Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 31

Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 31 Bjarni Pálmason: Örfá orð til Omars Ragnarssonar myllu Begins, forsætisráðherra í Israel. Eins og alkunna er var Verkamannaflokknum spáð jafn- vel meirihluta á þingi þegar boðað var til kosninga. En á sl. vikum hefur Begin og Likud saxað svo á yfirburðafylgi Verkamanna- flokksins að leikar virðast nú jafnir. Haldi Begin klókindalega á málunum fram að kosningum er eins víst að ísraelar kjósi hann til að gegna áfram forsætisráðherra- stöðu. Það ríkir nú sérstætt and- rúmsloft, sem má kannski líkja við þá upphöfnu tilfinningu þegar Sadat Egyptalandsforseti kom á sínum tíma. Begin hefur sjaldan verið jafn reifur og baráttuglaður og síðan deilan við Sýrlendinga brauzt út og magnaðist og hann flytur hverja ræðuna eftir aðra og hrífur landa sína með mælsku sinni. Gleymd er vitlaus óðaverð- bólga, atvinnuleysi og fólksflótti, nú þjappa ísraelar sér enn á ný gegn óvininum, það er sérísraelskt fyrirbæri sem ekki er hægt að skýra nema út frá tilfinningum. Nefna ber að Begin hafði skipað nýjan fjármálaráðherra, Yoram Aridor, sem bókstaflega hefur heillað Israela upp úr skónum. Auk þess að vera glæsilegur, koma vel fyrir sig orði og allt það hefur hann líka gripið til vinsælla ráð- stafana, lækkað tolla og verðlag á ýmsu. Og vegna þess að Verka- mannaflokknum hefur beinlínis ekki lukkazt neitt í kosningabar- áttunni og Shimon Peres hefur ekki tekizt að glæða með löndum sínum neinn eldmóð, er allt útlit fyrir að Israeiar sitji áfram uppi með gamla haukinn Begin. Hann er tilbúinn að heyja stríð, þrátt fyrir friðartal. Það eru flestir Israelar líka, að því er kemur fram í nýjum skoðanakönnunum þar. ísraelar eru yfirleitt heldur hernaðarlega sinnaðir, sumpart vissulega af illri nauðsyn, svo að þeir munu fylkja sér að baki Begins og hlíta vilja hans í flestu sem hann leiðir þá í. Verkamanna- flokksmenn hafa reynt að gagn- rýna efnahagsaðgerðir Aridors og kallað þær sýndarmennsku og ávítað fólk fyrir að láta slá ryki í augun á sér á þennan hátt. En þetta hefur ekki hrifið. Eftir gagnrýni erlendis frá í garð Beg- ins virðist vegur hans heima fara enn vaxandi. Yfirlýsingar hans um Helmut Schmidt kanzlara Vestur-Þýzkalands vöktu ánægju í Israel. Og Verkamannaflokkurinn ger- ir sér líka ljóst að það er afar hæpin pólitík að' gagnrýna of harkalega þá ósveigjanlegu stefnu sem Begin hefur tekið varðandi Líbanon/Sýrland vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að Israelar vilja flestir að fjendum þeirra sé sýnt í tvo heimana. Þó svo að frambjóðendur Verka- mannaflokksins reyni að hamra á því að stefna Begins sé að leiða Israel í ófrið enn á ný fær það bara hreinlega ekki hljómgrunn, a.m.k. ekki sem hótun. Þar sem þetta tengist hvað öðru er ekki hægt að líta á það nema í samhengi hvað við annað, kosn- ingarnar í Israel og deilurnar við Sýrlendinga. Það gæti kostað ísraela mikið ef þeir færu í stríð nú, þeir misstu þá veiku vinar- hönd sem Jórdanir hafa verið að reyna að rétta þeim, þótt leynt hafi farið, trúlegt er að Anvar Sadat sneri við þeim bakinu. Þeir myndu kannski vinna hernaðar- sigur og ná á sitt vald hluta Líbanons. En þá kynni að koma upp nýtt flóttamannavandamál þegar Líbanir væru í enn ríkara mæli hraktir úr landi sínu. Og það gæti verið að kristnu mennirnir í suðurhlutaflum reyndust ekki eins dyggir stuðningsmenn ísraels og þeir vilja vera láta nú. Hvernig sem allt veltur er einn aðili sem alltaf tapar og mun tapa. Það er hinn óbreytti líbanski borgari. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Ómar minn! Þegar ég las grein þína í Morgun- blaðinu 14. þ.m. datt mér í hug að svara þér í léttum dúr, því ég og alþjóð veit að þú ert húmoristi góður. Vona ég þú skiljir mig nú betur en þegar ég hef rætt við þig í alvarlegri tón, samanber á Hótel Sögu og Norræna húsinu, á fundum bílbeltaáróðursmanna. Öllu gríni fylgir nokkur alvara og svo er að sjálfsögðu hér. Á þessum tveim fundum, sem ég ræddi við ykkur Ólaf Ölafsson landlækni, benti ég ykkur á 6, já sex menn, sem ég vissi um að látið höfðu lífið við að bifreiðar þeirra ultu niður í ár, læki eða sjó og þar af hafi bílbelti verið spennt á 4 og sjá hafi mátt á líkum þeirra, að þeir hafi gert ítarlega tilraun til að losa beltin, en ekki tekist. Eg benti ykkur einnig á slys á Islandi þar sem menn höfðu látist vegna áverka á hálsi, þar sem beltið sem átti að vera um öxl viðkomandi, lenti á hálsi hans. Ég benti ykkur á slys þar sem dyrastafur rifnaði frá bifreið og bílstjórinn dróst út úr bifreiðinni og lést, og mig minnir að ég hafi nefnt þér og þínum félögum 12 eða 14 sambærileg dæmi. Svarið sem ég fékk hjá ykkur var að þið vissuð þetta, það mætti alltaf nefna eitt og eitt dæmi, en þetta væri svo lítið miðað við það sem beltin gerðu gagn, engin önnur rök. Þá datt mér í hug að minna þig á er knattspyrnulið Man. United fórst í flugslysi í keppnisferð í Þýskalandi. Þeir örfáu sem komust lífs af áttu það sameiginlegt að sitja aftarlega í vélinni og vera óspenntir í belti vélarinnar. Við ræddum einnig um slys þar sem bifreið valt með 4 eða 5 innanborðs. Einn var spenntur í belti og lést en hinir beltislausir og lifðu af en slösuðust. Merkilegt er að þið skulið aldrei vilja upplýsa fólk um þetta í ykkar áróðri, fyrst þið viljið vera bjarg- vættir allra bílstjóra og farþega. Ég hef nú sent bréf til allsherjarnefnd- ar efri deildar Alþings og bent þeim á þessi slys, hvar þau urðu og hvaða áverkar voru á þeim látnu, en ég tel ekki heppilegt að lýsa þessum hlut- um í blöðum þar sem margir afkomendur og venslamenn yrðu sjálfsagt hvumsa við. En nú, Ómar minn, í léttara hjal. Á Sögufundinum benti ég ykkur á að amerískir læknar vöruðu ófrísk- ar konur við að nota bílbelti og alls ekki nema eftir tilsögn lækna. Þá greip landlæknir fram í fyrir mér og sagði að amerískir læknar hefðu ekki hugmynd um þessi mál, evrópskir læknar væru búnir að kanna þetta mun betur. Ekki skil ég hvers vegna við erum að senda okkar ungu lækna til sérnáms í Bandaríkjunum, ættum við ekki frekar að bjóða Bandarikja- mönnum hingað til menntunar. Hefur þú nokkurn tíma lesið umsögn amerískra lækna um notk- unarreglur á bílbeltum fyrir ófrísk- ar konur. Ef svo er ekki ættir þú að gera það. Hvernig stendur á því að þið nefnið aldrei á nafn þá staðreynd að samkvæmt rannsóknum erlendis veita bílbelti litla sem enga vörn, ef bíl er ekið á meir en 90 km hraða. Það er talað um að á 4 stöðum á landinu eigi að undanskilja skyldu um notkun bílbelta, þar á meðal við Ólafsfjarðarmúla. Er ekki mótsögn í þessu að undanskilja notkun svo mikils bjargvætts sem beltin eru á slíkum hættuvegum? Hvað eru ekki margir slíkir hættuvegir á Islandi? Þeir eru fleiri en 4. Nú eru auglýstir bílbeltahnífar nánast í öllum þeim löndum sem lögleitt hafa notkunina, og gefin ráð og upplýsingar um, hvar sé best að hafa þá i bílnum til að menn geti á sem auðveldastan hátt losað sig frá bílnum sem fyrst, ef á þarf að halda. Hver ætli ástæðan sé? Það svarar sér sjálft. Öryggið er ekki eins mikið og af er látið, menn vita um gallana, sem áróðursmönnum bílbeltanotk- unar hefur láðst að fræða fólk um. Að lokum, Ómar minn, ég hef boðið að upplýsa þig um öll þau slys sem ég veit um, þar sem fólk hefur látist í bílslysum, að ég tel vegna notkunar beltanna, þótt ávallt verði erfitt að sanna að fólk hefði lifað slys af þó belti hefði ekki verið notað, og jafn erfitt er fyrir ykkur að sanna að maður hefði lifað af slys hefði hann notað beltið. Ég óska þér svo alls hins besta, að undanskitdu því, að þú og þið náið ekki fram lögleiðingunni. Bjarni Pálmason SUMARIÐ ’81 KEMUR Viö opnum sýningu aö Sundaborg 41 (Norðan megin) miövikudaginn 13. maí og stendur til 20. maí (Líka laugardag og sunnudag frá 2—6). Sýningin verður opin virka daga frá 9—12 og 1—5. Við sýnum Garöhús — sumarhús ■- u m tíjí Upphækkanleg hús fyrir japanska og USA pick-up bíla. Fullinnréttaö. .. Amerísk gróðurhús IbsV Hús fyrir japanska og USA pick-up bíla. Fullinn- réttaö. Traustir tjaldvagnar 9 Bátar — Jeppakerrur — Weaponkerrur 1t°yota Fyrir japanska og USA pick-up bíla. Óinnréttaö. Gísli Jónsson LJ f Sundaborg 41 V/Ui II I ■ _ sími 86644.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.