Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981
Skák
eftir Margeir
Pétursson
SJÓNVARPIÐ tók upp á þeirri
skcmmtilojíu nýbrcytni á
þriójudaKskvoldió að fá Viktor
Korchnoi, áskorandann í hcims-
mristarakcppninni, til að tcfla
klukkufjöltcfli í sjónvarpssal
viö átta valinkunna íslcnska
skákmcnn.
Ekki cr étf undirritaöur í
aöstoöu til aö da'ma um hvcrsu
vcl tókst aö ná til sjónvarps-
áhorfcnda. því ck var á kcppnis-
staönum sjálfum ojí sá því ckki
útscndinKuna. I>aö vita hins
vcsar allir scm fyljíst hafa mcð
fjolmcnnum skákmótum þar
scm marjíar skákir cru i j'anj'i
aö vonlaust cr aö ætla scr að
fyIjíjast mcö öllu scm jfcrist I
cinu. scrstaklcj'a þcj;ar nær
drcjjur tímamörkum oj? kcpp-
cndur fara aö leika hratt.
Það voru því óhjákvæmilej;a
nokkur spennandi auj'nahlik
sem fóru fyrir ofan garð oj;
neðan hjá sjónvarpsáhorfendum,
sem auðvitað j;átu ekki fenj;ið
aliar skákirnar átta heim í stofu
til sín. Öll úrslit voru hins vej;ar
iAHFELAfi REYKJAVÍKUR
-80ÁRA-
Korchoi er þunj;t huj;si yfir skák sinni við Jóhann Hjartarson. Á klukkunum sést að Korchnoi hefur bctri tíma á öllum borðum.
myndin var tekin er keppnin hafði staðið i 40 minútur. Korchnoi hlaut 6V2 vinning i 8 skákum, eða rúmlega 80%.
Skák inn á hvert heimili
tilkynnt um leið og þau bárust
og áður en tímahrakið komst í
algleyming voru þær skákir
raktar sérstaklega sem voru þá
þegar langt komnar.
Areiðanlega hefur það ekki
farið framhjá neinum hversu
mikill afburðamaður Korchnoi
er í skák. Hvergi lenti hann í
taphættu og þótt hann hefði
hlutfallslega átta sinnum minni
tíma á hverja skák en hver
andstæðinga sinna virtist það
honum síður en svo neitt vanda-
mál og þrátt fyrir hinn mikla
tímamun áttu margir íslensku
þátttakendanna um sárt að
binda vegna tímahraks.
Þeir sýndu honum þó allir
harða mótspyrnu og greinilega
mætti enginn til leiks með því
hugarfari að viðureignin væri
fyrirfram töpuð. Gangur skák-
anna var í stuttu máli þessi:
íslandsmeistarinn, Jóhann
Hjartarson, hafði hvítt gegn
Korchnoi og tefldi byrjunina,
sem var Vængtafl, fremur ró-
lega. Líklega hefur Korchnoi
munað eftir Jóhanni frá Lone
Pine-mótinu, a.m.k. tefldi hann
ekki í tvísýnu. Skákin einfaldað-
ist síðan smám saman og jafn-
tefli voru rökrétt úrslit.
Guðmundur Ágústsson, sem
er 64 ára og því elsti þátttakand-
inn, tefli Slavneska vörn með
svörtu á þann hátt sem honum
einum er lagið. Hann lét síðan af
hendi peð, en í staðinn fyrir að
þvinga síðan fram jafnteflislega
stöðu lenti Guðmundur á villi-
götum og Korchnoi var fljótur
að notfæra sér það.
Birni Þorsteinssyni, fyrrver-
andi Islandsmeistara, urðu á
afdrifarík mistök snemma tafls.
Hann hafði hvítt, fórnaði peði,
og ætlaði sér síðan að vinna það
til baka, en varð að hætta við
það er hann kom auga á öflugan
millileik sem Korchnoi átti í
pokahorninu. Björn varð því að
tefla með peð undir það sem
eftir var skákarinnar og hlaut
því að lúta í lægra haldi.
Gylfi Þórhallsson frá Akur-
eyri réðist ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur, því hann
hafði hvítt og tefldi mjög flókið
afbrigði gegn Franskri vörn, en í
þeirri byrjun er Korchnoi svo
mikill sérfræðingur að jafnvel
Karpov hefur ekki tekist að
klekkja á henni hjá honum. Fór
svo að þekking og reynsla stór-
meistarans reyndist þung á met-
unum. Hann komst út í hagstæð-
ara endatafl og Gylfi, sem var í
heiftarlegu tímahraki, fékk ekki
við neitt ráðið. Þetta var síðasta
skákin og lauk henni kl. 23.30.
Korchnoi tefldi óvenjulegt af-
brigði gegn Sikileyjarvörn Karls
Þorstcins. Karl fann ekki beztu
leiðina og Korchnoi vann með
afar skemmtilega útfærðri sókn.
Skák Daða Guðmundssonar,
frá Bolungarvík, þróaðist fram-
an af á svipaðan hátt og skák
Karls. Eftir leikbrellu Korchnoi
snemma tafls tókst Daða aldrei
að þróa stöðu sína á nauðsyn-
legan hátt og er hann féll á tíma
var kóngur hans að deyja drottni
sínum á miðborðinu.
Korchnoi náði örlítið hag-
stæðari stöðu gegn Elvari Guð-
mundssyni, sem hafði svart,
eftir byrjunina, sem var Nimzo-
indversk vörn, en Elvar lét
hvergi undan síga. Hann náði
sóknarfærum á kóngsvæng og
Korchnoi varð að gera sér það að
góðu að ná miklum uppskiptum
og þvinga þannig fram jafntefli.
í lokastöðunni þótti jafnvel
flestum sem Elvar stæði heldur
betur, en hann hafði lakari tíma
og tók því þá ákvörðun að
þráskáka.
Korchnoi virtist ná nokkru
betri stöðu með hvítu gegn
Gunnari Gunnarssyni og varð
síðan peði yfir. Fyrir það fékk
Gunnar hins vegar mótfæri sem
hann nýtti sér hugvitsamlega og
náði síðan þráleik. Ýmsum
fannst sem Gunnar hefði átt að
tefla áfram, en Korchnoi sann-
færði áhorfendur eftir fjölteflið
um það að Gunnar hefði ekki átt
meira en jafntefli í stöðunni.
Ilvitt: Björn Þorsteinsson
Svart: Viktor Korchnoi
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. RÍ3 - a6,3. c4 -
e6, 4. Rc3 - Rf6, 5. e5 - Rg8,
6. d4 — cxd4, 7. Dxd4 — Rc6,8.
Dc4 - d6. 9. Bg5 - Dc7
10. 0-0-0?
Þessi peðsfórn stenst ekki.
Eftir 10. — dxe5 hafði Björn í
huga að leika 11. Rxe5? og ef 11.
— Rxe5 þá 12. Dxe5! — Dxe5,13.
Hd8 mát. En Korchnoi opnar
kóngi sínum útgönguleið með því
að leika millileiknum 11. — f5 og
vin’nur síðan mann. Miklu betra
framhald var 10. exd6.
10. - dxe5, 11. g4 - RÍ6, 12.
Bxí6 - gxí6, 13. Bg2 - Bd7,
14. Kbl — 0-0-0, og með sælu
peði yfir var Korchnoi ekki i
vandræðum með að vinna taflið.
Ilvítt: Viktor Korchnoi
Svart: Karl Þorsteins
Sikileyjarvörn
1. e4 Þessum leik leikur Korch-
noi næstum aldrei í kappskák.
En í sjónvarpsfjölteflinu sýndi
hann geysilega fjölhæfni og
tefldi allar stöður jafn vel.
1. - c5, 2. Rí3 - d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
a6, 6. Bg5 - e6, 7. Df3!?
Óvenjulegur leikur sem nýtur nú
lítilla vinsælda.
7. - h6, 8. Bh4 - Be7, 9. 0-0-0
— Dc7,10. g4 — Rbd7,11. Bxf6
— Bxf6,12. h4 - Hb8,13. Kbl
— Re5?! Hrekur drottninguna á
góðan reit. Betra var 13. — b5.
14. Dg3 - b5.
15. g5! — hxg5, 16. hxg5 —
Hxhl, 17. gxf6 - Hh8 Ef 17. -
gxf6 þá 18. Dg8+ - Ke7,19. Rf5+
— exf5, 20. Rd5+. 17. — g6 er
svarað með 18. Bxb5+ og siðast
en ekki síst 17. — Hxfl er svarað
með 18. fxg7! og hvítur fær nýja
drottningu.
18. Bxb5+ - Bb7, 19. Dxg7 -
Bxb5 Eini möguleikinn. Ef 19. —
Hf8 þá 20. Rxe6!
20. Rcxb5 - axb5, 21. Dxh8+ -
Kd7, 22. Dg7 - Kc8, 23. f4 -
Dd7, 24. fxe5 - dxe5, 25. Df8+
- Kb7, 26. Dc5 - exd4, 27.
IIxd4 - Dc6, 28. De7+ - Ka8.
29. Hd6 - Hh8, 30. b4 - Dc8,
31. Ild3 - Db7, 32. Ild8+ -
Hxd8,33. Dxd8+ - Ka7, 34. De7
og svartur gafst upp. Ákaflega
skemmtileg og léttleikandi skák
af hálfu Korchnois, en Karl
hefði e.t.v. átt að velja rólegri
byrjun, því Korchnoi virðist
jafnvígur á flækjur og rólega
stöðubaráttu.
TAflFÉLAG BEYKJAWKUR
Frá sjónvarpsfjölteflinu. tslensku keppendurnir eru frá vinstri: Guðmundur Ágústsson, Björn
Þorsteinsson og á bak við Korchnoi situr Gylfi Þórhallsson. Næstur ljósmyndaranum er Gunnar
Gunnarsson, þá Elvar, Daði og Karl. . Ljósm. RAX