Morgunblaðið - 16.05.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981
Ný verzlun Heimilis-
tækja opnar í dag
- Eiríkur Fjalar, Brimkló og Björgvin skemmta
Hið nýja hús fieimilistækja að Sætúni 8.
Nýja verslunin er eins og áður
segir á tveimur hæðum. A efri
hæð eru sjónv'arpstæki, útvörp,
hljómflutningstæki, smærri
raftæki, plötur og ljósaperur í
miklu úrvali. Þar er hin þægi-
legasta aðstaða fyrir viðskipta-
vini.
A neðri hæðinni eru kæli-
skápar, frystitæki, eldavélar,
ofnar, þvottavélar og fleira
þesskyns. Jafnframt eru þar til
sölu ýmis þrekþjálfunartæki.
Verslunarstjóri er Birgir Örn
Birgis. Hann vakti athygli blm. á
ljósabúnaði verslunarinnar, og
kvað hann ekki hafa sést hér á
landi áður. Ljósabúnaðurinn er
frá Philips-fyrirtækinu og er
sérhannaður fyrir verslunar- og
skrif stof uhúsnæði.
Þá verður í tilefni opnunar
verslunarinnar sérstök kynning
á Bose-hijómtækjum, sem eru
flókin tæki og atvinnumenn í
hljómlistinni bera einir skyn-
bragð á. En hin stóra og nýja
verslun Heimilistækja opnar
semsé í dag að Sætúni 8, og
verður opin milli klukkan 10 og
17. Og þar verður ekki aðeins
hægt að skoða verslunina nýju,
heldur einnig kynnast Bose-
hljómflutningstækjum, tölvum,
„vegg-sjónvarpi“, og mörgu
fleiru og hlýða á Eirík Fjalar,
Brimkló og Björgvin Halldórs-
son.
Úr versluninni nýju.
Ljósm. ól. K.M.
íslandi. Verslunin verður sýnd
frá klukkan 10—17 i dag og
mun Eiríkur Fjaiar verða þar
staddur miili klukkan 13 og 14
og skemmta og árita hljómplötu
sína og á eftir ætlar Brimkló-
hljómsveitin og Björgvin Hall-
dórsson að syngja og spila inni i
versluninni.
Byggingaframkvæmdir við
þetta nýja hús hófust vorið 1979.
A fyrstu hæð og í kjallara er
raftækjaverslunin og einnig
vörugeymsla, en á annarri hæð-
inni, sem er um 650 fermetrar er
varahluta- og rafeindahluta-
verslun, ásamt viðgerða- og
tækniþjónustu. Skrifstofur eru á
3ju, 4ðu og 5tu hæð. Forsvars-
menn Heimilistækja voru þess
fullvissir að nýja og rúmgóða
húsnæðið yki og bætti þjónustu
fyrirtækisins við hina fjölmörgu
viðskiptavini þess.
HEIMILISTÆKI hf. opna í dag
nýja verslun i glæsilegum húsa-
kynnum að Sætúni 8, Reykja-
vík. í raun er hér um að ræða
formlega opnun nýs húsnæðis
fyrir stóran hluta af starfssemi
Heimilistækja. Nýja viðbótar-
byggingin er um 2000 fermetr-
ar, þar af verður raftækjaversl-
un á tveimur hæðum, og sögðu
menn í Ileimilistækjum að sú
yrði ein hin nútimalegasta á
Haustið í Prag:
Félagar í Amnesty sækja
sýningu á fimmtudag
- umræður um verkið að sýningu lokinni
ÍSLANDSDEILD Amnesty International ætlar að minnast
þess, að 20 ár eru liðin hinn 28. maí nk. frá því að brezkur
lögfræðingur vakti athygli á kjörum pólitiskra fanga í grein í
brezka sunnudagsbiaðinu Observer, með því að sækja sýningu
Þjóðleikhússins á Ilaustinu í Prag nk. fimmtudagskvöld, en í
kjölfar þessarar blaðagreinar voru samtökin Amnesty Intern-
ational stofnuð. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu
hefur borizt um þessa leikför, segir:
gert Ríkis-
útvarp
í Bretlandi, þyrfti hér að setja
reglur um dagskrárgerð, þar sem
meðal annars væri ákveðið leyfilegt
hlutfall auglýsinga á klukkustund
og síðan e.t.v. innbyrðis hlutfall á
milli efnis og svo framvegis. Hug-
myndin er sú að óháðar útvarps-
stöðvar verði háðar reglum um
pólitískt hlutleysi, líkt og nú gilda
fyrir Ríkisútvarpið. Á Bretlandseyj-
um hefur sú leið verið farin að
úthluta leyfum til þriggja ára í
senn, og teljum við það einnig geta
átt við hér. Ríkisskipuð eftirlits-
nefnd með útvarpsrekstri taki síðan
ákvarðanir um hvort sömu aðilar
fái leyfin endurútgefin, eða hvort
þau verða fengin öðrum í hendur.
Þar verður þá að taka mið af því
hvernig viðkomandi útvarpsstöð
hefur staðið sig í stykkinu næsta
tímabil á undan."
Áhersla lögð á
staðbundið efni
Að sögn Vilhjálms er hugmyndin
sú, að hver útvarpsstöð útvarpi
einkum staðbundnu efni, hver á
sínum stað. Þar yrði um að ræða
fréttir og umræðuþætti er snerta
einstök byggðarlög á landinu, en
slíkt efni á oft ekki erindi til nema
þeirra er á viðkomandi svæðum búa,
og efnið á þvi erfitt uppdráttar í
útvarpi er hefur landið allt að
hlustunarsvæði.
Skemmtiþættir og fleira þess-
háttar gæti síðan hugsanlega verið
efni sem útvarpað yrði samtímis um
óháðu stöðvarnar, eða þá að þær
skiptist á slíku efni innbyrðis. „En
hverri útvarpsstöð yrði aðeins
heimilað að senda út á vissu svæði,
þannig að sendibúnaðurinn dragi
aðeins innan ákveðins radíus út frá
hverri stöð. Hinar frjálsu út-
varpsstöðvar myndu að sjálfsögðu
greiða skatta og skyldur eins og
önnur atvinnustarfsemi í landinu."
Bretland er
fyrirmyndin
Að sögn Vilhjálms hefur einkum
verið horft til Bretlands, þegar
leitað hefur verið fyrirmynda að þvi
kerfi frjálsra útvarpsstöðva, er ætl-
unin er að koma upp hér á landi.
Þar hafði BBC einokunaraðstöðu til
ársins 1973, er lögum um útvarps-
rekstur var breytt. Frá 1973 hafa
verið starfræktar 24 útvarpsstöðv-
ar, á Englandi og Norður-írlandi og
í Wales og Skotlandi. „Reynslan af
þessu hefur orðið sú“ sagði Vil-
hjálmur, „að nú hefur verið ákveðið
að fjölga stöðvunum um 14, í 40 alls.
Almenn ánægja hefur ríkt í Bret-
landi með þessa starfsemi, og at-
hyglisvert er að starfsmenn BBC
hafa síður en svo neitt á móti hinum
óháðu stöðvum. Þeir telja sam-
keppnina hafa orðið útvarpsútsend-
ingum til góðs, og ekki eru uppi
raddir um að hverfa aftur til fyrra
fyrirkomulags.
Reynsla Breta sýnir því að vel er
hægt að breyta til frá núverandi
fyrirkomulagi, Ríkisútvarpið og
óháðar útvarpsstöðvar eiga að
starfa hlið við hlið og bæta hverjar
aðra upp, og sú eðlilega samkeppni
sem þannig myndast verður neyt-
endum, útvarpshlustendum, fyrst
og fremst til góðs.“
Vilhjálmur sagðist vilja ítreka
það að engar hugmyndir væru uppi
um það, frá áhugamönnum um
frjálsan útvarpsrekstur, að ríkis-
útvarðið yrði lagt niður. Það yrði
áfram starfrækt og innheimt til
þess afnotagjald eða sérstakir
skattar, en hnar óháðu stöðvar
myndu standa undir sér með augl-
ýsingatekjum.
Bjartsýnn á að
breytingar nái
fram að ganga
„Já, ég er bjartsýnn á að breyt-
ingar verði gerðar á núverandi
útvarpslöggjöf innan tíðar," sagði
Vilhjálmur er hann var spurður um
möguleika á breytingum. „Ég hef þá
tru, að þegar alþingismenn hafa
kynnt sér þetta mál til hiítar muni
þeir verða því fylgjandi, enda er hér
á ferðinni stórt hagsmunamál fyrir
umbjóðendur þeirra, ekki síst þá er
úti á landi búa.
Hér á landi hefur sú árátta fólks
að vísu oft verið ríkjandi, að menn
vilja hafa vit fyrir öðrum, og segja
til um hvað fólki er fyrir bestu og
hvað ekki. Þetta er þó sem betur fer
að breytast, enda er það augljóst að
hefðu þessi viðhorf ávallt orðið ofan
á þegar um tækninýjungar og
breyttar aðstæður hefur verið að
ræða, væri íslenskt þjóðfélag ekki
komið svo langt fram á veg sem
raunin er. Eins og ég hef áður sagt,
tel ég Ríkisútvarpið hafa miklu
hlutverki að gegna, en um leið er ég
sannfærður um að yfirvöld geta
varla gert þeirri ágætu stofnun
meiri ógreiða en að banna starfsemi
óháðra útvarpsstöðva hér á landi.
Með vandaðri og ítarlegri löggjöf
um þessi efni á að vera hægt að
komast hjá öllum þeim hættum er
af frjálsum útvarpsstöðvum er talin
stafa, og því er hér augljóslega um
mikið framfaramál að ræða.“
- AH
„Þann 28. maí nk. eru 20 ár
frá því að breski lögfræðingur-
inn Peter Benenson birti grein í
sunnudagsblaðinu Observer og
vakti athygli á kjörum póli-
tískra fanga í heiminum sem
hann kallaði gleymda fanga.
Grein Benenson, vakti heimsat-
hygli og í kjölfar hennar voru
samtökin Amnesty Internation-
al stofnuð. íslandsdeild þeirra
samtaka hyggst minnast þess-
ara tímamóta á fimmtudaginn
kemur 21. mai, en þá ætla
félagsmenn að sækja sýningu
Þjóðleikhússins á Haustinu í
Prag sem sýnd er á Litla
sviðinu. Sýning þessi er einkar
athyglisverð og vel af hendi
leyst. Hér er um tvo einþátt-
unga að ræða, sem þótt ólíkir
séu, eru tengdir innbyrðis.
Verkin lýsa aðstæðum andófs-
manna í Tékkóslóvakíu, en ann-
ar höfundanna situr nú þar í
fangelsi vegna skoðana sinna en
hinn er landflótta. Þótt verkin
skírskoti þannig til tékknesks
raunveruleika og beri merki
tékkneskrar bókmenntahefðar
hafa þau einnig víðfeðmara
gildi. Áhorfandinn gleymir því
ef til vill ekki að lýst er
aðstæðum í Tékkóslóvakíu, en
honum er jafnframt ljóst að
skeyti höfunda hitta valdhafa
allsstaðar þar sem skoðana- og
tjáningarfrelsi eru sett óhæfileg
takmörk.
Að leiksýningu lokinni verða
tæplega klukkustundar umræð-
ur um verkin og efni þeirra.
Umræðum stýrir Friðrik Páll
Jónsson, fréttamaður, og til
þátttöku hefur verið fengið leik-
húsfólk og ýmsir aðrir sem þessi
efni hafa kynnt sér.
Leiksýningin er auglýst sem
venjuleg sýning af hálfu leik-
hússins og öllum heimill að-
gangur. Félögum í Amnesty,
sem tryggja vilja sér miða, er
bent á að þeir geti strax á
sunnudag snúið sér til miðasölu
Þjóðleikhússins og fengið miða
með því að vísa til þátttöku
sinnar í samtökunum."