Morgunblaðið - 23.04.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1981
35
Kristjana Fenger
Minningarorð
Fædd 17. mars 1895.
Dáin 14. april 1981.
Hún var dóttir hins merka
athafnamanns Geirs Zoega og
síðari konu hans, Helgu Jónsdótt-
ur frá Stóra Ármóti í Flóa. Var
hún því komin af sterkum stofn-
um í báðar ættir. Enda sýndi hún
það alla tíð hvað hún hafði hlotið
að erfðum, svo sterkur persónu-
leiki sem hún var.
Þar sem hún var mjög fyrir alla
ræktun vil ég helst líkja henni við
sterkt tré, sem stendur af sér alla
storma, þar til í bylnum stóra
seinast.
Þau börn Geirs Zoéga voru
fjögur sem upp komust, þrjár
dætur og einn sonur. Gamli Geir,
eins og hann var jafnan nefndur,
mun hafa verið talinn ríkur maður
á sínum tíma, en enginn rétti
honum þau auðæfi upp í hendur.
Þeirra aflaði hann sjálfur með
þrotlausri vinnu, hagsýni og fyrir-
hygRju. Börn hans ólust því ekki
upp í leti og ómennsku, heldur
voru þau fljótt vanin á að vinna og
voru þau alla tíð iðjusamt fólk.
Þessar þrjár systur urðu mág-
konur mínar, þar sem ég giftist
bróður þeirra, Geir. Oft er talað
um að köld sé mágaástin, en hér
átti það ekki við því betri mágkon-
ur hefir engin ung kona eignast, er
mér alveg óhætt að fullyrða. Ég
var töluvert yngri en þær, mér
fannst stundum eins og þær stæðu
vörð um mig og aldrei heyrði ég
illt orð talað til mín og má það
makalaust teljast eftir hálfrar
aldar samvistir.
Nánasta sambandið hafði ég þó
við Kristjönu mágkonu, bæði var
að hún bjó svo að segja í næsta
húsi við okkur nú yfir 30 ár og auk
þess voru þau samrýnd systkin,
hún og Geir.
Kristjana var gift John Fenger,
stórkaupmanni og eignuðust þau
sex börn, þrjá syni og þrjár dætur,
en tiltölulega ung kona, rúmlega
fertug, missti hún mann sinn, sem
var þá um fimmtugt, sem ég tel
vera að standa á hátindi lífs síns.
Þetta varð henni hræðilegt áfall
sem ég held að hún hafi aldrei
yfirunnið, því að ástríkara hjóna-
band en þeirra hefi ég aldrei séð.
Nú stóð hún eftir með fallega
barnahópinn sinn og þá voru
kreppuár, en hún átti hauk í horni
þar sem var mágur hennar, Geir
Zoéga vegamálastjóri, giftur elstu
systurinni, Hólmfríði. Ég veit að
hann studdi hana með ráðum og
dáð. Elstu börn hennar voru enn
óharðnaðir unglingar, en öll voru
þau óþreytandi í að vera móður
sinni til hjálpar og yndis. Sýndi
sig þá hvers virði gott uppeldi er.
Faðir þeirra var með afbrigðum
fágaður maður og þau hjón sam-
hent um uppeldi barna sinna, enda
andaði móti manni hlýju og ást-
ríki þegar maður kom á heimili
þeirra.
Kristjana var mjög iðjusöm
kona sem aldrei féll verk úr hendi,
meðal annars var hún sú niesta
hannyrðakona sem ég hef kynnst
um æfina og var hún bæði fljót-
virk og velvirk. Hún hafði ung
verið í Danmörku og meðal annars
lært hjá þeirri frægu hannyrða-
konu Clara Wæver og kunni hún
því bókstaflega allar hannyrðir og
afköst hennar voru með ólíkind-
um. Stundum var ég að nöldra við
hana um að ég vildi halda sýningu
á allri hennar handavinnu, en
slíkt var gjörsamlega ómögulegt,
þar sem hún hafði gefið þetta allt
jafnóðum og það til annarra
landa. Hún hló að svona tali og
Séð yfir Skálholtsstað. — Lýðháskólinn og kirkjan i efra horni til
hægri. Ljósm: Mats Wibe Lund jr.
Lýðháskólinn í Skálholti:
Nemendamót og aðalfund-
ur nemendasambandsins
NEMENDAMÓT Nemendasam-
bands Skálholtsskóla var haldið i
Skálholti helgina 4.-5. april sið-
astliðna. Nemendamótið er árlegur
viðburður í starfsemi nemendasam-
handsins. Það hefur þann tilgang.
öðru fremur, að viðhalda samskipt-
um „Skálhyltinga“ og varðveita
tengsl þeirra við skólann.
Allmargir Skálhyltingar sóttu
Skálholt heim þessa helgi. Á laugar-
dagskvöldið var skemmtun, þar sem
bæði núverandi og fyrrverandi nem-
endur skólans tróðu upp. Af
skemmtiatriðum má nefna tvo leik-
þætti, upplestur, söng, spurningar
o.fl. Á eftir skemmtun var stiginn
dans fram eftir nóttu.
Einn helsti dagskrárliður nem-
endamótsins var frumsýning kvik-
myndar, sem tekin var af helstu
þáttum í félagslífi og skólahaldi í
Skálholtsskóla veturinn 1979—1980.
Kvikmyndina tók Guðmundur Yngvi
Yngvason, en hann var nemandi í
skólanum þann vetur.
í tengslum við nemendamót var
haldinn aðalfundur NSS. Á dagskrá
fundarins voru venjuleg aðalfund-
arstörf. Kosin var stjórn nemenda-
sambandsins og kosningu hlutu:
Formaður: Steinarr Þór Þórðarson
Egilsstöðum. Aðrir í stjórn: Margrét
Jónsdóttir, Gry Ek, Óskar Bjart-
marz og Guðmundur Yngvi Yngva-
son, öll úr Reykjavík.
Aðalfundur NSS ályktaði: „Aðal-
fundur Nemendasambands Skál-
holtsskóla lýsir ánægju sinni með
það æskulýðsleiðtoganám, sem hafið
var í Skálholtsskóla í vetur, og lætur
í ljósi þá von, að framhald megi
verða á því. Komist umrætt nám á
fastan grundvöll sem deild innan
skólans mun sambandið fagna aðild
leiðtoganema í samtök Skálhylt-
inga."
Nemendamóti sleit síðan formað-
ur sambandsins, eftir húslestur í
Skálholtsskóla, sunnudaginn 5. apríl.
Bandalag kvenna lýsir
samstöðu með fötluðum
AÐALFUNDUR Bandalags
kvenna samþykkti nýlega eftir-
farandi tillögur frá trygginga-
málanefnd samtakanna:
1. Aðalfundur Bandalags kvenna
í Reykjavík lýsir samstöðu
sinni með fötluðum í baráttu
þeirra fyrir bættum lífskjörum
og betri aðbúnaði og bendir í
því sambandi sérstaklega á
nauðsyn aukinnar heimilis-
hjálpar og aðstoðar við fatlaða
og sjúka í heimahúsum.
2. Aðalfundur BKR skorar á
Tryggingastofnun ríkisins að
auka upplýsingastreymi sitt til
almennings, og hvetja ábyrga
starfsmenn sjúkrahúsa til að
veita upplýsingar um réttar-
stöðu sjúklinga að lokinni
sjúkrahúsvist.
3. Aðalfundur BKR í Reykjavík
skorar á heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra að láta fara
fram athugun á því hvort hægt
sé að setja löggjöf sem hafi að
geyma fyrirbyggjandi aðgerðir,
svo sem hert viðurlög við um-
ferðarlagabrotum, bætta heil-
brigðisþjónustu og aukið öryggi
á vinnustöðum til þess að koma
í veg fyrir fötlun af völdum
slysa.
Ormalyfstilraunir
sagðist ekki vera nein listakona,
enda var hún ekki fyrir að vekja á
sér athygli, hjá henni var ekki
nein spurning um að vera eða vera
ekki. Hún var.
Hún var ekki mikið fyrir að
flíka tilfinningum, en trygg og
vinföst var hún, allt sem hún sagði
og lofaði stóð eins og stafur á bók.
Hún bjó yfir þessum gullfögru
kostum, heiðarleika, orðheldni og
fórnfýsi, sem mér finnst stundum
því miður vera á undanhaldi með
þjóð okkar.
Ég veit að hún mundi nú kunna
mér litlar þakkir fyrir að vera að
skrifa þetta um sig, en við sem
erum orðin öldruð horfum eftir
þeim sem hverfa frá okkur af
þessum heimi, fyllumst söknuði og
finnst að hluti af okkur hverfi með
þeim.
Ég kveð mína elskulegu mág-
konu með djúpri þökk fyrir allt
sem hún gaf mér. Ég kveð hana
með því nafni sem öll þessi stóra
fjölskylda gaf mér í upphafi vega,
jafnt öldungar sem smábörn og ég
var stolt af að vera kölluð og það
er
Ilalldóra mágkona.
Krykhólum. 11. aprll.
ÞEGAR tilraunin hóíst var íónu
skipt í 4 hópa. ormalyfshóparnir
voru 3 auk samanburðarhópsins
og sagðist Inga Garðari Sigurðs-
syni. tilraunastjóra svo frá:
„í hverjum hópi eru 12 lömb og 12
veturgamlar ær, eða atls 96 kindur.
Tilraunin hófst 20. nóvember síð-
astliðinn og stóð til 2. apríl. Þessi
tilraun er samstarfsverk Tilrauna-
stöðvarinnar á Reykhólum (RALA),
héraðsdýralæknisins Rögnvaldar
Ingólfssonar og Sigurðar Richter
dýralæknis, á tilraunastöðinni á
Keldum. Uppbygging tilraunarinn-
ar er þessi: Sýni eru tekin á
mánaðar fresti og ormar taldir og
fóður og tilraunaféð viktað reglu-
lega. Ormalyfin, sem reynd voru
eru Thigezole, Panacure, Levamisol,
samanburðarhópur fékk ekki
ormalyf. Meðalþyngdaraukning
ormalyfsflokksins á tilraunatíman-
um var 9,7 kg en samanburðar-
flokksins 7,1 kg. Nokkur munur
virðist vera á ormalyfstegundum
hvað þyngdaraukningu snertir, en
of snemmt er að gefa ákveðnu
ormalyfi meðmæli, þar sem orma-
talningu er ekki lokið. Svo kemur
líka afurðasemi fjárins inn í dæm-
ið, er ekki kemur í ljós fyrr en í
haust og má því segja að tilraun-
inni sé ekki lokið fyrr en þá.
Æskilegt væri að geta endurtekið
tilraunina til þess að fá traustari
niðurstöður."
Nú fyrir skömmu er búið að taka
af fé tiiraunastöðvarinnar og
reyndist meðalþungi ullarinnar
vera 3,3 kg af kind, meðal ullar-
þungi af veturgömlu fé var 4,3 kg en
meðal ullarþunginn á lömbunum
var 2,7 kg. Hins vegar kom fram
munur á ullarþunga hjá þeim
flokkum lamba, sem fengu ormalyf
og samanburðarflokki. Ormalyfs-
flokkur vár mð 2,8 kg að meðaltali,
en samanburðarflokkur 2,4. Telja
má þessa tilraun mjög athyglis-
verða vegna þess að allt of margir
bændur hugsa ekki út í það að
nauðsynlegt er að halda ormamagni
í lágmarki.
Sveinn
Frábær tóngæöi.
★ Samtals upptaka
★ Tónstillir
★ Hraöabreytir
\mnai Sfygtittóon Lf
Suðurlandsbraut 16,
sími 35200.
Verd
aöeins
kr.
1.795.00.
® 99 SANYO
Vasa-
disco<á
sem fer eins og
eldur í sinu
um Evrópu.
Japan
og Ameríku.
Njótiö tónlistar viö
vinnu og leik, í ein-
rúmi, hvar sem er og
hvenær sem er.