Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 44

Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981 18 þúsund á dag Á Ásmundarstöðum í RanKárvallasýslu er búið rausnarbúi. ok haldi einhvcr, að stórbú scu ekki lenKur til á ísiandi, þá er hú þeirra Jóns, Garðars ok Gunnars Jóhannssona að Ásmundarstóðum sönnun um hið gagnstæða. |>eir bræður, sem nú hafa húið í um það hil áratug á búi sinu í Holtunum, reka umfanKsmikið hænsnabú, þar sem lögð er áhersla á CKKja- ok kjúklinKaframleiðslu jöfnum höndum. í tengslum við húið reka þeir svo alifuKÍasláturhús á Ilellu, en alls vinna um 25 manns við búið og sláturhúsið. Bú þeirra bræðra, Iloltahúið. minnir því að mörgu leyti fremur á meðalstórt fyrirtæki í þéttbýli en á hændabýli eins ok þau er venjulega koma upp í hu^ann, er hugurinn hvarflar upp i sveit á íslandi. En til að fræðast nánar um búreksturinn á Ásmundarstöðum, óku Ijósmyndari ok hlaðamaður MorKunblaðsins austur á RanKárvelli fyrir skömmu, ok hittu fyrir yngsta bróðurinn, Gunnar Jóhannsson. Ásmundarstaðabræður, Jón, Garðar og Gunnar, Kanga milii hænsnahúsanna með hlaðamönnum MorKunblaðsins. Gunnar segir samstarf þeirra bræðra ganga mjög vel, þótt þeir geti vissulega rifist og haft sina skoðun á málunum. — „En þá leysum við lika þau mál er upp koma, i stað þess að byrgja þau innra með okkur, svo öll mál eru leyst eða skýrð áður en þau verða að stórmálum,“ segir Gunnar. „Eg vildi á hinn bóginn ekki búa svona félagsbúi með óskyldum aðilum, það yrði án vafa mun erfiðara heldur en hjá mönnum er hafa alist upp saman og gerþekkja hverjir aðra.“ Slátra tvö þúsund kjúklingum vikulega Lítill tími í húskapinn sjálfan Gunnar var raunar ekki heima er okkur bar að garði, hafði þurft að skreppa niður á Hellu til útréttinga, en var væntanlegur innan tíðar. Vigdísjiúsfreyja bauð okkur hins vegar upp S kaffi á meðan við biðum, og fljótlega birtist Gunnar, ekki mjög „bónda- legur" útlits, klæddur jakkafötum og með skjalatösku í hendi. — Við höfðum orð á því, að hann líktist meira iðnrekanda í Reykjavík en íslenskum bónda. „Já, sannleikurinn er sá,“ sagði Gunnar, „að mitt starf hér felst fyrst og fremst í alls kyns útrétt- ingum fyrir búið, ég er eins konar framkvæmdastjóri hér, og út í hænsnahúsin kemst ég því sjaldn- ar en ég gjarnan vildi. Eg hef ekki eins mikinn tíma til að hrærast í búskapnum sjálfum og mig langar til, en að sjálfsögðu reyni ég að fylgjast vel með öllu þrátt fyrir það. Við höfum reynt að hafa yfir- bygginguna eða skrifstofuhaldið hér í lágmarki, og ég hef því að mestu annast þessi störf sjálfur. Nú er þó svo komið, að of lítil yfirbygging er farin að standa okkur fyrir þrifum, jafnvel þótt konan mín hafi fyrir nokkru tekið alla launaútreikninga í sínar hendur. Reikna ég með, að við verðum að bæta á einhvern hátt úr þessu innan skamms. — Þetta bara æxlaðist svona, að ég hef einhvern veginn verið í fyrirsvari fyrir okkur út á við, og ég hef verið í þessum útréttingum meira en bræður mínir. Ástæðan er ekki sú, að ég sé elstur okkar eins og sumir halda, raunar er ég yngstur, heldur byrjaði þetta fljótlega eftir að við keyptum búið. Þá var ég að læra flugum- ferðarstjórn, vann í flugturninum á næturvöktum og stóð svo í útréttingum á daginn." Keyptu hálfa jörðina árið 1969 Gunnar sagði, að þeir hefðu keypt hálfa jörðina árið 1969. Þá var henni skipt í tvö býli, og keyptu þeir þann hluta sem var í ábúð, en hinn hlutann keyptu þeir síðan af hreppnum, Ásahreppi, árið eftir, 1970. „Nei, upphaflega ætluðum við ekki að hefja búskap hérna,“ segir Gunnar. „Við vorum allir í námi, ég í flugumferðarstjórn, Garðar hafði nýlokið við prentnám og Jón var í Háskólanum. Við áttum hins vegar hross i Reykjavík, sem við ætluðum að hafa hér, en það fór þó svo, að við hófum búskap hér vorið 1970. Kynni okkar af búskap höfðu annars áður verið þau, að við höfðum verið í sveit hér í nágrenninu í. mörg sumur og þekktum því til bústarfa. Þá erum við ættaðir héðan, og erum því á heimaslóðum hér í Holtunum. Við vorum þegar i upphafi ákveðnir í, að við myndum ekki sætta okkur við þennan hefð- bundna islenska búskap, við ákváðum að fara nýjar leiðir. Hefðum við byrjað að búa með þann fénað er okkur þótti skemmtilegastur, hefðum við komið okkur upp hrossabúi, en okkur sýndist arðvænlegast að byggja þetta upp á svínum og hænsnum, og sú varð raunin. Líkara iðnaði en húskap Búið hvorki rekum við né stofn- uðum af hugsjónaástæðum neins konar. Við erum að þessu til að lifa af því, þetta er okkar atvinna. Vélvæðingin er hagkvæmari en gamaldags aðferðir, því hófqm við komið okkur upp nýtísku búnaði hér, en fyrir bragðið er þetta ef til vill líkara iðnfyrirtæki én sveita- býli að mörgu leyti. Við byrjuðum með 500 hænur og 12 eða 15 gyltur, og færðum þetta yfir í nýtt form árið 1971, og árið 1972 er risið hér alsjálfvirkt hús, sem fóðraði dýrin, brynnti þeim og hreinsaði undan þeim, þannig að ekki þurfti mikið vinnuafl við hirðinguna. Hugmyndirnar sóttum við að mestu til Hollands, og búið höfum við að mestu byggt upp eftir fyrirmyndum þar í landi. Upp- haflega komumst við í samband við Hollendinga í gegnum fagblöð á þessu sviði, og síðar höfum við svo farið þangað í kynnisferðir. — Nei, Danmörk gat ekki orðið okkur fyrirmynd á þessum tíma, einfaldlega vegna þess, að vélvæð- ing af þessu tagi var ekki til í Danmörku á þessum árum. Þeir báru fyrir sig dýraverndunarsjón- armið og fleira í þeim dúr, en hin raunverulega ástæða var hins vegar sú, að vegna atvinnu- ástandsins þar í landi var barist gegn aukinni vélvæðingu og þar með meiri hagkvæmni, til þess að fleiri héldu atvinnu sinni. Síðar, þegar Danir gengu í Efnahags- bandalagið, höfðu þeir ekki efni á slíkum munaði lengur, köstuðu öllum fyrri hindrunum fyrir róða og tóku upp nýtískulegar aðferðir við bú sín, til að vera samkeppnis- færir á hinum nýja markaði." 17 til 18 þúsund cgK á da>? Bú þeirra bræðra hefur síðan smám saman verið að vaxa og stækka síðasta áratug, og nú segir Gunnar, að þeir hafi um 30 þúsund varphænsni. Framleiðslan er um það bil eitt tonn á dag, sem lætur nærri að sé um 17 til 18 þúsund egg daglega. Framleiðslan er nokkuð jöfn allt árið um kring, enda segir Gunnar erfitt að hafa „toppa" í framleiðslunni á ákveðnum árs- tímum. Bæði sé það vegna þess að Séð yfir býlið að Ásmundarstöðum. Ofarlega til hægri eru íbúðarhús bræðranna, Gunnars, Garðars og Jóns, öll eins, og byggð eitt sumarið. Notast var við sömu teikningar í sparnaðarskyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.