Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
Samgöngumálin
og Akraneshöfn
Eftir Karl
Benediktsson
Það er margur ör á annarra fé.
Þess fær Akraneshöfn að gjalda.
Árið 1974 kom hingað til Akraness
m/s Akraborg, talin eign Skalla-
gríms hf., 681 tonn að stærð, 8 ára
gömul, er skyldi leysa af hólmi 300
tonna skip með sama nafni eftir
16 ára farsæla þjónustu.
Það kom i fljótt í ljós að á þessu
skipi myndi verða mikið tap þrátt
fyrir mikinn ríkisstyrk.
Þess vegna var sest á rökstóla
og rætt um leiðir til að bæta
reksturinn. Árið 1975 var byggð
hér hin svokallaða ferjubryggja
fyrir um 100 milljónir króna svo
bílar gætu ekið að og frá borði, og
aðstaða í Reykjavík fyrir um
17—20 millj. kr. að sagt var. í
framkvæmdirnar hér á Akranesi
lét hafnarsjóður milli 25—30
millj. kr. og þótti flestum nóg, en
þar með var hafnarsjóður ekki
laus.
Þá kom til kasta eins af alþing-
ismönnum kjördæmisins, sem þá
fór með ráðuneyti samgöngumála,
sem breytti gjaldskrá hafnarinnar
á þann veg að ekki mætti taka
vörugjöld af vörum sem fluttar
væru með ferjuskipum og stór-
skerti þar með einn aðaltekjustofn
hafnarinnar í vöru- og skipagjöld-
um.
Þessi aðferð átti að örva vöru-
bílaeigendur til að fara með skip-
inu eins og líka varð raunin. Það
hefur farið ört vaxandi og aldrei
meira en nú sl. tvö ár.
Þessar myndir sem hér fylgja
voru teknar nú fyrir stuttu, þær
tala sínu máli og sýna það sem er
svo að segja daglega fyrir augum
Akurnesinga. Þá var flutt ein
stærsta sendingin, um 100 tonn af
frystum loðnuhrognum til afskip-
unar í Hafnarfirði.
Um sama leyti voru flutt á
nokkrum dögum nærri 400 tonn af
skreið nú um miðjan ágúst, rúm-
lega 100 tonn til afskipunar í m/s
Hvalvík í Hafnarfirði og fleiri
hafna sem fá þá trúlega vöru-
gjöldin sem Akraneshöfn missir
við afskipun.
Árið 1980 var fluttur mikill
meirihluti allra sjávarafurða, að
undanskildum freðfiski og fisk-
mjöli, sem hefur þó verið flutt í
verulegum mæli til Reykjavíkur.
Þá hafa verið fluttar hér um
höfnina alls slags vörur og tæki í
stórum stíl til og frá ýmsum
stöðum út um land svo sem
áburður, járn og timbur og alls
slags byggingarvörur sem þúsund-
um tonna skiptir.
Á því sem hér hefur verið sagt
geta menn séð hvað alvarlegt mál
er hér á ferðinni fyrir höfnina. Ég
efast um að ráðherra og og
alþingismaður kjördæmisins, sem
þá var, ásamt þeim mönnum sem
að þessari dæmalausu aðferð
stóðu, hafi gert sér grein fyrir
þeim afleiðingum sem þessi aðferð
gæti haft fyrir Akraneshöfn sem
nú hefur komið í ljós með stórtapi
í vöru- og skipagjöldum.
Þegar að er gáð virðist ráðherra
hafa hugsað meira um ríkiskass-
ann enda honum kunnugri en
hafnarsjóði Akraneshafnar.
Það er ekki hægt að segja að
stórmannlega hafi verið að verki
staðið að ráðast svo harkalega að
einu byggðarlagi sem hefur, sök-
um legu sinnar gagnvart
samgöngumálum þjóðarinnar,
verið gert að láta af hendi jafnvel
milljóna tugi til styrktar vonlaus-
um rekstri.
Á þessu ári eru liðin 50 ár frá
því byrjað var á hafnarfram-
kvæmdum hér á Akranesi og bíða
mörg aðkallandi verkefni. Má þar
nefna aðstöðu fyrir smábáta,
dýpkun innan bátabryggju vegna
stækkandi skipa og fleira, ásamt
viðhaldi sem er í lágmarki svo
ekki sé meira sagt sökum fjár-
skorts. Veitir þess vegna ekki af
þeim tekjum sem höfnin með réttu
á, hefðu þær ekki með vanhugsuð-
um aðgerðum verið af henni tekn-
ar. Þessi vinnubrögð og aðfarir
„Á þessu ári eru
liðin 50 ár frá því
byrjað var á hafnar-
framkvæmdum hér á
Akranesi og bíða
mörg aðkallandi verk-
efni, má þar nefna
aðstöðu fyrir smá-
báta, dýpkun innan
bátabryggju vegna
stækkandi skipa og
fleira, ásamt viðhaldi,
sem er í lágmarki, að
ekki sé meira sagt,
sökum fjárskorts.
Veitir þess vegna ekki
af þeim tekjum, sem
höfnin með réttu á og
hafa með vanhugsuð-
um aðgerðum verið af
henni teknar.44
hafa bæjaryfirvöld lagt blessun
sína yfir þó merkilegt sé og telja
að Akurnesingar megi vel við una,
þar sem þeir losna við afgreiðslu
skipa að miklu leyti sem skapaði
áður drjúgar tekjur til handa
verkamönnum, en fá í staðinn
einhverja dýrustu þjónustu sem
þekkist hér á landi, þar sem
kostar 5500 gkr. farið Akranes—
Reykjavík, 11 sjómílur eða 550
gkr. á sjómílu svo dæmi sé nefnt.
En af hádekki Akraborgar við
ferjubryggju geta menn virt fyrir
sér viðlegupláss flutningaskipa,
þar sem áður mátti sjá mikið
athafnalíf við afgreiðslu flutn-
ingaskipa, oft fleiri en eitt í einu.
En nú vegna áðurnefndra aðgerða
er höfnin sem eyðimörk dögum
eða jafnvel vikum saman, með
stórskemmdan sjóvarnargarð
Karl Benediktsson.
hennar í baksýn. Mun kosta mikið
fé að bæta hana. Er þegar unnið
að því vegna öryggis fyrir fiski-
skip sem í höfnina koma, þar á
meðal Akraborg, til að hún geti
athafnað sig meðal annars við þá
iðju sem áður getur. Skyldi
mönnum ekki þykja vel að málum
unnið frá hendi ráðamanna bæj-
arins?
Það er mikil ábyrgð sem hvílir á
þeim mönnum sem komast í þá
aðstöðu að geta beitt valdi sínu.
Þá veltur á miklu að horft sé
lengra en til liðandi stundar og
gætt sé réttlætis svo ekki hljótist
af fjárhagslegt tjón eins og átt
hefur sér stað og áður getur fyrir
Akraneshöfn, rökin sem færð voru
fyrir þessum verknaði voru bættar
samgöngur. Samgöngubætur eru
nauðsynlegar og eiga fullan rétt á
sér, sé af viti unnið, en þær á ekki
að byggja upp með því að einn
aðili sé píndur með hugsunarlaus-
ri valdbeitingu til að láta af hendi
stórfé til samgöngumála þjóðar-
innar, eins og hér hefur verið gert
við Akraneshöfn með stórskerð-
ingu á einum aðaltekjustofni
hennar; slík vinnubrögð eru víta-
verð þar sem skortir fé til nauð-
synlegra framkvæmda.
Ég vil ekki trúa því að ráðherra
sem fer með sjávarútvegs- og
samgöngumál leiðrétti ekki það
ranglæti sem hér hefur verið gert
að umtalsefni og bitnað hefur á
lífæð okkar Akurnesinga, höfn-
inni, með vaxandi þunga og valda
mun byggðarlaginu stórfelldu
tjóni að óbreyttu eins og nú horfir.
Þess vegna og fyrir munn
margra Akurnesinga skora ég á
bæjarstjórn að hugsa meira um
byggðalag okkar og fyrirtæki þess
en láta öðrum eftir að sjá fyrir
ferðalögum og flakki sem okkurer
óviðkomandi. Það hossar ekki hátt
í fjárhirslum bæjarins þó hægt sé
að blása út og tíunda fluttan
bílafjölda sem lítið skilur eftir
annað en hundruð þúsunda króna
árlegt viðhald á landkeyrslulyftu
sem hafnarsjóður verður að
greiða, sem af skiljanlegum
ástæðum fer verst undan þungum
vörubílum með kannski 16—18
tonna hlass sem færir eigendum
2—300 þúsund gkr. í flutnings-
gjald og í kaupbæti frítt far fyrir
bílstjóra og ættu þeir því að greiða
ákveðið gjald fyrir þá aðstöðu sem
þeim er sköpuð.
Um þessi mál mætti margt
meira segja og gefst kannski
tækifæri til þess síðar.
19. ágúst, 1981.
Erlendar
baekur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Solzhenitsyn:
The Moral Vison
No love
eftir
Edward Ericson
ENDA þótt sovézki rithöfundur-
inn Alexander Solzhenitsyn hafi
fengið Nóbelsverðlaun í bók-
menntum og margt verka hans
verið þýtt á ótal tungumál hefur
nú einhvern veginn æxlast svo,
að litið hefur verið til hans með
dálítið pólitískum svip, og stund-
um hafa verið gerða úttektir á
verkum hans með það ofar í
huga en hitt að maðurinn Sol-
zhenitsyn er fyrst og fremst
skáld og rithöfundur. Hann fór
tregur til Vesturlanda og hann
hefur ekki farið í neina launkofa
með þær sterku tilfinningar,
sem hann ber til fósturjarðar
sinnar og reyndar hefur hann
ekki síður verið harðorður um
það hversu Vesturlönd og íbúar
þeirra séu að úrkynjast og spill-
ing og fleira setji allt svipmót á
líf fólks. Edward Ericson fjallar
um það í bók sinni Solzhenitsyn:
The Moral Vision, hvort réttlæt-
anlegt sé að skrifa um Solzhen-
itsyn og verk hans út frá póli-
tískum forsendum eða láta póli-
tík lita afstöðu sína til hans. í
bókinni skrifar hann um verk
Solzhenitsyns, siðfræði þeirra og
almennan boðskap, stöðugt með
þetta að leiðarljósi, að láta ekki
pólitíkina rugla lesandann um of
í ríminu.
Meginkjarninn í öllu sem Sol-
zhenitsyn hefur skrifað er að
mati Ericsons sú skýlausa krafa
hans til mannsins að bera
ábyrgð á gerðum sínum og hann
vísar því á bug, að maðurinn geti
skotið sér undan gerðum sínum
með fyrirslætti og ástæðum, sem
margir taka góðar og gildar.
Ericson byrjar með Nóbelsfyr-
irlestri Solzhenitsyns en þar
speglast sterk siðgæðisvitund
hans berlega og þær afgerandi
siðgæðiskröfur sem hann gerir
til annarra. Auk þess tekur svo
Ericson ýmsar eldri smásögur
hans, leikrit hans: Kerti í vind-
inum, þekktar bækur hans:
Fyrsta hringinn, Krabbadeildina
og Gúlageyjahafið.
Edward Ericson er prófessor
við Calvin College í Michigan.
Hann segir á kápusíðu að hann
hafi ekki hvað sízt við gerð
þessarar bókar haft að leiðar-
ljósi orð Solzhenitsyns: „Megin-
verkefni rithöfundar er að velja
... eilífar spurningar um leynd-
armál mannshjartans og sam-
vizkunnar, stundina þegar lífið
og dauðinn mætast, sigur
mannsins á sorginni, lögmál
sögunnar um mannkynið sem
hafi orðið til í ómælisdjúpi og
muni þá fyrst hætta að vera til,
þegar sólin hættir aðskína."
eftir Margery
Allingham
ÞÓTT titillinn gefi til kynna að
hér séu ástamál a dagskrá cr
það nú reyndar ekki nema að
vissu marki. í þessari bók eru
tvær langar smásögur eftir
Margery Allingham og ef ætti
að flokka þa-r væri sonnu na‘r
að kalla þar sakamálasögur,
forkunnarvel sagðar og sögu-
þráðurinn í háðum heinlínis
slíkur að vart verður hætt við
bókina i miðjum klíðum.
í fyrri sögunni segir frá Ann,
ungum lækni út í sveit. Hún
hefur að vísu ratað í ástarraun-
ir, því að John Linnett nokkur
hafði svikið hana vegna undur-
fagurrar en líkast til fláráðrar
leikkonu, Franciu Forde, í eina
tíð. Ann sinnir sjúklingum sín-
um af alúð og samvizkusemi og
einn hefur þó sérstöðu, sérvitr-
ingur að nafni Gatineau, sem
hún telur framan af að sé í senn
meinlaus og kostulegur. En síð-
an kemur upp úr dúrnum að
undarlegir og óhugnarlegir at-
burðir fara að gerast og það
reynist vera Gatineau sem
spinnur þvílíkan vef, að engu
munar að Ann festist í honum og
fleiri til. Úr málunum greiðir
höfundurinn svo af leikni, svo að
allt fellur í ljúfa löð og Gatineau
fær makleg málagjöld.
lost
Seinni sagan segir frá kenn-
arahjónum í smábæ í Englandi,
Victor og Elizabeth. Einhverra
hluta vegna er hjónabandið ekki
rétt gott og leikurinn æsist fyrir
alvöru þegar Victor hverfur og
kona hans skrökvar í kross að
þorpsbúum í þeirri trú að hún sé
að reyna að dylja bresti hjóna-
bandsins. En það fer ekki betur
en svo að gamall unnusti Eliza-
bethar skýtur upp kollinum og
Victor finnst myrtur.
Eins og álykta má eru hér
reyfaralegir söguþræðir. Samt
aldrei svo að fari út í að verða
þynnka. Til þess er Margery
Allingham líka of góður höfund-
ur.