Morgunblaðið - 05.07.1981, Side 1
64 SIÐUR
147. tbl. 68. árg.
SUNNUDAGUR 5. JtLÍ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Frekari
mannskaði
í fellibyl
Manila. Filippseyjum. i. júlí. AP.
FELLIBYLURINN Lynn olli
mannskaðatjóni, þegar hann
gekk yfir Luzoneyju á Filipps-
eyjum í dag. Að minnsta kosti 10
manns létust í óveðrinu, en fyrr
i vikunni fórst 161, þegar
fellibylurinn Kelly gekk yfir
eyjuna. 40 manns er saknað á
Luzoneyju.
Mikil rigning fylgir stormin-
um. Hann hefur náð til um 300
km svæðis. í Manila urðu nokkur
flóð. Lynn stefnir í vestur í átt að
hrísgrjónaræktarsvæðum Fil-
ippseyja.
Vanheilir
ná tindi
Mt. Ranier
Paradís. Washingtonriki. i. júlí. AP.
FIMM blindir menn, tveir heyrn-
arlausir, einn með gervifót og
einn flogaveikur, náðu tindi Mt.
Ranier-fjallsins, sem er 4.392
metra hátt, á föstudag. Þeir
lögðu upp í ferðina á miðvikudag
og voru einum degi fljótari á
leiðinni en þeir höfðu reiknað
með.
Þeir voru yfir sig ánægðir,
þegar þeir náðu tindinum og mátti
heyra fagnaðaróp þeirra í tal-
stöðinni, sem þeir höfðu með
sér. Þeir sögðu, að afrek þeirra
sýndi, að heimur vanheilla þyrfti
ekki að vera eins takmarkaður og
margir álíta.
Á leið sinni niður fjallið varð
snjóskriða á vegi þeirra, og þurftu
þeir að taka á sig verulegan krók
fram hjá henni. Einn hinna blindu
sagðist hafa orðið mjög skelkaður,
þegar hann heyrði til skriðunnar.
11 manns létust á því svæði
nýlega. Sjö fararstjórar voru með
mönnunum í ferðinni og tveir
blaðamenn.
Glæpum fjölg-
ar í Póllandi
Varsjá. I. júli. AP.
INNANRÍKISRÁÐHERRA Póllands, Mirslaw Mil-
ewski, skýrði frá því í pólska þinginu á föstudag, að
afbrotum væri ávallt að fjölga í landinu. I»ar á meðal
hefði árásum á lögregluþjóna fjölgað verulega, sam-
kvæmt fréttum pólska útvarpsins.
Kolaframleiðsla í Póllandi
dróst mikið saman á síðasta ári.
Fulltrúar á þingi Comecon, sem
stendur um þessar mundir í
Sofíu í Búlgaríu, kvörtuðu marg-
ir sáran undan kolaskorti.
Wojciech Jaruzelski, forsætis-
ráðherra Póllands, lofaði í ræðu
á þinginu að reyna að bæta úr
þessu og gera átak í efnahags-
málum Póllands á næstunni,
meðal annars með því að auka
ákveðni pólska kommúnista-
flokksins gegn deilum á vinnu-
markaði.
Andrei Gromyko, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, er nú í
stuttri heimsókn í Póllandi.
Hann heimsótti í dag minnis-
merki óþekkta hermannsins og
sovéskt minnismerki. Sendi-
herra Sovétríkjanna í Póllandi
var í fylgd með Gromyko og
fulltrúar pólska utanríkisráðu-
neytisins. Ekki sást neinn úr
leiðtogahópi pólska kommún-
istaflokksins.
Gromyko átti fundi með
æðstaráði flokksins í dag og
miðstjórninni. Búist var við, að á
fundunum yrðu umbætur þær,
sem Pólverjar hafa farið fram á
í stjórnmálum og efnahagsmál-
um, ræddar. Pólskir verkamenn
hafa farið fram á fimm daga
vinnuviku og rétt til að gagn-
rýna stefnu stjórnarinnar í inn-
anríkismálum. Talið er, að þess-
ar umbætur verði samþykktar á
aukaþingi pólska kommúnista-
flokksins, sem hefst 14. júlí. 2000
fulltrúar munu sitja þingið.
Kosningu á þingið er lokið, en
margir gamalreyndir flokks-
menn náðu ekki kjöri á það.
Bazargan fram
í forsetakjöri
Boirut. 1. júll. AP.
LÍKLEGT er nú talið, að Moh-
ammad Ali Rajai, forsætisráð-
herra, verði ekki einn um hit-
una í forsetakosningunum i
íran. sem fram fara 24. þessa
mánaðar. Þrír aðrir eru sagðir
hyggja á framboð og er þar
fremstur í flokki Mehdi Bazarg-
an, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sem sagði af sér í nóv-
ember 1979 eftir að islamskir
byltingarverðir réðust inn í
bandariska sendiráðið.
Aðrir tveir trúlegir frambjóð-
endur eru Noreddin Kianoori,
aðalritari Tudeh-flokksins,
kommúnistaflokks, sem hailur er
undir Moskvu, og Farrokh Neg-
ahdar, formaður Khalq-flokksins
og hlynntur Tudeh. Rajai nýtur
stuðnings Islamska lýðveldis-
flokksins, klerkastéttarinnar,
sem nú ræður lögum og lofum í
Iran.
Tilgangur mótframbjóðenda
Rajai er sagður sá einn að minna
á tilvist sína í írönskum stjórn-
málum en enginn þeirra getur
gert sér neinar vonir eins og
málum er nú háttað í íran.
Bazargan fyrrverandi forsætis-
ráðherra er miðjumaður í írönsk-
um stjórnmálum og stuðnings-
maður Bani-Sadr, sem rekinn
var úr forsetastóli. Hinir tveir
eru komúnistar, sem hefur þó
tekist að hafa nokkurt samstarf
við klerkastéttina.
Bazargan
Hann vill fægja
Frelsisstyttuna
Salt Lake City, i. júlí. AP.
BOB GRACE er ákveðinn í að
skrúhba Frelsisstyttuna og
gera hana kopargljáandi, þótt
einhverjir embættismenn segi,
að það sé fullkominn óþarfi.
Grace hefur dreymt um þetta í
þrjú ár og vil) láta til skarar
skríða, áður en styttan, sem
stendur í hafnarmynni New
York-borgar. verður 100 ára
1984.
Grace hefur ekki úr of mikl-
um fjármunum að spila og
vonar, að einkaframtakið sé
enn svo mikið í Bandaríkjun-
um, að hann fái styrk til
aðgerðanna. Hann hefur einnig
látið sér detta í hug að sækja
um ríkisstyrk. Lögfræðingur
hans í Chicago hefur stofnað
sjóð til hreinsunar styttunni,
en ekki má gefa í hann, fyrr en
samþykki hefur fengist frá
yfirvöldum fyrir því, að hafist
verði handa.
Grace skrifaði Ronald Reag-
an, áður en hann var kjörinn
forseti, um áform sín. Reagan
sagði í svarbréfi, að hann
myndi kynna sér málið nánar,
ef hann næði forsetakjöri. Ekki
hefur síðar. heyrst frá Reagan
um þetta mál.
Grace lætur það ekki á sig
fá, þótt hann viti, að Frelsis-
styttan yrði aðeins fagurgljá-
andi í 18 mánuði og yrði jafn
græn eftir þann tíma sem áður.
Lítil eining sögð
á fundi Comecon
Soíiu. Búkaríu. i. júli. AP.
ÞRIGGJA daga fundi Efnahags-
handalags Austantjaldsríkj-
anna. Comecon, lauk í dag í
Sofíu án þess, að nokkuð væri til
marks um, að aðildarlöndunum
hefði tekist að samræma yfir-
standandi fimm ára áætlanir
sínar. Ólíkir hagsmunir þjóð-
anna. erfiðleikar Pólverja, sem
ekki hafa getað staðið við gerða
samninga um hráefnissölu, og
hilið á milli evrópsku aðildar-
landanna og hinna þriggja úr
þriðja heiminum virðast hafa
verið sá Þrándur í Götu, sem
ekki varð yfirstiginn.
Fundurinn fór fram fyrir lukt-
um dyrum en hermt er, að Ilie
Verdet, forsætisráðherra Rúm-
eníu, hafi lagt mikla áherslu á
nauðsyn nánara samstarfs milli
Comecon-ríkjanna, einkum hvað
varðar útvegun eldsneytis, orku
og hráefna. Til þessa hafa fylgi-
ríki Sovétríkjanna fengið þaðan
ákveðið magn af olíu og gasi á
föstu verði og það, sem umfram
er, á heimsmarkaðsverði, en
fréttir herma, að Rússar hafi
krafist þess að fá framvegis
meiri greiðslur í gildum gjald-
eyri, þ.e. vestrænum gjaldeyri.
Ræður, sem haldnar hafa verið
á fundinum, hafa ekki verið
birtar fyrr en eftir mikla mæðu
og þykir margt benda til að þær
hafi verið ritskoðaðar ítarlega.
Auk Austantjaldsríkjanna eiga
Mongólía, Kúba og Víetnam aðild
að Comecon.