Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 44

Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 HÖGNI HREKKVÍSI ást er. U \ \ ' /j , AÝl Uo ■ ... aö taka eftir nýju háryreidslunni hennar. TM Reg. Li.S. Pat Ofl -all rights resarvad e 1981 Los Angetes Times Syndicate COSPER GeturAu ekki ílýtt þér. — É« vil fara að sufa. Um leiksýningu í Keflavík, skólamál og mistök lækna Skúli Magnússon. Keflavík, skrifar 12. apríl: „Föstudaginn 3. apríl sl. frum- sýndi Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrsta stóra leikverk sitt, í kvenfélagshúsinu í Grinda- vík. Leikritið heitir Gildran og er eftir Robert Thomas. Það fjallar um baktjaldamakk og spillingu í frönsku lögreglunni. Leikendur voru átta: Þorlákur Guðmundsson (Daníel Corban), Kristján Loga- son (lögregluforingi), Ragnar Ragnarsson (faðir Maxinin), Sóley Birgisdóttir (Florens), Guðrún Ágústsdóttir (Brissard Poul eða Steinbíturinn), Lilja Möller (frök- en Berton), lögreglumenn léku Viðar Magnússon og Sigurður Hauksson. Einungis 32 gestir komu í stuttu máli var sýningin mjög vel heppnuð, og frammistaða leik- enda ágæt miðað við það, að þeir hafa fæstir stigið á fjalirnar fyrr, nema ef vera kynni í leikþáttum á skólaskemmtunum. Leikstjóran- um Höskuldi Skagfjörð, tókst því vonum framar, að ná fram góðum samstilltum leik og leikur ein- stakra leikenda var líka ágætur, sérstaklega leikur Guðrunar Ágústsdóttur, sem lék steinbítinn, ölkæran listamann, sem ekki átti alltaf sjö dagana sæla. Og varð á endanum fórnarlamb miður góðra afla í kerfinu. Laugardagskvöldið 4. apríl var leikurinn sýndur í Félagsbíói í Keflavík. En ekki virtust bæjarbú- ar vera sérlega áhugasamir um sýninguna, því einungis komu 32 gestir til að horfa á leikinn, þar af fjórir eða fimm, sem ekki töldust til skólans. Til þess er sinnuleysið Ef til vill hafa sumir yppt öxlum er þeir sáu auglýsingar um leikinn á búðargluggum, og hugs- að með sér: „Æ, skólakrakkar, hvað skyldu þeir hafa fram að færa? Einhverja bölvaða vitleysu? Er nokkur alvara á bak við þetta hjá þeim? Frá Keflavík. En nemendum var full alvara með uppfærslu verksins, annars hefðu þeir ekki lagt á sig erfiðið við æfingar, sem hófust í janúar, og smíði leikmyndar (sem var ágætlega unnin), auk þess að fá aðkominn leikstjóra, sem þurfti kaup fyrir vinnu sína eins og aðrir. Greiðslu til nemenda var ekki að tala um, enda hefði orðið harla Iítið til skiptanna ef svo hefði verið. Tvær seinustu sýningar Gildr- unnar voru í Kvenfélagshúsinu í Grindavík 5. og 6. apríl. Naut leikfélagið þar góðs af, þar sem kvenfélagið lánaði húsið endur- gjaldslaust. Ef undirtektir Keflvíkinga við leiksýningum nemenda verða eins slæmar framvegis, er tæplega við að búast að nemendur hafi hug á mikilli vinnu til að setja upp leikverk. Það er ekki vandalaust, að af rúmlega sex þúsund íbúum, komu aðeins örfáir til að sjá sýninguna. Sinnuleysi um leiklist er því ekki ný bóla hér. Slíkt má þó tæplega drepa starfið, og þrátt fyrir undirtektir eiga nemendur hiklaust, að sækja á brattann því til þess er sinnuleysið: Að á því sé sigrast! Sport fram á viö Ekki er úr vegi að minnast örlítið á skólamál, fyrst verið er að ræða leiksýningu Fjölbraut- arskólans. Þau mál hafa verið töluvert til umræðu og hafa ýmsir fundið núverandi skipan mála flest til foráttu. Hefur þetta jafn- vel gengið svo langt, að einn ágætur maður hélt því fram í útvarpserindi um daginn og veg- inn í mars sl., að taka bæri upp svipaða kennsluhætti og tíðkuðust um sl. aldamót! Skildist mér á honum, að nýskipunin, og þá væntanlega fjölbrautakerfið, væri orðin of dýr tilraunastarfsemi, sem gæfi vafasaman arð. Það er alrangt að ekki finnist þar góðir námsmenn eins og í hinu gamla. Þessir hringdu . . . Hæpin laga- setning Víðíörull hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú er talað um að lögleiða bílbelti. Eg er fylgjandi notkun þeirra og mér finnst sjálfsagt að reka sterkan áróður til þess að þau verði almennt tekin í notkun, en lagasetning í því skyni er að mínum dómi afar hæpin, þó ekki sé af annarri ástæðu en þeirri hversu erfitt yrði að framfylgja slíkum lögum. Ekki væru löggæslumenn öfunds- verðir af því starfi. Lög um notkun bílbelta yrðu sérstæð að því leyti að þau miðuðu að því að vernda einstaklinginn sjálf- an, en ekki aðra fyrir honum, eins og oftast er. Merkilegt finnst mér að ekkert skuli hafa komið fram um það hvernig gengið hefur að framfylgja sambærilegum lögum í öðrum löndum. Alþingismenn og aðrir ákvörðunaraðilar ættu þó sann- arlega að kynna sér það, því að það er gersamlega út í hött að setja lög, nema vitað sé með vissu, að þau geti náð tilgangi sínum í framkvæmdinni. Eg legg til að byrjað verði á því að banna ökumönnum að reykja við akstur. Ef skýrslur um óhöpp í umferðinni eru skoðað- ar kemur ýmislegt ljótt í ljós um þátt reykinga ökumanna. MÖrg slys og margt tjón hefur hlotist af þeirra völdum. Væri nær að leggja áherslu á að útrýma þessari meinsemd held- ur en að fara út í hæpna lagasetningu um notkun bíl- belta. 2 1 fernurnar voru líka súrar B.H. hringdi og sagði: — Oddur Magnússon hjá Mjólkur- samsölunni segir í viðtali við Morgunblaðið, að tveggja lítra fernurnar virðist hafa verið í lagi. Þetta er ekki rétt hjá honum. Við hjónin keyptum þrjár tveggja lítra fernur fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.