Morgunblaðið - 23.04.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981
17
reynsluleysi í þessum efnum, en
sumar nágrannaþjóða okkar
hafa stundað lyfjagerð og lyfja-
rannsóknir af kappi í heila öld.
Ég held því, að ekki sé hægt að
gera mikið úr þeirri samkeppni,
sem innlendur lyfjaiðnaður geti
veitt erlendum til þess að halda
verðlagi innan sanngjarnra
marka, enda sýnir reynslan, að
framleiðendur verðleggja sam-
bærilega vöru á sambærilegu
verði, hversu breytilegur, sem
framleiðslukostnaður kann að
vera. Auk þess eru ákvæði í
núgildandi lyfjalögum þar sem
kveðið er á um að taka skuli tillit
til verðs lyfs, þegar það er metið
til skráningar. Lyfjanefnd er því
í lófa lagið að leggja til við
ráðherra að hafna skráningu og
meira að segja að taka skráð lyf
af skrá, ef verð er óhóflegt. A
hinn bóginn er verð lyfs aðeins
eitt af mörgum matsatriðum
þess og því kann að virðast sem
svo, að mati á'verði lyfs hafi ekki
alltaf verið beitt sem skyldi.
Lokaorð
Vegna þess, að lyfjaiðnaður
notar tiltölulega ódýr hráefni í
litlu magni og vinnsla þeirra í
fullunna vöru leiðir til mikillar
verðmætaaukningar, er talið, að
lyfjaiðnaður í merkingunni
framleiðsla lyfjaforma geti
hentað íslendingum mjög vel á
hliðstæðan hátt og hann hentar
vel mörgum fámennum þjóðum,
sem framleiða ekki aðeins veru-
legan hluta þeirra lyfja, sem þær
nota, heldur einnig mikið til
útflutnings svo að þessi þáttur
iðnaðar er mikilvægur þáttur í
efnahagskerfi þeirra. Má í þessu
sambandi nefna lönd eins og
Sviss, Danmörku, þar sem flestir
íslenzkir lyfjafræðingar hafa
stundað nám, Holland og Sví-
þjóð. Þessar þjóðir hafa einnig
gert sér grein fyrir því, að þessi
iðnaður verður að hafa vel
menntað starfsfólk og góðar
kennslu- og rannsóknarstofnan-
ir í lyfjafræði að bakhjarli. Það
væri einmitt verðugt verkefni
fyrir friðelskandi þjóð eins og
Islendinga að beita sér meira en
hingað til fyrir rannsóknum og
þróun, sem stuðlar að bættu
heilsufari og þar af leiðandi að
meiri lífshamingju og minnast
orða Goethe, er hann sagði: „Það
er ekkert til, sem heitir þjóðleg
list og ekkert, sem heitir þjóðleg
vísindi. Hvort tveggja tilheyrir
öllu mannkyni eins og allt, sem
er göfugt og gott.“
Á slysstað Ljósmynd Mbl.: SiicurKfir
Fjögur ungmenni
slösuðust í Eyjum
ALVARLEGT umferðarslys varð í Vestmannaeyjum síðla aðfaranæt-
ur skírdags, er fjögur ungmenni slösuðust alvarlega, þegar jeppabif-
reið, sem þau voru i, valt á miklum hraða að talið er. t bifreiðinni voru
tveir piitar og tvær stúlkur og slösuðust tvö ungmennanna mest, en
ekki lifshættulega og eru þau á batavegi í dag.
Amælis-
Hrókur
Tafl-
félagsins
IIRÓKURINN. fréttablaö Tafl-
félags Reykjavíkur. er kominn
út og er hlaðið að þessu sinni
tileinkað 80 ára afmæli félags-
ins. I tilefni af komu heiðurs-
gestsins Viktors Korchnois
skrifar Þráinn Guðmundsson
grein um Korchnoi, þar sem
hann rekur skákferil hans.
Auk venjulegra greina og
frétta er í blaðinu allmikið efni
úr sögu Taflfélags Reykjavíkur
og segir í inngangsorðum að í
næsta fréttablaði verði haldið
áfram birtingu slíks efnis, en
síðan verði því safnað saman og
aukið við það í sérstaka bók um
80 ára sögu félagsins.
Skíðamenn áttu næturstað á Þeistareykjum
Ilúsavík. 21. april
Veðurblíðunnar um bæna-
daga og páska nutu menn hér
eins og annars staðar, en færri
gistu hótelið en til stoð vegna
þess að snjór úr næstu brekk-
um hvarf fyrr en menn höfðu
áformað eftir kaldan hríðar-
vetur. Þó var ein lyfta í gangi í
stöllunum og göngubrautir
þar í grennd og nokkrir hús-
vískir skiðamenn gengu á
Þeistareyki og höfðu þar næt-
ursetu. En skíðaganga hefur
farið hér mjög í vöxt.
Ýmislegt var þó við að vera,
leikfélagið hafði þrjár sýningar
fyrir fullu húsi á sjónleiknum
Hallelúja eftir Jónas Árnason
og Ingvar Þorvaldsson hafði
málverkasýningu í Safnahús-
inu og sýndi þar 40 vatnslita-
myndir. Sýninguna sóttu um
700 manns og seldist meira en
helmingur listaverkanna. Ung-
ir einsöngvarar, Katrín Sigurð-
ardóttir, sópran, og Viðar
Gunnarsson, bassi, héldu tón-
leika í Húsavíkurkirkju með
undirleik Jónínu Gísladóttur.
Efnisskráin var fjölbreytt, ein-
söngslög aríur og dúettar og
var aðsókn að tónleikunum góð
og undirtektir hinar ágætustu.
Kunnáttumaður fortaldi mér
að hér væru að koma fram á
sjónarsviðið ungir söngvarar,
sem ábyggilega ættu eftir að
vekja eftirtekt og aðdáun á
auðsýnni framabraut.
í dag er áframhaldandi blíða,
hiti um daga en frost um
nætur.
Fréttaritari.
gÝSS^Kodak
myndavélar
... í fallegum ff
gjafaöskjum I
Kodak Ektra 200:
Falleg og stílhrein myndavéi
með linsu f /11 — Ijósopi 22mm
— Föstum fókus frá 1.2 m
til óendanlegt.
VerÖ kr. 274,-
Kodak
Ektrallte 400:
Faileg og stílhrein
myndavél
með linsu f/6.8
-— Ijósopi 24 mm.
— Innbyggðu flassi
— Föstum fókus frá 1,2m
til óendanlegt.
Verö kr. 478,-
Kodak Tele-Ektralite 600:
Glæsileg myndavél með aðdráttarlinsu f/8
— Ijósopi 22mm. — Innbyggðu sjálfvirku flassi
— Föstum fókus trá 1,2 m til óendanlegt
— og fimm hraðastillingum.
Verö kr. 697,-
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S: 20313
GLÆSIBÆR
S: 82590
AUSTURVER
S: 36161
Umboðsmenn
um allt land
ferma skipin
sem hér
segir:
AMERÍKA
PORTSMOUTH
Berglind 27. apríl
Bakkafoss 4. maí
Berglind 18. maí
Bakkafoss 25. maí
NEW YORK
Bakkafoss 6. maí
Bakkafoss 27. maí
HALIFAX
Hofsjökull 8. maí
Goðafoss 1. júní
BRETLAND/
MEGINLAND
ROTTERDAM
Eyrarfoss 27. apríl
Álafoss 4. mái
Eyrarfoss 11. maí
Alafoss 18. maí
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 28. apríl
Álafoss 5. maí
Eyrarfoss 12. maí
Álafoss 19. maí
ANTWERPEN
Eyrarfoss 29. aprtl
Álafoss 6. maí
Eyrarfoss 13. maí
Álafoss 20. maí
HAMBORG
Eyrarfoss 30. apríl
Álafoss 7. maí
Eyrarfoss 14. maí
Álafoss 21. maí
WESTON POINT
Urriöafoss 6. maí
Urriöafoss 20. maí
Urrióafoss 3. júní
Urrióafoss 17. júní
LISBON
Grundarfoss 28. apríl
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 4. mat
Dettifoss 18. maí
Dettifoss 1. júní
KRISTIANSAND
Mánafoss 27. apríl
Mánafoss 11. maí
Mánafoss 25. mat
MOSS
Dettifoss 22. apríl
Mánafoss 28. apríl
Dettifoss 5. maí
Mánafoss 12. maí
GAUTABORG
Dettifoss 23. apríl
Mánafoss 29. apríl
Dettifoss 6. maí
Mánafoss 13. maí
KAUPMANNAHÖFN
Dettifoss 24. apríl
Mánafoss 30. apríl
Dettifoss 7. mat
Mánafoss 14. maí
HELSINGBORG
Dettifoss 25. apríl
Mánafoss 2. mat
Dettifoss 8. maí
Mánafoss 15. maí
HELSINKI
Múlafoss 8. maí
írafoss 18. maí
VALKOM
Múlafoss 9. maí
írafoss 19. maí
RIGA
írafoss 11. maí
GDYNIA
írafoss 8. maí
THORSHAVN
Mánafoss
frá Reykjavík 21 maí
Frá REYKJAVÍK:
á mánudögumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR _
EIMSKIP
NÝTT: FRÁ ÍSAFIRÐI TIL AKUREYRAR OG REYKJAVÍKUR ALLA þRIÐJUDAGA. FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVIKUR ALLA FIMMTUUAGA.