Morgunblaðið - 16.08.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981
35
vera að bræða með sér alls konar
ofskynjanir, því að sannleikur-
inn var sá, að henni hreinlega
leiddist ólýsanlega og hafði
óslökkvandi þörf fyrir að fara til
Moskvu, þó ekki væri nema í
stutta heimsókn.
Henni fannst að Tolstoj væri
„gáfaður, lyriskur og þróttmik-
ill“ og hún var óskaplega hrifin
af honum, en samtímis fannst
henni hún vera meðhöndluð eins
og „dúkka, eiginkona en ekki
MANNESKJA". Reiðin og
gremjan varð trúr fylginautur
Sonju gegnum tíðina og það ber
að harma, því að engum dettur í
hug að draga í efa hug Tolstoj til
hennar.
Einn kaldan gráan nóvember-
dag er hún kom niður til morg-
unverðar lagði sápulykt að vit-
um hennar. Feit hörundsdökk
bóndakona með kröftugar axlir
og mikil brjóst lá á hnjánum að
skrúbba gólfið í ganginum. Barn
fjögurra eða fimm ára gamalt
var að leik í dyragættinni. Sonja
hreytti út úr sér við drenginn að
loka dyrunum. Drengurinn stóð
grafkyrr og horfði á hana. Svo
hljóp hann orðalaust til móður
sinnar, sem greip utan um
drenginn og horfði á húsfreyj-
una á bænum án þess að depla
auga.
Þetta varð Sonju mikið áfall.
Það var ekki nóg með það, að
hún skynjaði samstundis hver
konan var, þetta var einnig í
fyrsta skipti sem hún hafði horft
á fyrrverandi þræl og séð hana
sem jafningja, 'sem ól með sér
sjálfsþótta og virðingu, eins og
hún var gædd sjálf.
Inærfellt tvær vikur eftir
þennan atburð, var Sonja í
hálfgildings, eða öllu nær,
algeru móðursýkiskasti. Hún
vissi, að sú skipun hafði verið
gefin, að Axinia kæmi aldrei inn
fyrir dyr hússins aftur, en það
sefaði hana hvergi. Það sem
særði hana mest var að hennar
dómi skilningsleysi og tilfinn-
ingaleysi eiginmanns hennar.
Hún var þrumu lostin, að hann
virti hana sjálfa svo lítils, að
hann léti það óátalið að Axinia
>-nn. Qf-0"1 > þv> húsi sem hann
deildi með lögmætri
sinni. Og Axinia hélt áfram að
vera til, og myndi verða til um
alla framtíð, ekki ýkja langt frá
húsi þeirra. Og nú rifjaðist upp
fyrir henni ýmislegt, sem hún
hafði lesið í dagbókinni sem
hann hafði þröngvað henni til að
lesa, þar sem hann hafði sagt, að
hann hefði aldrei verið jafn
ástfanginn og meðan hann var
með Axiniu.
Þann 6. desember 1862 skrifar
hún í dagbókina: „Einn góðan
veðurdag gerir afbrýðisemin út
af við mig ... Og allt vegna
feitrar og hallærislegrar kell-
ingar! Viðbjóður! Ég hef horft á
rýtingasafnið hans ... það væri
svo auðvelt. Og svo veit ég af
henni (Axiniu) í næsta nágrenni.
Þetta gerir mig brjálaða. Ég
ætla að fara í ökuferð. Kannski
ég rekist á hana á leiðinni! Svo
að þessa manneskju elskaði
hann! Ef ég gæti bara brennt
dagbók hans og alla fortíð hans.“
En lífið var ekki bara svart-
nætti, því að Sonja unni honum
þótt fyrirlitning hennar á fortíð
hans gerði þeim báðum lífið afar
erfitt á stundum. Hún var háð
honum kynferðislega og það
vakti með henni sárindi að hann
vísaði kvíða hennar á bug sem
hégóma. Hún fór á ný að lesa
allar dagbækur hans og sökkti
sér niður í lýsingar hans á
samskiptum hans við konur. Allt
varð til að auka á þraut hennar
og þjáning. Samt áttu þau þenn-
an vetur sínar dýrmætu stundir,
þcgar þeim tókst báðum og
samtímis að láta hið liðna vera
gleymt og grafið og njóta þeirrar
ánægju og ástar, sem þau báru
hvort til annars.
(Jóhanna Kristjónsd. þýddi lauslcRa.)
Annc Kdnards: Sonja: Thc Lifc oí Coun-
tcss Tolstoy. l>t«. Hoddcr and StouKhton.
N-kóreanskir
hermenn í
Zimbabwe
Salishury. 11. ÚKÚst. AP.
NORÐUR-Kóreumenn hafa sent
106 hernaðarráðgjafa til Zimb-
abwe (áður Ródesíu) að sögn
Robert Mugabes forsætisráð-
herra.
Mugabe lagði á það áherzlu í
viðtali við blaðið „Salisbury Her-
ald“ að 5.000 manna herdeild, sem
Norður-Kóreumennirnir mundu
þjálfa, yrði eingöngu þjálfuð í
varnarskyni og alls ekki til að-
gerða handan landamæra Zimb-
abwe.
Hann kvað þær fréttir fjölmiðla
alrangar að koma norður-kóresku
hernaðarráðgjafanna stæði í sam-
bandi við hugsanlega aðstoð Zimb-
abwe við mósambískt herlið í
baráttu þess gegn uppreisnar-
mönnum í Mozambique.
Norður-Kóreumennirnir hafa
bækistöð í austanverðum Iny-
anga-hálendunum nálægt landa-
mærum Mozambique. Herdeildin,
sem þeir þjálfa, er meðal annars
búin skriðdrekum.
Bandarísk
bækistöð á
Diego Garcia
I/tmdon. 11. ágúst. AP.
BRETAR hafa leyft bandarísk-
um sprengjuflugvélum af gerð-
inni B-52 afnot af flugvelli á
eynni Diego Garcia á Indlands-
hafi að því er staðfest var í dag.
Sagt var frá fréttinni í Banda-
ríkjunum í marz, en brezka utan-
ríkisráðuneytið bar hana til baka
þá. Nú er fréttin staðfest í síðbún-
um þingtiðindum.
Staðfestingin kemur fram í
svari Douglas Hurds aðstoðarut-
anríkisráðherra við fyrirspurn á
þingi. Sagt er að staðfestingin hafi
dregizt vegna óvenjumikils fjölda
fyrirspurna á þingi.
Joan Lestor, þingmaður Verka-
mannaflokksins, átaldi þessi
vinnubrögð, er gæfu til kynna að
eitthvað þyrfti að fela. The Times
segir að brezkir embættismenn
neiti að upplýsa hvort kjarnorku-
vopnum verði komið fyrir á Diego
Garcia.
Samtök andstæðinga kjarn-
orkuvopna (CND) segja um málið
að stigið hafi verið nýtt skref í átt
til kjarnorkuárekstra.
Bændur fá land
Pcking:
YFIRVÖLD í héraðinu Sich-
uan hafa ákveðið að skila
bændum aftur þeirra eigin
jarðnæði til bráðabirgða til
þess að auka ágóðavon og auka
þar með framleiðslu í kjölfar
flóða, sem hafa kostað 8.311
mannslíf og spillt 667.000 hekt-
örum af akurlendi.
Viö efnum til
EFN A/FAT AM ARK AÐS
HLJOMPLOTU-
að Skúlagötu 30,
(áður J. Þorláksson & Norðmann)
Hefst kl. 1 e.h.
a mörgun
Opiö aöeins
þessa
viku
7-lSAS
MJÖG
GOTT VERÐ
*&$&*&$* *
>'V
Einnig ýmis mjög ódýr
fatnaöur sem enginn
hefur efni á aö láta
fram hjá sér fara
Þú getur fengiö plötur
frá 29 krónum. Þaö
er engin veröbólga á
plötumarkaöi okkar.
Notaöu einstakt
tækifæri og fáðu
þér góðar
plötur á
góöu verði
BELG JAGERÐIN
Hijómplötur:
Þetta er aðeins brot af þeim plötum sem til
sölu eru á markaðnum okkar
Abba — Super Trouper. Styx — Paradise
Theater. Toto — Turn Back. Earth Wind & Fire —
Faces. Barbra Streisand — Guilty. Ottoman —
DISCO. Madness — Absolutely. Rod Stewart —
Greatest Hits. Neil Young — Hawks and Doves.
Utangarðsmenn — Geislavirkir. Mezzoforte — í
hakanum. Haukur Morthens — Lítið brölt o.fl. o.fl.
o.fl.
Plötuúrvalið er ótrúlegt á útsölumarkaðnum. Það
er fullt af góðum plötum á sprenghlægilegum
k prísum.
fUínor hf