Morgunblaðið - 05.07.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1981
27
Gauti Wr safnaði fyrir sínu hjóli með blaðaútburði.
Aðalfundur Hjúkrunar-
félags íslands:
Vanmat á
hjúkrunar-
starfinu
IIJÚKRUNARFÉLAG íslands
hélt aðalfund sinn dairana 26,—
27. mars siðastliðinn. Höfuðmál
fundarins var umræða um kjara-
mál hjúkrunarstéttarinnar, en
mikil óánanja rikir i stéttinni
eftir siðustu kjarasamninKa. Um-
ræður fóru á þann veg. að
flestum bar saman um að hjúkr-
unarstéttin liði fyrir það að vera
kvennastétt hvað laun snertir ok
stéttin ekki viðurkennd sem
fyrirvinna fjölskyidu. EinnÍK
kom það fram í umræðunum að
lítið tillit væri tekið til eðlis
starfsins. svo sem sjáifstæðis ok
þeirrar ábyrKÓar sem því fylKÍr.
auk mikils vinnuálaus ok óreKÍu-
leKS vinnutima.
í fréttatilkynningu sem barst
frá fundinum segir meðal annars:
,Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags
Islands 1981 vekur athygli á því
hve grunnlaun hjúkrunarfræðinga
eru í raun og veru, það er að segja
11. launaflokkur, sem gera 5.899.-
krónur. Eftir sex ára starf eru
hjúkrunarfræðingar aðeins komn-
ir í 13. launaflokk. Það er ljóst að
þessi laun nægja ekki til að
framfleyta fjölskyldu. Hjúkrunar-
fræðingum finnst því tími til
kominn að kannaðar verði nýjar
baráttuaðferðir, þar sem ljóst er
að þessi laun örva hvorki hjúkrun-
arfræðinga til starfa né ungt fólk
til að hefja hjúkrunarnám."
Fundurinn taldi ennfremur, að
ástæðan fyrir því hve erfitt væri
að fá hjúkrunarfræðinga til
starfa, séu léleg laun, sem ef til
vill mætti rekja til vanmats á því
ábyrgðarmikla starfi sem hjúkrun
er. Fundurinn varar ennfremur
við að ófaglært fólk sé ráðið til að
sinna hjúkrunarstörfum.
Uppgötvið
Norðrið
ÁRSÞING samtaka veitinga- ok
Kistihúsa á Norðurlöndum var
haldið i Finnlandi 13. —16. júni
síðastiiðinn. Á þessu þinKÍ var
ÁsiauK Alfreðsdóttir formaður
Sambands veitinKa- ok KÍstihúsa
kjörin forseti NHR íyrir næsta
starfsár.
I fréttatilkynningu frá Sam-
bandi veitinga- og gistihúsa segir
ennfremur, að þær umræður, sem
hæst bar á þinginu, hefðu fjallað
um norræna samvinnu á ferða-
mörkuðum utan Norðurlandanna.
Þótti allmikið á skorta að hún
væri næg.
Sagði ennfremur að slík sam-
vinna ætti að vera sjálfsögð milli
Norðurlandanna. Úmheimurinn
lítur á Norðurlöndin sem heild og
ferðamenn heimsækja gjarnan
mörg þeirra í senn. Eigi þessar
þjóðir margt skylt og því grund-
völlur fyrir sameiginlegri kynn-
ingu undir kjörorðinu „Uppgötvið
Norðrið“. Telja norrænu veitinga-
og gistihúsasamtökin, að slík sam-
vinna muni vekja athygli um-
heimsins á okkur, stórauka mögu-
leikana á því að laða til okkar
ferðamenn og önnur viðskipti.
Þar eð slíkt vekefni snertir
þjóðfélagið í heild, ber að fjár-
magna það af opinberu fé frá
Norðurlöndunum öllum. Skora
samtök veitinga- og gistihúsa á
stjórnvöld að hrinda þessari hug-
mynd í framkvæmd sem fyrst.
Ungir upprennandi reiðhjólagarpar á TryKgvagötunni.
Guðgeir Leifsson: „Þessi nýju eru ekkert lik gömlu „Vísitöluhjólun
um.“
girarnir biluðu oft. Annars sagðist
hann vera mjög ánægður með að
eiga hjólið.
Niður í Austurstræti var ung
stelpa að hjóla á tíugírareiðhjóli.
Við náðum tali af henni og kvaðst
hún heita Margrét Guðmunds-
dóttir og vera sendill.
„Ég nota hjólið í vinnunni,"
sagði hún, „og svo hjóla ég mikið í
Breiðholtinu en þar á ég heima.
Mér þykir mjög gaman að hjóla og
hef hjólað mikið um ævina.“
Margrét sagði það vera góða
tilbreytingu frá þriggjagírahjól-
inu að vera á tíugírahjóli og sagði
að flestir af hennar kunningjum
ættu þannig hjól. Hún kvartaði
yfir aðstöðuleysinu hér í höfuð-
borginni og sagði að bílstjórar
væru gersamlega tillitslausir í
umferðinni gagnvart hjólandi
fólki. Hún hafði einu sinni lent í
því að svínað var fyrir hana,
þannig að hún lenti á bílnum og
rauk þá bílstjórinn út og hund-
skammaði hana. Eru sennilega til
mýmörg dæmi um slíkt.
Magnús Guðjónsson 13 ára og
bræðurnir Ásmundur og Grétar
Hörður Sigurgíslasynir 13 og 11
ára voru að hjóla á Tryggvagöt-
unni og stoppuðu hjá „Bæjarins
bestu“, þar sem við náðum tali af
þeim. Bræðurnir sögðust báðir
bera út blöð og höfðu þannig
Edda. Kara og Gugga sögðu að það reyndi mikið á fæturna að hjóla á
íslandi.
Jón Jóhannsson hjá Fálkanum: „Þetta er bara tiskufyrirbrigði.“
safnað sér fyrir hjólunum. Þeir
fengu þau á sama tíma og sögðu
að þau væru alltaf að bila.
Magnús hafði átt sitt í viku og
hafði hann einnig safnað sér fyrir
því með blaðaútburði. Hann var
ánægður með hjólið sitt og að-
spurður um reiðhjólaæði, sagði
hann að það væri bara della sem
gengi yfir.
Á Laugaveginum voru þrjár
ungar stúlkur í hnapp að tala
saman. Sennilega í pásu. Þær
sögðu að það væri æðislega gaman
að hjóla og sögðu að það væri
mikil heilsubót í því.
„Það reynir mikið á fæturna að
hjóla hér á íslandi. Sérstaklega í
Breiðholtinu," sagði ein af þeim,
Edda, að jafni. Tóku hinar undir
það og sögðu að það væri allt of
mikið af brekkum hér, og öfund-
uðu þær Dani, sem aldrei þurfa að
hjóla upp brekkur.
„Þetta er bara eins og hvert
annað tískufyrirbrigði að eiga
hjól,“ sagði Gugga. „Það er eitt-
hvað trimmæði í fólki," bætti
Kata við „enda heldur það við
línurnar að hjóla.“
Þegar þær voru spurðar að því
hvort þær hjóluðu eitthvað út
fyrir bæinn, sögðu þeir að það
væri svo vont að hjóla á malarveg-
um og þess vegna færu þær aldrei
af malbikinu.
Sigurður Friðfinnsson: „Eins og fuglinn fljúgandi þegar maður
hjólar.“
Al íil.VSIMiASIMINN F.R:
22480
Jt)«r0unbtAbib