Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981
55
bað virðist íara vel á með þeim rebba ojf Önnu.
Besti leik-
félaginrt tófa
+ bað eru ekki margir sem ei»a yrðling að vini. í biaðinu De»i á
Akureyri segir þó frá heimasætu einni, sem heitir Anna Kristín.
er fékk yrðling að gjöf frá föður sinum, sem lÍKKur á Kreni á
hverju ári.
Segir í Degi, að síðan Anna Kristín eignaðist yrðlinginn, hafi
allur hennar tími farið í að sinna honum og leika við hann. Fer vel
með á þeim enda er Móri, eins og rebbi er kallaður, ekki eina tófan
sem fjölskylda Önnu hefur eignast. Segir að margar hafi þær tekið
miklu ástfóstri við fjölskyldufólkið og ein þeirra sem eldri dóttirin
átti var komin í svo mikið uppáhald að hún var búin að eignast sín
eigin föt til að klæðast í.
Blóm og
fegurö
+ Þessar myndir sem
ljósmyndari Morgunblaðs-
ins, Guðjón, tók í Holly-
wood síðasta sunnudag, eru
af Blóma- og hárgreiðslu-
sýningu á vegum hár-
greiðslustofunnar Ellu og
Stefánsblóms.
Voru sýndar ýmsar teg-
undir hárskreytinga við
góðar undirtektir áhorf-
enda. Það voru stúlkur úr
Módelsamtökunum og aðr-
ar sem sýndu skreytingar
sem hannaðar eru af Stef-
áni í Stefánsblómi í sam-
ráði við hárgreiðslumeist-
arana frá Ellu. Öll eru
blómin lifandi sem notuð
eru. Hvað annað?
Islendingar í brúnni
+ Eimskið tók við Eyrarfossi í vikunni, en skipið hefur verið í leigu félagsins síðastliðið ár. Þann tíma
var danskur skipstjóri með skipið. en nú eftir eigendaskiptin eru eingöngu íslendingar í brúnni. Á
myndinni eru yfirmenn á Eyrarfossi ásamt hinum danska fyrrverandi skipstjóra. Frá vinstri: Magnús
Kjærnested. 1. stýrimaður, Baldur Ásgeirsson, skipstjóri, Poul Erik Nielsen og Kristján Hafliðason, 1.
vélstjóri. (Ljósm. Kristján Einarsson.)
Glatt á hjalla
hjá „gamlingjum “
+ Það var glatt á hjalla á golfvellinum á Seltjarnarnesi þá daga sem
íslandsmót öldunga i golfi fór þar fram fyrir nokkru. Keppendur voru
allir orðnir 55 ára, sem var aldurslágmark. og þeir elztu höfðu nokkur
ár umfram sjötugt þó svo að það væri vart merkjanlegt. Milli þess sem
hvíti boltinn var sleginn ok rölt var fram og aftur um golfvöllinn.
spjölluðu menn um heima og geima og hnútur flugu þar á milli manna
i hálfkæringi.
Veðurguðirnir léku við hvurn
sinn fingur þessa daga og það var
þvi létt yfir þessum fimmmenn-
ingum er þeir stilltu sér upp fyrir
ljósmyndarann framan við golf-
skálann á Nesinu. Lengst til
vinstri er Magnús Guðmundsson,
fyrrum flugstjóri hjá Flugfélaginu
og Flugleiðum, þá Sigurjón Hall-
björnsson, sem nú tók í 36. skipti
þátt í íslandsmótinu í golfi, geri
aðrir betur. í miðið er Gunnar
Stefánsson, sem lengi vel barðist
um verðlaunasæti í mótinu, en
hafði þó ekki árangur sem erfiði.
Þá er Jón Sólnes, fyrrverandi
alþingismaður frá Akureyri, og
loks Sverrir Einarsson, tannlækn-
ir, sem stjórnaði mótinu af rögg-
semi og festu. (Ljósm. áij)