Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981
Ingimar Erl. Sigurðsson:
Píslargangan og
aðrar göngur
Nútímamenn eru lítt
fyrir Köngur, allra sízt píslargönK-
ur — nema þá óafvitandi; helzt að
þeir séu píndir til aö stunda
heilsubótaríjöniíur, reknir á fætur
af feinðarboðum línurita, þessum
drottnurum daf'lei's nútímalífs,
sem á sviði heilsuxæzlu óspart
hræða hjörtu manna: að þau hætti
að slá af Ketuleysi; ekki því
l'etuleysi sem áfellur þann er
stöðuijt ber of þunua byrði 0|{
fellir hann til foldar, farinn að
kröftum — heldur því Ketuleysi
sem aflvanar þann er ávallt ber of
létta byrði, sjálfur borinn á sam-
félaKshöndum, loftar ekki lífi sínu,
lenijur jafnvel frá sér á bezta aldri
byrðar þess, leKKst útaf við hlið
þeirra, með ei|{in hjartsiátt í
hlustum o|< óttast.
Forfeður okkar stunduðu ekki
slíkar Köniíur, heilsubótari'öni'ur,
þeir hlustuðu ekki hjarta sitt
hunsjúkir af ótta; sláttur þess var
þeim ómeðvitaður jafnt sem and-
ardráttur, af því hann var sjálf-
sanður, eins ou lífið — eins og
dauðinn: að honum lyki hvenær
sem ('æzlueniíli hjartans þóknað-
ist 0)? |{uð setti yfir KanKverk þess,
en nútímamenn trúa að línurit
hafi leyst af hólmi. Að undan-
skildum fjárKönKum ástunduðu
forfeður — aðeins lífsKönKuna,
þreyttu hana með þunga byrði á
baki, ástunduðu hana ábyrKÍr
KaKnvart almætti, gagnvart
skyldu, KaKnvart sálu; ástunduðu
hana eins ok trúarbröKÖ: lífsKanKa
þeirra var bænaKanKa — hið
innra, bæn um endurlausn.
Hið ytra báru þeir skyldubyrð-
ar, Krjót, mold, Kras, lóð, fisk, línu
— skyldubyrðar brauðstrits, auk
þess sem hver ok einn bar þær
byrðar sem heildin ber í dag,
samfélagsbyrðar: örorku, sjúk-
dóma, ellidrep, menntun, uppeldi,
menninKu; allar þær manndóms-
byrðar sem nútímasamfélög hafa
svikið af mönnum — í nafni
velferðar — og neyðir þá til
ábyrKðarleysis, afmönnunar,
sjálfsleysis; afsals verðmæta er
aðeins vaxa upp af því sem til er
unnið og ávaxtað, þar sem sáð er
viljaþreki og sjálfstæði og upp-
skorið þakklæti og auðmýkt —
uppistöður kærleika, guðdóms
með mönnum.
Ekkert samfélag, ekkert þjóð-
félag, sinnir kærleika sálar, þörf-
um til að gefa og þiggja, hvað þá
fórnfýsi hennar; ekkert kær-
leiksmálaráðuneyti hefur verið
stofnað, aðeins kirkjumálaráðu-
neyti, kærleiksráðin eru enn hjá
guði, sem á innangegnt í sálir.
Mannleg kærleiksþörf er kær-
leiksskylda við guð, skuld við
gjafara ailífs og verður aðeins
með hans uppáskrift goldin öðr-
um; almætti skrifar á kærleiks-
víxla þeirra manna er taka þá
handa öðrum, albúnir að gjalda þá
með lífi sínu — samþykkta af sálu
þeirra; manna sem aldrei lögðu
frá sér lífsbyrðar sínar, bættu
heldur byrðum lémagna og lítil-
magna ofan á, enda ekki hvotsjúk-
ir eins og heilsubótar-göngumenn
nútímans.
Þvílíkrar gerðar voru þeir
menn, hinir gengnu menn, forfeð-
ur okkar; menn sem gerðu sér
fulla grein fyrir, að grunntónn
lífsins er þjáning, að lífsgangan er
— píslarganga; píslarganga frá
eigingirni, hinum kvalda kærleika
hjartans, til alástar — til guðs;
þeir voru nógu heilskyggnir til að
sjá það, nógu heillyndir til að
viðurkenna það.
Þjáning er grunntónn þeirra
trúarbragða, kristindóms og búdd-
isma, sem telja verður hvað gegn-
ust sálum manna; þjáning og
þjáningarlausn — fyrir -náð og
nirvana. Báðum þessum trúar-
brögðum er brigzluð lífsafneitun
af nútímamönnum, sem sjálfir eru
lífsflóttamenn — og kemur úr
hörðustu átt. Þeir hljóta að líta á
kærleika sem lífsafneitun: þján-
ingarlausn verður fyrir tilverknað
kærleika, sem auðvitað er lífsást
— lífsfylling.
Postuli kristindóms samvizk-
unnar og þar með samvizkubitsins
— Páll — var jafnframt kröftug-
asti postuli kærleika sem nokkru
sinni hefur prédikað í ljóði. Kepp-
ið eftir kærleikanum, segir Páll, er
hann hefur kunngjört kærleika
með orðum þessum — ódauðleg-
um:
Þótt eg talaði tungum manna og
engla, en hefði ekki kærleika, yrði
eg hljómandi málmur eða hvell-
andi bjalla.
Og þótt eg hefði spádómsgáfu og
vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekking, og þótt eg hefði svo
takmarkalausa trú, að færa mætti
fjöll úr stað, en hefði eg ekki
kærleika, væri eg ekki neitt.
Og þótt eg deildi út öllum eigum
mínum, og þótt eg framseldi
líkama minn, til þess að eg yrði
brendur, en hefði ekki kærleika,
væri eg engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður; kærleikurinn
öfundar ekki; kærleikurinn er ekki
raupsamur, hreykir sér ekki upp;
hann hegðar sér .ekki ósæmi-
lega.leitar ekki síns eigin; hann
reiðist ekki, tilreiknar ekki hið
illa;
hann gleðst ekki yfir óréttvís-
inni, en samgleðst sannleikanum;
hann breiðir yfir alt, trúir öllu,
vonar alt, umber alt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi, en hvort sem það nú eru
spádómsKáfur, þá munu þær líða
undir lok, eða tungur.þær munu
hætta, eða þekking, þá mun hún
líða undir lok.
því að þekking vor er í molum
og spádómur vor er í molum;
en þegar hið fullkomna kemur,
þá líður það undir lok, sem er í
molum.
þegar eg var barn, talaði eg eins
og barn, hugsaði eins og barn og
ályktaði eins og barn; þegar eg var
orðinn fulltíða maður, lagði eg
niður barnaskapinn.
því að nú sjáum vér svo sem í
skuggsjá í óljósri mynd, en þá
augliti til auglitis. Nú er þekking
mín í molum, en þá mun eg
gjörþekkja, eins og eg er sjálfur
gjörþekktur orðinn.
en nú varir trú, von og kærleik-
ur, þetta þrent, en þeirra er
kærleikurinn mestur.
Svo kveður píslarvottur kær-
leika: maður sem þreytt hefur
innri píslargöngu til enda; geng-
inn frá syndum og girndum sín-
um, frá veizluborði og veraldar-
hyggju, hverju því sem blekking
að vitum ber sem lífsins vatn til
svölunar göngumæddum.
Genginn af vitinu, gætu ein-
hverjir hugsað: maður sem öllu
afsalar fyrir hugarburð, óraun-
hæft hugtak eins og kærleika,
afneitar þekkingu, vísindum. Slík-
ir hugsuðir — og af þeim á
heimurinn yfrið nóg — gera sér
ekki grein fyrir: að heimur þeirra
er hugarburður, sá heimur sem
þeir burðast með í höfðinu; að
veruleikinn býr í vitund manna,
bústað sálar þeirra.
Alvizka heilagrar einfeldni, sem
yrkir kvæði Páls um yfirburð
kærleika, skírir menn til skilnings
á lögmálum eilífs lífs — guðsvit-
undar. Undanfari slíkrar opinber-
unar, slíks skilnings, er skírn
píslarvættis: hreinsun sálar á písl-
argöngu manns — með poka á
baki fulla af hugarburði: ofbeldi,
hatur, öfund, girnd, reiði, græðgi
og aðrar heimsfylgjur mannlegrar
eigingirni. Á skjatta hennar skrif-
að stendur skírum stöfum: hvað
stoðar það manninn að eignast
allan heiminn og fyrirgjöra sálu
sinni; höldnum augum heimsins er
það hulinsletur.
Því þyngri byrði sem maður ber,
fyllri sem skjatti hans er af
eigingirnis-skartgripum — grjóti í
dulargervi — fátæklegri sem
bróðurbyrði hans er, því fremur
þreytir burðarmaður píslargöngu
til einskis; þessa skyldugöngu
mannlegra skapa að fótskör skap-
arans, þar sem grjótburður af
eigingirni er ekki gjaldgeng mynt
sem greiðsla — upp í eilíft líf.
Píslarganga er æviganga hvers
einasta manns á jörðu; sú var
lífsskoðun hinna liðnu og lífs-
skyggnu manna: óhjákvæmleg
píslarganga — hið innra. Ef til vill
lykjur á þeirri leið, en undan-
ganga engin; þótt svo gæti virzt að
menn er lifðu í vellystingum
praktuglega hefðu prettað al-
mættið. Hið innra háðu þeir sömu
heimsstyrjöld og öreigar heims-
ins: það stríð sem enginn vinnur
— lífsstríðið — utan sá er um-
breytir í kærleika eigingirni, sinni
og annarra; sinni við ævilangar
fæðingarhríðir og annarra með
því að fórna þeim lífi sínu. Enginn
var — né er — undanþeginn innri
þjáningu, vitnist hún ekki utanfrá
vitnar hún innanfrá, óboðin að því
er virðist; venjulega um víxláhrif
að ræða, innri og ytri.
Hver sem vill bjarga lífi sínu
mun týna því; en hver sem týnir
lífi sínu mín vegna og fagnaðarer-
indisins mun bjarga því — þessi
orð Krists eru lykilorð í lífsins
bók; þau lausnarorð sem byggja
biblíu eftirbreytni og einkum písl-
arvottar liðins tíma voru læsir á
— þeirra lífsletur, fyrirmynd
þeirra, meistarinn frá Nasaret,
mannssonur og guðssonur, sem
gekk þá pislargöngu er allar
píslargöngur eiga spor sín í —
upphafsspor og andaspor. Fyrri
píslargöngur á jörðu stefndu í
fótspor hans, voru sporlausar og
fengu ekki spor, fyrr en með hans
sporum; öðluðust þá fyrst endan-
lega merkingu, fórnarmerkingu:
fyrirheit um mannkynsfrelsun
fyrir píslarvætti Krists.
Svo hefur verið allar götur
síðan, þótt nútímamenn þverskall-
ist, neiti boðun náðar og ásælist
frelsi — án frelsunar, sem er
sambærilegt því að krefjast sól-
skins án sólar, krefjast góðverka
án kærleika — guðdóms án guðs:
Stalíns í stað Krists, Hitlers í stað
heilags anda o.s.frv. eins og dæmi
sanna.
Hallgrímur Pétursson virti
Brynjólf biskup, en guðaði hann
ekki, var hann þó ekki glæpamað-
ur eins og fyrrnefndir andskotar;
það er einkenni nútímamanna,
hve gjarnt þeim er að guða menn,
einkum glæpamenn — jafnvel
gegn betri vitund. Slíkt er ein-
kenni sálsýki, sem ætti fremur að
fella undir mannsýki, sektarkennd
ófullnægðra manna er svikizt hafa
undan kærleiksskyldu, kasta sér
að fótum karlmenna, sem virðast
ekki kunna að kenna til og engan
bera krossinn; falin sjónum flís í
sálu þeirra — og á fyrir sér að
vaxa og verða tré í öðrum tíma,
krosstré.
Nútímamenn kasta sér að fótum
krosssnauðra í frávita von um
göngufrest: að innri píslarganga
eigri fyrir órofa fylgispekt við þá;
uppgjör kærleika og eigingirni,
góðs og ills, farist jafnvel fyrir:
stefnumót guðs og manns í sál-
inni. Hinir gegnu menn, forfeður
okkar, gengust undir kvöl sína;
gengu möglunarlaust sína mann-
legu píslargöngu, gengust sjálf-
viljugir undir dóm: gengu á kross-
inn með meistara sínum — hið
innra.
Hallgrímur Pétursson gekk í
Passíusálmum píslargöngu frels-
ara síns; gekk hana af þvílíkri
innlifun að þjóðin, sautjándu ald-
ar þjáningarþjóð íslenzk, gekk
kveðandi á krossinn — með hon-
um og Kristi. I sálmum þessum
innblásnum, af Herrans pínu og
dauða, eygði hún sálina nakta
frammi fyrir guði sínum og þekkti
eigin þjáningu; greindi lífsgöngu
sína í píslargöngu Krists, lífs-
göngu alira manna og hvers og
eins; greindi að hún er samgöngu-
leið milli eyðandi lífs og skapandi
eilífðar — greindi hún samræmi
milli ytri kjara og innri kvala.
Það samræmi hafa nútímamenn
misst úr lífi sínu, í velferðarþjóð-
félögum Vesturlanda, og sitja uppi
með naglfasta innri kvöl í miðjum
vellystingum — og engan kross, að
því er kennslubækur í sálarfræði
og félagsvísindum kenna; að ekki
sé minnst á fjölmiðla, þessa sund-
urlausu fregnmiða mannlegrar
firringar, alls ófróða um sálina og
guð.
Píslarskáld okkar pólitísku
tíma, Solsenytzyn, er talinn af
elskendum 3álvana alræðis: sál-
sjúkur — af því hann boðar
heimsstyrjöld sálarinnar gegn
efnishyggju og guðleysi á meðan
önnur nútímskáld eru kafin
önnum — við að búa til bókmennt-
ir.
Hailgrímur Pétursson bjó ekki
til bókmenntir, ekkert stórskáld
hefur stefnt að því; list þeirra er
lifuð, ekki skrifuð: vitnisburður á
lífsgöngu — ætlaður lifendum og
líðendum, ekki leikendum í bók-
menntastofnunum. Bók eins og
Passíusálmarnir hættir að verra
bók, um leið og byrjað er að lesa
hana, likt og Biblían verður hún
lifandi — andi, hold, blóð; það
blæðir úr síðum hennar, bókstaf-
lega, blæðir úr orðunum:
Allar Jesú æðar stóðu
opnaðar í kvölinni,
I
Frönsk kvikmyndavika
hefst um helgina
FRÖNSK kvikmyndavika er að
hefjast í Regnboganum. byrjar
laugardaginn 2-r>. apríl. Þar vcrða
sýndar 7 kvikmyndir. flestar frá sl.
2 árum. Þó er þar í hópi mynd frá
1973 með leikaranum Jean Gabin
og Alan Delon. En myndaval er all
fjölbreytt. Kvikmyndavikan er á
vegum franska sendiráðsins og
hefur einum kvikmyndastjóranum
Charlotte Dubreul verið boðið til
íslands af þvi tilefni. Með myndun-
um eru textar.
Mynd Charlotte Dubreul nefnist
„Elskan mín“. Þessi orð komu leik-
stjóranum í hug dag nokkurn er hún
beið eftir neðanjarðarlestinni og
hugsaði til dóttur sinnar Judith, sem
þá var 15 ára gömul. „Þessi orð tjáðu
alla þá hlýju, reiði, skilningsleysi og
ást, sem á milli okkar var“, sagði
Charlotte Dubreuil. Þessi orð urðu
að kvikmynd, þar sem áhorfandinn
fylgist með skilnaði tveKgja mann-
eskja. Myndin segir í einfaldleik
sínum og raunsæi frá sambandi
móður og dóttur, sem rofnar eftir 17
ár. Við það verða umskipti í lífi
beggja. Konurnar tvær eru frjálsari.
Þær eru raunverulega þær sjáifar.
Myndin er gerð 1979.
Myndin „Horfin slóð“ eftir Patr-
iciu Moraz segir frá Cecile, sem er
hugmyndaríkt barn, sem flöktir
milli tveggja heima, þess sem Leon
Schwarz afi hennar og eldheitur
baráttumaður kommúnismans lifir í
og þess heims, sem foreldrar hennar
hrærast í, auk þess sem hún er
upptekin í eigin draumaheimi. Þá
kemur Angelo fram á sjónarsviðið.
Leiðir hennar og afans skilja, hún
gerist sek um að selja klukku gamla
mannsins, vill ekki vera andlegur
arftaki hans. Þessi mynd er frá
árinu 1980.
Myndirnar Beislið, Heimþrá og
Meðeigandinn eru líka frá 1979.
Heimþrá gerist í lítilli kyrrlátri borg
í Alsír, þar sem hin samhenta
Narboni-fjölskylda býr, þar til
brottflutningurinn dynur yfir þau
vegna sjálfstæðisbaráttu Alsír. í
kvikmyndum hefur verið greint frá
Úr kvikmyndinni „Elskan mín“, sem gerð er af Charlotte Dubreul,
sem kemur á hátíðina á íslandi. Hér eru mæðgurnar Jeanne (Marie
Christine Barrault) og Sara (Bettrice Bruno).