Morgunblaðið - 05.07.1981, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
Kvikmyndagerð á íslandi í sumar — Hvemig standa málin?
Bresk kvennamynd
í áKÚst cr ráðgert að hefjast handa við töku
kvikmyndar. sem hópur breskra kvenna stendur að.
I>að eru þær Sally Putter, sem leikstýrir, Barhara
Ma>;not, sem tekur myndina, Rose EnKÍish, hönnuður
<>K Lindsey Cooper. Kvikmyndatakan er fjármögnuð af
4 frumsýningar
Stutt er síðan islensk kvikmyndagerð komst á þann
rekspöl sem hún er nú komin á, en sé miðað við hina
sigildu höfðatölu tslendinga verður ekki annað sagt en
að gróskan í þessari listgrein hér á landi sé ótrúlega
mikil. í fyrra var talað um „kvikmyndasumarið mikla“,
en þær eru heldur fleiri myndirnar sem í sumar eru í
vinnslu, á hinum ýmsu stigum.
Ef að líkum lætur má vænta frumsýningk á a.m.k.
fjórum íslcnskum kvikmyndum i fullri lengd á næstu
sex mánuðum og hafa þvi áhugamenn um vöxt og
viðgang islenskrar kvikmyndagerðarlistar sitthvað að
hlakka til. I>á færist áhugi erlendra aðila á að vinna að
kvikmyndagerð á Islandi sífellt í vöxt, þótt ekki yrði af
fílaævintýrinu mikla, sem 20th Century Fox ætlaði að
stofna til siðastliðið sumar. í sumum tilfellum er svo
um að ræða samvinnu íslendinga og útlendinga og svo
eru allar myndirnar sem enn eru aðeins til í hugskoti
höfundanna.
innan
6 mánaða
brcska kvikmyndasjóðnum. Handritið segir frá tveimur
konum. sem sjá veröldina frá ólíkum sjónarhornum og
mun breska leikkonan Julie Christie leika aðra þeirra.
Myndin verður m.a. tekin i Húsafelli. Framkvæmda-
stjóri á íslandi verður Kristin Ólafsdóttir, en hún cr við
nám i Englandi.
Þær Sally Potter og Lindsey Cooper eru ekki með
öllu ókunnar landinu, þvi þær komu hingað til lands i
fyrra með leikhópnum „Feminist Improvising Group“,
sem flutti hressilega leikþætti um stöðu konunnar i
mannkynssögunni. eða „herstory“, eins og þær kölluðu
það.
Tívolí fyrir bí?
I>egar síðast fréttist af kvikmynd þeirri, sem Jakob
Magnússon, Björn Björnsson og Egill Eðvarðsson höfðu
uppi áform um að gera, byggða á hugmyndinni um
tívoliið sem eitt sinn var í Vatnsmýrinni, höfðu þeir
Egill og Björn dregið sig út úr fyrirtækinu og afhent
Þorstcini Jónssyni kvikmyndagerðarmanni hugmynd-
ina til handritsgerðar. Varla verður af gerð þeirrar
myndar á næstunni hvað sem síðar kann að verða, en
kvikmyndasjóður mun hafa veitt styrk til framkvæmd-
anna.
hhs.
Danska leikkonan Tine Hagedorn Olsen fer með annað aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Sóley.
Klippingu lokið á Sóleyju:
Frumsýning í ágúst
Kvikmyndin Sóley, sem sam-
nefnt hlutafélag framleiðir,
verður væntanlega frumsýnd í
Reykjavík í ágúst. En auk þess
hefur ítalska sjónvarpið keypt
sýningarrétt á myndinni og sam-
ið hefur verið við Jón Ragnars-
son um dreifingu á henni til
Evrópulanda. Klippingu er lokið
og verið að hljóðsetja myndina,
en tónlistin er eftir Gunnar
Reyni Sveinsson. Leikstjóri Sól-
eyjar er Róska, sem einnig hefur
samið handritið í samvinnu við
Einar Ólafsson. Tæknimenn eru
flestir af erlendu, aðallega ít-
ölsku, bergi brotnir, þ. á m.
klipparinn, en að sögn aðstand-
enda Sóleyjar var mikill liðsauki
að honum og flýtti það mikið
fyrir frágangi myndarinnar, hve
vel gekk að klippa hana. Fjöldi
leikara kemur fram í Sóleyju,
flestir þeirra Islendingar, en
aðalhlutverk eru í höndum
þeirra Tine Hagedorn Olsen, frá
Danmörku og Rúnars Guð-
brandssonar. Kvikmyndin Sóley
verður tæpar tvær klst. að lengd.
Kukl og fjölkyngi koma töluvert við sögu i Gisla sögu Súrssonar og
hér er verið að undirbúa atriði með seiðkörlum og -kerlingum.
Snorri Sturluson frumsýndur í Danmörku í ágúst:
Hugmyndir uppi um að frum-
sýna Snorra í sept. hér á landi
Kvikmyndin um Snorra Sturlu-
son, sem framleidd er af sjón-
varpsstöðvum Islands, Noregs og
Danmerkur í sameiningu, er nú
tilbúin til sýninga.
Verður myndin væntanlega
frumsýnd í danska sjónvarpinu
dagana 9. og 16. ágúst, en hún er í
tveimur hlutum, hvor hluti 78
mín. að lengd. Að sögn Péturs
Guðfinnssonar, framkvæmda-
stjóra sjónvarpsins, hefur ekki
verið tekin ákvörðun um frumsýn-
ingu Snorra hér á landi, en ýmsar
hugmyndir munu vera uppi um
dagsetningu, t.a.m. dagana 22. og
23. sept. En aðfaranótt 23. sept.
var Snorri drepinn um miðja
þrettándu öld. Myndin var reynd-
ar sýnd á Nordic Screening, lok-
aðri kaupstefnu norrænna sjón-
varpsstöðva í Reykjavík á dögun-
um og munu ýmsir aðilar hafa
látið i ljós áhuga á að kaupa hana
til sýninga, en samkvæmt samn-
ingi eiga bæði danska og norska
sjónvarpið rétt á sýningum á
Snorra. Leikstjóri myndarinnar er
Þráinn Bertelsson, sem einnig
samdi handritið ásamt dr. Jónasi
Kristjánssyni. Framkvæmdastjóri
var Helgi Gestsson og með helstu
hlutverk fara Sigurður Hallmars-
son frá Húsavík, sem leikur
Snorra Sturluson, Egill Ólafsson
sem leikur Sturlu Sighvatsson og
Hjalti Rögnvaldsson sem leikur
Gissur Þorvaldsson. Gísli Hall-
dórsson leikur Sighvat Sturluson
og þeir Arnar Jónsson og Gunnar
Eyjólfsson leika kempurnar Há-
kon Noregskonung og Skúla jarl.
Gisli Súrsson - ÚTLAGINN
Bardagasenur á Breiðafirði
Vestur í Breiðafjarðareyjum
eru nú að hcfjast kvikmynda-
tökur á miklum bardagasenum í
kvikmyndinni um Gísla Súrs-
son, „Útlaganum“. Drápið á
Gísla verður sett á svið í Her-
gilsey, þar sem sagan greinir
frá að það hafi átt sér stað á
öldum áður.
Það er fyrirtækið ísfilm, sem
stendur að gerð Útlagans og að
sögn aðstandenda hefur ailt
gengið samkvæmt áætlun og
munu tökur nær hálfnaðar.
Ágúst Guðmundsson er leikstjóri
og handritshöfundur og Sigurður
Sverrir Pálsson sér um kvik-
myndatökuna. Framkvæmda-
stjóri er Jón Hermannsson og
með aðalhlutverk fara Arnar
Jónsson, sem leikur Gísla og
Ragnheiður Steindórsdóttir, sem
leikur Auði. En auk þess kemur
fjöldi annarra leikara fram í
myndinni. Ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun, hér eftir sem
hingað til, má búast við að
Útlaginn verði frumsýndur í
Reykjavík í byrjun næsta árs, en
leggi síðan land undir fót, því
ætlunin mun vera að sýna hann á
Cannes-hátíðinni í vor. Er mynd-
in unnin með það fyrir augum að
unnt verði að sýna hana á
almennum, enskumælandi mark-
aði, nærmyndaatriði eru einnig
tekin upp á ensku og annast
Maureen Thomas frá Bretlandi
þýðinguna. En að því er hún tjáði
blm. háir það íslenskum mynd-
um, sem einungis fylgir skrifað-
ur texti á ensku, á erlendum
markaði að þær fást einungis
sýndar í lokuðum kvikmynda-
klúbbum. Klipping myndarinnar
er nú í fullum gangi og er það
Bandaríkjamaðurinn William
Diver, sem hana framkvæmir.
En Diver var m.a. aðstoðarklipp-
ari við mynd Skolemovskis, Ópið
(m. Jack Nicolson í aðalhlut-
verki), sem fékk mikið lof gagn-
rýnenda fyrir klippingu. Þess má
að lokum geta að Agúst Guð-
mundsson mun vera á förum með
Land og syni til Sikileyjar, á
kvikmyndahátíð þar og einnig
hefur honum verið boðið til
Bandaríkjanna í sýningaferð
með þá mynd.