Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 20

Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR BLÓM- KÁLSTÍÐ í dag er blómkál á dagskrá, hvað annað. Nú er uppskeru- tími blómkálsins og víða má fá það á góðu verði. I frystikist- una, er auglýst. Blómkál er ágætt að frysta, en þá er kannski betra að nota það súpur eða stöppu, fremur en heilt, því það mýkist mjög við frystingu. Slíkt er þó smekks- atriði. Ef þið hyggist frysta blómkál, setjið það fyrst í sjóðandi vatn, eftir að hafa brotið það í vendi, og látið það sjóða í um 7 mín. frá því suðan kemur upp. Kælið undir köldu Vatni. Látið síðan vatnið renna vel af, áður en þið frystið það. Blómkálið er upprunnið í Austurlöndum, eins og fleira gott grænmeti. Það barst svo í Evrópuáttina, og á 16. öld fóru ítalir að rækta það sér og sínum til yndis og ánægju. ítalir voru miklir kaup- og farmenn á þeim tíma, og kynntu ýmsar austrænar nýj- ungar fyrir öðrum Evrópu- búum. Hér á eftir verður lítillega hugað að því, hvað hægt er að búa til gott úr blómkáli, og eins og þið sjáið er býsna margt sem kemur til greina. Góða skemmtun! Ilrátt blómkál Blómkál, þvegið í köldu vatni, er býsna góður matur, bæði sem snarl á undan aðal- rétti, en einnig til að stinga upp í sig milli mála, þegar svo ber undir. En það þarf auðvit- að að vera nýtt og gott. Vegna lögunar sinnar hentar blómkál býsna vel til að dýfa í sósur, búið t.d. til góða sósu úr 1 hluta af ólífólíu og 3 af góðu vínediki, brytjið hvítkál saman við, malið pipar, klippið gras- lauk og bætið e.t.v. við svolitlu af góðu frönsku sinnepi. Slík sósa fer vel með öllu græn- meti. Ég get ekki ímyndað mér neinn betri sumarforrétt held- ur en svona sósu ásamt góðu grænmeti, t.d. blómkáli, papr- iku, salatblöðum, tómötum, selleríi og öðru því sem þið náið í. Italir hafa þann skemmti- lega sið að bera fram græn- meti, t.d. blómkál, skorið i væna bita og sett í ískalt vatn ásamt ísmolum. Ég hef áður nefnt þessa aðferð, en geri það enn, því hún á það fyllilega skilið, ekki satt... Blómkál er einkar gott í salat. Skerið t.d. blómkál í litla vendi ásamt gúrku og tómöt- um. Þetta fer vel saman. Sósa líkt og áður er nefnd, eða engin sósa, það er smekksatr- iði. Einnig er hægt að bera sósuna fram sér, svo hver geri farið sínar Ieiðir í sósumálun- Það getur verið ögn snúið að þvo blómkálshaus. Þá er ein- falt ráð að setja hausinn í kalt vatn, ásamt svettu af ediki og láta standa í 15—20 mín. Skoðið síðan hausinn vel. Skorkvikindi sem eru lítt lyst- aukandi á disknum forða sér úr blómkálinu í ediksvatni, svo þetta er nokkuð góð aðferð. Heitt blómkál Blómkál er eitt af því græn- meti, sem er gjarnan borið fram soðið. Þá er þá annahvort soðið heilt eða brotið í vendi, soðið og borið fram. 20 mín. eru nokkuð hæfilegur suðutimi fyrir blómkál, en auðvitað fylgist þið með pottinum og bragðið ykkur áfram. Það er með blómkál eins og annað grænmeti, að það er langbezt að sjóða það þannig að enn sé það vast undir tönn, en ekki soðið í graut. Auk þess að sjóða blómkál og annað græn- meti í vatni er hægt að gufu- sjóða það. Slík suða þykir langheppilegust, því þá fara engin næringarefni í soð, sem er svo ekki notað. Það eru til sérstakir gufusuðupottar, en einnig er hægt fá lausar grind- ur, sem passa í flesta potta. í Kornmarkaðnum eru þessar grindur t.d. oft í hillunum. Ef ykkur finnst blómkál stundum nokkuð rammt á bragðið, þá er ráð að sjóða það í tveimur vötnum. Sjóðið það fyrst í 10 mín. og hellið vatninu af því. Setjið aftur upp vatn, eða hafið það tilbúið að öðrum potti, og setjið kálið út i sjóðandi vatnið og sjóðið þar til þaðer hæfilega soðið. Það má búa til ýmsa lysti- lega blómkálsrétti. Látið t.d. vatnið renna vel af hæfilega soðnu blómkáli. Setjið blóm- kálið í smurt fat. Blandið saman rifnum osti, t.d. óðals- eða goudaosti, ofurlitlu af brauðmylsnu, nýmöluðum pip- ar og nýrifnu múskati. Hellið þessu yfir blómkálið og bakið stutta stund í vel heitum ofni, þar til ostþakið er gullið og stökkt. Þessi réttur er býsna góður með glóðarsteiktu, heitu eða köldu kjöti, en einnig einn sér með góðu brauði. Heitt kryddsmjör er gott með heitu blómkáli. Bræðið smjör, ásamt ólífolíu, t.d. 2/3 smjör og 1/3 olía. Bætið smátt söxuðum hvítlauk út í, ásamt kapers og söxuðum ólífum. Nokkrar ansjósur úr dós eru góð viðbót. Athugið að kaupa litla niðursuðudós með raun- verulegum ansjósum, því þær skandinavísku í glerkrukkun- um eru annar fiskur. Látið feitina malla þannig að ansj- ósurnar Ieysist upp. Hvítlauk- urinn má ekki brúnast. Ef ykkur sýnist svo, eru gróft saxaðar möndlur góð viðbót. Berið smjörið heitt fram með heitu blómkálinu, eftir að vatnið hefur runnið vel af því, Berið það fram á sama hátt og lýst er hér á undan. Blómkálssúpa Blómkálssúpa er mikil önd- vegis súpa eins og kunnugt er. Allt sem þið þurfið að gera að er að sjóða blómkál í vatni eða soði. Notið ekki of sterkt soð. Kjúklingasoðteningar eru handhægir. Ég hef áður nefnt jurtasoð frá Plantaforce og Nutana. Soðduftið frá Planta- force fæst einnig með mjög litlu salti fyrir þá sem vilja forðast salt í mat. Þegar blómkálið er soðið er það marið gegnum sigti eða sett í kvörn. Stönglarnir eru auðvit- að hafðir með. Ef þí hafið sæmilega mikið af blómkáli er óþarfi að baka upp súpuna, eða þykkja hana með rjóma, eggj- um eða smjöri. Nýmalað múskat gefur súpunni gott bragð. Ef þið þurfið að halda henni heitri, er bezt að láta hana ekki sjóða, því þá vill hún kornast og verður ekki eins mjúk. Þegar þið berið hana fram, getið þið gjarnan bætt léttsoðnum.litlum blómkáls- vöndum í hana, strimlum af skinku eða reyktum laxi. Mild súpan fer vel við bragðsterkan mat. Blómkálsstappa Blómkálsstappa er gott meðlæti með glóðarsteiktu kjöti. Þið sjóðið þá blómkálið í litlu vatni, merjið það síðan í gegnum sigti eða setjið það í kvörn. Setjið karftöflur saman við, þ.e. stappaðar kartöflur. Þið merjið þær með í kvörn- inni, ef þið notið hana. Notið um 3 hluta af blómkáli og 1 af kartöflum. Blómkálsgratín Ekki má gleyma blómkáls- gratíni, ofnbökuðu blómkáli í ostasósu ... Hér fylgir uppskrift af einu slíku. það er gott sem forrétt- ur, milliréttur, léttur aðalrétt- ur eða meðlæti með kjöti, köldu eða heitu. 2 vænir blómkálshausar 3egg 3 dl kaffirjómi eða rjómi og mjólk til helminga 150—200 gr rifinn ostur nýmalaður pipar og nýrifið múskat. 1. Setjið upp vænan pott af vatni. Skolið kálið og skiptið því í vendi. Notið það af stilkunum sem er nýtilegt, þ.e. þá stilka sem eru ekki trénað- ir. Setjið kálið í sjóðandi vatnið og látið það sjóða í um 10 mín. Látið vatnið renna vel af því. 2. Setjið ofninn á 200°. 3. Blandið saman því sem eftir er. Smyrjið ofnfast fat, sem þið getið borið réttinn fram í. Dreifið kálinu í fatið og hellið eggjablöndunni yfir. Osturinn samlagast deginu ekki ef hann er grófrifinn svo þið skuluð þá dreifa nokkurn vegin jafnt úr honum yfir fatið. 4. Setjið nú fatið í ofninn og látið það bakast í um 30—45 mín. Tíminn fer eftir því hvað deiglagið er þykkt í fatinu. Þið hafið e.t.v. tekið eftir því að ég hef áður verið með svipaða uppskrift en með öðru en blómkáli í. Ég nota þessa uppskrift á margan hátt, eins og hægt er að gera við allar góðar uppskriftir. Haldið nokkurn veginn 1 eggi á móti 1 dl af vökva. Það er þó ekki alveg nauðynlegt. Stundum nota ég sýrðan rjóma og þá heldur meira af sýrðum rjóma en mjólk eða kaffirjóma en 1 dl á móti 1 eggi. Stöppuð kotasæla er einnig ljómandi ásamt mjólk, sömuleiðis rjómaostur. Þá gildir það sama og um sýrða rjómann. Þetta er fyrirtaks eggjablanda að grípa til, t.d. þegar eitthvað vantar á borðið, því oftast má finna eitthvað gott í fylling- una. Og svo má ekki gleyma að svona ostadeig er gott eitt sér. Ég hef víst áður verið með það í pæaskel. En enn fleira er hægt að gera við gott blómkál. Blómkál sem difið hefur verið í deig og djúpsteikt er þekktur réttur, rétt eins og hægt er að gera við ýmislegt annað grænmeit, t.d. gúrkur, lauk og sveppi. En það þarf ekki deig til. Frakkar láta sér gjarnan nægja að léttsjóða blómkálið, t.d. í 10 mín, eða svo, láta renna vel af því, og dreypa á það bráðnu smjöri og jurtum, t.d. graslauk og steinselju og láta það síðan jafna sig í um 30 min. Síðan hita þeir feitina og djupsteikja blómkálið. Einfalt, ekki satt .. og ekkert deig til að sjúga fitandi feitina í sig. Lystilega gott með glóðarsteiktu kjöti, eða sem forréttur eða milli- réttur. Léttsoðið kalt blómkál er tilvalið að leggja í kryddlög úr ediki og olíu, ásamt góðum kryddjurtum. Látið blómkálið gjarnan vera ylvolgt þegar þið hellið leginum yfir. Síðan má þetta standa í um 'k—1 sólar- hring. Þá er rétturinn borinn fram sem for- eða milliréttur, gjarnan með góðu brauði. Þarna hafið þið einn af þessum góðu réttum sem ekki aðeins má heldur á að útbúa löngu áður en hann er borinn fram. Ekki má gleyma að blómkál er gjarnan lagt í edikslög og gleymt til vetrarins, en það er önnur saga sem ekki verður rakin hér. 1 W KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAfí AVEXTIR ■KUNNAI Epli rauö — Epli græn — Appelsínur — Sítrónur — Grapealdin — Vínber græn — Perur — Melónur — Vatnsmelónur — Plómur — Ferskjur — Nektarínur — Mandarínur — Ananas — Kiwi — Avocado — Bananar. EGGERT KRISTJAIMSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 HEUESEHS WUWt OBKII Citroen CX 2000 Station Árgerð 1977 ekinn 78000 km erlendis. Fyrirtaks ferðalagsbíll með dragkrók og tekur 550 kg auk ökumanns eða 2,3 m^.Út- varp og segulband. Verð 100 þús. Sími 32632.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.