Morgunblaðið - 23.04.1981, Síða 21

Morgunblaðið - 23.04.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 21 Lárus Jónsson alþm.: Er fréttafölsim nú orð- ið eina haldreipið? Blrkkinnar ok sjónarspil stuóninnsliós ríkisstjórnarinnar. þpKar fjallaó er um efnahagsmál í fjölmiðlum ok á Alþingi. hefur verið með alKjórum ólíkindum í tíð núverandi rikisstjórnar. Eitt sýnishornið. sem því miður er ekkert einsdæmi. mátti lesa i Tímanum miðvikudatjinn fyrir skírdaK- Þar segir i stríðsfyrir- soirn á forsiðu að „kaupmáttur- inn sé 1,5% hærri en í fyrra“. Hið sanna er að kaupmáttur taxta- kaups verkamanna er 1.5% minni en i fyrra þrátt fyrir grunn- kaupshækkanir í haust. sem tók ótalda mánuði að semja um. Þetta kom skýrt fram i svari forsætisráðherra við fyrirspurn minni á AlþinKÍ daginn áður en þessi frétt birtist. Þar kom einn- ÍK fram að kaupmáttur elli- ok örorkulífeyris hefur minnkað um 5% i tið núverandi rikisstjórnar ok að kaupmáttur þeirra sem hafa einvörðunKU tekjutryKK- inKU sér til framfæris hefur nánast staðið i stað þrátt fyrir sérstök fyrirheit í stjórnarsátt- mála að bæta kjör þessa fólks sérstakleKa enda allir sammála um að það sé verst sett í þjóðfé- laKÍnu. Iláðuleg framkvæmd stjórnarsáttmálans í hinum margfræga stjórnar- sáttmála eru skýr ákvæði um efri mörk verðhækkana á árinu 1980. Þau skyldu vera 8% 1. maí í fyrra, 7% 1. ágúst og 5% 1. sept., þ.e.a.s. niðurtalning verðbólgunnar! Niðurstaðan varð þveröfug. Verð- bólgan fór hríðvaxandi þegar Ieið á árið og varð ekki 31% á árinu eins og „niðurtalningin" gerði ráð fyrir heldur nærri tvöfalt meiri, þ.e.a.s. tæp 60%. Um árið 1981 segir einnig í stjórnarsáttmálan- um „á árinu 1981 verði ákveðin tímasett mörk í samræmi við markmið um hjöðnun verðbólgu". Eg spurði forsætisráðherra hver þessi mörk væru. Hann svaraði orðrétt: Tímasett mörk í verð- Tíminn skýrir þveröfugt frá staðreyndum um kaupmátt taxtakaups rétt: „Horfur fyrir árið 1981 eru þær að verðbólga verði að óbreyttu nálægt 50% frá upphafi til loka ársins ..." Nú er það spurhingin hvort þessi málflutn- ingur forsætisráðherra sé orðinn að óviðráðanlegum kæk eða hvort hann vill sjálfur í einlægni trúa því að hann sé alltaf að segja þjóðinni sannleikann og ekkert nema sannleikann. lagsmálum eru í undirbúningi(!) og verða tillögur þar að lútandi væntanlega tilbúnar fyrir næstu mánaðamót." Niðurtalning verð- bólgunnar varð ríkisstjórninni til slíkrar háðungar á síðastliðnu ári að hún hefur enn ekki haft kjark í sér, þegar fjórir mánuðir eru liðnir af þessu ári, til að setja fram hliðstæð mörk og í fyrra. Vinnumálasamhand SÍS spáir 50% veröbólgu Í fyrra í aprílmánuði var for- sætisráðherra að spá 40% verð- bólgu á árinu. Hann hafði þá í höndunum spádóma Þjóðhags- stofnunar um nálægt 50% hækk- un verðlags miðað við framfærslu- vísitölu á því ári. Nú er hann enn að gera því skóna að verðbólgan verði um 40% á árinu ef spár Þjóðhagsstofnunar rætast en sú stofnun spáir nú eins og í fyrra um 50% verðbólgu á yfirstandandi ári! í nýjasta hefti Sambands- frétta þar sem fjallað er um aðalfund Vinnumálasambands samvinnufélaganna segir svo orð- VerÖbólguspár I>jóÖhags- stuínunar nánast eins í ár og í fyrra Það er staðreynd sem ekki verður umflúin að verðbólga mun fara mjög vaxandi á nýjan leik Lárus Jónsson síðari hluta ársins ef ekkert verð- ur að gert í efnahagsmálum. Raunar verður ferill verðbólgunn- ar nánast sá sami og í fyrra og þegar kemur að kjarasamningum í haust og um áraniót má segja að við verði að glíma sama verð- bólgustig og í fyrra, augljósa kjararýrnun frá síðustu samning- um og að í raun sé í flestu við sama vanda að stríða og þegar ríkisstjórnin settist að völdum, enginn árangur hafi náðst. Þetta kemur glöggt fram þegar bornar eru saman verðbólguspár Þjóð- hagsstofnunar frá því í fyrra og fyrir árið í ár. Sá samanburður lítur þannig út (hækkun F-vísi- tölu). (Spár Þjóðhagsstofnunar dags. 22. apríl 1980 og 5. jan. 1981.) Á valdatíma ríkis- stjórnarinnar hofur kaupmáttur minnkað Það sem gerðist með bráða- birgðalögunum sem ríkisstjórnin setti um áramótin var að kippt var til baka grunnkaupshækkunum, sem samið var um í fyrra eftir lengstu og erfiðustu samninga á síðari árum. Nokkru tókst að gera betur því kaupmáttur taxtakaups verkamanna hefur minnkað um 1,5% skv. upplýsingum forsætis- ráðherra á Alþingi frá því að ríkisstjórnin tók við völdum, þrátt fyrir grunnkaupshækkanir í fyrra. Fram hefur komið í þingskjölum að kaupmáttur taxtakaups minnk- aði um 4—5% á árinu 1980 og að kaupmáttur á fjórða ársfjórðungi á árinu í ár er áætlaður 5—6%. minni en á sama tíma og í fyrra. í svari forsætisráðherra við fyrir- spurn minni kom fram að kaup- máttur elli- og örorkulífeyris hef- ur minnkað um 5% í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þetta eru þær fórnir sem færa hefur þurft til þess að hjakka í sama verðbólgufarinu — viðhalda sömu óðaverðbólgunni og var þegar ríkisstjórnin tók við völdum. Dagblaðið Tíminn ætti að skýra þessar staðreyndir fyrir lesendum sínum í framhaldssögu á forsiðu með stríðsfyrirsögnum, en hætta fáránlegum fölsunum eins og þeirri sem hér er birt mynd af. 1. maí hækkun 1. ágúst hækkun 1. nóv. hækkun Á árinu 1980 11-11,5% 9%. 10% Á úrinu 1981 10-11% . 9%. 11% Bækur um f atlaða á ári fatlaðra BÓKAÚTGÁFAN Bjallan i Bröttu götu hefur gefið út tvær bækur, sem sérstök ástæða er til að vekja athygli á nú á ári fatlaðra. Fjallar önnur um blinda telpu og hin um þroskaheft barn. Þetta eru að þvi leyti óvenjulegar bækur að þær eru frásagnir þeirra sem reyna fötlun- ina eða hafa persónuleKa reynslu- þekkinKu. Er bókin „Eg sé þÍK ckki“ sögð í myndum ok með stuttum textum. En bókin um DaK frásogn i máli á 107 siðum i litlu bókarbroti. Bókina „Ég sé þig ekki“ eftir Palle Petersen þýddu Andrea Þórðardóttir og Gísli Helgason, sem útvarpshlust- endur þekkja af þáttum þeirra um þessi og skild mál. Hún heitir á frummálinu „Jeg kann ikke se dig“ og er sögð fyrir munn blindu stúlk- unnar, fjallar um bana og daglegt líf hennar í heimi, sem fyrst og fremst er miðaður við heilbrigða. A bókar- kápu segir: Við viljum umgangast fleiri fatlaða. Við vitum of lítið um þá, þessvegna erum við oft óörugg og hrædd. Ef til vill er það stærsta vandamál fatlaöra. Bókin Dagur er eftir Thordis Örjasæter og heitir á frummálinu „Bogen om Dag Tore.“ Bryndís Víg- lundsdóttir, skólastjóri þroskaþjálfa- skólans, sem kunn er fyrir störf sín í þágu þroskaheftra, hefur þýtt hana. Þar er einlæg en gagnrýnin lýsing móður á þeim kjörum, sem þjóðfélag- ið býður þeim sem minna mega sín. Sonur hennar Dagur komst í gegn um þá eldraun vegna þrotlausrar baráttu foreldra hans. í bókarlok segir Tordis Örjasæter að hún og fjölskylda hennar hafi verið heppin. Þessvegna hafi hún líka borið nokk- urn kvíða í brjósti vegna þessarar bókar. Kvíða fyrir því að auka á sektarkennd annarra foreldra, sem ekki hefur gengið eins vel. Allt of oft finnist foreldrum að það sé þeim að kenna. „En samt hef ég skrifað bókina til að segja fólki, að það sé ómaksins vert að veita þroskaheftu barni — unglingi — fullvöxnum einstaklingi tækifæri til þroska, seg- ir hún.“ Bókin um Dag er skrifuð til þess að fleirum fái að líða betur.“ Ék Ket ekki haft hest. en ég á páfaKauk. Ilann heitir Snúður. Þeg- ar éK opna búrið hans. sest hann á kollinn á mér ok masar við mÍK. Ég hreinsa sjálf búrið hans Snúðs. Úr hokinni „Ék sé þÍK ekki“. ACÁLVIKNIKGUR Húseign að eigin vali fyrir 700.000 - krónur. Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis dreginn út í 12 flokki. Þá verða einnig 10 toppvinningar til íbúðakaupa á 150 og 250 þúsund hver. Stórglæsilegur sumarbústað- ur fullfrágenginn og með öll- um búnaði dreginn út í júlí. Auk þess 100 bílavinningar, 300 utanferðir og hátt á sjöunda þúsund húsbúnaðar- vinningar. RHÆKKUN VINNINGA Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.