Morgunblaðið - 05.07.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.07.1981, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981 Móöir okkar, JÓHANNA DAÐEY GÍSLADÓTTIR, IrA Þingayri, andaöist í Landspítalanum 3. júlí. Guömunda Pálmdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Páll H. Pálsson, Sigurður H. Pálsson. Faöir okkar, afi og tengdafaöir, GUÐMUNDUR GUDMUNDSSON, sem andaöist aö Sólvangi, Hafnarfiröi 26. júní, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni Hafnarfiröi, mánudaginn 6. júlí kl. 2.00 e.h. Guörún Guómundsdóttir, Páll Guðmundsson, Gunnar Guómundsson, barnabörn og tengdabörn. Útför mannsins míns, DADA EYLEIFSSONAR, veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 3. Guölaug Guömundsdóttir. + Útför eiginmanns míns og fööur okkar, INGÓLFS ASMUNDSSONAR, Smáragötu 8 A, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 7. júlí kl. 10.30 fh. Guörún Pálsdóttir, Edda Ingólfsdóttir, Kolbeinn Ingólfsson. Jaröarför móöur okkar, SVANFRÍDAR HERMANNSDÓTTUR, frá Hellissandi, til heimilis aö Skeiöarvogi 7, sem lést í Landakotsspítala 28. júní, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13.30. Fyrir mína hönd og systkina okkar, Bjarnveig Valdimarsdóttir. + Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRDÍS FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbas 38, veröur jarösungin þriöjudaginn 7. Júlí í Dómkirkjunni kl. 3.00. Jónína Þorsteinsdóttir, Júlíus R. Júlíusson, Rut Þorsteinsdóttir, Erling Jóhannsson, Guömunda Þorsteinsdóttir, Jón Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum hlýjan hug og vinsemd viö andlát og jaröarför, GUÐRUNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hamrahlíö 35. Guömundur Pátursson, Anna Pétursdóttir, Eiríkur Haraldsson og barnabörn. + Þökkum Innilega auösýnda samúö jarAarför, og hlýhug viö fráfall og GUNNARSSORENSEN, útvarpsvirkjameistara, Skipholti 28, Raykjavík. Judith Jónsdóttir, Jón S. Gunnarsson, Eygló Magnúsdóttir, Gunnar S. Gunnarsson, Krístjana Stefánsdóttir, Helen Gunnarsdóttir, og barnabörn. Páll Sigurósson Minning: Karl Helgason fyrr- verandi póst- og símstöðvarstjóri Föstudaginn 26. júní sl. lést Karl Helgason á Borgarspítalan- um í Reykjavík, eftir stutta legu en nokkuð langa vanheilsu. Hann náði aldrei fullri heilsu eftir að hann varð fyrir bíl í Reykjavík fyrir um 20 árum og slasaðist þá mjög illa, svo honum varð vart hugað líf. Með harðfylgi og þrot- lausri þjálfun náði hann þó fullri vinnugetu að nýju. Síðan var það í fárviðri í vetur, er hann var á leið til vinnu sinnar niður í Alþingishús, að heljarmik- ill vindsveipur þeytti honum í loft upp og feykti honum nokkra metra. Við þetta fékk hann slæmt áfall. Afleiðingar þessa lömuðu lífsþróttinn og hafa líklega flýtt för hans til næsta tilverustigs — þangað, sem leið okkar allra liggur. Og þó að Karl hafi svo mjög viljað vera hér lengur meðal vina og vandamanna veit ég að hann var viðbúinn þeirri ferð. Karl var fæddur 16. september 1904 að Kveingrjóti í Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Helgason og Ingi- björg Friðgeirsdóttir, sem þar bjuggu, en síðar fluttu að Gauts- dal í Geiradal í Barðastrandar- sýslu. Þar ólst Karl upp á fjöl- mennu barnaheimili og má því ljóst vera að hann hefur ungur orðið að taka sér verk í hönd, eins og tíðkaðist um börn á stórum sveitaheimilum í þá daga. Atorka og vinnugleði hlaut þó ekki hnekk af þeim sökum heldur jókst svo sem manndómur hans stóð til. Mestan hluta æfinnar þjónaði hann sem stöðvarstjóri Pósts- og síma, fyrst á Blönduósi í 17 ár og síðar 26 ár á Akranesi. Karl var verslunarmaður á Blönduósi er stöðvarstjórastarfið losnaði. Hann hafði unnið sér gott orð, var kunnugur öllum aðstæð- um og var því hvattur til að taka að sér stöðvarstjórastarfið. Simstöðin á Blönduósi var i þjóðbraut og miðdepill sam- gangna í héraðinu. Þar mættist fólk, ýmist á suður- eða norður- leið. Þangað komu því margir á öllum árstíðum, kunnugir og ókunnugir, úr öllum áttum. Margir áttu þá í ýmiskonar erfiðleikum og margra vanda varð að leysa. Það var þá oft leitað til Karls. Hann var líklegastur til að þekkja lausnarorðið — hvort held- ur var innan hans verkahrings eða alls óskyld vandamál, sem þurfti að leysa. Þá var ekki spurt um það hvort vinnuvikan væri 36 stundir eða 72, en oft varð hún þó mun lengri. A Blönduósi kynntist Karl eftir- lifandi konu sinni, Ástu Sighvats- dóttur, bankastjóradóttur úr Reykjavík, sem þá var kennari við Kvennaskólann á Blönduósi. Þau eignuðust tvö börn, Sighvat og Sigrúnu. Þá, eins og oft endranær, kom sér vel að eiga sér við hlið samhenta, trausta, raungóða og kjarkmikla konu. Ásta Sighvats, kona Karls, brást hvergi þrátt fyrir mjög mikla gestanauð á heimili þeirra, sem oft var undir- lagt af þjökuðu og hröktu ferða- fólki, sem hreppt hafði storma, bylji og frosthörkur í erfiðum vetrarferðum. Dyr þeirra Ástu og Karls stóðu opnar öllum er á aðstoð þurftu að halda. Slík fyrir- greiðsla er sjaldan launuð, enda ekki til þess ætlast — stundum ekki þökkuð. Ég held því að Karl hafi ekki átt gilda sjóði er hann flutti suður til Akraness. En á sumarferð þar nyrðra, með þeim hjónum, fékk ég staðfestingu á þeim miklu vinsældum, er ég hefði heyrt að þau hefðu notið, er þau störfuðu á Blönduósi. Það var eins og Húnvetningar ættu í þeim hvert bein, hlýjan, vinahótin og móttökurnar urðu ekki misskild- ar. Ef skráð hefði verið saga Karls + Þakka hlýjan hug og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, JÓNS SIGURDSSONAR, frá Maríubakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs, frændfólks og vina. Margrát Magnúsdóttir. + Þökkum samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGURBJARGAR SIGMUNDSDÓTTUR, Svignaskaröi. Valdís Kristjónsdóttir, Skúli Kristjónsson, Rósa Guömundsdóttir, GuAbjörg Skúladóttir, GuAmundur Skúlason, Sigríöur Helga Skúladóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýju viö andlát og útför konu minnar, móöur, tengdamóöir og ömmu, HERMÍNU INGVARSDÓTTUR, frá Gillastöóum, Hverfisgötu 102 A. Eyjólfur Sveinsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum öllum þeim sem sýndu samúö og hlýhug vlö andlát og jaröarfor, ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Sundlaugavegi 28, Reykjavjk fyrrum húsfreyju ( Áshól. Ingivaldur Ólafsson, Ólafía Ólafsdóttir, Samúel FriAleifsson, Erna Hákonardóttir og börn. og símans á Blönduósi þau 17 ár, er hann starfaði þar, hefði það orðið mikill og merkur þáttur í héraðssögu þess tíma. Á þessum árum átti Karl einnig þátt í sköpun annarrar sögu. Með tveimur nágrannastöðvarstjórum, þeim Hjálmari á Hólmavík og Þórði á Hvammstanga, lagði hann grunninn að félagi stöðvarstjóra. Karl var einn af hvatamönnum og skipuleggjari þeirra samtaka. Ásamt Andrési G. Þormar aðal- gjaldkera, sem þá var formaður FÍS, heimsótti hann nær allar símstöðvar á landinu. Þeir kynntu sér laun, vinnuaðstöðu og annað er máli skipti fyrir starfsfólkið og rekstur stöðvanna að öðru leyti. Varla var völ á heppilegri mönnum til þessa eríndreksturs. Þetta var erfitt verk og aðstæður slæmar, en öllum tálmum var rutt úr vegi og samtökin urðu að veruleika, til hagsbóta og heilla fyrir stöðvarstjóra. Síðan átti Stöðvarstjórafélagið mikinn þátt í kjarabótum og bættu skipulagi fyrir annað starfsfólk stöðvanna, sem lengi var ófélagsbundið en er nú allt í Félagi ísl. símamanna (FÍS). Þegar Karl fluttist til Akraness var þar allt önnur aðstaða og þjóðfélagshættir breyttir frá því er áður var. En þar beið hans mikið Uppbyggingarstarf í póst- og símaþjónustu. Staðurinn var í hröðum vexti, fólksfjölgun mikil og margháttaðar athafnir í blóma. Stöðvarhús Pósts og síma reyndist fljótlega of lítið og síma- kerfið í bænum ófullnægjandi. Það varð því að hefja baráttu fyrir úrbótum og þeim verulegum. Myndarlegt stöðvarhús reis af grunni, línukerfi um götur bæjar- ins var komið í jörð og stóraukið og sjálfvirkri stöð var komið upp. Þegar svo Karl hætti störfum á Akranesi var stöðin þar orðin með allra stærstu stöðvum á landinu. Fyrir sex árum flutti hann til Reykjavíkur. Þar vann hann fyrst á skrifstofu Landsímans, en síðan starfaði hann sem þingvörður þar til yfir lauk. Karl var mikill félagshyggju- maður. Hann var alltaf í farar- broddi í baráttu fyrir bættum kjörum símafólks í dreifbýlinu og ýms önnur félagsleg málefni nutu góðs af starfshæfni hans og áhuga. Það má nefna Þjóðkirkj- una — þar starfaði hann mikið, ýmist sem meðhjálpari eða organ- isti — en hann var mikill unnandi góðrar tónlistar. Einnig starfaði hann mikið í ýmsum öðrum menn- ingar- og bræðralagsfélögum. Við leiðarlok þakka ég Karli góð kynni og frábært samstarf í nær 40 ár. Eins og að framan getur var þrotlaus áhugi hans og atorka stöðugt viðbúin til að vinna að hag og velferð samstarfsfólks hans við Póst og síma. í forustusveit fyrir þessu fólki lagði hann mikið á sig. Þar var hann tillögugóður og harðfylginn en réttsýnn. Frú Ástu, börnum hennar og öðrum aðstandendum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur. Jón Tómasson Við ferðalok vinar míns, Karls Helgasonar póstmeistara, langar mig til að færa í letur nokkra þætti úr lífsstarfi hans, sem mér voru kunnir af eigin reynd eða eftir frásögn hans sjálfs. Kynni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.