Morgunblaðið - 16.05.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.05.1981, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 Fæddur 26. nóvember 1913. Dáinn 16. janúar 1981. Látinn er í Kaupmannahöfn Peter Bredsdorff, arkitekt og pró- fessor í skipulagsfræðum við arki- tektaskóla dönsku Listaakademi- unnar um langt árabil. Pétur er höfundur Aðalskipu- lags Reykjavíkur 1962—1983 (útg. 1966) ásamt samstarfsmönnum sínum á teiknistofu og ýmsum sérfræðingum öðrum. — Framlag hans til þessara þátta í þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæð- isins er svo merkilegt, að ekki má minna vera en hans sé minnst með nokkrum orðum nú að leiðarlok- Það mun hafa verið um 1959— ’60 að borgarstjórn Reykjaíkur samþykkti „að leita aðstoðar eins kunnasta skipulagssérfræðings Dana, prófessors Peter Bredsdorff um framtíðarskipulag Reykjavik- ur, bæði heildarskipulag borgar- innar og sérstaklega um skipulag miðborgarinnar". (Vísir 11. apríl 1962). Fulltrúi borgarstjórnar var sendur til Danmerkur til að ræða við Peter Bredsdorff. Það var Gísli Halldórsson arkitekt og þáv. borg- arfulltrúi. — Hann hitti einnig okkur, nokkra íslendinga sem þá voru við nám í Arkitektaskólanum og sagði okkur tíðindin, sem okkur þóttu mjög góð. Hjá Pétri fengum við svo að fylgjast með framvindu mála, en hann var kennari okkar og alls skólans í skipulagsmálum. Peter Bredsdorff arkitekt — Pétur mun svo hafa farið til Reykjavíkur 1960 til að kynnast málum og hefja undirbúning að starfinu. — Þá var sagt að Pétur hefði verið í Reykjavík í vikutíma og messað yfir tveimur rauðum strikum á korti höfuðborgarsvæð- isins fyrir borgarráðsmönnum, skipulagsnefnd og þeim er að skipulagsmálum unnu. Vel kann nokkuð satt að vera í þessu, og Pétur e.t.v. sjálfur orðað þetta svo. Það sem á bak við liggur er auðvitað það, að kenna þurfti mönnum og kynna þeim ýmis grundvallaratriði. Skipulag borg- ar tekur tíma og er ekki bara hægt að draga upp úr skúffu eftir pöntun, þó hæfur maður sé á ferð. Vel má vera að umrædd rauð strik hafi einmitt átt að undirstrika umferðarmálin, því eins og Pétur segir í nefndu Vísis-viðtali „Um- ferðarmálin eru stærsta vandamál í skipulagi borganna. — Allir vilja eiga sinn einkabíl. Þetta vandamál virðist síst minna hér á íslandi en í Danmörku". — Aðalumferðar- æðar þurfa því að vera í samræmi við skipulagningu og staðsetningu atvinnufyrirtækjanna, og veita greiða aðkomu til allra íbúðar- svæða og að létt sé að rata. Hraðagreining umferðar, hið fjórdeilda umferðakerfi gefur ein- mitt hugmynd um slíkt fyrir- komulag, sem á að geta „passað sig sjálft", ef rétt er hugsað í byrjun. Hinir stóru drættir eru mikilvægastir, ekki síst aðgrein- ing gangandi og akandi umferðar, eftir því sem kostur er á og skilningur er fyrir. Þetta er þá byrjunin, kafli hinna rauðu strika. Seinni part árs 1960 hefst svo skipulagsstarfið fyrir alvöru. — Ég var svo lán- samur, að loknu prófi mínu við Arkitektaskólann á miðju því ári, að Pétur bauð mér að koma og vinna á teiknistofu sinni að skipu- lagi Reykjavíkur. Það varð ánægjulegt ár, — framhaldsnám hjá Pétri, einum hæfasta manni í skipulagi borga og viðfangsefnið heimabær minn í 20 ár. Skipulagsstarfið hélt svo áfram næstu árin, til skiptis hér heima og í Kaupmannahöfn, þ.e. Pétur og hans menn komu til Reykjavíkur og heimamenn, fulltrúar borgar- stjórnar komu í heimsókn á teiknistofuna í Khöfn. — Við Reynir Vilhjálmsson landslags- ing. Regionalplanl. 1970—*85). arkitekt (og Bárður Daníelsson arkitekt, i byrjun), fengum fljót- lega það hlutverk að vinna að deiliskipulagi innan væntanlegs aðalskipulags, þ.e. Breiðholtið allt, Árbæjarsvæðið og Selás, austur að Rauðavatni og norður að Graf- arvogi og náðum að gera tillögur að Breiðholti I og II, Árbæ-Selási og iðnaðarsvæði á Ártúnshöfða, sem allt komst með í Aðalskipu- lagsbók, því svo mjög vantaði þá byggingarsvæði, að deiliskipulag þurfti að vera með í aðalatriðum þó eftir væri að vísu að vinna þar nákvæmar. Breiðholt III og Fálkhóll voru talin vafasöm til bygginga, (um 100 m yfir sjó og vindasamt). Þess vegna var Fálkhóll ekki með í skipulagsbók en Breiðholt III þó talið mögulegt, ef þar væri lág byggð t.d. raðhús er sköpuðu nokkurt skjól við húsin. Ég hef drepið hér á þessi skipulagsmál, hvernig þau hófust, hversu hratt og vandlega var að þeim unnið, bæði hér heima og í Kaupmannahöfn til skiptis eða á báðum stöðum samtímis og lauk með samþykkt borgarstjórnar á miðju ári 1965 og útgáfu bókar- innar: Aðalskipulag Reykjavíkur 1962—83. — Þetta litla yfirlit um starfið var eðlileg byrjun fyrir mig til að minnast þess manns, sem ég tel að unnið hafi svo gott og mikilvægt verk fyrir þessa borg og minnast þess um leið að hann veitti mér tækifæri til þess að taka þátt í þessu starfi með sér. — Það var lærdómsríkur tími fyrir mig og okkur sem að þessu unnum á heimavettvangi — og í samvinnu við teiknistofu hans. En það eru þó ekki síður kynni mín af Pétri sem hafa verið mér mikils virði. Hann hafði ótrúlega hæfileika til að safna fólki um verkefnin, hvetja það til að taka á og gera sitt besta. Hann skapaði vinnuör- yggi í kringum sig og gladdist yfir framlagi samstarfsmanna sinna, samtímis því að hann viðurkenndi eigin takmarkanir. — Hin stöðuga forvitni hans leiddi af sér stöðugt nýjar spurningar, sem hann leit- átt heima í kafla hinna rauðu strika. (Úr bók Stefáns Ott: Byen). aðist við að svara með mikilli nákvæmni. Hann hafði óbeit á auðveldum svörum og skyndi- lausnum. Hann sleit sér út í starfi, en krafðist ekki sama framlags af öðrum. Aftur á móti krafðist hann algjörs faglegs heiðarleika af sam- starfsmönnum og kollegum. Hann var hógvær í framgöngu svo nálg- aðist afsökun á sjálfum sér, en þó hress, glaðlegur og vinsamlegur. Hlátur hans var á sama hátt næstum afsakandi, þó gjarna væri hlegið. Ætterni Péturs verður ekki rak- ið hér enda mér lítið kunnugt, en þó vill þannig til að langamma Péturs var íslensk, Sigríður Thorgrímsen, fædd í Reykjavík 1813 og giftist langafa Péturs, Sören Christian Topsöe. — Ekki kann ég lengra að rekja, en faðir Péturs hét Kaj Bredsdorff. Þá er að geta menntunar, starfs, viðfangsefna og afreka, annarra en aðalskipulags Reykjavíkur. Þegar Pétur kom í Arkitekta- skólann (Kunstakademiet) til nams 1932, var skipulag borga í Aðalskipulag Reykjavikur 1962—1983. Aðalumferðarkerfi, byggðasvæði, athafnasvæði, græn svæði, iðnaðarsvæði (svart). nútíma skilningi næstum óþekkt í Danmörku. Kennari hans, Steen Eiler Rasmussen prófessor var mjög upptekinn af „garða-bæjun- um“ ensku og hugsuninni bak við þá. 1939 vann Pétur „Kunstaka- demiets store guldmedaille" fyrir tillögu að nýjum bæ á Lundtofte- sléttunni norðan Kaupmanna- hafnar. í framhaldi af því varð hann kennari við skólann, í deild Steen Eilers og vann á teiknistofu hans. í lok hernámsáranna voru sam- þykkt ríkisframlög til að vinna að hugmyndum um svæðaskipulag fyrir höfuðborgarsvæði Khafnar — þ.e. vöxt bæjarins, hvert og hvernig vaxa skyldi og hvernig þeirri þróun yrði stjórnað. — Pétur var settur til að leiða þetta starf. Hann safnaði um sig hópi ungra arkitekta, verkfræðinga og skipulagsmanna sem tóku með ákafa að fást við verkefnið í gleðistemmningu nýfengins frelsis eftir stríðið. Árangurinn varð hið fræga „fingurskipulag“, þar sem byggðinni er ætlað að þróast sem einskonar fingur út frá kjarna- byggð hins gamla bæjar til vest- urs. Þróun bæjarins varð þó ekki alveg samkvæmt þessu svæðaskip- ulagi, e.t.v. vantaði stjórnun af hendi borgaryfirvalda. — En skipulag þetta hafði þó með rök- fræði sinni mikil áhrif á vöxt borgarinnar og úti í heimi varð það þekkt sem fyrirmynd að því, hvernig byggð stórborgar getur þróast. í framhaldi þessa og sem hluta af því, var hann og samstarfs- menn beðinn að skipuleggja heilan bæ á óbyggðu svæði suðvestan Khafnar; Albertslund. Uppbygg- ing hans gekk fljótt, bærinn löngu risinn. — Pétur varð fyrsti pró- fessor í borgarskipulagi við Arki- tektaskólann árið 1952. Samtímis kennslustarfi var hann ráðgjafi sveitarstjórna og sýslufélaga víðs- vegar um landið og teiknistofa hans ein hin þekktasta í Dan- mörku og tók að sér mörg stór verkefni, eins og áður er nefnt. Hann var allsstaðar með í nefndum, rannsóknum og upplýs- ingastarfsemi, m.a. formaður fyrir Dansk Byplanlaboratorium um skeið. Honum var lagið að vekja áhuga manna á skipulags- málum, en hann var einnig alltaf sá, er var í fararbroddi þegar vinnan skyldi framkvæmast og sleit kröftum sínum ótrúlega. Árið 1973 hætti hann sem pró- fessor. Hann vildi einbeita sér að því að koma sinni miklu kunáttu um þróunarsögu danskra bæja á blað. — En kraftarnir voru þverr- andi. Sjúkleiki og þreyta sóttu að. Hann andaðist aðeins 67 ára gamall. — Nú fáum við ekki nema hluta þessarar þróunarsögu, fyrsti hluti hennar var gefinn út fyrir nokkrum árum og hugsanlega verður síðar unnt að gefa út hluta af handriti. En ýmsar aðrar bæk- ur hefur hanns skrifað, fjölda greina í tímarit og erindi sem flutt hafa verið á ráðstefnum og þing- um. Ég hef í stuttu máli og af vanefnum viljað minnast hér manns, sem átti sér hugsjón og vann að henni alla ævi án þess að líta til hægri eða vinstri, líta til embætta, fjúr, frama eða vinnu- framlags. — Og hver var svo hugsjónin? Skapa betri bæi og borgir, bæta umhverfi mannsins, ekki síst barnsins, — gera það hættuminna með betra fyrirkomu- lagi umferðar, aðskilnaðar akandi og gangandi, gróðri, vinsamlegra nágrenni, verndun náttúrugæða, — skapa betri lífsskilyrði hinum mörgu er í þéttbýli búa. Það var mikið lán að hann skyldi valinn vera til að skipu- leggja Reykjavíkursvæðið. Hann kenndi okkur mikið og það hefur einnig orðið til gagns þéttbýlis- stöðum á landinu öllu. — Þetta vildi ég reyna að meta og þakka. Stefán Jónsson arkitekt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.