Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 19

Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 19 Sakaq Egede er sá með gleraugun og hann er nú farinn af landi brott og vonandi læknaður af sinni heimþrá, en hinn er Kristian Frederiksen, sem hefur dvalið í vetur hjá þeim ágætu hjónum á Hallkelshólum i Grimsnesi. Ljósm. Kristján. Grænlenskir í íslenskri sveit Það hefur tíðkast í nokkur ár, að grænlenskir nemendur í búnaðarskólum sæki sitt verklega nám í íslenska sveit. Og svo vel hafa þeir drengir líkað, að bændur sækjast jafnvel eftir grænlenskum farandverkamönnum. Sakaq Egede er einn slikur, en hann gafst óvænt upp á vistinni og gaf þær skýringar að hann þjáðist af heimþrá. — Eg kom til Islands af því mig langaði að sjá landið, sagði hann, og vildi kynnast lífinu hér. Eg var í Danmörku í fríi og leitaði til íslenska sendiráðsins og fékk pláss á góðum stað í Hrunamannahreppi. Pilturinn Sakaq er 22ja ára gamall og lofaði hann íslendinga mjög fyrir velvild í sinn garð og kvaðst ákveðinn í að koma aftur, ef hann læknaðist af heimþráinni. Hann kom hingað síðastliðið haust, en kvaðst ekkert hafa lært í íslensku, nema bölva, og þætti sér það mjög miður, því hann gæti ekki annað en talað vel um íslend- inga. Að Hallkelshólum í Gríms- nesi búa þau Gísli Hendriksson og Rannveig Albertsdóttir, en þau hafa haft 5 Grænlendinga í vist. undanfarin ár, og sá sem lengst dvaldi, var hjá þeim í 4 ár. Þau sögðu búnaðarnemana eiga að vera hér eitt ár og kynna sér aðallega fjárrækt, vélakost og viðgerðir og fleira þess legt, því búskapur væri á uppleið í Grænlandi. Þau kváð- ust eingöngu hafa góða reynslu af Grænlendingum þessum, þeir væru duglegir, áhugasamir og velviljaðir. Og þau hjón á Hallkelsstöðum sögðust reyna eftir megni að kenna þeim íslensku. OfPlj/rniQGYffnMOpiq' , i'/AK.T hljÓmplaTaN ínrWMi INNIHELDUR LOGIN= LIFE TRANSMISSION & HEIMA ER BEZT láTiÐ nísta mi&iLsetjykidJi í sAmbAnd Þeyr heldur tónleika í dag kl. 2.30 í Baijaibíyi rtaljnarftipi. Eru tónleikarnir haldnir til heiöurs tveim meölimum bresku hljómsveitarinnar Killing Joke sem munu eölilega heiöra samkom- una meö nærveru sinni. Okeypis sætaferðir frá Hótel Borg kl. koL. L | ' ! FÁLKIN N/ESKVIMÓ VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þl AUGLYSIR IIM ALLT LAXD ÞEGAR Þl AIG- LÝSIR í MORGINBLAÐIXT selja innlenda þjónustu, bæði okkur sjálfum og útlendingum, sem hingað vilja koma, en að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa erlenda þjónustu.“ Hvernig er skipulagi ferðamála hér á landi háttað? „Skipulagið er í raun tvenns konar, annars vegar skipulagning og söluaðferðir hverrar ferða- skrifstofu fyrir sig og hinsvegar heildarskipulagning ferðamanna- iðnaðarins. Ef við byrjum á sölu- og ferðaskipulagningu okkar sjálfra, þá má geta þess, að við sendum á hverju hausti frá okkur söluskrá í 7 til 8 þúsund eintökum til ferðaskrifstofa, aðallega í Bandaríkjunum og Vestur-Evr- ópu, þó við séum aðeins farnir að skjóta í fleiri áttir, eftir að heimurinn varð svona lítill. bá tökum við þátt i 7 helztu ferða- sölusýningum Evrópu, en enn sem komið er eru það aðeins um 50 til 60 ferðaskrifstofur, sem selja eitt- hvað af ráði af íslandsferðum. Af þeim aðiljum, sem skipu- leggja og selja ferðir um ísland er Ferðaskrifstofa ríkisins með flesta ferðamöguleika, enda hefur hún verið brautryðjandi á því sviði og nær allsráðandi lengst af. Til þess að auglýsa ferðirnar auk þess sem áður er nefnt bjóðum við ferðasöluaðiljum og fulltrúum ferðaskrifstofa úti í heimi í ferðir með okkur, svo og svokölluðum ,ferðaskribentum“. Greinar um lsland hafa vakið talsverða at- hygli, þó það sé alltaf töluvert happdrætti að vera að bjóða þessum greinahöfundum hingað. Það sem helzt hefur vakið athygli á landinu að undanförnu eru forsetakosningarnar síðustu, tíð eldgos og aukin sölustarfsemi og auglýsing. Þá er rétt að geta þess, að þó að íerðaskrifstofan sé í eigu ríkisins, nýtur hún einskis stuðnings frá því, heldur er rekin alveg sjálf- stætt og hefur undanfarin ár skilað dágóðum hagnaði, sem notaður hefur verið í uppbyggingu og kynningu í þágu ferðamanna- iðnaðarins auk þess sem hún greiðir skatta og gjöld. Rekstur hennar hefur gengið vel og ég sé enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn, enda tel ég mig ekki hafa siðferðislegt leyfí til annars meðan svartsýnin í þjóðfélaginu keyrir um þverbak eins og nú er. Skrattinn er stöðugt málaður á vegginn. En þá erum við komnir að heildarskipuiaginu, því er fljót- svarað; það er ekki til. Það er dapurleg staðreynd, þegar hugsaö er til þess að við ferðamannaiðn- aðinn vinna um 5.000 manns ,að það er ekki um neinn stuðning við þennan arðsama iðnað að ræða. Það er engin ástæða til að greiða hann iriður, cn það mætti styðja hann á óbeinan hátt, en ef eitt- hvað er þá er það á hinn veginn. Menn verða að gera sér grein fyrir því að sá iðnaður, sem aflar erlends gjaldeyris með því að selja sömu þjónustuna, sama hlutinn, mörgum sinnum, er miklu verð- mætari fyrir þjóðarbúið en sá iðnaður, sem annaðhvort þarf erlendan gjaideyri til að afla hans aftur eða þarf að greiða niður til að afla gjaldeyris. Við seljum fólki enga pakka, sem það tekur með sér úr iandi, heldur aðeins þjón- ustu og landslag, sem hægt er að halda áfram að selja um ókomna framtíð. Meðan menn gera sér ekki grein fyrir þessu og engin heildarskipulagning er þar af leið- andi fyrir hendi, er ekki von á góðu. Þá bið ég guð að blessa þá menn í blindni þeirra, sem ekki sjá þetta, meira verður líklega ekki gert fyrir þá. í nær öllum löndum heims, bæði austan Járntjaldsins og vestan hafa menn gert sér grein fyrir þessari staðreynd og hagað sér samkvæmt því. Ferðamannaiðn- aöur er alls staðar talinn til útflutnings nema hér, hvernig sem á því stendur. En við erum ekki að biðja um peninga, heldur aðeins að létt sé á okkur álögum og þeim ferðamönnum, sem hingað vilja koma í stað þess að refsa þeim fyrir það. Sem dæmi má nefna að það hlýtur að vera hagkvæmara fyrir okkur að fá erlenda ferða- menn hingað til þess að éta lambakjötið í stað þess að flytja það niðurgreitt út, en það er engin ástæða til þess að refsa þeim fyrir að vilja koma hingað og iosa okkur við niðurgreiðslurnar með því að leggja 24% söluskatt á matinn. Þá er hér á landi hæsti brottfarar- skattur, sem um getur í heimin- um. Svona refsiskattar hefna sín alltaf, fyrr eða síðar og sannast þá hið fornkveðna eins og maðurinn sagði: „Sjaldan launar kálfur ofbeldi". Það er sjáifsagt að tæma pyngju erlendra ferðamanna en það er ekki sama hvernig að því er staðið. Þessi iðnaður hefur sem sagt markast af skilnings-, skipulags- og framkvæmdaleysi og þar er Ferðaskrifstofa ríkisins ekki und- anskilin. Þá hefur áræði alltaf vantað, en það á fyllilega rétt á sér. í iðnaði sem þessum þurfum við á mönnum eins og Einari Benediktssyni að halda, mönnum, sem ekki horfa bara niður á tærnar á sér, heldur fram á veginn. Hingað til höfum við verið tækifærissinnar án þess að nýta þau tækifæri sem gefist hafa. Tækifærin hafa verið gripin með því hugarfari að stórgræða á þeim á einum degi, en ekki hugsað um að nota hagnaðinn af þeim til uppbyggingar og tryggingar þess að viðkomandi tækifæri megi nýta. um ókomna framtíð eða til þess að leita að og byggja upp ný tæki- færi. Það má likja þessum hugs- unarhætti við framferði land- námsmannanna, sem hjuggu skóg- inn miskunnarlaust niður og beittu sauðfé á hann án þess að láta sér detta í hug að gróðursetja svo mikið sem eina hríslu. Allir þekkja afleiðingarnar. bað má því segja að við söfnum vandamálunum i stað þess að leysa þau. Það hefur fieldur aldrei komið fram hvort þjóðin kærir sig um ferðamannaiðnaðinn, ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að hún vilji það, verður að gera eitthvað í framhaldi þess. Þá verður að koma fram mótuð heildarstefna og þó ég sé ekkert sérlega hiynnt- ur ríkisafskiptum, þá verður ríkið að vera aðalaðilinn í þeirri stefnu- mótun. Eins og er er ríkið allt of nátengt öllu því sem um er að vera í landinu til þess.að hægt sé að slíta það úr samhengi. Það er stefnuleysið sem stendur þessum mikla iðnaði fyrir þrifum og meðan svo er\ verður þetta aldrei annað en vandræðalegt hálfkák miðað við það sem annars væri hægt að gera.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.