Morgunblaðið - 23.04.1981, Page 48
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JRtrgunbbibib
FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1981
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JRargunblnbib
Sjö milljarða
taprekstur hjá
Flugleiðum 1980
Rekstrartapið lækkaði um 65% milli ára
IIP:iLDARTAP FluKleiða á sl. ári
samkvæmt reikninKum er sjö
milljaröar króna cn væri scx
Mikið fiskirí
MJÖG mikill fiskur barst á land i
verstöðvum sunnanlands í Kær-
daK. fyrsta heila daKÍnn eftir
páskastoppió. )>k virtist aflinn
sízt minni nú en í hrotunni fyrir
páska. samkvæmt upplýsinKum
fréttaritara Mbl. m.a. í Vest-
mannaeyjum ok Grindavlk.
Flestallir Vestmannaeyjabátar
voru á heimamiðum í kringum
Eyjar ok komu þeir allir að landi
með mjöK KÓðan afla, en afli
bátanna var á bilinu 15 (il 40 tonn.
Ástand í vinnslufyrirtaekjum var
með bezta móti í K*r, þar sem
tekizt hafði að hreinsa upp í
stoppinu.
Grindavíkurbátar voru að tínast
að landi í K*rkvöldi ok voru þeir
flestir með mjöK KÓðan afla, en
aflamaKnið var á bilinu 13—40
tonn.
Koma 15 „feg-
urstu stúlkur
alheimsins44 til
Islands á árinu?
EKKERT verður úr því, að
fcKurðarsamkeppnin um titil-
inn „Miss Universe” verði
haldin hér á landi i sumar
eins ok rætt var um á liðnum
vetri. Iforfið var frá því
veKna þess m.a. að ekki eru
möKuleikar á beinni sjón-
varpssendinKU héðan. Eíkí að
síður er líkleKt að íslend-
inKar fái að berja feKurðar-
drottninKarnar auKum i ár,
því forráðamenn þessarar
keppni hafa sýnt mikinn
áhuKa á að verðlauna þær 15
feKurstu með íslandsferð.
Það er fyrirtaeki í Banda-
ríkjunum, sem árleKa gengst
fyrir þessari keppni og hefur
það lýst miklum áhuga sínum
á, að Islandsferð verði meðal
verðlauna. Hafa þeir óskað
eftir samvinnu við Flugleiðir,
Ferðamálaráð og fleiri fyrir-
tæki hér á landi. Ef af þessari
hugmynd þeirra verður koma
„fimmtán fegurstu stúlkur al-
heimsins" til íslands í ár og
e.t.v. einnig næstu ár.
Sex af stærstu
loðnuskipunum á
kolmunnaveiðar
FIMM af stærstu loðnuskipunum
halda væntanlega í þessari viku til
kolmunnaveiða á Færeyjamiðum.
Það eru Jón Kjartansson SU. Börk-
ur NK. Eldborg IIF. Grindvikingur
GK (»K Óli Óskars RE. sem eru að
útbúa sík á þessar veiðar. cn líklegt
er að Júpiter RE bætist við síðar.
Kolmunninn er þessa dagana að
ganga inn í færeyska lögsögu á leið
sinni norður á hÓKÍnn. Kolmunna-
veiði á þessum slóðum hefur gengið
all vel undanfarið og munu Norð-
menn t.d. vera á góðri leið með að
veiða upp í kvóta sinn.
milljarðar ef tekinn væri inn i
dæmið að hálfu styrkur íslands
og Luxcmborgar til Norður-
Atlantshafsflugsins. Hins vegar
hefur rekstrartapið lækkað um
f>5% milli síðustu ára og sagði
Sigurður Ilelgason forstjóri
Fluglciða I samtali við Mbl. i
gærkvöldi að þar væri um veru-
leKan árangur að ræða í barátt-
unni fyrir rekstrarKrundvelli fé-
laKsins. Taldi hann þennan
árangur til kominn aðalleKa
veKna aðhalds- ok samdráttarað-
Kerða FluKleiða að undanförnu.
Á sl. ári varð 35% tekjuaukning
hjá Flugleiðum, en rekstrargjöld
hækkuðu um 13,6%. Eigin fjár-
staða Flugleiða er 15—20 milljarð-
ar króna. Tapreksturinn er til
kominn vegna verðbólgu, hárra
vaxta, tapreksturs á Atlantshafs-
fluginu, í innanlandsfluginu, og
fleiri þátta, en Sigurður kvað
vonir standa til að félaginu tækist
að halda taprekstrinum á Atlants-
hafinu innan þeirra marka sem
styrk íslands og Luxemborgar
nemur á tímabilinu 1. okt. sl. til
31. sept. nk.
Þá kom það fram í viðtalinu við
Sigurð að hækkun eldsneytis hef-
ur stöðvast í fyrsta sinn í fjögur
ár og hefur orðið um nokkra
lækkun að ræða á þeim þætti í
rekstri Flugleiða.
Sjá viðtal við SÍKurð
Helga.son á bls. 22 „Veru-
legur árangur... “
Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar, tekur á móti Viktor Korchnoi í móttöku borga.rstjórnar í
Höfða í gær, en Sigurjón vildi ekki undirrita stuðningsávarp við fjölskyldu Korchnois. Með þeim á
myndinni eru kona Sigurjóns, Ragna Brynjarsdóttir og Högni Torfason. Ljósm. Ól.K.M.
Höfum engin afskipti
af málefnum Korchnois
— Svör sovéska sendiráðsins við beiðni
stuðningsnefndar um fyrirgreiðslu
ÍSLANDSDEILD stuðnings-
nefndar fjölskyldu skákmeist-
arans Viktors Korchnois fór
þess á leit við sovéska sendiráð-
ið í Reykjavik í fyrradag, að
það kæmi á framfæri við yfir-
völd Sovétrikjanna ávarpi, þar
sem lýst er yfir stuðningi við
baráttu Korchnois um að fá
fjölskyldu sína frá Sovétríkjun-
um og undirritað hafa 100
íslendingar. Sendiráðið hafnaði
þessari beiðni og kváðust
starfsmenn þess ekki vilja hafa
nein afskipti af málinu.
Halldór Blöndal, Margeir Pét-
ursson og Páll Heiðar Jónsson,
sem sitja í stuðningsnefndinni,
skýrðu frá þessu á fundi með
fréttamönnum í gær og kvaðust
þeir mjög undrandi á þessum
svörum sendiráðsins. Hér væri
aðeins verið að fara fram á
eðlilega fyrirgreiðslu sendiráðs-
ins um að koma orðsendingu til
skila og væri ekki hægt að líta á
þessa neitun öðruvísi en sem
hreina móðgun. Var sendiráðs-
starfsmönnum sagt, að reynt
yrði að fara aðrar leiðir til að
koma ávarpinu á framfæri og
gengu nefndarmenn í gær á fund
forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra. Friðrik Olafsson for-
seti Alþjóðaskáksambandsins er
nú í Sovétríkjunum og kvaðst
Halldór Blöndal gera ráð fyrir
að hann ræddi málefni fjöl-
skyldu Korchnois' og að hann
bæri fyllsta traust til Friðriks í
þessu máli.
Sjá nánar á miðopnu.
Sementsverksmiðjan komin í þrot:
Olíulaust í gær - skyndilán
úr ríkissjóði til bjargar
Dugar til nk. mánudags
I GÆR lá við stöðvun Sements-
verksmiðju ríkisins vegna olíu-
skorts, en oliufélögin neita að
selja verksmiðjunni olíu, nema
gegn staðgreiðslu. Eftir hádegi i
gær var byrjað að kæla niður ofn
verksmiðjunnar, en siðdegis i
Kær fékk vcrksmiðjan lánaðar 80
milljónir gkróna úr ríkissjóði til
þess að greiða oliuúttekt, sem
mun duga verksmiðjunni til nk.
mánudags.
Þetta er í annað skiptið á
skömmum tíma, sem verksmiðjan
fær lánaða peninga úr ríkissjóði.'í
fyrra skiptið fékk verksmiðjan
lánaðar 100 milljónir gkróna til
þess að greiða olíuúttekt. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, getur það
verið dýrt spaug, að kæla niður
ofn verksmiðjunnar, þar sem ein-
angrun í ofninum getur bilað, og
ef það gerist getur rekstur verk-
smiðjunnar stöðvast meðan vcrið
er að endurnýja einangrunina.
Það mun hafa verið Friðjón
Þórðarson, dómsmálaráðherra,
sem einnig á sæti í stjórn verk-
smiðjunnar, sem beitti sér fyrir
láninu úr ríkissjóði í gær. í frétt í
Mbl. í gær kom fram hjá Gylfa
Þórðarsyni, framkvæmdastjóra
Sementsverksmiðjunnar að tap
hennar nemi nú um 100 milljónum
gkróna á mánuði og sagði hann, að
verksmiðjan hefði selt framleiðslu
sína undir kostnaðarverði frá sl.
hausti. Sótt hefði verið um 19%
hækkun um síðustu áramót, en
þeirri hækkunarbeiðni hefði ekki
verið sinnt.
Á miðvikudag fyrir páska átti
að halda fund í Verðlagsráði til að
fjalla um hækkunarbeiðni Sem-
entsverksmiðjunnar og annarra
aðila, en þeim fundi var frestað að
beiðni Gunnars Thoroddsens, for-
sætisráðherra. Nokkru áður hafði
ríkisstjórnin einhliða tekið
ákvörðun um 10% hækkun, en
Loðnuskipið Júpíter
til Eskif jarðar?
NÓTASKIPIÐ Óli Óskars RE
hefur verið selt til Neskaupstað-
ar eins og greint hefur verið frá
í fréttum og undanfarið hafa
farið fram viðræður um sölu á
hluta loðnuskipsins Júpiter RE
til Eskifjarðar. Hrólfur Gunn-
arsson, útgerðarmaður og skip-
stjóri á Júpiter, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að aðeins
hefði verið um viðræður yfir
kaffibolla að ræða og alls ekkert
væri ákveðið í þessu máli. Á
Eskifirði og Neskaupstað eru
afkastamiklar loðnubræðslur og
með kaupum á þessum skipum
hyggjast fyrirtækin tryggja sér
hráefni, en mjög hefur verið
þrengt að loðnuveiðum undan-
farin misseri.
fallið frá þeirri hækkun vegna
mótmæla Verðlagsráðs, sem vakti
athygli á, að samkvæmt lögum
hefði ríkisstjórnin einungis rétt til
að staðfesta eða hafna tillögum
Verðlagsráðs um verðhækkanir.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
munu vera raddir um það innan
stjórnar Sementsverksmiðjunnar,
að stöðva beri rekstur hennar nú
þegar, þar sem ekki sé hægt að
reka fyrirtækið með lánum úr
ríkissjóði á nokkurra daga fresti. í
stjórn Sementsverksmiðjunnar
eiga sæti Skúli Alexandersson,
Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti,
Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð-
herra, Sigurjón Hannesson og
Daníel Ágústínusson.
Lánskjaravísitala
hækkar um 3,02%
SEÐLABANKINN heíur reiknað
út lánskjaravisitölu fyrir maí-
mánuð og er hún 239 stig. Hún
hefur hækkað um 7 stig, eða
3,02% frá fyrra mánuði.
Á einu ári hefur lánskjaravísi-
tala hækkað úr 157 stigum í 239
stig, eða um liðlega 56,20%.