Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 45

Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 45
- MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981 45 £ a VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS AJf IY-ÁJU/ flUI U fr* ■ Og einhver merkasta breyting, sem kom í kjölfar áfangakerfisins, var heimild, til náms fyrir þá, sem áður höfðu ekki átt þess kost, einhverra hluta vegna. Öldunga- deildir eru nú víða starfandi og líklega hefur útkoman úr þeim sannað betur en flest annað, að starf þeirra er nauðsynlegt og sjálfsagt. Skóli er ekki lengur fyrir fáa útvalda né til þess að þjálfa upp einhæfa embættismenn. Skóla er ætlað að ná til flestra og að auka víðsýni, en sporna við þröngsýni. Allir eiga að hafa jafnan aðgang að skóla án tillits til búsetu eða efnahags. Og með tilkomu áfanga- kerfisins hefur verið stigið spor þar fram á við. Mikill kostur við áfangakerfið er og, að það er mun liðlegra en gamla bekkjarkerfið, og nú geta nemendur hagað námshraða eftir getu, og aðstæðum, í stað þess að gleypa allt á einum vetri. Afangakerfið er þó ekki galla- laust, og vafalaust má breyta þar ýmsu, t.d. einkunum og vægi prófa. En án þess að raska þar heildarskipulaginu. Slík mistök verða í mörg- um tilvikum ekki bætt Mistök lækna hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Norð- lenskur bóndi braut ísinn og vakti umræður á jafnmikilvægu máli. Læknar gera mistök engu síður en aðrir, þó þau hafi verið of lítið til umræðu jafn opinskátt og núna. Það eru sjálfsögð mannréttindi þjóðfélagsþegnanna, að geta leitað réttar síns gagnvart mistökum lækna og annarra heilbrigðis- stétta. Þau mistök eru vissulega mun alvarlegri en önnur því að þolendur eru lifandi og skyni gæddar verur en ekki dauðir hlutir. Og í mörgum tilfellum verða slík mistök aldrei bætt, jafnvel þó fé komi fyrir. En yfirleitt hefur því verið trúað að illmögulegt væri fyrir almenning að ná fram bótum ef slík mistök er að ræða. Það kom því ýmsum á óvart, er formaður félags ungra lækna, lýsti því yfir í útvarpinu fyrir nokkru, að mjög auðvelt væri að leita réttar síns í þessum efnum. En misjafnar sög- ur ganga af árangri slíks mála- rekstrar. Til að forðast óþarfa misskilning ok tortryg>;ni Eðlilegast er að þolendur stofni með sér félagsskap er hefði að markmiði, að veita fólki aðstoð í þessum efnum. Yrði þeim félags- skap eingöngu stjórnað af aðilum, sem ekki störfuðu að heilbrigð- ismálum né hefðu við þau nein bein tengsl. Slíkur félagsskapur gæti, ef nógu öflugur væri, komið í veg fyrir, að mistakamál yrðu svæfð eða þögguð niður án rann- sóknar. Ennfremur væri hægt að fá árlega yfirsýn yfir þau misferli sem fram kæmu og væru lögð fyrir félagið til meðferðar. Mikið hefur skort á, að fólk hafi gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni í mistakatilfellum. Ljóst er, að með vaxandi umsvifum í heil- brigðismálum og breyttum þjóð- félagsviðhorfum er kominn tími til að ræða þessi mál á opinskáan hátt, til að forðast óþarfa mis- skilning og tortryggni. Slíkt er öllum fyrir bestu, ekki síður þeim sem að heilbrigðismálum vinna. Um leið vita þolendur hvar þeir standa réttarfarslega." hádegi á laugardaginn (18. apr- íl), í verslun í Kópavogi. Síðan átti að nota mjólkina um hádegi á sunnudag, en þá var hún óhæf til neyslu og fór öll í vaskinn. Það þarf víst varla að lýsa því, hvað þetta getur haft mikil óþægindi í för með sér fyrir fólk, fyrir utan fjárhagstjónið, því að mjólkin er yfirleitt keypt til þess að hafa með öðrum vörum sem verða jafnvel að litlum eða engum notum þegar mjólkin bregst. Og þó að neyt- endur séu e.t.v. bæði súrir og þunnir í höfðinu að dómi mjólkursamsölumanna, þá eru þeir þó ekki svo frávita, að þeir viti ekki að þarna hefur sami grautur verið í sömu skál, hvort sem um eins eða tveggja lítra umbúðir hefur verið að ræða. L 4 borftum i vitum hvað kom fyrúr mjólkurbússtjón segir i >* Hulda Valtýsdóttir Um datrinn og veginn: Ágætlega samið og vel flutt erindi H. skrifar: „Þess ber að geta sem gert er vel. Ég hlustaði á erindi frú Huldu Valtýsdóttur sl. mánu- dag um daginn og veginn. Erindið var ágætlega samið og vel flutt, komið víða við og til þess fallið að hvetja fólk til að hugsa og vinna. Þannig eiga þessir þættir að vera og ætti útvarpsráð að láta þetta erindi vera hvatn- ingu til að vanda þessa þætti betur en verið hefur í vetur." Gæti sárnað minna Álfheiður Sylvia Helgadóttir Briem skrifar 14. apríl: „Manni gæti sárnað minna, en það að vera svipt nafni og öllum forfeðrum og ættingjum með einni setningu, sem blaðamaðurinn „hafði heyrt". Að hann skyldi síðan taka þessa kjaftasögu trúan- lega, og ekki gefa sér tíma í eitt símtal við viðkomanda til að kanna málið nánar — það er ennþá sárara. Ég tek það því hér með fram, í tilefni af ættartölu Eggerts Briem, sýslumanns, sem birt var í Þjóðviljanum sunnudag- inn 12. apríl sl., að ég hefi bæði nafn og foreldra, og er ekki og hefi aldrei verið tökubarn eða „kjör- dóttir". Dóris og Helgi P. Briem eru mínir raunverulegir foreldrar, eins og hver og einn af frændum mínum eða frænkum í ættartöl- unni hefðu getað sagt blaðamann- inum, hefði hann bara kært sig um að kanna það. Ég hef sjálft heyrt þessa fárán- legu sögu áður, og ekki bætti þessi grein úr skák með það, en ég vona svo sannarlega að ég þurfi aldrei að heyra hana aftur. Með þökk fyrir birtinguna." „5. Helgi P. Briem ambassador, hans kona Doris Milfred Parker og tóku þau eina kjördóttur." --" ‘Li kG . » * J .J »d»Vi b'lU) íbúð óskast til leigu Karnábær h.f. óskar aö taka á leigu íbúö eöa lítiö hús í Reykjavík fyrir starfsmann sinn. Fjögur í heimili. Reglusemi og góöri umgengni er heitið auk skilvísra greiöslna. Upplýsingar veittar í síma 85055, á skrifstofutíma eöa eftir lokun í síma 25562. HELO - Sauna Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæöu veröi. Benco, Bolholti 4, sími 21945. •imi -íuinot li'iiil SDurjvi u.pq 11-JiV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.