Morgunblaðið - 05.07.1981, Side 15

Morgunblaðið - 05.07.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 15 Á dögunum var verið að taka útiatriði i myndinni um Jón Odd og Jón Bjarna vestur á Nesi. Tvíburarnir Páll Jósef og Wilhelm Sævarssynir, sem Ieika bræðurna. eru hér á upptökustað, hinir fagmannlegustu. (Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.) Jón Oddur og Jón Bjarni hálfnaðir Að sögn leikstjórans, Þráins Bertelssonar, hafa tökur á myndinni um Jón Odd og Jón Bjarna, eftir samnefndum sög- um Guðrúnar Heigadóttur, gengið vel og munu vera u.þ.b. hálfnaðar. Þessa dagana er ver- ið að taka útiatriði vestur á Seltjarnarnesi og á næstunni verður farið austur fyrir fjall. um Grafninginn og Þingvelli, til að taka atriði sem gerast i útilegu. Gert er ráð fyrir að kvik- myndatökunni verði lokið fyrir næstu mánaðamót og verða næstu tveir mánuðir notaðir í að fullvinna myndina. Frumsýning ætti því að geta orðið á tímabil- inu frá nóvember til jóla. Sá háttur hefur verið hafður á við vinnslu myndarinnar að hún hefur verið send til framköllun- ar til Danmerkur jafnóðum og klippt hér heima, en klippari er Kristín Pálsdóttir. Það er hlutafélagið „Norðan 8“ sem framleiðir Jón Odd og Jón Bjarna og er Helgi Gestsson framkvæmdastjóri. Fjöldi þekktra leikara kemur fram í myndinni en aðalhlutverkið leika tvíburarnir Páll Jósef og Wilhelm Sævarssynir, „hinir sprækustu strákar", eins og leik- stjórinn, Þráinn Bertelsson, orðaði það. Sigurður Sverrir Pálsson mundar kvikmyndavélina, en hann kemur víða við sögu i islenskri kvikmyndagerð, nú siðast i Utlaganum. Allt samkvæmt áætlun í Hita og þunga dagsins VINNA við kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, sem hefur vinnutitilinn „Hiti og þungi dagsins“, cða „Okkar á milli sagt“ hófst í apríl sl. og er kvikmyndataka nú i fullum gangi. Atriði hafa m.a. verð tekin upp á Laugarvatni og við Ljósa- foss. Hrafn semur handrit og leikstýrir, en kvikmyndatöku- maður er Karl óskarsson. Aðspurður um efni myndarinn- ar kvað Hrafn hana fjalla um „kynslóðina sem byggði steinhúsin í Reykjavík og samskipti hennar við næstu kynslóð, sem á eftir kom, semsagt daginn í dag“. Vinnubrögð við handritsgerðina kvað Hrafn vera þau sömu og hann viðhafði við Oðal feðranna, þ.e. að byggja ekki á skáldsögu eða slíku, heldur að „yrkja beint út úr formi kvikmyndarinnar". Fjölmargir leikarar koma við sögu í „Hita og þunga dagsins" en Benedikt Árnason er í hlutverki aðalpersónunnar, sem er fimm- tugur verkfræðingur, en um hann og samskipti hans við umhverfi sitt fjallar söguþráður myndar- innar. Verkið mun hafa gengið samkvæmt áætlun, ef undanskilin eru óhöpp er urðu í upphafi þegar nokkrar filmur eyðilögðust og verða „Hiti og þungi dagsins“ eða „Okkar á milli sagt“ væntanlega tilbúin um áramót. Gerpla kvikmynduð að ári í samtali við Hrafn Gunn- laugsson kom einnig fram að nú mun vera gengið frá öllum samn- ingum varðandi gerð kvikmyndar eftir Gerplu Halldórs Laxness og heldur Hrafn væntanlega utan til meginlands Evrópu í ágúst, til að - finna staði fyrir þau atriði sem þar verða tekin. Hér á Islandi hefst taka Gerplu væntanlega næsta haust. Það er sænska fyrir- tækið Viking-film, sem fjármagn- ar gerð Gerplu, en það eru sömu aðilar og sáu um dreifingu á mynd Hrafns, Óðali feðranna. Benedikt Árnason, leikstjóri, sent fer með aðalhlutverkið i „Hita og þunga dagsins“ er hér 40 metrum undir yfirborði jarðar á bakka fljótsins við Ljósafoss. Leikstjóri og Edda Andrésdóttir horfa á. Sámur í biðstöðu til septemberloka: Falast eftir stórstjörnum EINS OG sagt var frá í fréttum á sinum tíma. höfðu þýskir aðilar uppi áætlanir um að gera kvik- mynd hér á landi eftir skáldsögu Svians Per Olof Sundmanns, Sagan af Sámi, sem byggð er á Hrafnkelssögu. Af þvi hefur þó ekki orðið og var Sigrún Val- bergsdóttir innt eftir stöðu mála. Sigrún tók þátt í undirbúnings- vinnu fyrir töku myndarinnar hér á landi sumarið 1978. Sagði Sig- rún málið vera í biðstöðu en þó ekki komið af dagskrá og yrði væntanlega tekin ákvörðun um það hvort af töku myndarinnar yrði í september nk. Það var „Regina Ziegler Film Produc- tions“, sem hugðist framleiða Söguna um Sám og liggur hand- ritið fyrir fullunnið, en það er Sigrún Valbergsdóttir eftir Botho Strauss. Leikstjóri hafði verið ráðinn, Peter Stein, þekktur þýskur leikhúsmaður, og valdi höfundur, Sundmann, Stein úr hópi margra er áhuga höfðu á verkinu, að sögn Sigrúnar. Ein- hver ágreiningur mun hins vegar vera milli framleiðandans, Reginu Ziegler, og leikstjórans um það hvenær skuli hefja gerð myndar- innar, en Ziegler vill hefjast handa næsta sumar. Ennfremur sagði Sigrún að þetta yrði geysi- lega dýr mynd í framleiðslu, ef af yrði, og hefði verið falast eftir stjórstjörnum á borð við Robert de Niro og Donald Sutherland í hlutverk þeirra Hrafnkels og Sáms. En eins og áður sagði, er Sámur í biðstöðu fram í septem- ber.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.