Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIf*. FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
aðarforkólfa á búrekstri þeirra
bræðra.
Kónuar í sínu ríki
En hvers vegna fara menn út í
atvinnurekstur af þessu tagi? Af
hverju að leggja það á sig að hafa
sífelldar áhyggjur út af rekstrin-
um, hefði ekki verið betra að hafa
hestana hjá Fáki og vinna sjálfir í
Flugturninum?
„Jú, það kann að vera, alla vega
værum við frjálsari væri svo,“
segir Gunnar. „En ætli við höfum
ekki farið út í þetta af þeirri
einföidu ástæðu að Islendingar
vilja gjarna vera kóngar í sínu
ríki, án þess að þurfa sífellt að
sitja og standa samkvæmt óskum
og fyrirskipunum annarra. Sál-
fræðingar geta ef til vill svarað
þessu, en þetta er ævintýra-
mennska, og ég sé ekki eftir að
hafa farið þessa leið. Áhættan er
heldur ekki svo ýkja mikil við
þennan rekstur, við skuldum ekki
svo mikið að við förum auðveld-
lega á hausinn þótt eitthvað bjáti
á, en jafnvel þótt svo færi er alltaf
hægt að byrja upp á nýtt. Við
erum að þessu til að hafa í okkur
og á, og hér getum við stundað
hestamennsku og önnur áhugamál
okkar, en við lítum ekki á okkur
sem neina dýrlinga sem erum í
þessum búskap af hugsjónaástæð-
um.“
- AH
Nokkrir kjúklinganna, sem eru í uppvexti á Ásmundarstöðum. I>ar er
að jafnaði slátrað um 2000 kjúklingum á viku.
Gunnar sýnir blaðamonnum eggjaþvottahúsið. Hér eru öll eggin
þvcgin áður en þau fara i neytendapakkningar. Einnig eru þau
gegnumlýst, til að koma í veg fyrir að sprungin egg eða „blóðegg“ fari
á markað.
Jóhann. faðir þeirra Ásmundarstaðabænda, sér um fóðurflutningana
frá Reykjavik. Hér er hann að ganga frá lokum á tankbílnum. en þeir
Garðar og Gunnar fylgjast með.
m
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Þegar kristin trú breiddist út
um lönd, hafði það ekki aðeins
áhrif á trúarlíf manna, heldur á
allt daglegt líf og þá einnig
mataræði fólks. Kjöt var
snemma litið hornauga, því
kirkjunnar menn álitu að óhóf-
legt kjötát byði heim syndugum
hugsunum. Þess vegna var boð-
ið, að menn skyldu halda kjöt-
lausa daga, t.d. hvern föstudag,
sbr. nafnið, en stundum jafnvel
miðvikudag og sunnudag. Það er
þó hugsanlegt að þessi hófsemi í
kjötáti hafi fylgt í kjölfar
minnkandi framboðs á kjöti.
Fyrr á öldum stjórnuðu kirkj-
unnar menn nefnilega ekki að-
eins andlegu lífi þjóða, heldur
einnig því veraldlega, svo það
var ekki fjarri að nota trúna
sem hagstjórnartæki ef vildi.
Það var einkum í kringum
páska, sem áhrifa kirkjunnar
gætti í mataræði. Fyrir páska
var 40 daga fasta fyrirskipuð til
að minnast pínu Krists. En það
var ekki alveg einfalt mál að
fasta. Þá var kjötmeti, fita og
egg bannvara, stundum líka
fiskur á ákveðnum dögum. En
svo voru ýmis tilbrigði við þess-
ar reglur. Stundum mátti t.d.
ekki borða þessar fæðutegundir
fyrr en eftir sólarlag. Ströng-
spillir fastan fyrir á saltfisk-
mörkuðum okkar.
Það voru uppi miklar vanga-
veltur um, hvort selurinn teldist
fiskur eða kjöt. I báðum íslenzk-
um kristinréttunum, en það eru
lög um framkvæmd kristninnar,
var bannað að borða sel á föstu.
Eitthvað hefur þetta verið óvin-
sælt, því Skálholtsbiskup skrif-
aði til Rómar og fór fram á
undanþágu fyrir íslendinga að
borða selkjöt á föstu, og í
páfabréfi frá 1481 er þeim það
heimilað. Þessi beiðni íslend-
inga sýnir líklega hve selkjöt var
þá mikilvæg fæða, þó nú sé
löngu fyrnt yfir mikilvægi sel-
kjöts nema kannski í orðtakinu
að gefa einhverjum selbita.
Páskahátíðin var tvískipt,
annars vegar sorgardagarnir,
síðustu dagar föstunnar, og svo
hins vegar fagnaðarhátíðin,
sjálfir páskadagarnir. Matur
setti svip sinn á þessa hátíð eins
og aðrar. Hvert svæði hafði og
hefur enn sína sérstöku matar-
siði. Hér tíðkaðist að borða
hnausþykkan mjólkurgraut á
Eggið er vissulega tilvalið frjó-
semistákn og hefur líklega
tengzt þessari vorhátíð snemma.
Þegar svo páskarnir komu með
kristninni fylgdi eggið með. Það
var auk þess ástæða til að njóta
eggjanna á páskum eftir langa
og oft stranga föstu.
Það er nokkuð óljóst hvers
konar hátíð hún var, þessi
heiðna vorhátíð, því heimildirn-
ar eru harla fátæklegar og mun
yngri en siðurinn. Á þýzku
kallast páskarnir Oster og á
ensku Easter, sem eru gömul
heiti á þessari heiðnu hátíð.
Sumir hafa álitið að til hafi
verið gyðjan Ostara, og að hátíð-
in hafi verið heitin eftir henni,
en þau fræði eru öll býsna óljós
og vafasöm, því okkur skortir
heimildir. Þessi gamla hátíð
tengdist ekki aðeins vexti og
viðgangi, heldur einnig birtu og
ljósi. Og enn eimir eftir af þeirri
trú. Hér, eins og víða um
Evrópu, var því trúað að á
páskadagsmorgun dansaði sólin
af gleði yfir uppstigningu Jesú
Krists.
Páskamatur fyrr og nú
ustu reglurnar giltu í klaustrun-
um. Þar iðkuðu margi munkar
matarfræði, þ.e. leituðust við að
finna út sem nákvæmlegast
hvað teldist vera kjöt og hvað
ekki, í þeim tilgangi að skil-
greina leyft mataræði sem ná-
kvæmast. Á miðöldum kom t.d.
einu sinni upp sú kenning, að á
ákveðnu stigi væri hérafóstur
eins og fiskur í laginu og þess
vegna mætti lita á héra sem
fiska. Það var ekki að sökum að
spyrja að hérabú spruttu upp við
klaustur víða um Evrópu og
Iéttu munkunum föstuna kjöt-
lausu. Síld og þorskur var oft
tákn föstunnar, því unnt var að
geyma þennan fisk með góðum
árangri t.d. saltaðan. Og ekki
skírdag. Grauturinnn var soðinn
svo lengi að hann seyddist og
varð rauðleitur. Þessi siður ku
hafa haldist allt fram á miðja
síðustu öld, a.m.k. sums staðar á
landinu. Á föstudaginn langa
hefur vafalaust verið borðaður
fiskur og oft var ekki farið að
borða fyrr en eftir miðaftan,
eftir langa guðsþjónustu. Á
páskadagsmorgun var svo borð-
aður sams konar grautur og á
skírdag. Þetta grautarát segir
sína sögu um mataræði íslend-
inga framan af, því vafalaust
var spónamatur lengi megin-
uppistaða í fæðinu.
Víðast annars staðar í Evrópu
setja egg svip sinn á páskahátíð-
ina. Það er varla nýtilkomið.
Frumkvöðlar kristninnar tóku
upp á sína arma ýmsar fornar
hátíðir. Þannig er með páska-
hátíðina. I heiðnum sið voru
haldnar vorhátíðir, sem og víða
enn utan kristinna landa. Þetta
er eðlilegur tími til hátíðahalda,
þegar jarðargróður er að vakna
úr vetrarsvefni. Það var því
ástæða til að hugsa til uppsker-
unnar og biðja æðri máttarvöld
um góða og ríkulega uppskeru.
Áður en skreytt súkkulaðiegg
fóru að tíðkast á páskum voru
gefin egg. Þau voru þá listilega
skreytt og ýmsir siðir um eggja-
skreytingu voru til víðs vegar
um Evrópu. T.d. tíðkaðist í
Austur-Evrópu að lita egg með
því að sjóða þau með laukhýði.
Fyrst var gjarnan bundið lauf-
blað, t.d. smárablað, á eggið og
það svo soðið með miklu lauk-
hýði. Þar sem blaðið var kom
enginn litur, en annars staðar
varð eggið fallega rauðbrúnt.
Þetta er siður, sem vert er að
taka eftir. Og víða um Evrópu
eru til sérstakar aðferðir við að
mála á egg og mynztur. Þannig
urðu til mörg listaverk, sem af
skiljanlegum ástæðum voru ekki
mjög endingargóð. Hér voru egg
sjaldséð áður fyrr og ekki fastur
liður í mataræði, og ekki til nein
eggjahefð fyrr en nýlega. En
súkkuiaðieggin eru vissulega
orðin fastur liður a.m.k. meðal
sælkera og barna.
Ekki voru aðeins borðuð soðin
egg, heldur ýmsir eggjaréttir, og
enn í dag þykir vel við hæfi að
bera slíka rétti á páskaborðið.
Það er áberandi hve mikið er t.d.
til af eggjaréttum í Suður-
Evrópu. En fleira þótti eiga
heima á páskaborðinu, og það er
auðvitað einkum í kaþólskum
löndum að páskamaturinn er
sérstakur. I Grikklandi byrjar
páska- og fagnaðarhátíðin á
laugardagskvöld. Menn þyrpast
í kirkjur og hlusta á prestana
hrópa: Kristur er upprisinn. Þá
brjóta menn skærrauð egg, sem
þeir hafa með sér, flugeldum er
skotið og bjöllum er hringt.
Síðan heldur hver til síns heima
og fólk snæðir páskasúpu, soðna
úr innyflum og bitum af páska-
lambinu, sem er borðað á sjálfan
páskadag. Áður en ofnar urðu
hvers manns eign þar i landi,
tóku bakarar að sér að sjóða
lambið í ofnum sínum. Hver
kom þá með sinn kassa með
kjötinu í.
I Frakklandi var algengt að
borða eggjarétti, t.d. eggja-
kökur. Börnunum var ýmist sagt
að skreyttu páskaeggjunum væri
vcrpt af hænum, hérum eða
kanínum, allt eftir landshlutum.
Lambakjöt, kiðakjöt, pæar með
harðsoðnum eggjum og kjöti,
kjúklingar og grísakjöt, allt var
þetta algengur páskamatur víðs
vegar um Frakkland. Og sá
réttur, sem sums staðar í Norð-
urlöndum kallast fátækir ridd-
arar, hveitibrauð velt upp úr
eggjamjólk og steikt, var einu
sinni páskamatur í því landi.
Miðað við ýmsa þessara út-
lendu matarsiða er hefðbundinn,
íslenzkur páskamatur ósköp lítið
spennandi. En auðvitað reyndu
forfeður okkar að halda upp á
þessa hátíð eins og þeir gátu, en
hráefnin voru ekki ýkja fjöl-
breytt, og nokkuð ólík því sem
nú tíðkast helzt. Þess vegna
erum við fremur fátæk af mat-
arhefðum nú, og um leið afskap-
lega lítið bundin i vali okkar á
páskamat. Það er því sjálfsagt
að fara eigin leiðir, hver fyir sig,
og taka þá mið af því sem
hverjum og einum líkar bezt, —
eða — að vera laus við allar
hefðir og reyna eitthvað nýtt á
hverjum páskum ... En hvað
sem þið veljið í páskamatinn, þá
er það ekki hann sem ræður
úrslitum um hvort þið njótið
gleðilegra páska, en góður matur
getur víst örugglega aukið
ánægju ykkar í fríinu ...
Gleðilcga páska!