Morgunblaðið - 15.05.1981, Side 29

Morgunblaðið - 15.05.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ1981 29 ^ «7 A “ VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Stutt lífsreynslu- saga um öryggisbelti IlallKrímur MaKnússon. Pat- reksfirði, skrifar: „Nú á bráðum að fara að lögleiða öryggisbelti á Islandi. Ýmsir aðilar hafa skorið upp herör og lýst ágæti þessara verk- færa mörgum orðum. Máli sínu til stuðnings vitna þeir í erlendar rannsóknir, sem glögglega sýna að lögleiðing öryggisbelta hefur fækkað umferðarslysum þar. I útlöndum eru hinsvegar yfirleitt steyptir eða malbikaðir vegir og oft steyptir kantar meðfram veg- unum og þeir því ekki sambæri- legir við íslenska malarvegi, kantlausa og fulla af holum og lausamöl. Því verður ekki hægt með neinni vissu að bera saman áhrif öryggisbelta á umferðarslys hér og erlendis. Ilvað hefði orð- ið um höfuðið? Einn fagran morgun síðastliðið sumar var ég að aka bifreið minni — rússneskri jeppabifreið með blæjum — í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Verð ég skyndilega fyrir því óláni að missa bílinn út í lausamöl og þriggja sekúndna baráttu við að halda bílnum á veginum lauk með ósigri mínum — bíllinn hafnaði úti í móa á hvolfi. Með mér var einn farþegi í framsæti og hvorugt okkar í öryggisbelti. Bæði slupp- um við ómeidd með öllu. Þar sem myndir lýsa oft að- stæðum betur en mál, læt ég fylgja hér með mynd, sem tekin var skömmu eftir að bíllinn var kominn á hjólin aftur. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund hvað um höfuðið hefði orðið ef búkurinn hefði verið fastur við sætið. Ávarp til þingnianna Kæru þingmenn, lofið okkur sjálfum að vega og meta ágæti öryggisbelta á grundvelli fræðslu og leiðbeininga, en lögleiðið ekki yfir okkur ónauðsynleg dauðaslys. Reykjavík, 12.05.1981 “ Nýtt Nýtt Pils, blússur, peysur. Glugginn, Laugavegi 49. Áður en vitleys- an verður lögleidd „Amma“ skrifar: „Velvakandi góður! I Morgunblaðinu 5. maí er grein eftir Inga Bergmann (á bls. 34). Ég varð fegin að sjá þessa grein, af því að ég hef sjálf þá reynslu, að það er eins gott að vera laus við bílbelti, ef óhapp skeður. Ég efast um, að telpurnar aftur í bílnum hefðu sloppið lifandi þegar hann valt með okkur, ef ég hefði verið bundin í bílbelti, og sennilega hefði ég stórslasast. En ég var laus og tókst að henda mér aftur á bak á milli sætanna. Ég náði tökum á telpunni sem var komin með höfuðið að rúðunni og gat kippt henni að mér og haldið henni, síðan hinni telpunni líka, sem var hinum megin við mig. Meðan ég náði tökum á þeim var ég skorðuð á milli sætanna, en losnaði þegar bíllinn fór á topp- inn. Eftir hringveltu komumst við út hjálparlaust, telpurnar algjör- lega óslasaðar, en ég og bílstjórinn (sem hélt sér í stýrið) með nokkuð ljóta marbletti sem enginn þurfti að sjá. Gat hugsað og íram- kvæmt á hættustund Ég mun aldrei láta binda mig í bílbelti með laus börn aftur í. Ef beita á sektum við mig fyrir það, þá þið um það, en þið hljótið litla virðingu fyrir. Ég komst nefnilega að þeirri niðurstöðu, að ég gat hugsað og framkvæmt á hættu- stund, þótt venjulega finnist mér ég vera sein að hugsa. Bílbeltin geta e.t.v. komið að notum í glannaakstri, en það er einmitt á móti honum sem þarf að vinna. Ég var svo lán- söm að vera laus Athugið að vegir hér eru ekki eins og á hinum Norðurlöndunum. Hér er það lausi malarvegurinn, sem verður oft mjög hættulegur, sérstaklega í þurrkum, þótt gæti- lega sé ekið. Fyrir alla muni: Gleypið ekki allt hrátt eftir útlendingum. At- hugið aðstæður í okkar eigin landi. Greinarhöfundur Mbl. (Ingi Bergmann) var sjálfur sjónarvott- ur að slysi, þar sem bílbeltin hefðu séð til þess, að ekki hefði þurft að binda um sár, því að farþegar hefðu líklega ekki lifað af slysið. Sjálf lenti ég í bílveltu og var svo lánsöm að vera laus, gat hugsað og framkvæmt." 0$\G6A V/GGÁ £ VLVtKAU >QW/t tátiC VIÍV’ am-Kff K j' MWWMMMMt ■ ■n»n ÍlIllTllfMH Ef þú kemur fyrir kl. 14.00 þé fnröu myndirnar þínar skýrar og góðar eftir 24 klst. Þaft er aö segja kl. 14.00 næsta dag. usturstræti 7 sími 10906 sérverzlun meö Ijósmyndavörur. Tvíbreiðir svefnsófar frá kr. 2627.- 3ja sæta 155x88x68

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.