Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 1

Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 1
48 SIÐUR 90. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Miðstjórnin á fund í Varsiá Varsjá. 22. apríl. AP. MIÐSTJÓRN pólska kommúnista- flokksins mun koma saman til fundar á miðvikudaKÍnn i næstu viku til að fjalia um reglur flokksins OK önnur mál i tengslum við fyrirhujtað flokksþinK í júli að sögn Varsjár-sjónvarpsins í daj?. Enn á eftir að samþykkja form- lega breytingar á kosningareglum, sem tillaga var gerð um á hinum stormasama fundi miðstjórnarinn- ar í marzlok, þegar flokksleiðtogar voru sakaðir um að hafa slitnað úr tengslum við óbreytta flokksmenn. Kommúnistamálgagnið Trybuna Ludu sakaði Vesturveldin í dag um að nota nýlegar heræfingar Var- sjárbandalagsins í pólitísku skyni. Fulltrúi í sovézka stjórnmála- ráðinu, Konstantin Chernenko, sakaði í dag Vesturveldin í sjón- varpi á afmæli Leníns um að fylgja „hræsnisfullri ævintýrastefnu" gagnvart Póllandi, en bætti því við að Pólverjar ættu „sanna vini sem þeir gætu treyst". í gær sagði sendiherra Sovétríkjanna, Boris Aristov, að ráðamenn í Kreml treystu því að Pólverjar gætu leyst vandamál sín. Dómstóll í Varsjá frestaði í dag réttarhöldum gegn fjórum hægri- sinnuðum andófsmönnum, sem eru ákærðir fyrir starfsemi fjandsam- lega ríkinu og eru félagar úr samtökunum „Bandalag sjálfstæðs Póllands" (KPN). Tugir bygginga í logum í Beirút Beirút. 22. apríl. AP. SÝRLENZKIR hermenn og kristnir hægrimenn börðust með stórskotavopnum i miðborg Beir- út i dag og eldar loga i tugum bygginga að sögn sjónarvotta. Árás var gerð með skriðdreka- failbyssum á skýjakljúf sem er á valdi Sýrlendinga og kallast Murr-turninn. Elias Sarkis forseti víggirti höll sína og skipaði öllum aðilum að hætta skotbardögum kl. 18.30 að staðartíma, en ekkert lát varð á fallbyssu- og eldflaugaskothríð meðfram græna beltinu milli hverfa kristinna manna og múha- meðstrúarmanna. Eldar sáust loga í sjúkrahúsi sem Frakkar reka í hverfi krist- inna manna. „Eldkúlum rignir yfir öll hverfi kristinna manna," sagði útvarpsstöð hægri manna og sagði að algert skotæði ríkti í borginni. Bjargar páfi lífi Sands? Bolfast. 22. april. AP. RÓSTUR færðust i aukana í Bel- fast og Londonderry í dag samtim- is þvi sem fulltrúi páfa á Írlandi. Gaetano Aliibrandi, tilkynnti að hann mundi reyna að fá að hitta Bobby Sands, sem er að dauða kominn vegna mótmælasveltis. og Jóhannes Páll páfi II kynni að skerast i leikinn. í Londonderry fleygðu kaþólskir unglingar benzínsprengjum í lög- reglu og hermenn. Seinna breiddust óeirðirnar til Belfast, þar sem plastsprengjum var beitt til að dreifa óeirðaseggjum, sem stálu fjórum bílum og kveiktu í einum þeirra. Sinn Fein, stjórnmálahreyfing írska lýðveldishersins (IRA), sagði að Bobby Sands væri nær dauða en lífi, 53 dögum eftir að fasta hans hófst. Mótmælendum til mikillar reiði ákvað brezka stjórnin í dag að sleppa úr haldi IRA-konunni Dol- oures Price, sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir þátttöku í bíla- sprengjutilræðum í London 1973 og er alvarlega veik. ísraelskar þotur flugu yfir höf- uðborgina og lentu í skothríð frá stöðvum palestínskra skæruliða. Árásir voru gerðar í allan dag á kristnu borgina Zahle og 200.000 íbúar borgarinnar urðu að leita hælis í kjöllurum og sprengjuskýl- um. Sýrlendingar og falangistar heyja harða baráttu um tvær hæðir fyrir ofan Zahle. Chirac sækir á París. 22. april. AP. JACQUES CHIRAC. forseta- efni gaullista. dregur stöðugt á aðra frambjóðendur i fyrri umferð forsetakosninganna i Frakklandi á sunnudaginn og reyndi i dag að auka meðbyr- inn með þvi að hræða dálitið þá kjósendur sem eru andvig- ir kommúnistum. Chirac sagði á blaðamanna- fundi að eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir sigur vinstrisinna væri að greiða sér atkvæði á sunnudaginn, þannig að jafnaðarmaðurinn Francois Mitterand yrði úr leik. Ef það gerðist yrði síðari umferð kosninganna 10. maí sennilega einvígi milli Chirac og Valery Giscard d’Estaing forseta og áhrif þess helmings kjósenda, sem venjulega kýs vinstriflokkana, yrðu útilokuð. Birting skoðanakannana er bönnuð síðustu vikuna fyrir kosningar, en stjórnmála- fréttaritarar segjast sjá merki þess að Chirac sæki stöðugt á í kjölfar kannana, sem sýndu að munurinn á honum og Mitter- and væri mjög lítill. En eins og staðan er nú er þó enn talið að Giscard og Mitter- and sigri á sunnudaginn og heyi tvísýna baráttu í síöari umferð, en Chirac og kommún- istinn Georges Marchais fái litlu minna fylgi eða 15—20 af hundraði atkvæða hvor. Israel mótmælir sölu flugvélanna Tel Aviv. 22. apríl. AP. ÍSRAELSSTJÓRN lýsti þvi yfir í dag að hún mundi berjast gegn sölu handariskra ratsjárflugvéla til Saudi-Arahíu, kvaðst harma ákvörðunina og vera eindregið á móti henni, og hélt þvi fram að þessar alsjáandi þotur yrðu óþol- andi byrði á varnargetu lsraels. Mordechai Zippori aðstoöarland- varnaráðherra kvað þetta mjög leiða ákvörðun, sem ísraelsstjórn mundi berjast gegn með því að höfða til ríkisstjórnar Reagans forseta og almenningsálitsins í Bandaríkjun- um. Stjórnin virðist hafa ákveðið að láta til skarar skríða eftir langar umræður um viturleika árekstra við bandarísku stjórnina rétt fyrir kosn- ingarnar í Israel. Úrslitum mun hafa ráðið að tilkynnt var í Hvíta húsinu að mátið yrði ekki lagt fyrir öldungadeildina fyrr en eftir kosn- ingarnar 30. júní. Israelskir hernaðarsérfræðingar hafa ekki miklar áhyggjur af bar- dagagetu saudi-arabíska hersins, en telja ratsjárflugvélarnar „fljúgandi martröð", sem muni að engu gera kenningarnar sem varnir ísraels byggjast á. Utanríkisráðherra Egypta fagnaði sölunni í dag. I Bonn var sagt að Helmut Schmidt kanzlari hefði enn ekki tekið afstöðu til beiðni Saudi- Araba um hergögn, en hann fer til Riyadh í næstu viku. I Abu Dhabi fullvissaði forsætis- ráðherra Breta, Margaret Thatcher, leiðtoga Araba um að vestrænu herliði austan Súez-skurðar yrði ekki beitt án samþykkis þeirra. í Nýju Delhi sagði embættismaður að tvær bandarískar herþotur hefðu veitt sovézkri farþegaflugvél eftirför nálægt Bahrain fyrr í mánuðinum. í Moskvu var tilkynnt að forseti sovézka herráðsins, Nikolai Garkov marskálkur, færi í opinbera heim- sókn til Indlands í lok mánaðarins. Reagan-stjórnin hefur heitið Pakist- önum fimm ára efnahags- og hern- aðaraðstoð. Reagan spjallar um banatilræðið WashinKton. 22. apríl. AP. RONALD REAGAN forseti sagði í dag i fyrsta viótalinu síðan hann særðist að tilræðið „virtist ennþá óraunverulegt” og hann fyndi ennþá fyrir miklum sársauka. Hann kvaðst vona að tilræðismað- urinn „næði sér líka“. Hann kvaðst ennþá andvigur byssueft- irliti. Hann sagði að hann hefði gert sér grein fyrir því að skotum hefði verið hleypt af og fyrsta hugsun sín hefði verið að gá hvað væri á seyði, þótt öryggisvörður hefði verið á öðru máli. Hann kvaðst hafa fundið fyrir „lamandi sárs- auka, eins og einhver hefði barið mig með hamri“. Hann lýsti því hvernig hann hefði reynt að ná andanum á leiðinni í sjúkrahúsið og sagði: því meir sem ég reyndi að ná andan- um, því erfiðara gekk það. Aðspurður um tilræðismanninn kvaðst hann vona að hann fyndi svar við vandamáli sínu og hann lét í ljós samúð með fjölskyldu hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.