Morgunblaðið - 16.05.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981
23
Eldgos á Kyrrahafí:
Ekkert hefur f rést
af íbúum eynnar
Tókýó, 15. mal. AP.
ELDGOS hólst árla i dag á eynni
Pagan, afskekktri eyju i Marí-
ana-eyjaklasanum i vesturhluta
Kyrrahafsins. Ekkert er vitað
um afdrif ibúa eynnar, en þeir
eru 54 talsins, allt sjómenn og
bændur.
Gosmökkurinn steig í 23.000
feta hæð yfir sjávarmál. Banda-
rískir sjóliðsforingjar á Guam,
sem er í 500 kílómetra fjarlægð,
sögðu að erfitt væri að fljúga í
nágrenni gosstöðvanna vegna
slæmra sjóflugsskilyrða. Tvo skip
eru á leið til eyjunnar frá Saipan,
en öðrum björgunaraðgerðum hef-
ur verið frestað til laugardags.
P-3 Orion eftirlitsflugvél komst
nálægt gosstöðvunum og varð
áhöfn vélarinnar ekki vör við
hraunrennsli, né heldur báta er
gætu verið til merkis um að
eyverjar væru að flýja gosið .
Reynt verður að lenda Herkúles
C-130 flugvél á eynni í fyrramálið.
Geimskutlan:
Næsta ferð í
septemberlok
WashinKton. 15. maí. AP.
FORMÆLENDUR bandarísku
geimvisindastofnunarinnar,
NASA, skýrðu frá því i dag, að
geimskutlan Kólumbia hefði
staðið sig framar vorum i jóm-
frúrferð sinni út i geiminn, og
hefði næsta för skutlunnar verið
ákveðin 30. september næstkom-
andi.
„Skutlan er í bezta ásigkomu-
lagi,“ sagði formælandi stofnunar-
innar, en skoðun á skutlunni eftir
jómfrúrferðina er nú lokið. Bilan-
irnar voru smávægilegar og kís-
ilflögurnar, sem vörðu skutluna
ofhitnun á leið til jarðar, gegndu
sínu hlutverki miklu betur en gert
hafði verið ráð fyrir. Aðeins þarf
að skipta um 10 til 12 flögur af
yfir 30 þúsundum.
Gert er ráð fyrir að næsta ferð
skutlunnar taki fimm daga, en
jómfrúrferðin stóð í rúma tvo
sólarhringa. Að þessu sinni verða
rannsóknartæki til vísindarann-
sókna með í ferðinni.
Sutcliffe geðveikur
London, 15. maí. AP.
GEÐLÆKNIR sem bar vitni í
Veður
víða um heim
Akureyri 14 hélfskýjað
Amsterdam 21 skýjað
Aþena 26 heiðskírt
Barcelona 16 léttskýjað
Berlín 26 heiðskírt
Brússel 22 heiöskírt
Chicago 9 heiðskírt
Denpasar 31 heiðskírt
Dyflínni 14 skýjað
Feneyjar 20 rigning
Frankfurt 15 skýjaö
Færeyjar 10 hálfskýjað
Genf 18 skýjað
Helsinki 21 heiðskirt
Hong Kong 26 skýjað
Jerusalem 23 heiðskírt
Jóhannesarborg 17 heiðakirt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt
Kairó 27 heiðskírt
Las Palmas 21 léttskýjað
Lissabon 18 heiöskirt
London 19 heiðskirt
Los Angeles 20 skýjaö
Madrid 20 heiöskírt
Mallorka 21 léttskýjað
Mexicoborg 28 heiöskirt
Miami 27 skýjað
Moskva 17 heiðakírt
Nýja Delhi 42 heiðskírt
New York 24 skýjað
Osló 21 skýjað
París 18 skýjað
Reykjavík 8 skýjað
Perth 18 heiöskirt
Rió de Janeiro 33 heiðskirt
Rómaborg 21 heiðskírt
San Francisco 14 skýjað
Stokkhólmur 18 skýjað
Sydney 22 heiðskírt
Tel Aviv 24 heiðskírt
Tókýó 24 heiðskírt
Vancouver 16 rigning
Vinarborg 18 skýjað
máli Peter Sutcliffes, sem kallað-
ur var „The Yorkshire Ripper“
og myrti þrettán konur, lýsti þvi
yfir i dag að hann teldi ekki að
Sutcliffe væri að gera sér upp
geðveiki, eins og ýmsir höfðu
haidið fram. Sutcliffe hafði skýrt
frá því að „raddir frá guði“ hefðu
fyrirskipað honum að myrða kon-
urnar. Dr. Malcoim Macculloch
geðlæknir sem kunngerði þessa
skoðun sina i dag, sagðist ekki
hafa verið nema hálfa klukku-
stund að komast að þeirri niður-
stöðu að Sutcliffe væri haldinn
geðklofa og ofsóknaræði.
Úti fyrir réttarsalnum söfnuð-
ust konur saman í dag og báru
spjöld þar sem látin var í ljós
andúð á morðunum. Varð lögregl-
an að beita valdi til að dreifa
hópnum. Þar bar mikið á gleði-
konum en þær hafa áður haft sig í
frammi úti fyrir dómshúsinu.
Chad:
Bardagar
breiðast út
Khartoum, 15. mai. AP.
BARDAGAR milli stjórnarher-
manna í Chad og lýbískra hers-
vcita hafa breiðst út til borgar-
innar Mao i norðurhluta Chad, en
áfram er barist hart við Abeche,
að sögn flóttamanna, sem
streymt hafa til Súdan frá Chad.
Hin opinbera fréttastofa Súdan
hafði það eftir ónafngreindum
heimildum, að „yfir 40 hermenn"
hliðhollir Goukouni Oueddi for-
seta Chad hefðu fallið fyrir lýbísk-
um hersveitum, er væru hliðhollar
Ahmat Acyl fyrrum utanríkisráð-
herra, við Abeche.
Vestrænir aðilar, er starfa að
flóttamannahjálp, hafa staðfest,
að flóttamönnum frá Chad hafi
fjölgað upp á síðkastið.
Bardagar hafa blossað upp öðru
hverju frá því í síðasta mánuði við
Abeche, sem er hernaðarlega mik-
ilvæg, þar sem Mig-23 orrustuþot-
ur geta athafnað sig á flugvelli
borgarinnar.
nniiiijsg i Ju ihi
■4
Tíu flugmenn Flugleiða hafa að undanförnu verið i flugþjálfun á Boeing-þotu og hefur hún farið fram
bæði við Keflavíkur- og Reykjavikurflugvelli, en þotuflugið er þó takmarkað við ákveðna tíma á
Reykjavikurflugvelli. Leyft er hins vegar að æfa aðflug og tók Olafur K. Magnússon þessa mynd á
miðvikudag er þotan renndi sér yfir miðbæinn í átt að vellinum.
Björgunaræf-
ing í Grindavík
á sunnudag
MARKÚS B. borgeirsson mun
verða með björgunaræfingu
með net sin i Grindavik á
sunnudag klukkan 15, við höfn-
ina. Þetta er fyrsta æfingin af
mörgum, sem Markús mun
halda nú viða um land, en hann
hefur fengið styrk frá Alþingi
til þess að kynna björgunarnet
sitt. Björgunaræfingin fer fram
i samvinnu við slysavarnadeild-
ina Þorbjörn i Grindavik.
Markús sagði í símtali við
Morgunblaðið að hann væri nú
með 60 til 70 net í pöntun og
hefði því mikil verkefni við gerð
þeirra, en hann er 6 til 7
klukkustundir að gera hvert net.
Stærstu pantanir, sem hann
hefur fengið, eru frá Eimskipa-
félagi ísiands, sem pantaði 46
net, Aðalsteini Jónssyni, Hval
hf., Haraldi Böðvarssyni & Co., á
Akranesi og fleiri. Kvaðst Mark-
ús brátt þurfa að fá aðstoð við
gerð björgunarneta sinna og
hefði hann þá hug á að fá til
aðstoðar við sig sjómenn með
skerta starfsorku, sem gætu
hnýtt með sér björgunarnetin.
Þá sagði Markús að fyrir
dyrum stæði að hann færi á
Ólafsvökuna í Færeyjum í
sumar til þess að kynna björgun-
arnetið.
Hvassaleitis-
skóli 15 ára
í vor eru liðin 15 ár frá því
Hvassaleitisskóli í Reykjavík tók
til starfa. Til að minnast þessara
tímamóta verður sýning á vinnu
nemenda í dag, laugardaginn 16.
maí, kl. 10—18. Einnig verða
fluttir leikþættir, tónlistar- og
fræðsluþættir úr vetrarvinnu
nemenda.
Keflvíkingar í
Bústaðakirkju
A sunnudaginn kemur, þann
17. maí, koma góðir gestir í
heimsókn í Bústaðakirkju. Er
þar á ferð sóknarpresturinn í
Keflavíkurkirkju, séra Ólafur
Oddur Jónsson, með kirkjukórn-
um og organistanum, Siguróla
Geirssyni. Er hér um að ræða
endurgjald fyrir heimsókn
heimamanna í Bústaðakirkju til
Keflavíkur á aðventunni á liðn-
um vetri. Við guðsþjónustu í
Bústaðakirkju kl. 2 síðdegis mun
séra Ólafur Oddur predika, en
kirkjukór Keflavíkurkirkju mun
syngja, auk þess sem kórar
kirknanna beggja munu syngja
saman.
Það er mikils virði fyrir alla
aðila að efla samstarf milli
safnaða og starfsfólks, bæði eyk-
ur það kynni og svo er alltaf
hægt að læra af slíkri samvinnu.
Er ekki að efa, að margir munu
leggja leið sína i Bústaðakirkju á
sunnudaginn kemur og sýna
þannig, að Keflvíkingarnir eru
miklir aufúsugestir í höfuðborg-
inni.
(FrýttatilkynninK)
Stuðningsmenn
Árna Sigfússonar
halda sigurhátíð
Stuðningsmenn Árna Sig-
fússonar, sem kjörinn var for-
maður Heimdallar um síðustu
helgi, efna til hófs eða sigurhá-
tíðar í kvöld, laugardagskvöld.
Hófið verður haldið í samkomu-
sal að Borgartúni 22, og hefst
klukkan 20.30.
Allir stuðningsmenn Árna
Sigfússonar og gestir þeirra eru
velkomnir, en ýmislegt verður til
skemmtunar og veitingar seldar
á kostnaðarverði.
(Fréttatilkynninit)
Fundur um at-
vinnumál í
Reykjavík
ATVINNUMÁL í Reykjavík
verða rædd á almennum fundi,
sem atvinnumálanefnd borgar-
innar boðar til í Súlnasal Hótel
Sögu í dag, laugardag, og hefst
hann klukkan 14.
Flutt verða sex framsöguer-
indi og stuttar fyrirspurnir
leyfðar að þeim loknum, en siðan
verða almennar umræður. Rík-
harð Jónsson, framkvæmda-
stjóri Harðfrystihúss Kirkju-
sands, hefur framsögu um sjáv-
arútveg, Guðjón Jónsson, for-
maður sambands málm- og
skipasmiða, ræðir um málmið-
nað, Magnús Gústafsson, for-
stjóri Hampiðjunnar, hefur
framsögu um almennan iðnað,
Þorbjörn Guðmundsson, vara-
formaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur, ræðir um
byggingariðnað, Valtýr Hákon-
arson framkvæmdastjóri Eim-
skipafélags íslands, ræðir um
viðskipti og samgöngur, og Guð-
mundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambands
íslands, ræðir stöðu ófaglærðs
verkafólks.
Fundarstjórar verða Barði
Friðriksson, framkvæmdastjóri
hjá Vinnuveitendasambandi ís-
lands, og Þórunn Valdimarsdótt-
ir, formaður Verkakvennafélags-
ins' Framsóknar, en þau sitja
bæði í atvinnumálanefnd
Reykjavíkurborgar. Formaður
nefndarinnar er Guðmundur Þ.
Jónsson og setur hann fundinn í
dag. Aðrir nefndarmenn eru
Magnús L. Sveinsson og Páll R.
Magnússon. Eggert Jónsson er
framkvæmdastjóri nefndarinn-
ar.
Basar og
kaffisala
Skóladagheimilið að Auð-
arstræti 2 heldur basar og kaffi-
sölu laugardaginn 16. maí klukk-
an 14. Á boðstólum verður margt
eigulegra muna, svo sem
hljómplötur, pottablóm, lukku-
pakkar o.fl.
Fundur um
Vetrarbraut-
arsamfélagið
BÓKIN Vetrarbrautarsamfélag-
ið eftir bandaríska stjörnufræð-
inginn R. Bracewell verður um-
ræðuefni á almennum fundi fé-
lags Nýalssinna að Álfhólsvegi
121 í dag kl. 15.00. Frummælandi
verður Þór Jakobsson veður-
fræðingur.
Skíðaganga
í Bláf jöllum
Skíðafélag Reykjavíkur efnir
til skemmtiskíðagöngu í Blá-
fjöllum klukkan 14 á sunnudag
fyrir alla sem áhuga hafa á slíku
og er þátttaka ókeypis. Leiðbein-
andi verður Ágúst Björnsson og
verður gengið í tvær klukku-
stundir. Þátttakendur þurfa að
snúa sér til Ágústs, sem verður
við borgarskálann í Biáfjöllum,
fyrir klukkan 14.
Prestskosning-
ar á Þingeyri
á sunnudaginn
Prestskosningar fara fram
næstkomandi sunnudag, 17. maí,
í Þingeyrarprestakalli í ísafjarð-
arprófastsdæmi. Einn umsækj-
andi er um prestakallið, Torfi
Hjaltalín Stefánsson, en hann
lauk guðfræðiprófi sl. vor. Kosið
verður á fjórum stöðum í presta-
kallinu.
ae a if>n»
lil 1/11 1