Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 37

Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 þar og k.h. Guðlaug Gunnlaugs- dóttir. Að þeim stóðu traustir ættstofnar breiðfirskra sjósókn- ara, bænda og höfðingskvenna. Það var því að vonum, að snemma vaknaði vorhugur í unga Sveini, sem ólst upp í eyjunni Flatey, sem var á æskudögum hans umleikin menningarstraumum jafnt og sí- fjörugum sjávarstraumum er báru margt með sér. Það var sannar- lega gott land, bernskulandið hans Sveins í huga hans, þar sem höndin vandist leik að leggi og skel, líka verki við segl og árar og öllum öðrum vinnubrögðum, sem ungmenni voru vanin við á þeirri tíð. Sveinn var snemma bráðger, næmur, eftirtektarsamur og at- hugull. Að liðnum æskudögum við leik og störf fór hann til náms í nýstofnuðum Kennaraskóla ís- lands og lauk þaðan prófi tvítug- ur. Eftir það var aðalstarf hans kennsla. Það skiptir mörgum ára- tugum, kennsluskeið hans. Stöðu- hafi í kennarastarfi eða skóla- stjórastarfi var hann frá hausti 1909 til hausts 1959. Tvær voru skólastjórastöðurn- ar, önnur 1918—1930 í Flatey og hin á Flateyri 1930—1959. Sú saga, sem gerðist í sambandi við Svein á því hálfrar aldar bili frá því að hann hóf kennslu þar til hann breytti frá skólastjórastarfi og hvarf að stundakennslu, var ekki einungis kennslustundasaga eða skólastjórnunarsaga. Hann var alltaf ólgandi af lífsfjöri í störfum af ólíklegustu gerð, allt frá skóflustriti til skáldskapar- mála svo að neistaði af, þegar skóflan sló stein, skeifan kyssti grjót, heiðin há var hlaupin brött fyrir fót og andagiftin sindraði, svo að áheyrandinn hreifst, tón- skáldið fékk innblástur, ungling- urinn varð svo glaður og feginn yfir fegurðinni og öldungurinn djúpt snortinn vegna spekinnar. Þessa kenndi stundina, sem við stóðum við á hárri heiðarbrún fyrir fjörutíu árum. En ég kom líka heim til Sveins á Flateyri og þangað var barni indælt að koma og fullorðnum fagnað af hjarta. Sveinn var gæfumaður í tveim hjónaböndum. Með fyrri konu sinni, Sigríði Benediktsdóttur, bjó hann frá giftingardegi, 30. sept. 1910, uns hún andaðist, 6. marz 1957. Þau eignuðust 3 mannvæn- leg börn. Með síðari konu sinni, Önnu Ólafsdóttur, bjó hann frá giftingardegi, 14. júní 1958, uns hún andaðist, 7. júlí 1977. Síðari kona hans var móður- systir mín. Hún var líka dóttir þess manns í Breiðafjarðareyjum, sem Sveinn bar mikla tryggð og vináttu til. Öllu móðurfólki mínu var hann vinfastur og tryggur. Mér er einkar ljúft og skylt að láta í ljós þakkir okkar ættingjanna fyrir það. Sérstaklega minnist ég með þakklæti þeirra samskipta, sem urðu á kennaraárum hans í Flat- eyjarhreppi 1914—1918, þegar hann var, eins og farkennslan skikkaði, nokkurn tíma í senn á heimili móðurföður míns, nokkra daga stundum og enda heilan mánuð að störfum stundum. Hjá afa mínum í Hvallátrum var hann ætíð velkominn og góður gestur. Hann hafði raunar hleypt heim- draga í æsku og átt iitríka daga við snúningastörf og kúagæzlu í Hvallátrum. Líklega ber af sá stuðningur, sem Sveinn veitti veturinn eftir sjóslysið á síðsumri 1915. Hann veitti tæra gleði og hlýja samúð öllu heimilisfólki samfara fræðslustarfinu. Enn minnist ég vináttusam- bandsins, sem var milli foreldra minna og Sveins og Sigríðar. Frá bernskutíð var sú vinátta hluti af heild í lífi fjölskyldu minnar. Þeir voru samherjar í starfi IOGT, sr. Halldór Kolbeins, sóknarprestur á Stað í Súgandafirði, og Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri á Flat- eyri. Þeir voru líka samherjar á mörgum sviðum, þegar þeir sátu báðir í nefndum embættisstörfum, Minning: Sigmar Friðriksson bakarameistari Mig langar í fáum orðum að minnast sómamannsins Sigmars Friðrikssonar bakarameistara, frá Seyðisfirði, sem. lést í Landspítal- anum 6. maí sl. og jarðsettur verður nú í dag, 16. maí, á Seyðisfirði. Sigmar fæddist hér á Seyðis- firði 31. júlí 1901 og hefði því orðið áttræður á þessu sumri. Hann var einn af fáum „hreinræktuðum" Seyðfirðingum af gömlu kynslóð- inni, sem eftir voru í þessum bæ, og hélt tryggð við staðinn alla sína ævi, þeirri kynslóð, sem vann myrkranna milli og þurfti að vinna myrkranna milli -til að komast af og skila í okkar hendur betra þjóðfélagi en hún tók við. Foreldrar Sigmars voru hjónin Helga Sigurðardóttir og Friðrik Jónsson, sem lengst af bjuggu í húsi því sem „Sæból" hét og eldri Seyðfirðingar muna. Þar ólst hann upp ásamt Boga bróður sínum. Eg minnist þess að sérlega kært var milli þeirra bræðra og mikill samgangur milli þeirra og heimila þeirra, meðan báðir lifðu. Helgu, móður sína, misstu þeir þegar Sigmar var 17 ára og héldu þeir heimili með föður sínum næstu 4 árin, eða þangað til hann lést. Eftir það bjuggu þeir bræður saman í Sæbóli þar til Sigmar giftist, árið 1929. Bogi andaðist 1. júní 1968. Á unglingsárum sínum vann Sigmar nokkurn tíma í bakaríi hér á Seyðisfirði, sem varð til þess að hann lagði þá iðngrein fyrir sig. Námið sótti hann til Reykjavíkur, nánar tiltekið í Björnsbakarí, og lauk því árið 1926. Þessa iðngrein sína stundaði hann síðan mestan hluta ævinnar, þó með nokkrum hléum en þá vann hann almenna verkamannavinnu. Hann var vandvirkur iðnaðarmaður, og voru brauð hans rómuð fyrir gæði. Hinn 20. mars árið 1929 steig Sigmar stærsta gæfuspor lífs síns, leyfi ég mér að fullyrða, þegar hann giftist Svövu Sveinbjörns- dóttur, frænku minni. Var hjóna- band þeirra og sambúð öll ein- staklega farsæl og elskuleg. Veit ég ekki fil að nokkurn tíma hafi borið skugga þar á. Enda mun gagnkvæmt traust og virðing hafa ráðið ríkjum þar á bæ. Hvergi þar sem ég hefi þekkt til hef ég vitað betri eða hnökralausari sambúð hjóna. Þykist ég nokkuð vel geta um það dæmt, því fram á fullorð- insár var ég þar nánast heima- gangur. Sigmar og Svava eignuðust 12 börn, tíu þeirra náðu fullorðins- aldri, en þau voru: Helgi Friðrik, Jóhann Ingimundur, Sveinfríður, Sveinn, Sigríður María, Hreiðar, Gunnar Björgvin, Haraldur, Al- freð og Helga. Tvo drengi misstu þau í frumbernsku. Tvisvar sinnum á síðustu 19 árum hefur sorgin knúð dyra hjá þeim Sigmari og Svövu. í fyrra samtíða um fimm ára skeið í Flatey. Marga stund undu þeir saman við sitthvað þegar tóm gafst til. Stundum ortu þeir saman, stund- um lásu þeir guðfræði saman og stundum reistu þeir hugsjóna- loftkastala saman. Ég læt fljóta með hér eina vísu, sem þeir unnu saman og ég veit ekki hver á hvað í henni, en faðir minn orti hana ekki einn. it.B^tra er að vita hcldur en hyiotja þú huKmyndirnar þyki slynKar. Milli hluta læt <*K lÍKKja luKnar uk sannar iuilyrðinKar.” Sveinn Gunnlaugsson var vinur, tryggðavinur með mikilli sæmd í augum foreldra minna. Það hefði oft yljað að minnast þess. Nú. hverf ég aftur á háa heiðarbrún fyrir 40 árum. Ómyrk vornóttin skartaði skærum litum og það var fagurt, töfrandi, að horfa til allra átta af góðum sjónarhóli. En hann sagði mér þó, að þessi fegurð stæðist ekki samjöfnuð í vitund hans við vordýrðina við Breiða- fjörð, sem hann unni þjóðræknum huga af alefli andans. Þá fegurð nefndi hann fjólublá- an draum. í skáldlegri andagift gaf hann oft fagrar myndir og þess naut ég kvöldstundina á Klofningsheiðarbrún. Skáld var hann þar fyrir augum mínum þegar hann lýsti breiðfirskri feg- urð á vornóttu samtímis því að hann talaði við mig hvatningar- og örvunarorðum. Að skilnaði sagði hann þá: „Guð blessi þig, Gísli minn.“ Nú þakka ég kveðj- una. Ég veit að Sveinn Gunnlaugsson lifði gagnmerka ævi fræðárans og félagshyggjumannsins, jafnhliða því, að hann var af Guðs náð breiðfirskt, íslenskt skáld vinhlýj- unnar, fegurðarinnar, viskunnar og velvildarinnar. Þökk fyrir ævistarf hans. Vin- áttu ættingja minna að leiðarlok- um hans votta ég ættmönnum og venslafólki Sveins Gunnlaugsson- ar. Guð blessi merka minningu þjóðlegs þegns. Gísli H. Kolbeins skiptið, 17. febrúar 1962, þegar sá hörmulegi atburður gerðist, að m/b Stuðlaberg NS 102, fórst með allri áhöfn við Reykjanes. Þar fórst sonur þeirra, Jóhann Ingi- mundur, eða Mundi, eins og hann var ætíð kallaður, aðeins rúmlega þrítugur að aldri. Fór þar drengur góður og frábær sjómaður. Slys það varð þeim hjónum og fjöl- skyldunni þungt áfall. Síðara skiptið sem sorgin knúði á dyr þeirra hjóna var 14. október 1978, þegar Helga, dóttir þeirra, lést skyndilega. Helga hafði verið þeim ómetanlegur styrkur síðustu árin, eftir að heilsu þeirra tók að hraka, þó hún sjálf gengi ekki alltaf heil til skógar. Mun hún hafa liðið meira en margur vissi um því hún var fremur dul og ekki kvartsár. Barnabörn þeirra hjóna eru nú orðin 22 og barnabarnabörnin 4. Hefur margur kvatt þennan heim með minni árangur að baki, en ánægður þó. Alltaf var gaman að koma á heimili Sigmars og Svövu. Þar var ávallt glatt á hjalla enda börnin mörg og fjörmikil. Af því leiddi, að við frændsystkini „Simmaling- anna“ í „Bláhúsinu", sóttum þang- að máske meira en góðu hófi gegndi, ef tekið er til þess að þröngt var þar oft bekkurinn setinn. Mörg kvöldin, þegar tíminn fór ekki í ærsl og læti, var setið og spjallað saman. Var þá gjarnan setið í hóp kringum Sigmar, sem hafði einstaka hæfileika til að gæða frásagnir sína lífi. Var þá oft sagt frá „gömlu dögunum" hér á Seyðisfirði. Enda var hann stálminnugur og fjölfróður um fyrri tíma hagi. Leituðu þeir oft til hans á síðustu árum sem söfnuðu fróðleik um atvinnuhætti og mannlíf hér, frá fyrri tíð. Var þar aldeilis ekki komið að tómum kofanum. Á yngri árum stundaði Sigmar íþróttir, og þótti knár knatt- spyrnumaður. Alla ævina sýndi hann þeirri íþrótt mikinn áhuga og var dyggur áhorfandi á knattspyrnuvellinum þegar leikið Jakob Einarsson bóndi — Minning Fæddur 18. mars 1898. Dáinn 10. maí 1981. Þeim fer nú óðum fækkandi aldamótamönnunum, sem enn taka þátt í erli og önn níunda áratugsins. Einn þeirra, Jakob á Norður-Reykjum, kveðjum við í dag frá sóknarkirkju hans að Mosfelli. Jakob var fæddur að Norður- Reykjum 18. mars 1898. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Eyj- ólfsdóttir og Einar Þórðarson, sem þar bjuggu ásamt börnum sínum, þrem bræðrum og einni systur. Eftirlifandi er nú bróðir- inn, Þórður. Jakob mun snemma hafa farið að taka til hendinni við bú for- eldra sinna, eins og tíðkaðist til sveita á þeim tíma. — Við búi að Norður-Reykjum tók hann síðan um 1930 og var því bóndi þar um hálfa öld. Árið 1948 verða þátta- skil í lífi Jakobs. Á gamlársdag það ár ganga þau í hjónaband frú Guðjóna Benediktsdóttir, sú mikla dugnaðar- og sæmdarkona og Jak- ob Einarsson. Synir þeirra eru Einar, rafmagnsverkfræðingur og Rúnar, bifvélavirki. Á yngri árum tók Jakob virkan þátt í íþróttum og var fjölhæfur og snjall glímumaður. Hann tók og mikinn þátt í störfum Umf. Aftureldingar um áratuga skeið og hafði félagið kjörið Jakob heiðursfélaga sinn. Hugsjónir ungmennafélagsskaparins féllu vel að lífsskoðun hans. Jakob var víðlesinn og átti ágætt bókasafn, enda maðurinn sjór af fróðleik. Jakob Einarsson var náttúru- barn og útivistarmaður. Ein var var. Munu margir sakna hans af vellinum nú í sumar. Af þessu hlaut það líka að leiða, að hann skaffaði liðinu knáa liðsmenn, sem að vísu eru nýhættir keppni, en í þá vitnað, þegar rætt er um seiglu og þrautseigju í þeirri íþrótt. Reyndar var Sigmar gerður að heiðursfélaga íþróttafélagsins Hugins á sextugsafmæli þess árið 1973, fyrir brautryðjendastörf og sína sérstöku tryggð við félagið og knattspyrnuna. Þegar ég nú læt hugann reika til liðinna ára, minnist ég þess að Sigmar var barngóður og ljúfur heimilisfaðir. Er mér það enn í fersku minni að í flest skipti sem ég kom þangað, sat hann með eitthvert af yngri börnunum í fanginu, þó þreyttur væri eftir langan og erfiðan vinnudag. Segir sig sjálft, að oft hefur hann þurft mikið á sig að leggja, því marga munna þurfti að metta. Engum mönnum tróð Sigmar um tær um dagana, enda veit ég ekki til að hann ætti nokkurn tíma óvildarmenn. Hann var fremur dulur út á við en því ræðnari og skemmtilegri innan veggja heimil- isins. Þó fór hann aldrei dult með lífsskoðanir sínar. Fundu þeir það fljótt sem við hann ræddu, hvor- um megin víglínunnar hann stóð í lífsstríðinu. Ávallt tók hann sér stöðu við hlið þess sem minna mátti sín, og var stundum ómyrk- ur í máli, ef svo bar undir. Síðustu árin hafa þau hjónin búið í húsi sínu að Miðtúni 6, sem þau reistu árið 1966, með yngsta syninum, Alfreð, sem alltaf hefur búið hjá þeim, og reynst þeim styrk stoð þegar heilsu þeirra og kröftum tók að hraka. Skal hér þó ekki gert lítið úr umönnun hinna barna þeirra. Að lokum kveð ég góðan dreng með virðingu og þökk og sendi Svövu, sem nú er sjúklingur á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, og að- standendum hennar samúðar- kveðjur frá mér og mínum, og veit um leið að þau munu geyma í sjóði minninganna óbrotgjarna mynd af góðum eiginmanni og föður. Jóhann Sveinbjörnssun sú íþrót, sem hann dáði alla tíð, meðan heilsa og kraftar entust, en það var veiðiskapur. Sá, sem þessar línur ritar, á ljúfar og skemmtilegar minningar frá ótal veiðiferðum og náttúruskoðun við ár og vötn, víðsfjarri erli og stressi hins daglega brauðstrits. Jakob og Guðjóna bjuggu góðu búi að Norður-Reykjum á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þar var ávallt gott að koma og blanda geði við húsráðendur. Með Jakobi Einarssyni er geng- inn merkur samtíðarmaður, sem lifað hafði að sjá alla búskapar- hætti umbyltast frá frumstæðum vinnubrögðum liðinna alda yfir til véla- og tæknialdar nútímans. Þróunarskeið, sem Jakob og sam- tíðarmenn hans tóku virkan þátt í að móta, með þrotlausu starfi og hagsýni. Jakob átti við þrálátan sjúkdóm að stríða síðustu árin. Þegar svo er komið, verður hvíldin öldruðum og þreyttum kærkomin. Ég votta frú Guðjónu, sonum þeirra og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Sjálfum honum óska ég fararheilla yfir móðuna miklu, um leið og ég þakka honum trygga vináttu við mig og mína. Sigurjón Ágúst Ingason DINE: SPARNEYTIN ELDAVÉL FRÁ HUSQVARNA 4 hraöBuðuhellur, þar af ein •tór fyrir staikarpðnnuna. Ofninn ar •játfhreinaandi. Ofninn hitnar é minna an 6 mín. Hitahólfið fyrir naöan ofninn ar t •ömu braidd og otnínn. Er féanleg í 4 litum. Stjórnborð (ktukkuborö) ar hwgt aö kaupa *em aukahtut. Aöeins 25% útborgun og rest- in greiöist á 6—8 mánuöum. ^unnai Sfy^ehbtm Lf. SS SuöuriandsbfBut 16 - 105 Raykjavlk - Simi 35200 1 kynn^mltei^lÍiaM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.