Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 2

Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 Nýja byggðin í Laugardal HÉR er líkan af tillögum, sem Ingimundur Sveinsson arkitekt hefur líert fyrir bori?arstjórn Reykjavíkur um byKKÍni?ar- svæöi i Lauifardalnum. Neðst á myndinni eru Álfheimablokk- irnar ok Glawibær í vinstra horni. Ofar er Badminton-húsið og nýtt byiíiíiniíarsvæði vestan blokkanna. þar sem irert er ráð fyrir 55 ibúðum í tvexiíja til fjöKurra hæða húsum. Enn er að ósk skipulagsnefndar icert ráð fyrir að framhald Grensás- veicar ueti farið áfram vestan nýhyKKÍnitanna yfir dalinn að LanicholtsveKÍ. Suðurlandsbrautin er til vinstri á myndinni, en neðan hennar er gert ráð fyrir íbúða- byggð með 50 raðhúsum og 20 einbýlishúsum í 6 þyrpingum. Húsin eru l'/i—2 hæðir og bílageymsla í hverju húsi, en innan þyrpinganna eru svo- - nefndar hlaðgötur. íbúðarhúsa- byggðin nær alveg upp að Suður- landsbrautinni, því þar er gert ráð fyrir framhaldi Sigtúns, sem sveigir niður fyrir Laugardals- höllina og að bílastæðum þar, sem fjölgað er í stað þess að núverandi bílastæði við sund- laugina og íþróttavöllinn (efst á myndinni) eru minnkuð. Iþrótta- höllin er ofarlega á myndinni, en milli hennar og nýju íbúðar- húsabyggðarinnar er vörusýn- notað er við kynningu á þessum ingahús. nýju hugmyndum um byggð í Myndina tók ljósmyndari Laugardal í nefndum borgarinn- blaðsins RAX af líkani því, sem ar. Kaupmannahöfn: Peningum og silfurmunum stolið frá sendiráðsprestinum BROTIST var inn i íbúð sendi- ráðsprestsins í Kaupmannahöfn, sr. Jóhanns Hlíðar. sl. mánudag og stolið þaðan nokkru af pen- ingum og allmörgum silfurmun- um. Þjófnaðurinn var framinn milli kl. 10 og 13 á mánudag, en sr. Jóhann var þá að heiman. Séra Jóhann Hlíðar sendi- ráðsprestur staðfesti þetta í sam- tali við Mbl. í gær og sagði hann mikið um þjófnaði í Kaupmanna- höfn og beindust böndin oft að fíkniefnaneytendum. Danska lög- reglan hefur málið til rannsóknar, en í gær sagði sr. Jóhann rann- sókn hennar engan árangur hafa borið. Stolið var um 2.000 krónum og ýmsum silfurmunum, sem sr. Jóhanni hefur áskotnast, mörgum ættargripum. — Ég mun vissulega sakna þessara gripa og tjónið er óbætanlegt, en það er lítið við þessu að gera og það verður þá bara minna silfur að pússa hjá mér, sagði sr. Jóhann Hlíðar. 38 fjölskyld- ur ágötunni Ferðamannastraumur fer senn að hefjast og kvað sr. Jóhann verkefni hjá sér þá aukast, sem væru fólgin í ýmiss konar aðstoð. Hugmynd er uppi um það meðal námsmanna og íslendingafélags- ins, að koma á fót félagsráðgjöf í Kaupmannahöfn og er í samvinnu við félagsmála- og utanríkisráðu- neytin verið að kanna það mál. Verður e.t.v. gerð tilraun með slíkt starf í sumar og henni haldið áfram ef hún gefst vel og fjár- magn fæst. Atvinnuástand er nú bágborið í Danmörku og ræður sendiráðspresturinn íslendingum frá því að leita eftir atvinnu þar, enda séu um 250 þúsund manns á atvinnuleysisskrá. Dýralæknir fenginn að Dýraspítalanum - Tekur við rekstri hans 1. júlí RAGNAR Ragnarsson héraðs- dýralæknir i Norðausturlands- umdæmi hefur tekið að sér rekst- ur Dýraspitala Watsons frá I. júli n.k. Ragnar er á förum til Þýzkalands þar sem hann mun stunda störf um mánaðarskeið á sérstakri smádýradeild við dýra- spitala i Hannover, þar sem hann nam dýralæknisfræði. Þetta mun verða í fyrsta sinn sem dýralækn- ir starfar sjálfstætt herlendis, en það hefur háð mjög rekstri dýra- spitalans að ekki hefur fengist dýralæknir til starfa þar. Ragnar hefur fengið ársleyfi frá störfum sem héraðsdýralæknir. Hann tekur Dýraspítalann á leigu með öllum áhöldum og aðstöðu og sér alfarið um rekstur hans. Leigusamningurinn sem er til nokkurra ára, en uppsegjanlegur að hálfu Ragnars með þriggja mánaða fyrirvara. Frumvarp um tekju- og eignarskatt: Afgreitt frá Neðri deild Breytingartillögur stjórnarandstæðinga felldar FRUMVARP til laga um breyt- ingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt var afgreitt til Efri deildar Alþingis í gær, að lokn- um þremur umræðum í Neðri deild. Að lokinni annarri um- ræðu í Neðri deild fór fram atkvæðagreiðsla um þær breyt- ingartillögur sem fram komu við frumvarpið. Allar þær breytingartillögur sem fjárhags- og viðskiptanefnd lagði fram voru samþykktar, auk tveggja breytingartillagna sem þeir Sighvatur Björgvinsson, Al- bert Guðmundsson, Matthías Bjarnason og Guðmundur J. Guð- mundsson kom fram með. Breytingartillögurnar sem felldar voru komu frá Matthíasi Á. Mathiesen, Matthíasi Bjarna- syni og Alberti Guðmundssyni, og voru tillögur þeirrar níu talsins. Þá voru felldar tvær tillögur frá Sighvati Björgvinssyni, tvær til- lögur sem Matthías Á. Mathiesen, Albert Guðmundsson og Sighvat- ur Björgvinsson lögðu fram sam- Líkfundur FYRIR skömmu fannst lík af karlmanni rekið á Bergþórshvols- fjöru. í ljós kom að þetta var lík Guðna Þorbergs Guðmundssonar, sjómanns á Heimaey VE, sem tók út þegar báturinn strandaði 17. febrúar sl. Líkið fannst 14 km vestar en báturinn strandaði. eiginlega og loks var felld tillaga frá Halldóri Blöndal um fiski- mannafrádrátt. Skipulagsnefnd bannaði en borg- arráð heimilaði EIGANDA hússins að Nóatúni 17 í Reykjavík var af borgarráði í vikunni leyft að hækka hluta verslunarhússins um eina hæð. Var þetta samþykkt í borgarráði með 4 samhljóða atkvæðum, en skipulagsnefnd hafði áður fellt sama erindi með 4 samhljóða atkvæðum. Fékk ekki lóð og varð að rífa húsið BORGARRAÐ mælti nýlega með því að eigandi hússins að Lauga- vegi 97 í Reykjavík fengi að rífa það, en byggingarnefnd hafði áður bannað honum það. Maður þessi fékk húsið upp í vinnulaun, en sú kvöð fylgdi að húsið yrði að fjarlægja. Hann bað því borgarráð um lóð, en nú hefur honum sem sagt verið leyft að rífa húsið. ÞRJÁTÍU og átta fjölskyldur með 58 biirn eru nú húsnæðislaus- ar í Rcykjavík. Dvelja þær hjá ættingjum. á hótelum eða stufn- unum, og auk þess hafa hundruð Fjórtán sóttu um FJÓRTÁN umsóknir höfðu borist í gær um stöðu framkvæmda- stjóra Rauða kross íslands, en umsóknarfrestur rann út á mið- nætti í nótt. fjölskyldna sent Félagsmála- stofnun umsóknir um leiguibúðir á vegum borgarinnar. Þetta kom fram í erindi Guð- rúnar Kristinsdóttur, yfirmanns fjölskyldudeildarinnar, á ráð- stefnu Sambands íslenskra sveit- arfélaga um barnaverndarmál, sem haldin var í gærdag að Hótel Esju. Mörg erindi og fróðleg voru flutt á ráðstefnu þessari, en hana sátu nálægt 140 manns. í lok ráðstefnunnar var skorað á sveit- arstjórnir og bæja, að hefja mál- efni barna til öndvegis í hverju sveitarfélagi. Ráðstefnustjóri var Unnar Stefánsson. Minningarathöfn um bræðurna af Báru VE MINNINGARATHÖFN um bræð- urna Jóel og Bjarna Guðmunds- syni, sem fórust með mótorbátn- um Báru VE 141 4. marz sl., fer fram frá Útskálakirkju í dag 16. maí kl. 14. Bræðurnir voru frá Eyjaholti, Garði, Gerðum. Hannes Hafstein, utanríkisráðuneytinu: Teljum sæmilega séð fyrir fé- lagsþjónustu í Kaupmannahöfn Ef félagsmálaráðherra hefur næga peninga, þá er það hans mál „Okkur hefur verið kunnugt um að félagsmálaráðherra hef- ur verið að kanna þessi mál, en það er óviðkomandi okkur og við höfum ekki haft bein af- skipti af þessu. Það er prestur starfandi i Kaupmannahöfn og við teljum að það sé sæmilega vel séð fyrir félagsþjónustu þar og ekki höfum við fengið neinar kvartanir um annað. Ef félags- málaráðherra hefur næga pen- inga til þessa, þá er það hans mál, en við teljum meira áríð- andi að bæta við starfskröftum við sendiráð annarra landa, sem við höfum og farið fram á, en ekki fengið sökum fjár- skorts“, sagði Hannes Ilafstein hjá utanríkisráðuneytinu, ér Mbl. spurði hans álits á fjár- veitingu Svavars Gestssonar fé- lagsmálaráðherra til félags- málaþjónustu i Kaupmanna- höfn, sem sagt var frá i Mbl. i gær. Þá sagði Hannes að finna mætti fordæmi fyrir því, að önnur ráðuneyti en utanríkis- ráðuneytið sæju um og fjár- mögnuðu rekstur þjónustu við íslendinga erlendis og væri presturinn í Kaupmannahöfn t.a.m. launaður af kirkjumála- ráðuneytinu. Þá hefði fyrir nokkrum árum verið haldið uppi þjónustu á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins í Kaupmannahöfn vegna sjúklinga og aðstandenda þeirra. Aðspurður sagði Hannes, að hann teldi að þeir aðilar sem nú störfuðu í Kaupmannahöfn þ.e. sendiráðið og sendiráðsprestur- inn kæmust vel yfir þau félags- legu vandamál sem upp kæmu, og engar kvartanir hefðu borist um að svo væri ekki. Þá sagði hann: „Við teljum þetta okkur ekki beinlínis viðkomandi. Ef félagsmálaráðherra telur nauð- synlegt að gera þetta, sem hann segir reyndar einnig að sé í tilraunaskyni, þá er það hans mál. En það má einnig benda á að í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis, kemur fram, að við leggjum áherzlu á að fá viðbót- armann í sendiráð, sem við teljum mest áríðandi og má þar tilnefna Washington. Vantar þar tilfinnanlega mann til starfa að viðskiptamálum og fleiru. Við höfum ekki fengið fjárveitingu til að bæta við þeim mannskap sem við teljum nauðsynlegan. Félagsmálaráðuneytið er kannski það vel stætt rekstrar- lega, en ég hélt að flest ráðu- neytin færu fremur yfir með fjárveitingar í rekstrinum. Fé- lagsmálaráðuneytið er kannske undantekning."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.