Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 Hluti þátttakenda talinn frá vinstri: Hreggviður Jónsson, formaður SKI, Brynja ólafs- dóttir, EkíII RoKnvaldsson, Garðar Sigurðsson. Guð- mundur Kristjánsson. Rann- veÍK Heljíadóttir, Einar Ólafsson, Sigurlaug Guð- jónsdóttir. María Jóhanns- dóttir ok þjálfari SKÍ, Björn Þór Ólafsson. Á— skíðum í Siglufjarðarskarði / -jr. Guðrún Ólöf Pálsdóttir. Islandsmeistari í gön«u kvenna 1981, bæði Magnús Eiríksson á fullri ferð, en hann er íslandsmeistari karla I í 5 km og 7,5 km, en eiginmaður hennar er Magnús Eiríksson. 15 og 30 km og Bikarmeistari SKÍ 1981. yps." * *■ , u m ~ / ■** ~ « Eftir haðið Sunnuplan. en þaðan eiga margir góðar minningar frá síldarárunum. í hugum margra er Siglufjörð- ur tengdur síldinni og skíðum. Nú fyrir verzlunarmannahelgina var fríður hópur kominn þangað til að taka þátt í skíðagöngu í æfingabúðum Skíðasambands íslands. Dvaldi hópurinn að Hóli, þar sem Siglfirðingar hafa komið upp myndarlegri íþrótta- miðstöð með gistirými, en var í fæði á Hótel Höfn. Það er svo, að á þessum árstíma skyldu menn halda að frekar væri von síldar til Siglufjarðar en skíðafólks. Nú er öldin önnur, ekki finnst þar sporður af síld á einu einasta plani, sem áður voru iðandi af mannlífi og fjöri á sumrum, enda flest horfin eða að hverfa. En fram á Hóli er því meira líf í tuskunum, enda margir knáir kappar, sem iða í skinninu eftir að komast á skíði í blíðu og hita uppi í Skarði, sem er ekki nema rúmlega þriggja km akstur frá Hóli, í kringum átta hundruð metra hæð. Þjálfari SKÍ, Björn Þór Ólafsson, stjórnar liðinu af festu og skiptir hverjum degi í tvær annir og er farið á skíði í þeirri síðari, en brautin lögð með troðara, svo færi er hörku gott. í hinni fyrri er gengið á fjöll eða gerðar ýmsar tækniæfingar og farið yfir æfingaáætlun ársins. I Skarðinu er nú minni fönn en vanalega á þessum árstíma, en ekki kemur það að sök fyrir skíðagöngu, þegar hægt er að leggja braut með troðara og væri möguleiki að æfa þarna allt árið, ef menn hefðu hug á slíku. Það er kæti í mönnum, þegar þeir stíga á skíðin, léttklæddir, og bruna áfram eftir snjóbreiðunni, svo í fljótu bragði mætti ætla, að gengið væri á ljósum sandi á einhverri sólarströndinni þarna úti í heimi, fremur en í fjalla- skarði á norðurhjara veraldar. Þjálfarinn tekur hvern þátttak- anda og leiðbeinir honum með tækni og svitinn drýpur af hverjum og einum í hitamókinu. Hér sannast, að einn dagur á skíðum hér til fjalla er eins og vika á sólarströnd. Um kvöldið eru sumir sólbrunnir og rauðir sem karfar, en það gerir ekkert til. Æft er af kappi og milli æfinga er jafnvel farið í Hólsá, í stað þess að fara í bað í sundlaug staðarins, en kalt er það. Greini- legt er, að sumir skíðamannanna hafa æft vel í sumar og stefna á að vinna frekari afrek, enda HM í Ósló í febrúar næstkomandi og aðeins rúm tvö ár í næstu Ólympíuleika, svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hreggviður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.