Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 43

Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981 43 Skíðamennskan KÓður skóli Reyndar væri gaman að skjóta því hér inn, að ég tel. skíðakeppni vera mjög góðan skóla fyrir þá sem ætla sér að standa í hörðum viðskiptum. Skíðamennskan herð- ir menn með ólíkindum. Það er alveg ótvírætt, að skíðamennska mín var mér dýrmæt reynsla við reksturinn, áræðið var mun meira en ella. Á þessum árum fórstu að taka aukinn þátt í félagsmálum innan KR, og mér' er sagt, að þú hafir tekið virkan þátt í uppbyggingu skíðasvæðis félagsins við Skála- fell. Hvenær hófst þetta uppbygg- ingarstarf? — Það er rétt, að ég sneri mér í auknum mæli að félagsmálum, enda hafði ég betri möguleika á að taka þátt í þeim en að þjálfa mjög stíft uppi á fjöllum. Uppbyggingarstarfið við Skálafell hefst fyrir alvöru árið 1956, eftir að litli skálinn, sem við áttum, brann. Fyrsta almennilega lyítan Það var fljótlega farið að huga að skálabyggingu og mikill hugur var í mönnum. Skálabyggingin gekk ágætlega og aðstaða okkar varð mjög þokkaleg. Það eina sem vantaði var virkilega góð skíða- lyfta. Sá draumur rættist svo árið 1960, þegar sett var upp fullkomin lyfta á skíðasvæði félagsins. Það var fyrsta almennilega lyftan, sem sett var upp hér á landi, sem gerði það að verkum, að fólk fjölmennti til okkar upp í Skálafell. Tíminn stóð í stað Það má segja, að þegar eftir að okkar uppbyggingu var lokið eftir 1960, hafi tíminn staðið nokkurn veginn í stað fram til ársins 1974, þegar hafizt var handa við upp- byggingu Bláfjallasvæðisins. í dag er þetta næstfjölmennasta íþróttagrein landsins. Sem dæmi má nefna, að innan hinna einstöku skíðafélaga eru í dag starfandi yfir tíu þúsund manns, svo maður tali nú ekki um þann gífurlega fjölda almennings, sem stundar skíðin. Þessi mikli fjöldi er alls ekki skrítinn, því allir geta tekið þátt í leiknum. Þar við bætist sú staðreynd, að maður er alltaf að bæta við sig, sem hvetur fólk til dáða. Gífurlegur aðstöðumunur Hver finnst þér vera helzti munurinn á skíðamennskunni í dag og á þeim tíma þegar þú varst að byrja? — Eins og ég sagði áður, þá er gífurlegur aðstöðumunur frá því sem áður var og nú þekkist. Þá hefur fjöldi þeirra, sem stunda þetta, aukizt gífurlega í gegnum árin. Einn gæfumunur er á. í gamla daga þegar við skíðuðum á tréskíðunum okkar var rennslið svo takmarkað, að menn urðu að vera í mjög bröttum brekkum til að komast eitthvað áfram. Með aukinni tækni hefur rennsli skíða aukizt gífurlega, sem gefur fólki möguleika á því að fá gott rennsli í mjög flötum brekkum. Fólk þarf ekki að demba sér niður snar- brattar fjallshlíðar, heldur getur hver haft sína hentisemi. „Oþolandi veðrátta“ Þá langar mig að koma að öðrum hlut í sambandi við skíða- mennskuna. Fólk talar oft um að veðráttan hér sé „með öllu óþol- andi“. Það sé ekki hægt að komast á skíði svo dögum og vikum skiptir. Það er að vísu rétt, að veðrið getur verið „alveg óþol- andi“, en ég er þeirrar skoðunar, að hin miklu misviðri geri í raun ekkert annað en að herða fólk, sem er til góðs. Það er bara mun meira spennandi, þegar loks kem- ur gott veður. Það er til eitt gott ráð til þessa fólks. — „Fara bara“, Frjálsræði á sem flestum sviðum er bezta og hraðvirkasta kjara- bót, sem Islendingar gætu fengið hvernig sem viðrar. Það getur verið ágætasta veður upp til fjalla, þótt leiðindaveður sé í byggð. Hef saman af öllum íþróttum Þrátt fyrir þennan ódrepandi áhuga þinn fyrir skíðaíþróttinni, hefur þú stundað fleiri íþróttir, er ekki svo? — Jú, jú, ég hef stundað fleiri íþróttir, enda er ég þeirrar skoðunar, að góð heilsa sé undir- staða ánægjulegs lífs. Almenning- ur metur heilsu sína aldrei nægj- anlega, mjög margir kannski ekki fyrr en þeir hafa misst hana. Eg stunda í dag auk skíðanna bad- minton, en segja má, að ég hafi gaman af öllum fallegum íþrótt- um, hverju nafni sem þær nefnast. Langar hestaferðir Þá kom það upp úr kafinu í samtali okkar Þórs, að um tuttugu ára skeið fór hann ásamt félögum sínum í langar hestaferðir um landið. — Við töldum þetta beztu aðferðina við að kynnast landinu og fórum alltaf í fyrstu vikunni í júlí, nokkrir félagar. Fjöldinn var misjafn, en ég man eftir ferð um Kjalveg þar sem við vorum 10—12 saman á 60—70 hestum, svo þetta var ekkert smáfyrirtæki. En það, sem er kannski sérkennilegast við þessar ferðir okkar, er að enginn okkar var eiginlegur hestamaður. Við áttum ekki hestana, heldur fengum þá til leigu hverju sinni hjá mönnum eins og Páli Sigurðs- syni o.fl. Ég held að fullyrða megi, að þetta hafi verið með fyrstu svona löngum ferðum, sem menn fóru, án þess að eiga hestana sjálfir. Eru þessar ferðir aflagðar í dag? — Ferðirnar duttu upp fyrir í kringum 1970, en þá höfðum við farið á hverju einasta ári í um 20 ár. Gætir nokkurrar þreytu í athöfnum fólks Ef við snúum okkur frá íþrótt- um og tómstundum og lítum á þjóðfélagið í dag. Hvernig kemur það þér fyrir sjónir? — Mér finnst óneitanlega gæta nokkurrar þreytu hjá fólki í athöfnum þeirra. Sérstaklega finnst mér áræðið vanta hjá ungu fólki í dag. Gott dæmi um það er t.d. hversu fáir viðskiptafræðingar fara út í eigin atvinnurekstur. Þetta eru menn með sérstaka menntun til að starfa í atvinnulífinu, en þeir virðast taka hið þægilega líf fram yfir. Það virðist vera miklu betra að taka enga áhættu og starfa bara hjá öðrum, í fyrirtækjum eða stofnunum. Tækifærin mun fleiri Hafa þessir menn sömu tæki- færi og áður? — Alveg tvímæla- laust, tækifærin eru mun fleiri en þegar ég var að byrja í þessu streði. Menn verða bara að leita og taka síðan áhættu, sem er örugg- lega þess virði. Menn ná aldrei neinum árangri öðruvísi en að taka ákveðna áhættu. Ráðamenn reyna að bregða fæti fyrir menn Það má að vísu segja, að svo virðist sem flestir ráðamenn í þjóðfélaginu reyni að bregða fæti fyrir þá sem vilja koma sér eitthvað áfram. Tilhneigingin virðist vera að koma sem allra mestu undir ríkisforræði, sem auðvitað er hinn mesti misskiln- ingur. Lífskjörin versna að mínu mati jafnhliða aukinni ríkisforsjá. Það er ennfremur hræðilega út- breiddur misskilningur, að ríkis- forsjáin komi „ofan að“. Ríkið er einfaldlega við. Það erum við sem borgum brúsann, þegar upp er staðið. Sköpun undir- staóa framfara Það, sem er undirstaða fram- fara, er sköpun í athafnalífinu, en með aukinni ríkisforsjá er einmitt verið að drepa alveg niður þessa sköpun. Það er auðvitað ekkert á móti því, að aðstoða þá sem lítils mega sín, en það er með öllu óþolandi, að ríkið sé með puttann í öllum málum. Það sem raunveru- lega vantar, er að ríkið hætti sinni stöðugu afskiptasemi af öllum hlutum, og að unga fólkið „fari að gera eitthvað", þ.e. taki til hend- inni í athafnalífinu. Ég er sann- færður um að frjálsræði á sem allra flestum sviðum myndi virka sem bezta og hraðvirkasta kjara- bót, sem Islendingar gætu fengið. Áhrif frjálsræðis nú myndu verða svipuð og þegar Viðreisnarstjórn- in blés lífi í islenzkt athafnalíf eftir 1960. Alltaf vcriö bjartsýnismaður Annars hef ég alltaf verið - bjartsýnismaður og er það ennþá, en spurningunni um framtíðina er kannski svolítið erfitt að svara. Ég segi hins vegar: Það eru alltaf tækifæri fyrir unga menn. Það er bara að taka áhættuna og standa og falla með sínum hugmyndum. — sb. Blað úr Komlu handriti, ólæsilegt að mestu. Ein bandóð kerling við Kleifaveg flaug á kaupmann og sagði. annars þreifa ég K.K. Andrés Valberg er mjög góður hagyrðingur og fljótur að kasta fram vísu, ef þannig liggur á honum. Einu sinni þegar hann fór niður í Gjald- heimtu að greiða skatta sína hafði hann gleymt að skipta um skó. Skrifstofustjórinn henti gaman að honum og sagði: „Þarna kemur ríkasti maður í bænum." „Á hverju sérðu það?“ spurði einhver. „Sérðu ekki skóna, sem hann er í?“ spurði skrifstofustjórinn á móti. Þá sagði Andrés, þar sem hann stóð á miðju gólfinu: Á gömlu skónum gekk hér inn garpur úr Skagalirði. Þeir eru eins og eigandinn enn þá nokkurs virði. Fyrir hálfum mánuði var í Vísnaleik varpað fram þessum fyrri hluta: Oft í vafstri veraldar verður tafsamt smátt að gera. Sigurður Pétursson vill lyfta sér upp úr hinu hversdagslega amstri: Ofar hafsins útsýn bar óðar skrafsins fagurkera. IngólfUr Þorsteinsson hefur sent Vísnaleik þessa vísu, sem skýrir sig sjálf: Gjaldeyris við gengi lágt, gróða meður duldum. leika sér og lifa hátt, landsins börn i skuldum. Eins og menn rekur minni til, lagði forsætisráðherra á það mikla áherzlu um áramót- in, að í rauninni væri vanda- laust að ráða við verðbólguna. „Vilji er allt sem þarf,“ sagði hann og mátti skilja orð hans svo sem ríkisstjórninni hefði loksins tekizt að stæla viljann upp í sjálfri sér, en hins vegar stæði á þjóðinni að gera slíkt hið sama. Á ársafmæli ríkisstjórnar- innar þegar ég sat andspænis öllum ráðherrunum kom þessi staka upp í hugann: Forsjá. vizka og vit nær skammt. Vilji er allt sem þarf. Skrýtið - eftir árið samt varð ekkert þeirra starf. Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra hefur gaman af því að búa til vísu. Arið 1965 fékk þessi limra 1. verðlaun hjá blaðinu Verkamanninum á Akureyri. Einn veit ég drykkfelldan Dana sem drekkur þó mest af vana. Hann stamaði um stund hjá Snæbirni á Grund og beið eftir bjórnum frá Sana. Fyrir réttu ári birtist í Vísnaleik þessi limra eftir Kristján Karlsson: Tóta frá Tindriðastöðum var töluvert lesin í blöðum og ljóðum og vísum. jafnvel leiðarvísum. En það lagaðist. sagði hún. með böðum. Eiríkur Eiríksson frá Dag- verðargerði hefur ort tilbrigði við þessa limru: Tóta frá Tindriðastöðum var töluvert lærð í blöðum. með Ijóðum og leiðarvísum lék sér á hálum ísum. I síðasta Vísnaleik var þess- um fyrri hluta varpað fram: Þó leyniplagg þeir létu gera er litils virði trygging slík. Botnar við hann munu birt- ast eftir viku, en svo er hér annar fyrri hluti, sem gerð verða skil á í 2. Vísnaleik hér frá: Einatt hefur lítil limra lifgað upp á kveðskapinn. Ekki verður meira kveðið að sinni. Ilalldór Blöndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.