösla — Næg bíla-
stæöi.
Ljósfell, Skipholti 31, s. 27210.
tilkynningar
Kvennadeild Rauða
kross íslands
Konur athugið
' Okkur vantar sjálfboöaliöa til
starta fyrir deildina. Uppl. í
símum 34703, 37951 og 1490,9.
1300 cc, 1978 til sölu. Ekinn 29
þús. Verö 55 þús. Útb. 40 þús.
Uppl. í síma 42061 eftir kl. 7.
Fítnir fætur
Dansæfing ( Hreyfilshúsinu
mánudaginn 20. apríl 1981 kl. 9.
Skíðaferðir um
páskana
Skíðadeild ÍR — Úlfar Jacobsen
feröaskrifstofa.
SkíÖaferöir í Hamragil um pásk-
ana: Skírdag, laugardag, páska-
dag og annan í páskum. Erá
JL-húsinu kl. 9.30, Noröur-
strönd, Lindarbraut, Skólabraut,
Mýrarhúsaskóla, Esso v/Nes-
veg, Hofsvallagötu, Hringbraut,
Biöskýli v/Landspítalann, Miklu-
braut Shell-stöö, Austurveri,
Bústaöavegi, Réttarholtsvegi,
Garösapóteki, Vogaveri, Öldu-
selsskóla, Breiðholtskjöri kl.
10.15, Árbæjarhverfi viö Bæjar-
braut. Fariö frá Hamragili kl. 18.
Heimatrúboöið Austur-
götu 22 Hafnarfirði
Almenn samkoma á sktrdag.
föstudaginn langa og páskadag
kl. 5 Allir velkomnir.
IOOF 1= 1624178’/,= M.A.
1904812030
Heimatrúboðiö
Óðinsgötu 6a
Almennar samkomur um bæna-
og páskadagana kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Almennar samkomur veröa
haldnar á ettirtöldum dögum,
föstudaginn langa 17. apr. kl. 5,
páskadagur 19. apr. kl. 5, II
páskadagur 20. apr. kl. 5. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
Elím,
Grettisgata 62 Rvk.
IOOF Rb. 4 = 1304218'/t
Hörgshlíð 12
Samkomur föstudaginn langa kl.
4 e.h. og páskadag kl. 4 e.h.
Austurgata 6, Hafnar-
firði
Föstudaglnn langa kl. 10 t.h.
Páskadag kl. 10 f.h.
ÚTIVISTARFERÐIR
Einsdagsferöir
um páska
16.4. kl. 13. Fottvogur —
Oskjuhlið, frítt.
17.4. kl. 13. Meö Elliðaám, frítt,
mæting þar.
18.4. kl. 13. Hellitheiði —
Sleggjubeintdalir, verö 40 kr.
19.4. kl. 11. Kræklingafjara viö
Hvalfjörö eöa Brekkukambur,
verö 60 kr.
20.4. kl. 13. Fjöruganga á Kjal-
arnesi eöa Etja, verö 40 kr.
Brottför í allar feröir frá B.S.Í.
vestanveröu (nema á föstudag).
Útivist.
Kirkja Krossins Keflavík
Samkomur um páskana veröa
sem hér segir: Skírdag kl. 14.00,
Samúel Ingimarsson talar.
Föstudagurinn langi kl. 14.00,
Urban Vildholm frá Svíþjóö tal-
ar. Páskadag kl. 14.00, Ásgrímur
Stefánsson talar. Kór kirkjunnar
syngur á öllum samkomunum.
Allir velkomnir.
Sálarrannsóknar-
félag íslands
Skyggnilýsingarfundir. Hinn
heimsfrægi breski skyggnilýs-
ingamiöill Robin M. Stevens
kemur fram á þremur fundum
sem haldnir veröa í Félagsheim-
ilinu á Seltjarnarnesi fimmtudag-
inn 16. apríl, mánudaginn 20.
apríl og þriöjudaginn 21. apríl,
allir kl. 20.30. Miöasala á skrif-
stofunni í Garöastræti 8 alla
virka daga eftir hádegi og viö
innganginn.
Stjórnin.
KFUM og KFUK
Amtmannsstíg 2B
Almennar samkomur um þæna-
daga og páska veröa sem hér
segir: Föstudaginn langa kl.
20.30, Halla Bachmann kristni-
boöi talar. Páskadag kl. 20.30,
herra Sigurbjörn Einarsson bisk-
up talar, æskulýöskór KFUM og
K syngur. 2. páskadag kl. 20.30
Hilmar Baldurson, guöfræöingur
talar, einsöngur. Allir velkomnir
á samkomurnar.
Skyggnilýsíngafundur
Bresku hjónin Robert og Eileen
Ison halda skyggnilýsingafund í
kvöld, miövikudaginn 22. apríl,
kl. 20.30 í Félagsheimili Vík
Keflavík.
Sálarrannsóknafélag
Suöurnesja.
■ GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDSB
Fundarboð
Skógræktarfélag Kópavogs
heldur aöalfund aö Hamraborg
1. hinn 21. apríl 1981 kl. 20.30.
Fundarefni: 1) Venjuleg aöal-
tundarstörf. 2) Siguröur Blöndal,
litskuggamyndir. 3) Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Stjórnin
Páskaguðsþjónustur
Filadelfiu
Skírdagur kl. 20, ræöumaöur
Urban Widholm. Föstudagurinn
langi í Keflavík kl. 14, Reykjavík
kl. 20. Laugardagur Páskavaka
kl. 22, ungt fólk meö Urban
Widholm. Stjórnendur Guöni
Einarsson og Hafliöi Kristinsson.
Páskadagur Fíladelfía Selfossi
kl. 16 og Filadelfia Reykjavík kl.
20. Annar páskadagur Selfossi
kl. 16.30 Daniel Glad. Filadelfia
Reykjavík kl. 20. Kveöjusam-
koma fyrir Urban Widholm
IOOFE OB—IP 3 162214-\\\ L
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11796 og 19533.
Dagsferðir 16.—20. apríl
kl. 13.00.
18.4. Vítilsfell 655 m. Fararstjóri:
Baldur Sveinsson.
16.4. Skíðaganga á Bláfjalla-
svæöinu. Fararstjóri: Hjálmar
Guömundsson. Verö í báöar
feröirnar kr. 40.00 gr. v/bílinn.
17.4. Gálgahraun — Alftanes.
Fararstjóri: Guörún Þóröardótt-
ir. Verö kr. 20.00 gr. v/bílinn.
18.4. Keilisnes — Staóarborg.
Fararstjóri: Baldur Sveinsson.
Verö kr. 40.000 gr. v/bílinn.
19.4. Gengiö meö Ellióaánum.
Fararstjóri: Siguröur Kristins-
son. Þátttakendur mæti viö
gömlu brúna yfir Elliöaárnar.
Frítt.
20.4. Húsfell. Fararstjóri: Sigurö-
ur Kristinsson. Verö kr. 35.00 gr.
v/bílinn.
Allar feröirnar nema feröin á
páskadag eru farnar frá Umferö-
armiöstööinni aö austanveröu.
Feröafélag íslands
Samhjálp
Samkoma veröur í Kirkjulækj-
arkoti í Fljótshlíö föstudaginn
langa kl. 14.30 og á laugardag í
Akurhól kl. 16.00. Ræöumaöur
Óli Ágústsson o.fl. Söngflokkur-
inn Jórdan. Allir velkomnir.
Samhjálp
KFUK,
Amtmannsstíg 2B
Aöaldeildarfundur fellur niöur
21. apríl, en afmælisfundur meö
fjölbreyttu efni og inntöku nýrra
félaga veröur haldinn 28. apríl kl.
20.30. Ath.: Aögöngumiöar seld-
ir hjá skrifstofunni til föstudags
24. apríl. Allar konur velkomnar.
Nefndin
Krossinn
Páskadagur
Almenn samkoma kl. 4.30 aö
Auöbrekku 34, Kópavogi.
2. páakadagur
Brauösbrotning kl. 3.
Almenn samkoma kl. 4.30.
Þriðjudagur 21. apríl
Almennur biblíulestur kl. 8.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sextugur:
Sigurgeir Jónsson
hæstaréttardómari
Hinn 11. apríl varð Sigurgeir
Jónsson hæstaréttardómari sex-
tugur. Hann fæddist á Isafirði
árið 1921. Foreldrar hans voru
hjónin Hrefna Sigurgeirsdóttir og
Jón Arinbjörnsson framkvæmd-
astjóri. Voru þau bæði af vest-
firsku bergi brotin.
Sigurgeir ólst upp í Reykjavík
frá 6 ára aldri, en foreldrar hans
fluttust þangað frá Isafirði á
árinu 1927. Stúdent varð hann
árið 1939 og lauk lögfræðiprófi
árið 1945. Jafnframt laganáminu
stundaði hann um skeið nám í
viðskiptafræðuin.
Að námi loknu fór Sigurgeir
Jónsson til starfa í dómsmálaráð-
uneytinu og var hann starfsmaður
þess ráðuneytis lengst af næsta
áratug. Um tæplega hálfs annars
árs skeið starfaði hann sem lög-
fræðingur Framkvæmdabanka ís-
lands og um skeið einnig sem
skrifstofustjóri bankans.
Á árinu 1949 var Sigurgeir við
nám og störf hjá lögreglu New
York-borgar og kynnti sér einkum
lögreglurannsóknir.
Árið 1972 var Sigurgeir skipað-
ur í dómaskipunar- og réttarfars-
nefnd og starfaði í henni til 1978.
Sú nefnd samdi m.a. lögréttufr-
umvarpið, frv. um rannsóknarl-
ögreglu ríkisins og í sambandi við
það ýmsar breytingar á lögum um
meðferð opinberra mála. Mörg
önnur trúnaðarstörf hefur Sigur-
geir Jónsson haft með höndum,
átti m.a. sæti í bifreiða- og
umferðarlaganefnd í átta ár, var í
fyrirsvari fyrir ríkisspítalana í
vinnudeildum 1949—1957. Setu-
dómari var hann margsinnis í
ýmsum málum á ráðuneytisárun-
um.
Sigurgeir var skipaður bæjarf-
ógeti í Kópavogi 10. ágúst 1955.
Það varð því hlutskipti hins unga
bæjarfógeta að verða fyrstur
manna til þess að gegna þeirri
stöðu — því þótt Kópavogur ætti
sér langa sögu, átti kaupstaðurinn
stutta. Hann var stofnaður með
lögum frá "Alþingi 11. maí 1955.
Þar með stofnaðist lögsagnarumd-
æmið, sem m.a. þýddi stofnun
dómstóls. Sá dómstóll skyldi
dæma á grundvelli réttarvitundar
hinnar frjálsu íslenzku þjóðar.
Þetta var mikil saga. Baksvið
hennar var þekkt. Hið erlenda
vald hafði einmitt haslað sér völl á
miðöldum á Kópavogsþingi. En
þar var um langt skeið þing
Álftnesinga, Seltirninga og Mos-
fellinga. Höfuðvígi konungsvalds-
ins var þar skammt undan, á
Bessastöðum. Ekki var því að
undra, að sögulegri atburðir ger-
ðust á Kópavogsþingi en á öðrum
þingum.
Hið nýja bæjarfógetaembætti
þurfti nú að byggja upp frá grunni
og hefur það verið ærið verk. í það
gekk bæjarfógetinn ungi af miklu
kappi. Þá kom sér vel að í
dómsmálaráðuneytinu hafði Sig-
urgeir einatt haft það hlutverk að
endurskoða dómsmálastörf hinna
ýmsu sýslumanna og bæjarfógeta
um landið. En dómsmálaráðuneyt-
ið hefur slíkt eftirlitshlutverk með
höndum. Við þau störf kynntist
Sigurgeir flestum sýslumanna-
embættum, skipulagi þeirra, um-
fangi og öllum rekstri. Má nærri
geta, að sú reynsla, sem hann fékk
við þau störf, hefur reynzt ómet-
anleg þegar hann þarf svo sjálfur
að stofna slíkt sýslumannsemb-
ætti, afla allra gagna, ráða starfs-
menn og hefja þjónustu við al-
menning og framkvæmd megin-
þátta ríkisvaldsins í Kópavogi.
Engir embættismenn fara með
viðfeðmara starfssvið hér á landi
en sýslumenn. Það gefur því auga
leið, að margs þurfti að gæta. En
allt gekk þetta fljótt og vel í
höndum Sigurgeirs Jónssonar.
Hann er stjórnsamur maður og
reglusamur og krefst þess, að allir
starfsmenn leggi sig fram í störf-
um. Sjálfur hlífir hann sér hvergi
og er það vel þekkt og farsæl leið
til þess að fá aðra tíl rösklegra
vinnubragða, er einmitt sú, að
stjórnandinn gangi vel fram sjálf-
ur.
Fólki fjölgaði ört í Kópavogi,
umsvif í atvinnumálum og fjár-
málum færðist í aukana og þar
með óx embætti bæjarfógetans,
því störfin þar stand í nokkru
hlutfalli við íbúafjölda lögsagnar-
umdæmisins. Þegar skrifstofa
Sigurgeirs bæjarfógeta opnaði að
Neðstutröð 5 hinn 6. október 1955,
störfuðu þar auk bæjarfógeta
tveir starfsmenn. Að tíu árum
liðnum voru starfsmenn orðnir 11
og með lögreglumönnum, sem þá
voru 14, voru starfsmenn orðnir
25. Um þær mundir sem Sigurgeir
hætti sem bæjarfógeti voru þeir
orðnir um 40. Það er því augljóst,
að stjórnun varð mikið starf hjá
bæjarfógetanum. En í því efni trúi
ég, að hæfileikar Sigurgeirs hafi
notið sín vel. Reyndar er um það
efni gott að geta vitnað til skýrslu
þeirrar sem J. Ingimar Hansson
rekstrarverkfræðingur samdi á
árinu 1977 um bæjarfógetaemb-
ættið í Kópavogi. Skýrslan var
samin til þess að gefa yfirlit um
dómskerfið frá sjónarmiði skipu-
lags og stjórnunar. Segir verk-
fræðingurinn þar m.a.: „Það verð-
ur að viðurkennast, að stjórnunin
á Kópavogsembættinu er eins góð
og bezt verður á kosið innan
ramma sem löggjöf og aðrar
aðstæður bjóða upp á. Þar reynir
jafnmikið á þekkingu og reynslu í
stjórnun og í lögfræði. Því stærra
sem embættið er, reynir meira á
stjórnunarþáttinn."
Rétt er að fram komi, að
Sigurgeir var í mörg ár í stjórn
Sparisjóðs Kópavogs og formaður
stjórnarinnar um árabil. Sparisj-
óðurinn naut góðs af reynzlu hans
og hyggindum á fjármálasviðinu.
Sjálfum var Sigurgeir þessi stofn-
un Kópavogsbúa mjög kær og
hefur hann enn áhuga á velfarnaði
sjóðsins og hlutverki hans, sem
lyftistöng fyrir framkvæmdir
bæjarbúa. Sigurgeir var óg form-
aður Dómarafélags íslands og
Sýslumannafélagsins um skeið.
Hér í þessari afmæliskveðju er
þess auðvitað enginn kostur að
rekja störf Sigurgeirs Jónssonar
að neinu ráði. Enda er hann enn á
góðum aldri, á vonandi eftir að
starfa mikið og leysa margan
vandann. En hitt - má gera að
minnast á nokkra drætti í svip-
móti þessa manns. I því efni herur
mér alltaf sýst að Sigurgeir sé
sem embættismaður sannur gagn-
vart verkefnum sínum. Hann er
bersögull og hispurslaus gagnvart
öðrum stjórnvöldum, heldur hres-
silega á stundum. Einstaklingum
segir hann álit sitt á vanda þeirra
eða viðfangsefnum á þann veg, að
ekki er hætta á misskilningi.
Hreinskilnisleg svör eru bezt,
hvort sem mönnum líkar þau
bvetur eða verr. Stundum er líka
rétt að muna, að vinur er sá, sem
til vamms segir. Ráða slíkra
manna er hollt að njóta, enda er
þá oft léttara að sjá hvar rétt
stefnir eða þá hvar miður fer,
þegar treysta má, að vægðarlaust
er reynt að skilja hismið frá
kjarnanum, málsatvik greind
sundur í því skyni að ráða úrslit-
um mála svo og þau komist heil í
höfn, fái hæfandi lyktir.
Sigurgeir kann orð Rómverjans,
sem sagði: „Þú skalt lifa fyrir aðra
ef þú vilt lifa fyrir sjálfan þig,“
þ.e. sjálfum þér til ánægju. Hann
er einkar hjálpfús maður og hafa
margir til hans leitað um ráð og
aðstoð. Engum veitir hann slíkt
fúslegar en þeim, sem hann telur
að eigi sér óvíða skjóls að leita.
Sigurgeir er fróður og minnugur
og er reyndar afar sögufróður,
bæði um Islandssögu og mannk-
ynssögu. Fáir standa honum á
sporði í þekkingu á þróun mála
sem leiddu til heimsstyrjaldarinn-
ar síðari, gang þeirra átaka og
afleiðingar hennar. Er gaman að
sitja með honum kveldstund og
ræða þau efni. Er reyndar gott að
koma á hið fagra heimili þeirra
hjóna, Hrafnhildar Thors og Sig-
urgeirs. Þau hafa búið vel um sig á
Flókagötunni. Þau hafa m.a.
áhuga á myndlist og hafa af
smekkvísi keypt sér margar, fag-
rar myndir.
Þau hafa eignast fjögur börn:
Hrefnu, gifta Guðjóni Jónssyni
tæknifræðingi, Kjartan, starfs-
mann reiknistofnunar bankanna,
kvæntur Þórdísi Bjarnadóttur,
Jón, lögfræðing, giftan Herborgu
Auðunsdóttur. Yngst er Hrafn-
hildur, sem stundar viðskipt-
afræðinám í Háskóla íslands.
Þessum síðbúnu afmælishugl-
eiðingum fylgja allar góðar óskir
og kveðjur frá okkur, sem störfum
við bæjarfógetaembættið í Kópa-
vogi til Sigurgeirs Jónssonar og
fjölskyldu hans.
Ásgeir Pétursson