Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 36

Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 t Eiginmaður minn, HARALDUR HERMANNSSON, Faxabraut 2, Keflavík, andaöist á Landspítalanum 21. apríl. Fjóla Bjarnadóttir. Faöir okkar, INGOLFUR MAGNUSSON, bifreiöaatjóri, Aöalgötu 23, Keflavík, lést í Borgarspítalanum 16. apríl sl. Jaröarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 25. apríl kl. 14 00. Fyrir hönd vandamanna Qré,a Erna lnfl6lf,d6tlirj Ingólfur M. Ingólfsson. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaöir, INGOLFUR GISLASON, Skúlagötu 58, lést þann 20. apríl í Borgarspítalanum. Ellen Sigurðardóttir, Margrét J. Thorarensen, Oddur C. Thorarensen, Theódór Ingólfsson, Anna Valgarósdóttir, Steinunn Ingólfsdóttir, Karl ísleifsson. Gísli Ingólfsson, Sigríöur Siguröardóttir. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, VILHJÁLMUR ADALSTEINSSON, Skaftahlíö 8, sem andaöist á Landspítalanum 16. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 24. apríl kl. 16.30. Þorbjörg Guöjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir mín, SIGURJÓNA JÚLÍUSDÓTTIR Skipasundi 10, veröur jarösungin í Fossvogskirkju, föstudaginn 24. þessa mánaöar kl. 1.30. Fyrir hönd ættingja og vina. Gunnar Þórisson. t Útför móöur minnar, tengdamóöur og systur, MARGRETAR FINNBOGADOTTUR, Bírkimel 6, er lézt 16. apríl, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 24. aprtl kl. 15. Blóm vinsamlegast afbeöin. Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra. Jóhanna Jensdóttir, Georg Brown, Helga Finnbogadóttir. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, ÖNNU MARÍU GÍSLADÓTTUR, Lönguhlíö 25, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Karitas Guömundsdóttir, Guöjón A. Guómundsson, Þóra Hannesdóttir, Borghíldur Guömundsdóttir, Gunnar Magnússon, Kristín G. Fenger, Geir U. Fenger. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför VALDIMARS PALSSONAR, Hjallalundi 17 K, Akureyri. Helga Jónatansdóttir, Ragnheiöur Valdimarsdóttir, Ragnheiöur Valdimarsdóttir, Páll Vigfússon, Örn Pálsson, Baldur Pálsson. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HARALDAR BACHMANN, Selfossi. Margrét Jónsdóttir, Iris Bachmann, Skarphéóinn Sveinsson, Elín Bachmann, Höröur Bergsteinsson, Ólafur Bachmann, Hrafnhildur Jóhannsdóttir og barnabörn. Anna María Gísla dóttir — Minning Fædd 18. marz 1893. Dáin 10. apríl 1981. „IIvaA cr llcl-? ollum likn. scm lifa vel- cnKÍll. scm til Ijóssins lcirtir. Ijósmoóir. scm hvílu brcióir. sf'flarhrtts cr hirta cl. hcitir llcl.** (Matth. Jochumsson) Gengin er gagnmerk og góð kona og fer útför hennar fram frá Dómkirkjunni á morgun, föstu- daginn 24. apríl. Ég vil minnast hennar nokkrum orðum að leiðar- lokum. Tengdamóðir mín var dug- mikil og viljasterk kona, það sýndi hún bezt í lífsbaráttunni á árun- um fyrir síðari heimsstyrjöldina, eins og eldri kynslóðin þekkir bezt, en sú yngri aðeins af afspurn. Skarð er nú fyrir skildi, þegar einn af þjóðfélagsþegnunum, sem fæddur er fyrir síðustu aldamót, hverfur á vit feðra sinna til vistar og trú á framhaldslíf að handan. Anna María var fædd 18. marz 1893 að Nýjabæ hér í Reykjavík. Var hún því 88 ára að aldri, er hún lézt. Foreldrar Önnu voru hjónin Vilborg Frímannsdóttir, fædd að Kirkjuvogi í Höfnum 25.12. 1859, dáin 1895, Gíslasonar á Steina- stöðum í Skagafjarðarsýslu (1828—1859) og Gísli Jónsson sjó- maður, fæddur 5.4. 1859 að Star- dal, Mosfellssveit, Jónssonar á írafelli í Kjós, síðar Stardal, Jónssonar á Hrafnabjörgum í Svínadal og víðar, Sveinssonar í Koti í Vatnsdal. Gísli fluttist til Vesturheims um aldamótin síð- ustu og dó þar af slysförum árið 1908. Stóöu góðar og merkar ættir að baki henni í báða ættleggi, sem hér verða ekki raktar nánar. Sjálf var Anna mjög ættfróð og marg- vís í þeirri fræðigrein, gat rakið og átti ættartölu sína ritaða allt til forna. Móðir Önnu, Vilborg, andaðist er hún var tveggja ára að aldri. Var henni þá komið í fóstur til sæmdarhjónanna Karitasar Tóm- asdóttur og Gunnars Hafliðasonar í Nýjabæ (áður nefnt Nikulásar- kot), þar sem afi hans, Nikulás Erlendsson, bjó fyrstur (langafi Bjarna vígslubiskups Jónssonar). Reyndust þau henni sem beztu foreldrar og bjó Anna alla tíð að uppeldisáhrifum þessara merku hjóna. Jón Helgason biskup segir í bók sinni: „Þeir sem settu svip á bæinn“ m.a.: Gunnar Hafliðason var orðlagt prúðmenni og still- ingarmaður, sem í engu mátti vamm sitt vita. Hann stundaði fram eftir æfi sjó á grunnmiðum, en aðalstarf hans á ehjri árum var að stoppa út fuglshami fyrir náttúrugripasafn, eftir að það komst á laggirnar og gerði hann það af mikilli list. Gunnar Hafliðason var fæddur 10. ágúst 1837 og andaðist 23. apríl 1907, en Karitas kona hans var fædd 16. febrúar 1844, en dó 3. apríl 1917. Þau Gísli og Vilborg eignuðust sjö börn, en til fullorðinsára komust aðeins systurnar tvær, Jónasína Björg, f. 1.3. 1889, er fluttist síðar með föður sínum til Kanada, og Anna María, f. 18.3. 1893. Einn hálfbróður áttu þær systur, Jónas að nafni, er lézt af slysförum í Kanada. t Móöir og tengdamóöir okkar. KRISTJANA FENGER, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. apríl kl. 10.30. Ida Gotfredsen, Jens W. Gotfredsen, Hilmar Fenger, Borghildur Fenger, Garöar Fenger, Kristin F. Fenger, Geir Fenger, Kristín G. Fenger, Ebba Hvannberg, Gunnar Hvannberg, Unnur Fenger, Ingólfur Viktorsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför TORFA ÞORBJÖRNSSONAR, Nökkvavogi 12. Sérstakar þakkir tii starfsfólks Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir mjög góöa umönnun. Margrét Olatsdóttir, Helga Torfadóttir, Olafur Torfason, Margrét Sæmundsdóttir, Sesselja Benediktsdóttir, Gunnar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúö og hlýhug við andlát og jarðarför dóttur minnar, systur, mágkonu og frænku okkar, MARGRÉTAR K ARLSDÓTTUR Granaskjóli 27. Kristjana Baldvinsdóttir, Sigríöur Karlsdóttir, Júlí Sæberg Kristjana Sæberg, Karl Sæberg Grétar Karlsson, Elísabet Björnsdóttir, Haraldur Karlsson, Ingibjörg Árnadóttir, Hreiöar Karlsson, Elín Gestsdóttir. Lokað á morgun, föstudaginn 24. apríl kl. 8.30 til 14.00, vegna jaröarfarar. Nathan & Olsen H.F. Fóstursystkini tvö átti Anna, þau Karl O.J. Björnsson bakara- meistara, sem nú er látinn, og Elínu B. Jensen, ekkju Markúsar Jensen kaupmanns á Eskifirði. Eitt mesta gæfuspor Önnu á lífsleiðinni var, er hún gekk að eiga Guðmund Guðjónsson kaup- mann hér í borg, er verzlaði að Skólavörðustíg 21. Var hann vel þekktur og virtur meðal allra, sem honum kynntust, m.a. formaður Félags matvörukaupmanna í yfir 20 ár. Hann var fæddur að Efra- Seli í Stokkseyrarhreppi 19. júní 1894, sonur Guðjóns Björnssonar sjómanns og síðar verzlunar- manns frá Rauðarfelli undir Eyja- fjöllum, Björnssonar, Stefánsson- ar, en þeir nafnar, afi og langafi Guðmundar voru nafnkenndir í sinni tíð fyrir lækningahæfileika og hagleik. Amma Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, systir Þor- steins næturvarðar og lögreglu- þjóns í Stöðlakoti hér í borg, Jónssonar bónda Guðnasonar að Strandarhöfða í Landeyjum. Móð- ir Guðmundar var Steinunn M. Þorsteinsdóttir, ■ Þorsteinssonar frá Uthlíð í Biskupstungum, síðar að Breiðumýri í Stokkseyrar- hreppi, og konu hans, Guðlaugar Stefánsdóttur frá Brekku í Bisk- upstungum, Gunnarssonar frá Hvammi í Landi, af hinni eldri Hvammsætt. Þau Anna og Guðmundur gengu í hjónaband 17. maí 1917. Var hjónaband þeirra mjög farsælt og heimili þeirra til fyrirmyndar. Anna var mikil hannyrðakona og sat aldrei auðum höndum, ef tími gafst frá skyldustörfum heimilis- ins. Hún las mikið góðar bók- menntir, var margfróð og víðlesin í þeim efnum og stálminnug. Hagmælt var hún vel, en flíkaði lítt. Innan vébanda Oddfellowregl- unnar starfaði hún í fjölda ára. Heimili þeirra hjóna var ávallt viðbrugðið fyrir rausn og mynd- arskap. Eftir að heilsa Guðmund- ar bilaði, en hann andaðist 3. september 1961, annaðist Anna hann af stakri alúð og hlýju, þar til yfir lauk. Anna og Guðmundur eignuðust 5 börn og eru 4 þeirra á lífi: Karitas, ekkja Sigurðar Ingi- mundarsonar fyrrverandi alþing- ismanns og síðar forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins, Guðjón Aðalsteinn kaupmaður í Kópa- vogi, kvæntur Þóru Hannesdóttur, Borghildi, gifta Gunnari Magn- ússyni framkv.stjóra og Kristínu, gifta Geir U. Fenger verzlunar- manni. Hildigunnur dóttir þeirra dó á fyrsta ári 1936. Eru barna- börn og barnabarnabörn hennar orðin 24 að tölu. Á heimili Önnu og Guðmundar dvaldi uppeldissystir hans og náfrænka, Lilja Jónsdóttir, og eftir lát Guðmundar héldu þær heimili saman. Efst er mér í huga á þessari kveðjustund að minnast þriggja þátta í fari hennar, er mér eru minnisstæðastir sem tengdasyni í 35 ár, en þeir eru: kærleikur, vinátta og tryggð. Hún var ávallt reiðubúin að vefja börnin, tengda- börnin, ég tala nú ekki um barna- börnin og barnabarnabörnin, ást- ríkum höndum. Til hennar var gott að leita, er erfiðleikar steðj- uðu að. Hún var ráðholl og úrræðagóð að ráða fram úr öllurr. vandamálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.