Morgunblaðið - 15.05.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 15. MAÍ 1981
31
• Tottenham-leikmaðurinn Ardiles í baráttu við Gerry Gow Manchester City. Milli þeirra sést í dómarann
Hackett. og lengst til vinstri er Nicky Reid.
Sanngjarn sigur Tottenham
Villa skoraði tvö mörk
ÞAÐ VAR Argentinumaðurinn Ricardo Villa sem fa'rði Tottenham
sigur í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi er lið hans
sigraði Manchester City 3—2, í æsispennandi úrslitaleik. Villa skoraði
tvö mörk fyrir Tottenham og sigurmark hans kom aðeins þrettán
mínútum fyrir leikslok. Mark hans þótti sérlega glæsilegt. Villa. sem
þurfti að fara útaf i fyrri leik liðanna þar sem hann þótti ekki standa
sig nægilega vel. var hinn sannkallaði sigurvegari í gærkvöldi og
samkvæmt fréttaskeytum grét hann af gleði eftir leikinn. Leikur
liðanna þótti mjög vel leikinn og þá sérstaklega af hálfu
Tottenham-liðsins sem verðskuldaði sigurinn.
Það var sannkölluð bikar-
stemmning á Wembley-leikvang-
inum í London í gærkvöldi. Upp-
selt var á leikinn. Og loftið
þrungið spennu þar sem ljóst var
að leikið yrði til þrautar. Víta-
spyrnukeppni átti að vera í lokin
ef ekki fengjust úrslit. En til þess
kom þó ekki. Tottenham hóf leik-
inn af miklum krafti og fyrsta
markið kom á áttundu mínútu.
Það var Ardiles sem átti heiður-
inn af því. Hann einlék upp
völlinn og átti síðan snilldarsend-
ingu á Steve Archibald sem skaut
þrumuskoti en Corrigan •varði.
Hann hélt ekki boltanum og Villa
kom á fullri ferð og þrumaði í
netið, 1—0. Aðeins þremur mínút-
um síðar hafði City jafnað metin.
Tommy Hutchison skallaði bolt-
TULSA Roughnecks, Jóhannes
Eðvaldsson og félagar. hafa feng-
ið mikinn liðsauka og góðan.
Tvö golfmót
um helgina
ann út til MacKenzie. Táningurinn
skaut af um tuttugu metra færi og
skoraði draumamark. Tottenham
sótti mjög ákaft í fyrri hálfleikn-
um og átti 12 marktækifæri í fyrri
hálfleiknum, en City aðeins fjög-
ur. Á 29. mínútu bjargaði Corrig-
an markvörður City tvívegis
meistaralega. Fyrst skoti frá Villa
og síðan frá Tony Galvin.
Iluncan McKenzie gekk til liðs
við félagið á sínum tima. Nú hafa
tveir snjallir norður írskir lands-
liðsmenn gengið í raðir Tulsa.
Eru það Chris McGrath frá Man-
chester Utd. og Dave McCreery
frá QPR. en hann lék áður einnig
með Manchester Utd.
Tottenham O
- Man. City O
Staðan í hálfleik var jöfn, 1—1.
Mikill hraði var í síðari hálfleikn-
um og hart var barist. Á 50.
mínútu var brotið illa á David
Bennet inni í vítateig. Það voru
varnarmennirnir Paul Miller og
Chris Houghton sem felldu hann.
Umsvifalaust var dæmt víti. Kev-
in Reeves skoraði af miklu öryggi
með þrumuskoti og kom City yfir,
2—1. Litlu munaði að Tottenham
fengi víti á 70. mínútu. En þess
þurfti ekki með því að mínútu
síðar skoraði Crooks og jafnaði
metin. Þetta var hans 22. mark á
keppnistímabllinu.
Nú fór allt í gang hjá Totten-
ham-liðinu og það átti snilldarleik
síðustu mínútur leiksins. Og eins
og áður sagði skoraði Villa sigur-
markiö aðeins 13. mínútum fyrir
leikslok. John Bond setti Dennis
Tueart inná, en allt kom fyrir
ekki. Tottenham sigraði og hefur
aldrei tapað í bikarúrslitum. Liðið
sigraði árin 1901, 1921, 1961 og í
gærkvöldi fór bikarinn aftur á
White Hart Lane. Þetta er þriðja
árið í röð sem bikarinn er kyrr í
Lundúnum, Arsenal vann 1979, og
West Ham í fyrra. Lið Tottenham
átti 21 marktækifæri í leiknum en
City aðeins 7. Það sýnir best
hversu vel Tottenham verðskuld-
aði sigur í leiknum.
Tveir góðir til Tulsa
Áður hefur verið frá því skýrt. að
Varamennirnir
skoruðu mörkin
- er Víkingur sigraði FH
IIAFÞÓR Ilelgason kom inn á sem varamaður hjá Víkingi í gærkvöldi
og skoraði tvívegis er lið hans sigraði FII, 2 — 1. í 1. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu á Melavellinum. Reyndar sáu varamenn-
irnir um að skora öll mörkin í leiknum. því Guðmundur Hilmarsson
skoraði eina mark FII undir lok leiksins. en hann var nýkominn inn á.w
Annars lék völlurinn stórt hlutverk að þessu sinni. enda þakinn
vatnsaugum eftir úrhelli gærdagsins. Ilefði gamli Melavöllurinn
staðið fyllilega undir nafninu Þúsundpollavöllurinn í gærkvöldi og er
nöturlegt að horfa upp á íslandsmótið bvrja á slíkum velli.
Fyrri hálfleikur var ekki upp á
marga fiska, beinlínis ömurleg
knattspyrna og þrátt fyrir pollana
virtist sem menn væru hreinlega
ekki að reyna. Liðin fengu hvort
sitt færið í upphafi hálfleiksins,
Hreggviður FH-markvörður sá við
Lárusi og Pálmi Jónsson brenndi
af. Færi Pálma var erfiðara. Á 24.
mínútu tvívarði Hreggviður síðan
eftir að hafa misst frá sér auka-
spyrnu. Annað gerðist ekki í fyrri
hálfleik utan hvað Logi Ólafsson
spyrnti knettinum út á Suðurgötu
í þriðja skiptið í tveimur leikjum.
Jourie Zetov gerði eina örlaga-
ríka bre.vtingu á liði Víkings í
hléinu, tók Jóhann Þorvarðarson
út af, en skellti Hafþóri Helgasyni
inn á. Það varð til þess að bæði
stigin höfnuðu að Hæðargarði.
Fyrra markið skoraði hann á 56.
mínútu eftir að hafa fengið send-
ingu frá Herði Sigurðssyni og
leikið á einn varnarmanna FH.
Knötturinn þaut undir Hreggvið
markvörð, svolítið klaufalegt hjá
piltinum, en hann bætti það upp
með snjallri markvörslu síðar í
leiknum. Síðara markið skoraði
Hafþór á 74. mínútu, skallaði í
tómt mark eftir aukaspyrnu
Magnúsar Þorvaldssonar frá
vinstri. Á milli markanna gerðist
það að Víkingar áttu sinn besta
leikkafla og FH-ingar fengu eitt
besta tækifæri sitt. Hreggviður
varði skot Hafþórs af stuttu færi
og Magnús Teitsson skallaði fram
hjá frá markteig eftir fyrirgjöf
Helga Ragnarssonar frá vinstri.
Bæði liðin klúðruðu síðan góðum
færum áður en Guðmundur Hilm-
arsson skoraði fyrir FH eftir góða
sóknarlotu Viðars og Pálma.
í stuttu máli:
íslandsmótið í 1. deild: Víkingur
- FH 2-1 (0-0).
Víkingur é%B
-FH Lí
Mörk Víkings: Hafþór Helgason á
56. og 74. mínútum.
Mark FH: Guðmundur Hilmars-
son á 89. mínútu.
Aminningar: Þórður Marelsson
Víkingi.
Dómari: Eysteinn Guðnuindsson.
-gg.
Ilafþór Helgason skoraði hæöi
mörk Víkings.
Urslit
bikarsins í
sjónvarpinu
ÍSLENSKA sjónvarpið mun sýna
háða bikarleikina. Sá fyrri verð-
ur sýndur í íþróttaþættinum
næstkomandi laugardag og hefst
útsending á honum kl. 16.30.
Síðari hikarleikurinn verður svo
sýndur viku seinna og hefst
útsending á honum á sama tíma.
Vormót IR
Hreinn kastaði 19,12
VORMÓT ÍR í frjálsum íþróttum
fór fram á Laugardalsvellinum i
gærkvöldi. Veður var frekar
óhagstætt til keppni en samt sem
áður náðist ága'tur árangur.
Helstu úrslit urðu þessi:
Ilreinn Halldórsson sigraði í
kúluvarpi kastaði 19.12 metra.
Ilreinn hefur átt við meiðsli að
stríða og því er árangur hans
góður. Óskar Jakobsson gerði öll
köst sín ógild. Jón Oddsson <ig
Guðni Tómasson náðu báðir 11.1
sek. í 100 m hlaupi. Guðni sigraði
í 300 m hlaupi á 36.6 sek. Gunnar
Páll Jóakimsson sigraði í 800 m
hlaupi á 1.55.0 mín. Ágúst Ás-
geirsson sigraði í 3000 m hlaupi á
8.38.3 mín. Stcfán Stefánsson
sigraði i hástökki stökk 1.92 m.
Urslit í kvennagreinunum
urðu þessi: Oddný Arnadóttir
sigraði í 100 m hlaupi hljóp á 12.2
sek. Sigríður Kjartansdóttir sigr-
aði í 100 m hlaupi á 56.1. Guðrún
Karlsdóttir í 1500 m hlaupi á
1.51.1 mín. Guðrún Ingólfsdóttir
í kringlukasti með 15.12 m.
Bryndís Ilólm sigraði í lang-
stökki stökk 5.62 m. og Birgittc
Guðjónsdóttir sigraði í spjótkasti
kastaði 11.18 m. _ |>r.
Aston Villa
kemur ekki
Nú er ljóst að Englandsmeistarar
Aston Villa koma ekki til íslands
eins og til stóð. Stjórn KSÍ hefur
borist skeyti þess efnis að liðið
sjái sér ekki fairt að koma og
keppa hér að þessu sinni. — þr.
TVÖ GOLFMÓT fara fram um
na^stu helgi. Á Grafarholtsvelli
fer fram undirhúningskcppni
fyrir Hvítasunnumót. 32 bestu
keppendurnir komast áfram.
Víkurbæjarkeppnin fer svo
fram á Leiru og hefst á laugar-
dag. Þá keppa 2. og 3. flokkur. Á
sunnudag leika 1. fl. og mfl. Mfl.
leikur 36 holur. en hinir flokk-
arnir 18. Keppnin hefst kl. 9 á
laugardagsmorgun. Þátttaka til-
kynnist til Golfklúbbs Suður-
nesja.
ÍSLANDSMOTIÐ -1.PEILD
MELAVÖLLUR í KVÖLD KL. 20
BREIÐABLIK - FRAM
Strætisvagnaferð verður farin frá skiptistöðinni í Kópavogi kl. 19.30 og aftur í Kópavog strax eftir leik.
Allir á völlinn - ekkert hik - áfram BREIOABLIK!