Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 16
 1 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 Siguröur Einarsson, Vestmannaeyjum: Uppbygging fiskveiða og fisk- vinnslu þíirf að haldast í hendur InnsanKur: Undanfarið hefur komið fram að töluverð aukninx sé í innflutn- ingi fiskiskipa og smiði fiskiskipa innanlands. Flotinn heldur áfram að stækka þrátt fyrir ýmsar regl- ur og samþykktir um hið gagn- stæða. Fiskveiðar verða dýrari vegna þessa stækkandi flota, stjórnun veiðanna erfiðari og rekstrargrundvöllur margra hinna nýju skipa er mjög hæpinn. Jafnframt koma fréttir um það, að víða sé svo mikill fiskur, að illa gangi að vinna hann. Þáð sem virðist ef til vill alvarlegast í þessari þróun er hve samræmið milli fjárfestingar og uppbyggingar í útgerð og fisk- vinnslu verður lítið og fiskvinnsl- an stendur höllum fæti miðað við útgerðina og illa gengur að ráða við þann afla sem berst að landi. Fiskvinnslan á íslandi hefur átt í vök að verjast undanfarin ár og hún hefur dregizt verulega aftur úr. Telja má öruggt miðað við þróun veiða undanfarin ár og ef ekki verður slakað á friðunarað- gerðum, sem hafa gefið eins góða raun og reynslan sannar, þá muni afli Islendinga aukast af öllum að vinnslan gangi vel, að nógu mikið af góðu starfsfólki fáist sem vill vinna við fiskinn og hægt sé að afla markaða fyrir afurðirnar. Starísskilyröi fiskvinnslu Nokkur undanfarin ár hefur fiskvinnslan í heild verið rekin á þeim grundvelli, að tekjur og gjöld hafa verið jafnhá í bezta falli, en fleiri árin hefur verið um tap að ræða í heildina. Einstaka greinar eða landshlutar hafa sum árin náð að skila einhverjum hagnaði, en greinin í heild verið rekin á núlli eða í tapi og sumt í verulegu tapi. Við ákvörðun fiskverðs, sem er stærsti útgjaldaliður fiskvinnsl- unnar, hefur verið um það að ræða að halla annaðhvort á útgerð og sjómenn eða fiskvinnslu og hefur verið oftar hallað á fiskvinnsluna, og þrátt fyrir hagstæð ytri skil- yrði á mörkuðum og í fiskveiðum hefur verðbólgan haft þau áhrif að lítið virðist verða eftir hjá útgerð og fiskvinnslu. Útgerðarkostnaður hefur líka hækkað verulega og menn hafa verið þeirrar skoðunar, að sjómenn ættu að fá svipaðar launahækkanir og aðrir launþeg- krónu fjárfesta í fiskvinnslu er 3—4 sinnum meira en ef fjárfest væri í útgerð. Fiskvinnslan þarf á hverjum tíma að geta ráðið við ailan afla sem berst að landi og unnið úr þeim afla og ráðið við þá aflatoppa sem koma. þannig er verið að leggja meiri kvaðir á þá grein sem bezt gengur umfram aðrar greinar eins og núna er gert með skreiðarverkun. Það er fráleitt að ætla að afgreiða rekstrargrundvöll fisk- vinnslunnar þannig, að þeir sem eru í söltun eða skreið eitt árið eigi að borga til frystingar ef hún gengur miður og þau ár, sem söltun og herzla ganga illa, þá eigi það að greiðast með hagnaði af frystingu, ef hún gengur betur. F'iskvinnslan hefur enga mögu- leika til fjárfestingar og uppbygg- ingar ef hagnaður er enginn ár eftir ár. Það er ekki heldur við því að búast að framkvæmdastjórar fisk- vinnslufyrirtækja geti mikið sinnt rekstrinum, ef fyrirtækin eru í stöðugri fjárhagskreppu og tími þeirra fer allur í að útvega fjármagn til að fleyta rekstrinum áfram frá degi til dags. Mannafli: Undanfarin ár hefur sú skoðun heyrzt víða og þá einkum frá talsmönnum iðnaðarins, að þar þurfi að eiga sér stað mikil uppbygging svo að hægt sé að taka hátt til að koma honum undan og eyðileggja hann ekki. Það sem er einna erfiðast fyrir sjávarútveginn er að bregðast við þeim sveiflum er verða á milli árstíða og landshluta í aflamagni frá einum tíma til annars. Það verður að telja að það sé neyðar- úrræði að fara að flytja inn erlent fólk til að vinna við fiskvinnslu og tala um á sama tíma að það skorti atvinnutækifæri i landinu og fólk flytjist búferlum úr landi vegna þess. Launakjör starfsfólks í fisk- vinnslu sem vinnur í bónusvinnu eru yfirleitt nokkuð góð, saman- borið við ýmsar aðrar atvinnu- greinar og launakjörin í fiskvinnu þurfa og eiga að -vera betri en í öðrum greinum, en vinnutími má ekki verða of langur. Ein leið til úrbóta er sú að sveitarfélögum og einstaklingum úti á landi, þar sem atvinna við fiskvinnslu er mest, verði gert léttara með að byggja þar húsnæði, svo að þau sveitar- félög geti tekið við fleira fólki. Bæta þyrfti aðbúnað starfsfólks í fiskiðnaði sem mest, bæði á vinnu- staðnum og í kaffistofu og öðru slíku húsnæði til að laða starfs- fólk að greininni en það verður fisktegundum og þá þarf bæði að vera hægt að vinna þennan afla og .finna honum markaði. Þeir sem eru að kaupa þau skip sem hafa verið smíðuð eða flutt inn undan- farið þurfa líka að fá góðan afla á skipin til að hægt sé að reka þau og borga sjómönnum gott kaup. Astandið hefur á mörgum stöðum á landinu verið þannig allt þetta ár að illa hefur gengið að ráða við þann afla sem hefur borizt. Það er öruggt, að það koma alltaf aflatoppar og aflabrögð eru mismunandi, en ef fiskvinnslan hefur nóg hráefni þegar lítið aflast, þá verða hrein vandræði þegar mikið fiskast. Það getur verið mikið verra og dýrara fyrir fiskvinnsluna að hafa of mikið hráefni heldur en of lítið, ef ekki ræðst við það með góðu móti. Þau atriði, sem skipta hér mestu máli til að fiskvinnslan sé í stakk búin að geta ráðið við vaxandi afla, eru að húsakynni og tæki fiskvinnslunnar séu þannig ar. Þessi rekstrarskilyrði fisk- vinnslunnar hafa verið látin við- gangast ár eftir ár þrátt fyrir þær afleiðingar, sem það hefur bæði fyrir sjávarútveginn í heild og þjóðina alla. Meðan þetta ástand varir um afkomu fiskvinnslunnar er ekki við því að búast að mikil uppbygg- ing eigi sér stað og framleiðni aukist eitthvað af þeim sökum. Afleiðingin hefur orðið sú, að við höfum ekki eins góða möguleika og ella til að taka við vaxandi fiskmagni og gera úr því góða vöru og veita fleira fólki góða atvinnu. Verðmætaaukning við fjárfest- ingu í fiskvinnslu er langtum meiri en í útgerð. Eitt nýjasta og myndarlegasta frystihús landsins, ísbjörninn í Reykjavík, myndi í dag kosta svipað og einn skuttog- ari smíðaður innanlands, en getur afkastað afla af 3 skuttogurum, en verðmæti hráefnisins tvöfaldast við vinnsluna á aflanum og fram- leiðsluverðmætið á bak við hverja Ástæður fyrir þessum mun á milli fjárfestingar í útgerð og fiskvinnslu eru aðallega, að lán til útgerðar hafa verið mikið rýmri, afkoma í fiskvinnslu léleg og mörg fyrirtæki í sjávarútvegi að endur- nýja skip sín. Endurnýjun og viðbætur í fiskvinnslu þurfa líka að eiga sér stað, því að það þýðir lítið að vera með ný skip og ný tæki á sjónum, en allt gamalt í landi. Það er mikið atriði þegar þarf að ráða við vaxandi afla, að húsnæði og tæki séu með þeim hætti að vinnslan verði sem létt- ust fyrir starfsfólkið og afköstin sem mest. Til þess að geta tekið aflatoppana, þá þarf öll aðstaða að vera sem bezt og þá þurfa allar greinar fiskvinnslunnar að geta skiiað hagnaði, því að ef ein greinin gengur betur eitt árið en önnur, þá er það gott, því að framleiðslan og afkoman leita alltaf sjálfkrafa í jafnvægisátt innbyrðis innan fiskvinnslunnar. Þá er það mjög heimskulegt þegar við því fólki sem kemur á vinnu- markaðinn næstu ár og jafnframt heyrist það að fiskiðnaðurinn geti ekki tekið við fleiri starfs- mönnum. Frá því að sá sem þetta ritar fór að fylgjast með sjávar- útvegsmálum, hefur alltaf vantað fólk til starfa á ýmsum stöðum á landinu stóran hluta úr árinu nema yfir hörðustu vetrarmánuð- ina og vinnutími fólks í fisk- vinnslu oft verið óhæfilega langur og gengur illa að koma fiskinum undan óskemmdum. Það hefur verið reynt að bregð- ast við þessum vinnuaflsskorti með því að flytja inn starfsfólk erlendis frá og fá starfsfólk inn- anlands til að flytja milli staða og búa í verbúðum, því að víða á landsbyggðinni þar sem mest er að gera í fiskvinnslunni er líka mikill skortur á húsnæði. Þá hefur verið reynt að auka vinnutímann óeðlilega mikið til að bjarga fisk- inum og vinna hann á fljótlegan ekki gert nema fiskvinnslan geti það og líka ef bætt er við vélum, þá léttir það vinnuálag á fólki. Það þyrfti líka að auka atvinnu- öryggi fólks í fiskvinnslu, svo að það sé ekki alltaf öðru hvoru að fá uppsagnarbréf vegna lélegra rekstrarskilyrða fiskvinnslunnar og iokunar fyrirtækja. Það má líka hugsa sér það, að starfsfólk sem tæki sér orlof utan ákveðinna athafnatímabila fái lengra orlof en ella væri. Undanfarin ár hefur þróunin orðið sú að starfsfólk í fiskiðnaði hefur viljað fá aukin frí frá því sem var og á það bæði við um sumarfrí og að starfsfólkið hefur viljað vinna styttri vinnutíma. Jafnframt hafa frí sjómanna auk- ist. Þetta er þróun sem er að mörgu leyti eðlileg og í takt við tímann en hún gerir auknar kröf- ur til fiskvinnslunnar að geta ráðið við aflann og það þarf að aðlaga útgerðina að þessum nýju viðhorfum. Það er engum til góðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.