Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
27
i,
USAH sigraði örugglega
TELPUR
100 m hlaup
Hirna Svoinsdóttir IISAII
800 m hlaup
Hirna Svoinsdóttir USAIl
1x100 m hoóhlaup
Svoit IJMSS
llástrtkk
W>runn Snurradóttir HMSS
LanKstrtkk
Hirna Svoinsdóttir USAII
Kúluvarp I kv
Birna Svoinsduttir USAII
Spjótkast 000 itr
Hirna Svoinsdóttir USAII
PILTAR
100 m hlaup
Kristján Frímannsson USAII
800 m hlaup
Páll Friftriksson UMSS
1x100 m hoóhlaup
Svoit USAII
llástokk
Kristján Frimannsson USAII
LanKstokk
Kristján Frimannsson USAII
Kúluvarp I kv
Arnar Arnarson USAIl
Spjótkast fiOO ijr
Urótar EKKortsson USVII
STIGAKEPPNI:
USAII
USVII
UMSS
11.3
2:51.1
fi3.1
1.30
1.19
7.19
20.11
12.fi
2:31.0
53.9
l.fifl
5.50
10.08
36.66
225.5
lfi9.fl
116.5
• Dönsku leikmennirnir fagna marki á móti Ítalíu. En sigur gegn
þeim i HM-keppninni þótti Dönum vera feitur biti.
UnRlinKakeppni UMSS, USAII
ojf USVII var haldin að Reykja-
skóla þriðjudaifinn 18. ájfúst.
Keppt var í flokkum pilta ok
telpna. stráka or stelpna. Kalt
var í veðri ok háði það keppend-
um nokkuð.
Úrslit:
STELPUR
60 m hlaup
RerKlind Steíánsdóttir USAII 8.7
800 m hlaup
Elva InKÍmarsdóttir UMSS 2:53,8
1x100 m boóhlaup
Sveit USAII 64,2
Hástokk
Kristjana Jónsdóttir USAII 1.20
I^ngstökk
BerKlind Stefánsdóttir USAII 1.31
Kúluvarp 3 kg
Ásta hórisdóttir USAII 8.04
8.3
2:32.2
60.7
1,40
4,78
11.98
Islandsmet
Síðastliöin þrjú ár hefur
danska landsliðið í knattspyrnu
ekki tapað fyrir Norðurlandaþjóð
• Danska landsliðið í knattspyrnu sem mætir islenska liðinu á morKun á Idrætsparken á morgun. Liðið er
skipað eftirtöldum leikmönnum. efri röð frá vinstri: Per Rontved, Morten Olsen, Soren Lerby, Preben
Elkjær, Ole Qvist og Ole Rasmussen. Fremri röð: Allan Simonsen, Jens Jörn Bertelssen, Lars Bastrup,
Frank Arnesen og Sören Busk.
strákar
60 m hlaup
Kjarki Haraldsson USVII
800 m hlaup
Bjarki Haraldsson USVII
4x100 m boðhlaup
Svrit USVII
llástokk
Bjarki llaraldsson USVII
Lanvtstokk
Bjarki Haraldsson USVII
Kúluvarp 3 k«
Bjarki Haraldsson USVII
Fá íslendingar enn einn
skellinn á Idrætsparken?
Þegar íslenska landsliöiö í knattspyrnu mætir hinu danska á
Idrætsparken hér í Kaupmannahöfn á morgun, miðvikudag, leikur
danska landliðiö sinn 6. landsleik á þessu ári, þeir fyrstu 5 hafa unnist.
Hvort islendingum tekst þaö sem ítölum og Rúmenum tókst ekki hér í
Kaupmannahöfn, og Luxemborgurum, Svíum og Finnum tókst ekki
heima hjá sér, skal ekki spáö um hér. Eitt er hægt að segja meö vissu,
danska landsliðið hefur aldrei verið betra.
Það hefur lengi þótt loða við
danska knattspyrnumenn að þeir
væru flinkir með boltann, en
skortur á baráttu og vilja gerði
útslagið með það að þeir næðu
aðeins miðlungs árangri. Útflutn-
ingur á dönskum knattspyrnu-
mönnum til topp-liða í Evfopu
sannar svo ekki verður um deilt,
að efniviðurinn hefur verið til
staðar. Sérstaklega á síðastliðnum
tveim áratugum kvað ramt að því
að efnilegir danskir knattspyrnu-
menn væru keyptir eða hreinlega
teknir til Evrópuliða, sem þannig
komust í ódýran vinnukraft. Af-
rek þessara manna voru síðan
blásin upp í dönsku blöðunum, þó
aðeins hluti þeirra stæði sig í
hinni hörðu atvinnumennsku.
Ættum við íslendingar best að
þekkja þessar hliðar á hlutunum.
Haustið 1978 var gerð stór
breyting á skipulagi dönsku
knattspyrnunnar. Fram að þeim
tíma hafði aðeins verið um áhuga-
mennsku að ræða í hinni deilda-
skiptu „Danmarksturneringu".
Vegna hins stöðugt vaxandi „land-
flótta" góðra knattspyrnumanna
var leyfð hálf-atvinnumennska í
1., 2. og 3. deild, þannig að félögin
gerðu sjálfstæða samninga við
12—16 leikmenn, og væri því um
viss réttindi og um leið skyldur að
ræða, varðandi samninga við önn-
ur lið. I kjölfar þessara breytinga
jókst áhugi almennings og aðsókn
að leikjum óx, því nú héldust nær
allir bestu knattspyrnumennirnir
í iandinu, vegna betri kjara.
Þó reynt væri að sækja bestu
atvinnumennina heim í landsleiki
lét árangurinn á sér standa. Bæði
réð þar um, að mikil hentistefna
réði um val á mönnum í landsliðið,
og hitt að menn tóku þessar ferðir
sem þægilega tilbreytingu og af-
slöppun frá hinu þreytandi æf-
ingaprógrammi atvinnumannsins.
Voru þess oft dæmi að knatt-
spyrnufélög þau sem höfðu hjá sér
danska knattspyrnumenn voru
farin að þvertaka fyrir að sleppa
þeim „heirn" í leiki.
Piontek ráðinn
þjálfari
Sumarið 1979 réðu Danir til sín
vestur-þýskan landsliðsþjálfara,
Sepp Piontek. Piontek, sem var
gamalreyndur þýskur landsliðs-
maður, hafði m.a. verið þjálfari
hjá Werder Bremen í þýsku Bund-
esligunni og einnig um tveggja ára
skeið landsliðsþjálfari Haiti.
Piontek, sem hefur til að bera
hina þýsku nákvæmni, blandaða
lipurð og þægilegheitum, hefur
tekist á ótrúlega góðan hátt að
stýra hinum oft á tíðum böldnu
Dönum. Piontek lagði sig fram um
að læra dönsku og leggja sig eftir
að kynnast leikmönnum persónu-
lega, jafnt stjörnunum sem
heimamönnum. Hann gerði mönn-
um það ljóst að það væri ekki nóg
að heita Simonsen eða Arnesen til
að komast í liðið, allir sætu við
sama borð hvað varðaði æfinga-
sókn og mætingu á leiki. Hann
undirstrikaði það einnig að til að
koma til greina í danska landsliðið
yrðu menn að vera fastir menn í
sínum liðum og þá var sama hvort
liðið héti Barcelona eða Esbjerg.
Þegar Piontek valdi sinn fyrsta
landsliðshóp fyrir tveim árum sáu
menn strax hvers var að vænta.
Heim voru sóttir toppmenn frá
Hollandi, Belgíu, Þýskalandi og
Spáni, í allt 6—8 menn og að öðru
leyti teknir heimamenn. Síðan
hefur Piontek náð að móta liðið
með ótrúlega litlum breytingum,
þannig að nú má heita að landslið-
ið sé eins og vel samæft félagslið.
í Berlingske Tidende birtist á
dögunum listi, gerður af Austur-
ríkismanninum Helmuth Eip, þar
sem danski landsliðshópurinn sem
lék gegn Ítalíu í júní var metinn
til fjár. Eip þessi er viðurkenndur
milligöngumaður fyrir atvinnu-
knattspyrnumenn og hefur því
þekkingu á þeim sölum sem nú 9 Landsliðsþjálfari Dana, Sepp Piontek.
eiga sér stað 1 Evropu. Listinn
lítur þannig út:
árum áður voru hreinasta kvöl,
vinnast nú jafnt heima og úti. Sem
dæmi um styrkleika dönsku lið-
anna í fyrstu deildinni, má nefna
að í hinni aiþjóðlegu miðsumar-
keppni, TOTO, sem er nýlokið,
lauk öllum innbyrðisleikjum
sænskra og danskra liða með
tvöföldum sigri Dana. O.B. vann
þannig Öster, gamla liðið hans
Teits Þórðarsonar, 3—0 og 1—0,
og AGF vann Brage með 2—1 og
1—0. AGF gerði sér reyndar lítið
fyrir og vann sinn riðil, en í
honum voru auk AGF og Brage,
tékkneska liðið Zbrojovka Brno og
pólska liðið LASK Linz.
Það er ljóst að íslenska landslið-
ið verður að taka á honum stóra
sínum á miðvikudaginn og ekki
mun vanta að íslendingar í Höfn
hvetji landann.
Kaupmannahöfn í ágúst 1981,
Þórólfur Árnason.
Allan Simonsen Barcelona (Spánn) millj. nýkr. 7,30
Frank Arnesen Valencia (Spánn) 5,84
Soren Lerby Ajax (Holland) 4.38
Seren Busk Maastricht (Holland) 3,10
Per Rentved Randers Freja (Danmörk) 2,19
Morten Olsen Anderlecht (Belgía) 2,19
Preben Elkjær Larsen Lokeren (Belgía) 2,19
Lars Bastrup Hamburger SV (V-Þýskaland) 1.82
John Eriksen Roda (Holland) 1,46
Jens Jorn Bertelsen Esbjerg (Danmörk) 1,46
Sten Ziegler Ajax (Holland) 1.46
Ilenrik Egenbrod K.B. (Danmörk) 1,46
Ole Madsen Esbjerg (Danmörk) 1,09
Ole Rasmussen O.B. (Danmörk) 0,91
Ole Kjær Esbjerg (Danmörk) 0,91
Danska landsliðið
Sepp Piontek hefur nú valið
þann 16 manna landliðshóp sem
mun mæta íslenska landsliðinu.
Hópinn skipa eftirtaldir: Mark-
verðir: Ole Quist og Ole Kjær.
Aðrir leikmenn Ole Madsen, Per
Rontved, Henrik Egenbrod, Frank
Olsen, Sten Hansen, Ole Rasmus-
sen, Jens Jorn Bertelsen, John
Lauridsen, Carsten Nielsen, Lars
Lundkvist, Allan Hansen, Allan
Simonsen, Lars Bastrup og Frank
Arnesen.
Vegna leikja í Hollandi og
Belgíu, varð Piontek að gera
nokkrar breytingar frá lands-
leiknum við Ítalíu. Það er athygl-
isvert að þrátt fyrir að Hamburg-
er SV eigi leik í v-þýsku deildar-
keppninni á sama degi og lands-
leikurinn fer fram, mun Lars
Bastrup leika með danska lands-
liðinu. Þetta kemur til vegna
kröfu sem danska knattspyrnu-
sambandið gerði nú í sumar, er
Lars Bastrup var keyptur til
Hamburger frá AGF í Árósum,
um að fá Bastrup heim í alla
landsleiki eða gefa ekki samþykki
sitt fyrir félagaskiptunum ella.
Sl. þrjú ár hefur danska lands-
liðið ekki tapað fyrir Norður-
landaþjóð í knattspyrnulandsleik
og landsleikirnir við Svía, sem á