Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 33

Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 33 Breiðholtsleikhúsið sýnir nýtt barnaleikrit: Segðu Pang! - leikrit um „fullorðna“ fyrir börn Breiðholtsleikhúsid sýnir i dag. sumardaginn fyrsta. nýtt íslenzkt barnaleikrit sem nefnist „Segðu PANG“. Sýningar verða í Fellaskóla þar sem Breiðholts- leikhúsið hefur fengið inni með starfsemi sina en i athugun er að ferðast með sýninguna siðar meir. jafnt um höfuðborgina sem út um land. Leikritið „Segðu PANG“ hefur að verulegu leyti orðið til í leik- smiðju með höfundi, leikstjóra og leikurum. Höfundurinn sem hefur áður skrifað verk fyrir börn kýs að halda nafni sínu leyndu. Leikarar eru tveir, þau Þórunn Pálsdóttir og Þröstur Guðbjartsson. Fara þau með 12 ólík hlutverk en auk þess koma fyrir í leikverkinu raddir af segulbandi. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson. Leikritið „Segðu PANG“ fjallar um tvö börn, sem með því að bregða sér í ýmis leikgervi upp- götva ýmislegt nýtt — t.d. um efni það er sjónvarpið hefur daglega á boðstólum, og er reynt að bregða upp mynd af því hvers konar sess ofbeldi í skemmtimyndum skipar í barnshuganum. Er það von þeirra, sem að sýningunni standa, að hún megi verða áhorfendum sínum til gagns ekki síður en skemmtunar og verði hvati að umræðu — ekki einvörðungu meðal fullorðinna heldur einnig meðal barnanna sjálfra. Leikritið „Segðu PANG“ verður sem fyrr segir frumsýnt í dag, en næstu sýningar verða laugardag og sunnudag. Þröstur Guðbjartsson og Þórunn Pálsdóttir í hlutverkum mafíufor- ingja og bófa. Don Karlos mafiuforingi tekur við dollarabúnti úr höndum bófans flirulegur á svip — en dollari er alltaf dollari. Ljósm. Krlstján /■ Islenzk tónverk frumflutt í Norræna húsinu ÞÓRA Johanscn, scmbal, og Wim Hoogewerf. gítar, halda tvenna tónleika i Norræna húsinu, hina fyrri fimmtudaginn 23. april nk. og hina siðari miðvikudaginn 29. apríl. Hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.30. Á efnisskrá fyrri tónleikanna, 23. apríl, eru verk eftir Vivaldi, Jónas Tómasson, Manuel Ponce, Goffredo Petrassi, Villa-Lobos, Gerard van Wolferen og Atla Heimi Sveinsson. Verk Jónasar Tómassonar, Atla Heimis Sveinssonar og Gerard van Wolferen eru sérstaklega samin fyrir Þóru og Wim, og er þetta frumflutningur verkanna á Islandi. Síðari tónleikarnir 29. apríl eru einleikstónleikar Wim Hoogewerf. Flytur hann verk eftir J.S. Bach, Turina, Albéniz, Villa-Lobos og tvö ný verk eftir Walter Hekster og Chiel Meijering. Þóra Johansen, fædd 1949 í Reykjavík, hóf nám í píanóleik í tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Hermínu S. Kristjánsson 1958, og lauk þaðan prófi hjá Jóni Nordal árið 1970. Hún hélt síðan til framhaldsnáms 1971 og innritað- ist í Sweelinck Konservatorium í Amsterdam. Þar stundaði hún nám í píanóleik hjá Jan Dereksen í 2 ár. 1973 hófst sembalnám hjá Anneke Uittenbosch og síðar hjá Jacques Ogg. Lokapróf tók hún vorið 1979. Þóra kennir semballeik við tónlistardeild háskólans í Amsterdam og einnig kennir hún við tónlistarskólana í Utrecht og Bevrerwijk. Gítarleikarinn Wim Hoogewerf er Hollendingur. Hann hóf nám í klas'sískum gítarleik 1971 og inn- ritaðist þrem árum síðar í Swee- linck Konservatorium, en þaðan lauk hann einleikaraprófi vorið 1980. Hann hefir haldið fjölda tónleika, bæði í heimalandi sínu og í Frakklandi, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og hlotið mikið lof fyrir leik sinn, einkum flutning á nútimatónlist. Líkan af nýju kirkjunni. LjiKm. Kristján. Hefja byggingu nýrrar kirkju í Hafnarfirði Fyrsta skóflustungan tekin í dag FYRSTA skóílustungan að nýrri kirkjubyggingu i Hafnar- firði verður tekin kl. 14. i dag, sumardaginn fyrsta, 23. aprií. Gamall maður sem fyrstur var til að gefa fé til byggingarinnar mun væntanlega taka skóflu- stunguna ef heilsan leyfir. Að lokinni þeirri athöfn verð- ur sýning á teikningum af kirkjunni og likani af henni i Viðistaðaskóla og jafnframt verður þar kaffisala á vegum systrafélags Viðistaðasóknar. Nýja kirkjan mun standa á hæð fyrir ofan Víðistaðatúnið skammt frá Víðistaðaskóla. Hún verður 862 fermetrar að flatar- máli og sjálft kirkjuskipið kem- ur til með að taka 250—300 manns í sæti. í safnaðarsal við hlið kirkjuskipsins munu rúmast um 100 manns og í kennslustofu í tengslum við skrifstofu prests- ins 40—50 manns. Auk þess verður rými fyrir 90 manns á svölum kirkjuskipsins. Óli G.H. Þórðarson arkitekt og Lovísa Christiansen innanhúsarkitekt, starfsmenn hjá Litlu teiknistof- unni, hafa hannað útlit kirkj- unnar. „Kirkjan verður að grunnfleti eins og engill með útbreidda vængi," sagði sr. Sigurður H. Guðmundsson sóknarprestur í Víðistaðasókn í samtali við Mbl. „Lögun hennar gerir það að verkum að hún nýtist mjög vel, áfast við kirkjuskipið verður m.a. safnaðarheimili og aðstaða til annarrar kirkjulegrar starf- semi. Inngangurinn er nokkuð sér- stakur. Söfnuðurinn gengur á brú yfir tjörn gegnum turn og inn í kirkjuskipið. Þetta á að minna á skírnina. Fyrirhugun skírnarinnar er ferð Israels- manna gegnum Dauðahafið. I upphafi notuðu kristnir menn oft þá líkingu að eins og Drottin bjargaði ísraelsmönnum gegn- um Dauðahafið bjargi hann okkur gegnum skírnina til sam- félags við sig.“ Fyrsta kirkjan í 67 ár Sigurður sagði að áætlað væri að koma grunni kirkjunnar upp strax en framhald byggingarinn- ar yrði að sníða eftir fjárhagn- verð fljótt fullbúin. Hún er mjög einföld í byggingu og við reikn- um ekki með að hún verði dýr.“ Víðistaðasókn hefur aðstöðu fyrir guðsþjónustu í kapellu Hrafnistu og hefur fengið þar inni einnig með æskulýðsstarf og starf fyrir þroskahefta. „Við erum löngu búnir að sprengja það húsnæði utan af okkur. Það er því mikil þörf fyrir þessa kirkju en hún er sú fyrsta sem rís í Hafnarfirði í 67 ár ef frá er talin klausturbygging camlítusystra.“ — Eru Hafnfirðingar kirkju- ræknir? „Ég er ánægður með þátttöku þeirra í safnaðarlífi. Um 500 manns sækja reglulega samkom- ur í kirkjunni í hverri viku nema á stórhátíðum eru þeir mun fleiri,“ sagði Sigurður að lokum. Óli G.H. Þórðarson (t.v.) og sr. Sigurður H. Guðmundsson sóknarprestur með kirkjulíkanið. Kór Langholtskirkju með aukatónleika KÓR Langholtskirkju heldur aukatónleika i Fossvogskirkju á föstudagskvöld klukkan 20, en á efnisskránni er óratórían Messí- as eftir Ilándel, sem kórinn flutti á tónleikum 11.. 13. og 14. apríl sl. Einsöngvarar með kórnum verða þau Elín Sigurvinsdóttir, Rut L. Magnússon, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson, auk br'KRja félaga úr kórnum, þeirra Ragnheiðar Fjeldsted, Signýjar Sæmundsdóttur og Viðars Gunn- arssonar. Undirleik annast 25 félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands, en Martin Hunger Friðriksson leikur á orgel og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Stjórnandi Kórs Langholts- kirkju er Jón Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.