Morgunblaðið - 05.07.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
7
í lok síöasta þáttar reyndi
ég að koma á framfæri orð-
inu forvarnarstarf í stað
fyrirbyggjandi starf, og mig
langar í framhaldið af því að
minna á nokkur önnur ný-
yrði frá síðari tímum. Þau
hafa fengið misgóðar undir-
tektir og fæst þeirra náð
öruggri festu í málinu.
I latínu er fornafn fyrstu
persónu ego. Þar af leiðir að
í mörgum erlendum málum
hafa þeir menn verið nefndir
egoistar sem einkum hugsa
um sig og vilja láta allt um
sjálfa sig snúast. Egoisti er
fjögur atkvæði. Gætum við
sæst á orðið sjálfhverfingur
og vanist því? Það er að vísu
allmiklu lengra, en þó ekki
nema fjögur atkvæði, og
hverfa merkir að snúa.
Alger gleymska, einkum
tilkomin vegna ofneyslu
áfengis og annarra eitur-
lyfja, er á ensku nefnd black-
out Þetta orð hefur laumast
inn í íslensku. Við segjumst
hafa gert þetta eða hitt í
algeru blakkáti. Minnir mig
á þegar menn lifðu í döggáti
(dug out) í Paradísarheimt,
en fyndnin, sem því fylgir
þar, verður ekki flutt yfir í
annað verk.
Til eru orðin algleymingur,
algleyming og algleymi, en
þar sem þau merkja m.a.
ákafa gleði eða yfirvættis
mikla sælutilfinningu, verða
þau ónothæf til að þýða orð
yfir jafnskuggalegt ástand
og blackout. Mér hefur hins
vegar hugkvæmst að reyna
orðið algleymska. Gleymska
held ég hafi aldrei jákvæða
merkingu.
Ef mönnum misþóknast
orðið algleymska, hef ég til
vara tillögu um örminni.
Forskeytið ör- er algengast í
neitunarmerkingu. Bjarg-
arskortur heitir öðru nafni
örbirgð, eignalaus maður
var nefndur öreigi, hafnleysi
hét áður öræfi (örhæfi),
vitstola maður er örvita, sá
sem andar ekki lengur, ör-
endur, og sá sem er laus við
ugg = ótta, er öruggur
o.s.frv. Orminni væri þá ger-
samt minnisleysi.
Ég skaut þarna inn lýs-
ingarorðinu gersamur. Það
er ekki eiginlegt nýyrði, en
það er svo steindautt, að ekki
er gefið í orðabók Menning-
arsjóðs.
En mjög algengt er sam-
svarandi atviksorð, gersam-
lega. Hvernig væri að reyna
að blása nýju lífi í lýsingar-
orðið gersamur til þess að
hafa fleiri kosti en fullkom-
inn og alger?
Af gersamur mun vera
dregið hið fagra orð gersemi.
Dætur Freyju og Oðs hétu
hvorki meira né minna en
Hnoss og Gersemi. Snorri
gerir úr þeim systrum þessa
blöndu í Eddu:
„Dóttir þeirra heitir
Hnoss. Hún er svo fögur, að
af hennar nafni eru hnossir
kallaðar það er fagurt er og
gersemligt."
Enn einn útúrdúr: Hnoss
var kvenkyns, og samnafn
merkti það upphaflega smíð-
isgripur, síðar kjörgripur eða
djásn.
Katla tók þá kla'óin sin
ok kvrnmanns hnossir íríóar.
Annan dag grkk auóar Lín
inn þar hann IIpIkí smíóar,
segir í Skáld-Helgarímum.
Nú er ekki lengur talað um
að hreppa hnossina, heldur
hnossið, en gersemi er ennþá
kvenkyns og fleirtalan
gersemar. (Er ekki alveg
fráleitt að kalla perfeksjón-
ista gersemdarmann?)
Þá er það sjampóið. Þetta
orð er ættað úr Hindúamáli
og verður á ensku shampoo.
Frummerking orðsins er
reyndar að nudda eða kreista
líkamann eftir heitt bað,
síðan kemur merkingin að
löðra sig, einkum höfuðið,
fyrir bað eða í baði. Ég spyr
því enn: Getum við ekki sæst
á orðið löður í staðinn fyrir
sjampó? Þetta er reyndar
ekki nýyrði, heldur sú að-
ferðin höfð að gæða gamalt
og gott orð nýrri merkingu.
Jógúrt, sem guð má vita
hvers kyns er og rekur ættir
til tyrknesku, merkti upp-
haflega einhvers konar fló-
aða mjólk; er í ensku yog-
ourt. Vont orð í íslensku.
Sumir hafa viljað nota hljóð-
líkingaraðferðina og kalla
þetta júgurð(beygist eins og
afurð og fegurð) og segja sem
svo að þar á ofan sé hráefnið
komið úr júgri, og minni svo
orðið á uppruna sinn.
Betur líst mér á tillöguna
um orðið skyrja. Skylt er
skeggið hökunni. Orðið
skyrja er mjög gott í meðför-
um og samsetningum. Við
þurfum aðeins að venjast því
eins og sjaldgæfu manns-
nafni sem allt í einu verður
vinsælt og sjálfsagt. Arið
1910 var Erla ekki orðið
kvenmannsnafn á Islandi.
Björgvin Júníússon á Ak-
ureyri var á sínum tíma með
nýyrðin skutbíll (station
wagon) og farspjald (boar-
ding card). Skutbíllinn átti
góðu gengi að fagna, þrátt
fyrir nokkur andmæli, komst
í auglýsingar og sjónvarpið,
en einhvern veginn finnst
mér að hljóðnað hafi um
þetta ágæta orð í bili. Far-
spjald er líklega enn betra
orð, en hefur átt í vök að
verjast fyrir lengra og
þyngslalegra orði, brottfar-
arspjald. Ég legg til að við
festum orðin skutbíll og far-
spjald í málinu bæði fljótt og
gersamlega.
Ég er í meiri vafa um
ágæti orðsins snattbíll eða
snati fyrir pickup. Þó kæmi
það fullkomlega til álita, því
að oft eru slíkir bílar hafðir í
einhverju snatti.
Ekki samir að gleyma tölv-
unni í þessu nýyrðaspjalli.
Af einhverjum dularfullum
ástæðum hneigist þetta góða
orð Sigurðar Nordals pró-
fessors til þess að breytast í
talva. En orðið er tölva í
nefnifalli og beygingin eins
einföld og hugsast getur.
Reyndar er svo að sjá og
heyra sem orðið völva =
spákona, seiðkona vilji einn-
ig afskra'mast í valva um
þessar mundir. Ég endurtek
því að völva heitir spákonan
af því að hún ber völ =
töfrastaf.en orðið völur beyg-
ist eins og köttur. Við segjum
í nefnifalli tölva og völva, en
höfnum afbökununum talva
og valva. Hlymrekur handan
kvað:
Mælti SÍKríóur Sýrdalavolva:
Mrr samir víst okki aó bolva.
Kn í staó okkar kvcnna
som kunna ok nonna
komur aldroi noin andskotans tolva.
KAPPREIÐA veðmál
%
Landssamband hestamannafélaga
Fjórðungsmót á Suðurlandi
Móttökustöðvar.
Móttaka miða til kl. 15 á sunnudag er á eftirtöldum
stöðum:
Á mótsstað á Hellu, Hlíðartún 22, Höfn, Hornafirði, Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri, Vikurskáli, Vík, Kf. Skaftf.,
Vik, Utibú Kf. Þórs, Skarðshlíð, Söluskálinn, Steinum, Söluskáli K. R„ Hvolsvelli, Verslunin Björk, Hvolsvelli, Bensln-
afgreiðsla Kf. Þórs, Hellu, Verslunin Grund, Flúðum, Félagsheimilið Ámes, Sundlaugin Brautarholti, Skeiðum,
Fossnesti, Selfossi, Þrastarlundur, Grimsnesi, Útibú Kaupfélags Árnesinga, Laugarvatni, Tjaldmiðstöðin, Laugar-
vatm, Eden, Hveragerði, Allabúð, Hveragerði, Skálinn, Þorlákshöfn, Þverholt, Mosfellssveit, Húsgagnaverslun Á.
Guðmundssonar, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Rakarastofan Figaró, Hamraborg, Verslunin ösp, Hafnarfirði Biðskvlið
Hvaleyrarholti. ’
Reykjavík: Birkiturn, Birkimel, Skalli, Lækjargötu og Árbæ, ísbúðin Laugalæk, Félagsheimili Fáks oq Straumnes
Vesturbergi.
GENGI VERÐBRÉFA 1. JÚLÍ 1981
VERÐTRYGGÐ VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI HAPPDRÆTTISLAN
RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi pr. kr. 100.- RÍKISSJÓDS
1969 1. flokkur 6.739.83 Kaupgengi
1970 1. flokkur 6.178,24 pr. kr. 100.-
1970 2. flokkur 4.520,65 A — 1972 2.245,05
1971 1. flokkur 4 063.60 B — 1973 1.848,92
1972 1. flokkur 3.526.26 C — 1973 1.579,91
1972 2. flokkur 2.999,95 0 — 1974 1.345.95
1973 1. flokkur A 2.225,78 E — 1974 926,81
1973 2. flokkur 2.050,49 F — 1974 926,81
1974 1. flokkur 1.415,36 G — 1975 620,72
1975 1. flokkur 1.158,35 H — 1976 593,33
1975 2. flokkur 872,43 I — 1976 454,34
1976 1. flokkur 826,47 J — 1977 424.10
1976 2. flokkur 668,66 Ofanskráö gengi er m.v. 4% évöxtun
1977 1. flokkur 621,00 p.á. umfram verötryggingu auk vinn-
1977 2. flokkur 520,15 ingsvonar. Happdraattisbréfin eru gef-
1978 1. flokkur 423,92 in út á handhafa
1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 334,57 282,92 HLUTABRÉF
1979 2. flokkur 219,51 Tollvöru- Kauptilboö
1980 1. flokkur 170,03 geymslan hf. óskast
1980 2. flokkur 134,09 Skeliungur hf. Sölutilboö óskast
1981 1. flokkur 118,00 Fjárfestingarf. Sölutilboö
Medalávöxtun •pariskírteina umfram verö- íslands hf. óskast.
tryggingu er 3,25—6%.
VEÐSKULDABRÉF VEÐSKULDABRÉF
MED LÁNSKJARAVÍSITÖLU: ÓVERDTRYGGÐ:
Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Kaupgengi m.v. nafnvexti
2Vt% (HLV) umfram (HLV)
1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 97.62 98,23 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86
2 ár 96,49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80
3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76
4 ár 94.32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72
5 ár 92,04 92,75 5Vfr% 5 ár 38 40 42 44 46 69
6 ár 89,47 90,28 6%
7 ár 86,68 87,57 6%%
8 ár 83,70 84,67 7%
9 ár 80,58 81,63 7V*%
10 ár 77,38 78,48 8%
TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU
MtnrannciiRfáM úumioj ha
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Jönaðarbankahúsinu. Sími 28566.
, Opið alla virka daga frá kl. 9.30— -16.
SÍMASKRÁNA
íMfóarkápu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ®
zf'
Hafið samband við sölumann.
Múlalundur
Ármúla34- Símar 38400 og 38401 - 105Reykjavík