Morgunblaðið - 15.05.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.05.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1981 25 félk f fréttum + Hið fræga ameríska karl- penings-mánaðarblað, „Play- boy“ — Glaumgosinn, hefur birt kápumynd af „Leikfangi Glaumgosans 1981“. Kjörið fer fram með þeim hætti, að kosið er um þær 12 stúlkur, sem kjörnar eru á mánuði hverjum og hljóta þá t.d. titilinn „Janúar-leikfang „Glaumgosa- leikfangið 1981 “ Glaumgosans", „Apríl-leik- fang Glaumgosans" o.s.frv. Leikfangið árið 1981 er þessi fallega stúlka, sem heitir Terri Welles. Hún var á kápumynd maíheftis Glaum- gosans 1980. A myndinni er hún að grinast við eiginmann sinn, en þau hjónin búa í Los Angeles. Járnkall í hausinn + Þessi maður komst á fréttasíður víða á Vesturlöndum og í Banda- ríkjunum fyrir skömmu. Maður- inn er 39 ára gamall og lenti í bifreiðarslysi í Boston. Hann heit- ir John Thompson og er myndin tekin af honum á*sjúkrahúsi þar í borginni, fjórum dögum eftir að hann lenti í þessu slysi. í bílnum sem hann var í, hafði 7 feta langur járnkall legið á palli aftan við stýrishúsið. Thompson hafði þurft að snarbremsa bílnum sínum á miklu slysahorni, en við það hafði járnkallinn þotið af stað, sem ör væri. Fór hann í gegnum stýris- húsið á bílnum og ekki nóg með það, heldur gekk járnkallinn stóri langt inn í höfuð mannsins, án þess að drepa hann. Læknarnir á borgarspítalanum í Boston, en þangað var hann fluttur í snatri, gátu bjargað lífi og heilsu bíl- stjórans, sem var talinn úr allri haettu fjórum dögum eftir slysið og skurðaðgerðina á spítalanum. + Þetta er eiginkona rússneska andófsmannsins Anatoly Chtcharansky, sem fyrir nokkru tók þátt í göngu 3000 manna suður í Parísarborg, til þess að vekja athygli ráðamanna í Frakklandi á hnignandi heilsu andófsmannsins, sem sovésk- rússnesk stjórnvöld létu varpa í fangelsi árið 1978, en þá var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir andsovésk- an áróður. Hann er nú sagður nær dauða en lífi í fangabúðun- um. Er sagður vera aðeins um 48 kg að þyngd, og er mjög óttast um líf hans og heilsu. Kona andófsmannsins heitir Evital. Mountbatt- en-sýning + Á landsetri því er Lord Mountbatten bjó, er hann var myrtur af mönnum ÍRA árið 1979, var fyrir fáum dögum opnuð sýning til minningar um lordinn, sem var í augum Breta í tölu bestu sona lands- ins. Það var frændi hans, Karl Bretaprins, og unnusta hans, Lady Diana Spencer, sem opnuðu sýninguna. Á sýning- unni er ýmislegt af því sýnt sem snerti líf og starf Mount- battens á áratuga starfsferli í þjónustu lands og þjóðar, svo sem bækur, ljósmyndir og annað í þeim dúr, svo og einkennisbúningar hans, t.d. sá er hann klæddist er hann var varakonungur á Indlandi er yfirráðum Breta lauk þar. Landsetur Mountbattens heitir Broadlands og er í Hampshire. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólasiit og brautskráning stúdenta veröur laugar- daginn 23. maí kl. 14.00. Skráning nýrra nemenda í Öldungadeild fer fram þriöjudaginn 19. maí kl. 17—19. Skráning eldri nemenda í Öldungadeild fer fram laugardaginn 16. maí kl. 12.30—16.30 og mánudaginn 18. maí kl. 17—19. Prófúrlausnir í Öldungadeild veröa sýndar 16. maí kl. 10—12. Rektor Vegna jarðarfarar ÓLAFS HALLDÓRS ÞORBJÖRNSSONAR veröa verzlanir okkar og skrifstofur lokaðar í dag, föstudaginn 15. maí frá kl. 14—17. Verzlanirnar veröa opnaöar aö nýju frá kl. 17—19. Fálkinn, Suðurlandsbraut 8, Laugavegi 24, Austurveri. Kommóður í úrvali Ljós fura — Brúnbæsaöar — Hvítlakkaöar. Sendum um land allt. Opið til kl. 8 í kvöld. Opið til hádegis laugardag. Vörumarkaöurinn hl. sími 86112. Quadro klæðir Skoöiö nýju munsturbökina í gólf- og veggdúk frá Bala- mundi. Algjör bylting í litum og munstrum. Pantanir teknar niöur á staönum. Liturinn Síðumúla 15, si'mi 33070.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.