Morgunblaðið - 05.07.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 Kynningarbæklingur um skipulag Austursvæðanna: Áróðursrit á kostnað borgarsjóðs Loigjendasamtökin í Reykjavík tjölduðu til einnar nætur á lóð Menntaskólans í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins til að mótmæia háu verði á húsaleigu i borginni. Á vegum Leigjendasamtakanna var þar reist eitt stórt tjald en auk þess tjölduðu nokkrir einstaklingar þarna þeirti til samlætis. Þá var starfsemi Leigjendasamtakanna kynnt og boðið upp á ýmis skemmtiatriði tjaldbúum og gestum þeirra til skemmtunar. Ljósmynd Mbi. Guðjón. Ársskýrsla Landsbanka íslands 1980: Innlán jukust um 65%, en útlán hins vegar um 58% Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag var tekin til meðferð- ar samþykkt borgarráðs frá 30. júní sl. sem gengur út á að gefa skuli út kynningarbækling um Sala Árvakurs og Þórs geng- ur treglega LÍTIL hreyfing er enn á sölu varðskipanna Árvakurs og bórs og hafa ekki enn komið fram tilhoð i skipin, sem talin eru nægilega há. Að sögn dómsmálaráðherra, Friðjóns Þórðarsonar, er ekki ljóst hvernig staðið verður að sölu Árvakurs vegna þess að skipið heyrir bæði undir dómsmálaráðu- neytið og samgöngumálaráðuneyt- ið. Hann sagði ennfremur að Þór yrði ekki seldur nema viðunandi verð fengist þar sem skipið væri enn í mjög góðu ástandi og með nýja vél og þar sem nægilega hátt tilboð hefði enn ekki borizt, stæði ekki til að selja það á næstunni. UNDANRÁSIR í 350 og 800 metra stökki hófust hér á föstu- dagskvöld. á Fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna á Hellu á Rangárvöllum. Mjög góður tími náðist í 800 metra stókkinu. en bestum tima náði Þróttur, er hljóp á 60,3 sekúndum. Öðrum besta tima náði Leó, sem hljóp á 61.8 sek.. og þriðja besta Eldur, sem fór sprettinn á 63,4 sek. Fyrirfram var talið að Reykur yrði sigurstranglegastur í sínum riðli, en knapi hans, Harpa Karls- dóttir, varð fyrir því óhappi að falla af baki í hlaupinu og er Reykur því úr keppninni. Harpa var borin brott af skeiðvellinum í sjúkrabörum, en ekki er kunnugt hve alvarlega hún er slösuð. Talið er að óhappið hafi orðið vegna þess að gjörðin losnaði og rann aftur eftir hestinum, og byrjaði hann þá að skvetta sér með þeim afleiðingum að Harpa féll af baki. Hún dróst síðan nokkra metra ný byggingarsvæði á höfuðborg- arsvæðinu. svonefnd Austur- svæði, og dreifa meðal almenn- ings. Bar Davíð Oddson fram tillögu frá sjálfstæðismönnum um að visa samþykktinni um kynningarbæklinginn frá. í greinargerð með frávísunartil- lögunni segir m.a.: að skipulags- stjórn hefði þegar lýst því yfir að tillögur um skipulag svæðisins væru ekki í afgreiðsluhæfu formi og t.d. nauðsynlegt að gera upp vatnsverndunarmál það, sem endurskoðuninni tengist áður en staðfesting gæti átt sér stað. Meirihlutanum sé orðið ljóst að ákvarðanir hans njóti ekki stuðn- ings borgarbúa og vilji láta gera áróðursrit á kostnað borgarsjóðs til að bæta stöðu sína í málinu. Þessi tillaga var felld með 8 atkvæðum gegn 7. Þá lagði Davíð fram viðaukatillögu þess efnis að við gerð kynningarbæklingsins skyldi gæta þess að sjónarmið minni- og meirihluta borgar- stjórnar fengju bæði að koma fram. Þessi tillaga hlaut 7 atkvæði og því ekki stuðning. með hestinum, en losnaði þó fljótlega. Mikill skaði er ef Harpa verður frá frekari keppni á mót- inu, því hún er einn fremsti knapi hrossa í hlaupagreinum hérlendis og átti að sitja marga hesta í ýmsum hlaupum. I 350 metra stökki voru fimm riðlar, og komust eftirtalin hross áfram, sem verða í þremur riðlum. Tímar hestanna í undanriðlum eru fyrir aftan nafn hvers hests. I fyrsta riðli undanrása verða þess- ir hestar: Stormur 25,3 sek., Blakkur 26,0, Skelfir—Ægir 26,0 og Óli 26,1 sek. í öðrum riðli verða þessi hross: Sneggla 26,0, Móri 26,0 og Kóngur 26,2.1 þriðja riðli verða svo Skessa 25,8, Hrímir 26,0, Haukur 26,1 Silfurtoppur 26,4 og Yrpa sem hljóp á 26,5. Þetta ættu að vera gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem enn hafa ekki veðjað, en skilafrestur er til klukkan 15 á sunnudag. Undan- rásir hefjast klukkan 17 laugar- dag. LANDSBANKA íslands var árið 1980 á margan hátt hagstætt. Innlán jukust töluvert umfram hækkun verðlags. en aukning útlána varð minni en aukning innlána. Lausafjárstaða hankans styrktist þvi verulega. Þetta kem- ur fram í nýútkominni árs- skýrslu Landshanka íslands fyrir árið 1980. — Hagnaður varð 2.784 millj- ónir gkróna 1980, en var 1.581 milljón gkróna árið 1979. Hafa þá verið dregnir frá vextir af eigin fé að upphæð 2.803 milljónir gkróna og miðast þeir við nafnvexti á 3ja mánaða vaxtaaukareikningum. Við mat á fasteignum bankans var gerð sú mikilvæga breyting að miðað er við opinbert fasteigna- mat, þar sem því verður við komið. Endurmat fasteigna nam alls 6.482 milljónum gkróna. Eigið fé hækkaði alls um 12.069 milljónir gkróna og var í árslok 19.289 milljónir gkróna, eða 6,3% af heildareignum. Heildarinnlán jukust um 53,2 milljarða gkróna, eða 65%. Var það nokkru minni hlutfallsleg aukning en hjá innlánsstofnunum almennt. Innlán námu 135,3 millj- örðum gkróna, að meðtöldum gjaldeyrisreikningum í árslok 1980. Spariinnlán jukust á árinu um 37,9 milljarða, eða 63%, og var staða þeirra í árslok 97,9 milljarð- ar gkróna. Veltiinnlán jukust um 12,1 miltjarð gkróna, eða 61%, og námu 31,9 milljörðum gkróna í árslok. Innstæður á innlendum gjaldeyrisreikningum voru að jafnvirði 5,5 milljarðar gkróna í árslok. Heildarútlán bankans námu 149,8 milljörðum gkróna í árslok 1980 og eru endurlánuð erlend lán þá ekki talin með. Aukningin á FORSETI íslands. Vigdís Finn- bogadóttir. mun verða viðstödd setningu landsmóts Ungmennafé- laga íslands á Akureyri 10. júli nk. í framhaldi þess mun forseti ferðast um Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðarsýslu og m.a. heim- sækja Grimsey. Ferðaáætlunin er í megindrátt- um á þessa leið: Flogið verður frá Akureyri til Þórshafnar laugar- daginn 11. júlí og þaðan haldið til Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur. Fyrri hluta sunnu- dagsins 12. júlí dvelur forseti íslands á Húsavík en heldur síð- árinu nam 55,1 milljarði gkróna eða 58%. Útlán bankans án endur- seljanlegra lána jukust hins vegar um 37,6 milljarða gkróna, eða 62%. Þar af hækkuðu eigin lán bankans í afurða- og rekstrarlán- um, svokölluð viðbótarlán, um 10,2 milljarða gkróna, og greiddar óinnleystar ábyrgðir, sem eru fyrst og fremst vegna olíukaupa, um 3,0 milljarða gkróna. Að þess- um lánum frátöldum var aukning útlána Landsbankans 58%. degis til Mývatnssveitar. Mánu- daginn 13. júlí verður flogið til Grímseyjar. Þriðjudaginn 14. júlí verður farið til Dalvíkur og Ólafs- fjarðar. Miðvikudaginn 15. júlí er ferðinni heitið fram í Eyjafjörð og dvalið verður á Akureyri síðari hluta dagsins. Til Reykjavíkur verður komið aftur fimmtudaginn 16. júlí. I för með forseta Islands verða Vigdís Bjarnadóttir, fulltrúi á forsetaskrifstofunni, og eiginmað- ur hennar, Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Fréttatilkynninic- Fjórðungsmótið á Hellu: Reykur úr keppninni eftir að Harpa Karlsdóttir féll af baki í 800 m FjórðunKsmóti sunnlenskra hostamanna á Ilellu. 4. júli. Forseti íslands heimsækir Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslur Félagsmálastofnun Reykjavíkur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar efnir til tveggja feröa í samvinnu við Feröaskrifstof- una Útsýn, fyrir borgara 60 ára og eldri. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Eldri borgarar Reykjavík Portoroz í Júgóslavíu — brottför 28. ágúst — 3 vikur. Dvalist verður á Hóte Roza, fyrsta flokks hóteli, meö fullu fæði. Verö kr. 8.400,---fyrir manninn í tveggja manna herbergi. Mallorca — Magaluf — brottför 9. september — 3 vikur. Dvalist verður á Hotel Forte Cala Vinas, fjögurra stjörnu hóteli, með fullu fæði. Verd kr. 7.800,- fyrir manninn í tveggja manna herbergi. Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Ferðaskrifstofan Útsýn. 1 — e. iúlí kl-16-30' .. ... 'ú" mánudaginn ,ra Par ve.M ,/opplírsMP' ^ Otsýnar munu y bókunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.