Morgunblaðið - 15.05.1981, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ1981
ptoVjpl iuliIafrH>
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 4 kr. eintakið.
Tilræðið við
Jóhannes Pál páfa II
IDavíðssálmum stendur: „Þótt ég tali friðlega, vilja þeir ófrið."
Þessi orð eiga við, þegar fjallað er um skotárásina á Jóhannes
Pál páfa II. Með friði hefur páfinn farið víða um lönd og í ættlandi
sínu Póllandi orðið tákn þeirra, sem sækja fram gegn kúgunaröfl-
unum. Jóhannes Páll II hefur síðan hann settist á hinn helga stól
1978 orðið andlegt afl í heiminum. Áhrif hans ná langt út fyrir
katólsku kirkjunnar, enda urðu menn felmtri slegnir um víða
veröld, þegar fréttin um morðtilræðið við páfa barst síðdegis á
þriðjudag.
Hryðjuverkamaðurinn tyrkneski, sem handtekinn var og
ákærður fyrir voðaverkið, er alræmdur flóttamaður frá heima-
landi sínu, sem hafði strokið undan réttvísinni og búið um sig í
Vestur-Þýskalandi. Hann er dæmigerður fulltrúi fyrir þá
gæfulausu menn, sem ógna friðsömu lífi almennra borgara með
hrottaskap og hryllilegum athöfnum. Það er hroðaleg staðreynd,
að ýmsar ríkisstjórnir líta með velþóknun á starfsemi þessara
glæpamanna í lýðræðisþjóðfélögunum og styðja þá jafnvel bæði
fjárhagslega og með öðrum hætti. Furðulegt er, að menn skuli
telja unnt að breyta veröldinni til hins betra með því að vega
jafnvel sjálfan páfann úr launsátri. Maðurinn, sem skaut á páfann
á Péturstorgi á þriðjudaginn, sagðist gera það til að mótmæla
stórveldapólitík Bandaríkjamanna í E1 Salvador og Sovétmanna í
Afganistan. Óhæfuverkið byggist á marklausri samanburðarrök-
fræði í alþjóðamálum, vonandi hlýtur það ekki blessun neinna,
sem þau „fræði" aðhyllast.
Leiðtogar allra landa hins frjálsa heims hafa sameinast í
fordæmingu á tilræðinu við páfa. Jafnframt hafa þeir heitið hver
á annan um samstöðu í átökunum við hryðjuverkamenn.
Almenningur verður að standa að baki leiðtogum sínum í
viðureigninni við þessa ófriðarmenn, sem læðast með veggjum í
borgum eða leynast á afskekktum stöðum, þar til þeir láta
byssuna, sprengjuna eða önnur morðtól tala fyrir sína hönd.
Jóhannes Páll páfi II verður hér eftir ekki aðeins andlegt afl í
veröldinni heldur lifandi tákn þess, að hið illa megnar ekki að
útrýma hinu góða. Grimmdin mun ekki víkja nema allir menn
temji sér kristilegt umburðarlyndi og kærleika. Fyrir páfanum og
fullum bata hans er beðið um heim allan. í þeim bænum felast
einnig óskir um að ofbeldinu í veröldinni linni, að þeir hverfi frá
villu síns vegar, sem vilja ófrið, en hinir ráði úrslitum, sem tala
friðlega.
Átökin í Líbanon
Þegar fjallað er um tilræðið við Jóhannes Pál páfa II, beinist
hugurinn að átökunum í Líbanon, á því svæði, þar sem er
vagga kristninnar og Jesús Kristur gekk um meðal fólksins og
boðaði trú. Líbanon, sem bjó við veikt stjórnkerfi vegna þess, að
þar var reynt að sætta ólíka trúarhópa með því að lögbinda áhrif
þeirra í stjórn ríkisins, sundraðist í yfirráðasvæði nokkurra
meginfylkinga eftir borgarastyrjöld fyrir 5 árum. Landið er nú
vettvangur átaka milli ísraelsmanna og Sýrlendinga. Arabaheim-
urinn vill að í Líbanon sé griðastaður fyrir palestínska
flóttamenn, en kristnir íbúar Líbanon telja, að þar með sé verið að
ræna þá landi sínu.
Átökin í Líbanon færðust á nýtt stig, þegar Sýrlendingar ákváðu
að koma þar fyrir eldflaugum til að granda flugvélum
ísraelsmanna, sem hafa bæði gert árásir á Palestínumenn í
Líbanon og fylgst með athöfnum Sýrlendinga þar. Fulltrúi
Bandaríkjastjórnar hefur undanfarna daga ferðast á milli
Damaskus, Jerúsalem og Beirut í því skyni að ná samkomulagi,
svo að dregið verði úr hættu á allsherjarófriði á þessum slóðum.
Stríð milli Sýrlendinga og ísraelsmanna yrði háð af hinni mestu
grimmd og yrði alvarleg ógnun við heimsfriðinn. Vonandi tekst að
ná samkomulagi um brottflutning sýrlensku eldflauganna frá
Líbanon. Hitt er ekki síður brýnt að finna lausn á vanda
palestínskra flóttamanna. Þau sjónarmið kristinna manna í
Líbanon, að með öllu sé óþolandi, að með valdbeitingu sé þeim
þröngvað til að sætta sig við ofríki þessa ógæfusama fólks, hljóta
að njóta skilnings hjá öllum skynsömum mönnum.
Auðvitað er ekki til nein einföld lausn á vandanum í Líbanon.
Hins vegar verður ekki lagður grundvöllur að friði þar, fyrr en
palestínskir flóttamenn hafa fengið varanleg heimkynni og
Sýrlendingar semja við ísraelsmenn með svipuðum hætti og
Egyptar gerðu á sínum tíma. í báðum tilvikum er samkomulag
með staðfestingu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna forsenda
viðunandi lausnar. Með því að beita Sýrlendingum fyrir sig vilja
Sovétmenn sýna, að ekki náist friður fyrir botni Miðjarðarhafs
nema við þá sé talað. En hvenær þóknast Sovétmönnum að stuðla
að friði, sem þeir óttast, að Vesturlönd hafi hag af?
Illuti framkvæmdanefndarinnar á fundi með fréttamönnum. Talið frá vinstri: Páll Ársælsson, Ásgeir
Ileiðar. Sigurður Magnússon, Hermann Gunnarsson, Baldvin Ottósson, Þór Jakobsson og Vésteinn
Þórsson. A myndina vantar Daníel Þórarinsson. Ljósm. Emiiía.
Hjólreiðadagur til efl-
ingar íþróttum og úti-
vist fatlaðra barna
„IIJÓLAÐ í þágu þeirra sem
geta ekki hjólað“ er kjörorð
hjólreiðadagsins sem Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra.
Iljólreiðafélag Reykjavíkur og
Lionsklúbhurinn Njörður gang-
ast fyrir sunnudaginn 24. maí
nk. til eflingar íþróttum og
útivist fatlaðra barna. Safnast
vcrður saman við 10 skóla
horgarinnar kl. 13 og hjólað
eftir ýmsum leiðum til Laugar-
dalsvallar. Þar verður eitthvað
til skemmtunar, m.a. er gert
ráð fyrir að frægur belgískur
hjólreiðakappi, sem hjóla mun
með einum hópnum. keppi við
einhverja þátttakendur eða fé-
laga úr Hjólreiðafélaginu. Þá
fær hver keppandi happdrætt-
ismiða og verður vinningurinn,
keppnishjól, dreginn út á Laug-
ardalsvelli.
Framkvæmdanefnd hjólreiða-
dagsins skipa Sigurður Magn-
ússon framkvæmdastjóri
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra, Hermann Gunnarsson
fréttamaður, Ásgeir Heiðar og
Páll Ársælsson frá Hjólreiðafé-
laginu, Daníel Þórarinsson frá
Lionsklúbbnum Nirði, Baldvin
Ottósson lögregluvarðstjóri og
feðgarnir Þór Jakobsson og
Vésteinn Þórsson sem komu
hugmy-ndinni að hjólreiðadegin-
um á framfæri. Fyrirmyndina
fengu þeir erlendis.
A fundi framkvæmdastjórnar-
innar með blaðamönnum sagði
Sigurður Magnússon að allir
þeir sem væru 10 ára og eldri
gætu tekið þátt í hjólreiðadegin-
um sem hann sagðist reikna með
að yrði sá fjölmennasti sem
haldinn hefur verið hér á landi.
Þó mega yngri börn taka þátt en
óskað er eftir því að þau verði í
fylgd með fullorðnum.
Hver þátttakandi aflar áheita
sem nema að minnsta kosti 250
Þannig líta áheitakortin út.
krónum. Sérstök áheitakort
verða notuð og eru þau afgreidd
í grunnskólum borgarinnar,
sportvöruverslunum, sund-
stöðum og hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra að Háaleit-
isbraut 12. Þegar þátttakend-
urnir koma í Laugardalinn af-
henda þeir áheitakortin og pen-
ingana og fá í staðinn litprentað
viðurkenningarskjal. Hagnaði af
hjólreiðadeginum verður, eins og
áður kemur fram, varið til efl-
ingar útivistar og íþrótta meðal
fatlaðra barna. Sigurður Magn-
ússon tók það fram að þá væri
átt við allar tegundir fötlunar,
ekki einungis hreyfihömlun.
Allir þátttakendur fá sérstak-
ar húfur og númer. Lionsklúbb-
urinn Njörður hefur kostað gerð
þátttökugagnanna og viðurkenn-
ingarskjalanna.
Leiðirnar, sem farnar verða,
eru um 10 kílómetrar hver og
voru þær valdar í samráði við
umferðarlögregluna. Er reiknað
með að það taki um hálftíma
>
fyrir hvern hóp að komast á
Laugardalsvöllinn. Félagar úr
Hjólreiðafélaginu verða fyrir
framan og aftan hvern hóp og að
loknum atriðunum á Laugar-
dalsvelli, sem reiknað er með að
taki um klukkutíma, verður hjól-
að til baka sömu leið með þeim
sem þess óska. Framkvæmda-
nefndin tók það fram að hér
væri ekki um keppni að ræða
heldur myndu þeir sem gæta
þess að halda hópnum saman sjá
um að hafa hraðann við allra
hæfi.
Baldvin Ottósson lögreglu-
varðstjóri sagði á blaðamanna-
fundinum að leið hjólreiðamann-
anna yrði ekki merkt en lög-
regluþjónar yrðu á verði víða og
aðstoðuðu fólkið við að komast
yfir fjölfarin gatnamót og fleira.
Hann sagði einnig að lögreglan
ætlaðist til þess að ökumenn
tækju sérstakt tillit til þessara
hjólreiða.
Á blaðamannafundinum kom
það fram að búist er við flestum
þátttakendum úr grunnskólum
Reykjavíkur þótt það væri tekið
fram að hjólreiðadagurinn er
jafnt fyrir börn sem fullorðna.
Hermann Gunnarsson frétta-
maður hefur undanfarið kynnt
hjólreiðadaginn í skólum borg-
arinnar. Hann sagði að sér hefði
verið mjög vel tekið og hann
hefði orðið var við mikinn áhuga
barnanna. Þegar er búið að
dreifa 2.500 áheitakortum. Þau
eru merkt þátttakendunum en
þeir sem leggja fram fé rita nöfn
sín og upphæðina sjálfir á kort-
in.
Þeir skólar, sem safnast verð-
ur saman við, eru: Hagaskóli,
Hvassaleitisskóli, Hlíðaskóli,
Langholtsskóli, Réttarholtsskóli,
Laugarnesskóli, Breiðholtsskóli,
Árbæjarskóli, Seljaskóli og
Fellaskóli.
Aprílaflinn tvöfalt meiri viða
en kom á land i marzmánuði
í aprílmánuði. I Vestmannaeyjum
komu á land í mánuðinum 16.795
lestir af botnfiski, en hins vegar
aðeins 8.567 lestir í marzmánuði og
4.330 lestir í febrúar. í Þorlákshöfn
komu á land 6.605 lestir í marz, en
15.700 lestir í apríl og var þó
netaveiðibann hjá bátaflotanum í
nokkra daga í aprílmánuði. 1
Grindavík komu 8.703 lestir á land í
marz, en 15.819 lestir í apríl. Á Höfn
í Hornafirði komu 6.416 lestir á land
í apríl á móti 3.673 lestum í
marzmánuði.
I öðrum verstöðvum var stígandi í
vertíðinni eins og venja er, en slíkar
sveiflur og nefndar eru hér að
framan var ekki að finna annars
staðar á landinu. Ef dæmi er tekið af
stöðum eins og Keflavík og Sand-
gerði þá var marzafli í Keflavík
4.306 lestir, en 4.907 lestir í apríl. í
Sandgerði komu 4.653 lestir á land í
marz á móti 6.256 lestum í apríl. Til
Ólafsvíkur bárust 3.425 lestir í marz,
en 3.884 lestir í apríl.
GRINDAVÍK varð aílahasta vcr-
stoðin á vertíðinni fram til 8. maí.
ar voru i öðru sæti með 34 þúsund
lestir og siðan Þorlákshöfn i þriðja
en þar komu á land frá áramótum sæti.
um 35 þúsund lestir. Vestmannaeyj- Mikill hluti þessa afla kom á land