Morgunblaðið - 16.05.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.05.1981, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 pliíirgiiiiuMííliltií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Stjórnarfrumvarpi umturnað Framtalsfrestur fyrirtækja og einstaklinga með atvinnurekstur hefur verið framlengdur ítrekað meðan stjórnarfrumvarp um breytingar á gildandi tekju- og eignaskattslögum hefur velkzt fyrir Alþingi — en þó fyrst og fremst stjórnarliðinu. Nú hillir loks undir það að þetta frumvarp fái afgreiðslu á Alþingi og mátti ekki seinna vera því eftir lifir aðeins tæp vika þinghaldsins. Það var ekki fyrr en stjórnarandstaðan gekk til takmarkaðs samstarfs við stjórnarliða í fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar að skriður komst á málið. Seinagangur þessi, sem er dæmigerður fyrir vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar, hefur komið fcamteljendum, endurskoðunarskrifstofum og starfsfólki í skattakerfinu mjög illa. Gera má ráð fyrir því að þessir starfshættir stjórnarliðsins, sem valdið hafa fjölda landsmanna aukinni fyrirhöfn og kostnaði, seinki nokkuð álagningu tekju- og eignaskatta í ár og valdi auknu vinnuálagi og tilkostnaði í skattakerfinu. Það sem einkum vekur athygli, er þingnefnd skilar umsögn um stjórnarfrumvarpið, sem fjármálaráðherra ber fyrst og fremst ábyrgð á, er, að hún leggur samhljóða til verulegar efnisbreytingar á því. Stjórnarliðar í fjárhagsnefnd neðri deildar með Halldór Ásgrímsson, einn helzta skattasérfræðing í þingliði Framsóknarflokksins, í fararbro- ddi, fallast ekki á þá stefnu, m.a. varðandi fyrningarfrádrátt í atvinnurekstri, sem fjármálaráðherra hefur mótað og ríkisstjórnin bar síðan upp við Alþingi í frumvarpsformi. Stjórnarandstæðingar ganga síðan til samstarfs við stjórnarliða í þingnefndinni um leiðréttingu nokkurra efnisatriða, sem þeim þótti horfa til bóta, en halda að öðru leyti uppi harðri andstöðu við þá skattpíningarstefnu, sem frumvarpið er hluti af. Það sem hér hefur gerzt er að stjórnarliðar í fjárhagsnefnd neðri deildar hafa neitað að fylgja fram mótaðri stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnar í veigamiklum skattatriðum. En burtséð frá efnisatriðum þessara breytingartillagna er andstaða þingnefndarinnar athygliverð. Hún sýnir hvorttveggja: tímabæra viðleitni löggjafans til að standa betur í ístaðinu gegn vaxandi ásælni framkvæmdavaldsins og að taumhald ráðherra á stjórnarliðinu er annað og slakara en í upphafi stjórnarsamstarfsins. Fjármálaráðherra var óhress í umræðu í þingdeildinni, eftir breytingartillögur fjárhagsnefndar, og sór af sér alla hlutdeild í þeim, þær væru ekki undan sínum rifjum runnar. Hann lýsti jafnfram yfir andstöðu sinni við þá breytingartillögu þingnefndarinnar að fella niður 17. grein frumvarpsins, sem fól í sér verulega lækkun á fymingarfrá- drætti, og þar með enn eina þyngingu skattbyrðarinnar á atvinnurekstr- inn í landinu. Ég mun greiða atkvæði gegn þessari tillögu, sagði ráðherra, sem finnst sýnilega að fleiri skattaböggum megi enn bæta á þann atvinnurekstur, sem nú hangir á horriminni í íslenzkum þjóðarbúskap, og veikja þann veg enn frekar getu hans m.a. til launagreiðslna, en lét að því liggja að hann myndi ekki halda uppi andófi gegn öðrum breytingartillögum nefndarinnar, enda vart hægt í stöðu málsins annað en hraða gangi frumvarpsins gegn um þingið. Breytingartillögur sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn ítrekuðu markaða stefnu landsfunda Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum: 1) að heildarskattprósenta beinna skatta miðist við 50%, 2) að tekjuskattar verði afnumdir í áföngum á almennar launatekjur, 3) að tekjuskattar verði verulega lækkaðir á láglaunafólki og svigrúm aukið til þess að nýta persónuafslátt til greiðslu opinberra gjalda, 4) að eignaskattar verði aldrei til að hrekja fólk úr eigin húsnæði og 5) að skattlagning fyrirtækja sé með þeim hætti að það hamii ekki gegn æskilegri uppbyggingu og framþróun atvinnulífsins. I samræmi við þessa fastmótuðu stefnu Sjálfstæðisflokksins fluttu fulltrúar flokksins í fjárhagsnefnd breytingartillögur á sérstöku þingskjali, sem fela í sér: 1) Breytingar á skattþrepum og skattstigum bæði einstaklinga og fyrirtækja. 2) Breytingu á eignarskattsstiga og skattfrelsismörkum. 3) Breytingar á skattlagningu hlutafjár og arðs af hkitafé. 4) Breytingar á skiptingu persónuafsláttar til greiðslu opinberra gjalda. 5) Breytingar á meðferð vaxta og verðtryggingar á námslánum. Ljóst er, segir í áliti sjálfstæðismanna, að ríkissjóður verður fyrir einhverju tekjutapi ef tillögur þessar ná fram að ganga. Teljum við eðlilegt að því verði mætt með lækkun ríkisútgjalda og erum reiðubúnir til samstarfs um tillögur þar að lútandi, segir ennfremur í séráliti þeirra. Það ástand ríkir nú í íslenzkum þjóðarbúskap, þrátt fyrir góðæri og á ýmsan hátt hagstæð ytri skilyrði, að stöðnun er í þjóðarframleiðslu okkar og að þjóðartekjur fara rýrnandi. Við slíkar kringumstæður ber ríkisvaldinu að draga saman segl í ríkisútgjöldum og skattheimtu, til að efla umsvif í atvinnulífinu og veikja ekki enn frekar lífskjarastöðu almennings. Þessvegna eiga tillögur sjálfstæðismanna jafnvel enn meiri rétt á sér nú en þegar betur horfir. Ríkisvald sem hrifsar sífellt til sín stærri og stærri hlut af smækkandi þjóðarköku stendur hvorki vörð um hagsmuni atvinnuveganna, sem bera uppi lífskjörin í landinu, né almennings, sem á kjör sín komin undir traustum atvinnurekstri og vexti í þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum. Matthías Bjarnason; 70% hækkun eigna- skatta frá 1978 - sjálfstæðismenn og framlenging vinstristjórnar skattanna Matthías Bjarnason (S) svar- aði Pálma Jónssyni, landbúnað- arráðherra, nokkrum orðum í umræðu á Alþingi i fyrradag, en hann hafði lagst gegn þvi að taka aftur upp i skattafrum- varpið 59. greinina, sem þing- nefnd gerði mikilvægar breyt- ingar á. Ég og fleiri þingmenn fluttum frumvarp um niðurfell- ingu þessarar greinar, sagði Matthias, sem vísað var til ríkisstjórnarinnar. En það er margt annað i þessu stjórnar- frumvarpi, sem er ekki betra. Ég vil benda landbúnaðarráð- herra á þriðju málsgrein 25. greinar. sem er svohljóðandi: „Hjá mönnum er vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, skal áður en ákvæðum 2. málsgreinar er deilt, hækka tekjuskattstofn þeirra um þá fjárhæð, sem tekjur af þessum störfum eru lægri en ætla má, að endurgjald þessara manna miðað við vinnuframlag hefði orðið, ef þeir hefðu innt starfið af hendi fyrir óskyldan aðila.“ Ég held að framkvæmdavald- inu sé þarna fengið mikið vald í hendur, en þetta skiptir land- búnaðarráðherra máske ekki máli. Þarna er hliðstæðu ákvæði og var í 59. greininni, að óbreytt- um lögum, laumað inn á öðrum stað. Og það eru fleiri greinar, sem hafa verið heldur betur lagfærðar í meðförum nefndar- innar, og ég tel að það hafi verið hyggilegt að ganga til takmark- aðs samstarfs í nefndinni um að lagfæra fjölda tæknilegra atr- iða, sem vóru í frumvarpinu eins og fjármálaráðherra gekk frá því fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar. Það er óhyggilegt fyrir ríkis- stjórn, hver sem hún er, að marka heildarlöggjöf í skatta- málum, án samráðs við stjórnar- andstöðu, eða jafnvel í fullu stríði við stjórnarandstöðu. Það eru þvert á móti hyggileg vinnu- brögð að reyna að ná fram samstöðu, ekki sízt um tæknileg atriði skattamála, eins og gert hefur verið í þessu tilfelli í þingnefndinni. Við hefðum getað verið sam- mála ráðherra um niðurfellingu 59. greinarinnar, en þá hefði ekki orðið samstaða um neinar breytingar. Þá hefðu þeir, sem atvinnurekstur stunda, ekki set- ið við sama borð og aðrir skatt- þegar varðandi 10% vaxtafrá- dráttinn. Og gerðar vóru veru- legar breytingar til bóta í 53. grein, sem hafa mikið að segja fyrir atvinnureksturinn í land- inu. Landbúnaðarráðherra gæti og, sem aðili að ríkisstjórn, gert sitthvað fyrir smáatvinnurek- endur og allan almenning í landinu, í skattalegu tilliti. Hann gæti t.d. stuðlað að lækk- un eignaskatta, sem vóru hækk- aðir um 50% 1978. Þá var hann á sama máli og við aðrir sjálfstæð- ismenn varðandi hækkun eigna- og tekjuskatta, sem hann stend- ur nú að því að viðhalda og framlengja. Nú er haldið 1,2% eignaskatti í stað 0,8% sem var í ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar. Þegar alls er gætt hafa eignarskattar ekki hækkað minna en um _ 70% frá því Sjálfstæðisflokkurinn fór úr rík- isstjórn 1978. Það er skattastefna núverandi ríkisstjórnar sem ekki sízt veld- ur atvinnurekstrinum erfiðleik- um, smáatvinnurekendum sem hinum stærri. Landbúnaðarráð- herra gæti sýnt tilburði í þá átt að sveigja ríkisstjórn, sem hann situr í, í átt til hófsamari skattastefnu í anda þeirra kosn- ingaloforða, sem við báðir stóð- um að, að afnema alla nýja vinstristjórnarskatta. En það verður ekki gert meðan stjórn- arskútan siglir undir skattasegl- um Alþýðubandalagsins. Mesti ógreiði sem yfirvöld gætu \ útvarpinu væri að banna frjálst - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem kynnt hefur sér þessi mál í Bretlandi Á mánudagskvöldið verða stofnuð í Reykjavík Samtök um frjálsan útvarpsrekstur. Unnið hefur verið að stofnun samtak- anna um nokkurra mánaða skeið, en tilgangur þeirra á að vera sá að kynna hugmyndir um óháðan útvarpsrekstur, og reyna að afla fylgis við lagabreytingar á Alþingi, sem nauðsynlegar eru eigi frjálsar útvarpsstöðvar að geta orðið að veruleika hérlendis. Vilhjálmur Þ, Vilhjálmsson framkvæmdastjóri er einn þeirra er unnið hafa að undirbúningi stofnunar samtakanna, og var hann inntur nánar eftir hugmyndum þeim er að baki stofnunarinnar Ifegja. Samkeppni myndi efla Ríkisútvarpið „Meginástæða þess að við berj- umst fyrir því að ríkiseinokun á útvarpssendingum verði aflétt er sú, að við teljum samkeppni vera til góðs í þessu efni eins og víðast annars staðar" sagði Vilhjálmur. „Reynslan hefur orðið sú hjá öðrum þjóðum þar sem frjálsar útvarps- stöðvar hafa verið leyfðar við hlið ríkisútvarps, að fjölbreytni hefur aukist og dagskrá ríkisútvarps- stöðvanna hafa batnað með tilkomu nýrra útvarpsstöðva", sagði Vil- hjálmur enn fremur. „Samkeppnin gæti því orðið Ríkisútvarpinu til góðs, enda aug- ljóst að tilkoma nýrra stöðva yrði starfsfólki Útvarpsins hvatning til að gera enn betur og niðurstaðan hlyti því að verða öllum útvarps- hlustendum til góðs. Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa vissulega oft gert góða hluti, og þeir vinna sem kunnugt er við þrengsli og erfiðar aðstæður. Enda er það alls ekki á dagskránni að Ríkisútvarpið verði lagt niður, heldur viljum við aflétta einokuninni og auka fjölbreytnina." Strangar reglur þurfa að gilda Vilhjálmur sagði, að hugmyndin væri ekki sú að allt yrði gefið frjálst eða að hver sem væri gæti hafið starfsrækslu útvarpsstöðva upp á eigin spýtur, enda ekki tæknilega framkvæmanlegt. Ný löggjöf um þessi mál þyrfti að vera mjög víðtæk og innan hennar yrðu að vera margvísleg ákvæði og reglur um hvaða skilyrði þurfti að uppfylla til að starfrækja frjálsar útvarps- stöðvar, og hvernig. „Af tæknilegum ástæðum er ekki unnt að hafa nema takmarkaðan fjölda stöðva á sama svæði" sagði Vilhjálmur, „og gerum við til dæmis ráð fyrir að á Stór-Reykjavíkur- svæðinu yrðu 1 til 2 stöðvar. Úti á landi yrðu síðan stöðvar á ýmsum stöðum eftir aðstæðum á hverjum stað, svo sem á Akureyri, ísafirði, Norðfirði, Siglufirði og Vestmanna- eyjum svo dæmi séu tekin. Hugmyndin er sú að margir aðilar taki sig saman um rekstur hverrar stöðvar, einstaklingar, fyrirtæki, verkalýðsfélög, stofnanir og fleiri aðilar. Lengd útsend- inganna hjá stærri stöðvum yrði svipuð og hjá Rikisútvarpinu hjá þeim er lengst útvarpa, 17 til 18 klukkustundir og síðan færri út- sendingartímar, t.d. 4—5 klukku- tímar hjá þeim minni, en ekki er gert ráð fyrir næturútvarpi. Líkt og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.