Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 Nýlega voru stödd hér á landi hjónin Guðbjörg Magnúsdóttir og Trausti Þorláksson, en hann hefur starfað undanfarin þrjú ár hjá Friðargæsluliði Samein- uðu þjóðanna (SÞ) á landamærum ísrael og Líbanon. Starfar Trausti hjá hinum svokölluðu „Field Service“ (FS) en það kallast sveitir hinna borgaralegu klæddu starfsmanna SÞ. Þeir sjá um undirbúning fyrir komu hins eiginlega friðargæsluliðs og um alla þjónustu við það s.s. viðhald á vélum og verkfærum, skrifstofuvinnu o.s.frv. Aðalstöðvar FS eru í Naqoura í Suður-Líbanon, sem er aðeins um sjö kílómetra frá ísraelsku landamærun- um. Þar eru skrifstofur, verkstæði og annað nauðsyn- legt til þess að halda friðargæsluliði SÞ gangandi í Líbanon. í Nahariyya, sem er bær í ísrael, sjö kílómetrum fyrir sunnan landamærin, búa starfsmenn FS hins vegar. Er þetta gert, að sögn Trausta, öryggisins vegna því ekki er talið forsvaranlegt að starfsmenn FS búi með fjölskyldur sínar í Líbanon vegna ástandsins þar. Eitt af verkum Trausta er einmitt að sjá um flutning á starfsfólki FS til og frá vinnustað á hverjum degi og einnig að hafa yfirumsjón með bílaflota SÞ á staðnum. Hjónin Guðbjörjf Magnúsdóttir og Trausti Þorláksson að heimili sonar þeirra, en þar dvöldu þau á meðan á dvöl þeirra hér á landi stóð. „Synd hvernig farið er með Trausti með Indónesa og Finna sem hann var að undirbúa fyrir „meirapróf“ en Trausti var sá eini, til skamms tima, sem hafði þau réttindi i húðunum og kom þvi i hans hlut að undirhúa aðra bilstjóra undir meiraprófið. Hér má sjá nokkra starfsmenn -Field Service” saman komna að loknum vinnudegi i Nahariyya i ísrael. Lengst til vinstri má sjá annan lslendinginn sem þarna starfar, auk Trausta, Haildór Hilmarsson. Þriðji íslendingurinn sem þarna starfar heitir Benedikt Guðmundsson. „Það var í marz 1979 sem ég hóf störf hjá Sameinuðu þjóðun- um og var ég skráður til Miðaust- urlanda. Ég hóf störf í Jerúsalem í bíladeildinni þar sem ég hafði umsjón með bifreiðaverkstæði SÞ þar og voru um 60 arabar undir minni stjórn þar. í september sama ár er ég færður til Líbanon og fæ það hlutverk að sjá um uppbyggingu viðgerðar- og flutningadeildar SÞ í Naqoura sem er ein stöðva FS þar í landi. Er hún stærsta „mission" stöð SÞ í heiminum í dag og er enn í uppbyggingu. Starf mitt þar var að sjá um bíladeildina svokölluðu þ.e. við- hald á öllum bílum SÞ í Líbanon og að flytja FS-menn til og frá Naqoura til Nahariyya. Vinnu- tími FS-manna er frá hálf átta á morgnana til hálf fjögur á dag- inn. Þá þarf að aka þeim yfir landamærin til Israel. Þetta er gert vegna öryggis fjölskyldna starfsmanna SÞ. Fyrirkomulagið á þessum ferðum er það að á morgnana er farið með mannskapinn í rútum yfir landamærin og fylgir ísraelskur landamæravörður með rútunni alla leiðina til Naqoura. Þegar rúturnar eru komnar á áfanga- stað og allir farþegar farnir frá borði er ekið aftur til Nahariyya þar sem rúturnar eru geymdar þegar ekki er verið að nota þær. ísraelsku hermennirnir, sem oftast eru yfirmenn, fara síðan úr á leiðinni til baka á landamærun- um. Þetta er gert til þess að forðast mikil vandræði því ef enginn hermaður er með þá leita landamæraverðirnir mjög vel í rútunum taka jafnvel dekkin af o.s.frv. Þetta eru fjórar 50 manna rútur af Mercedes Benz-gerð sem við fengum þegar pólska friðar- gæslustöðin í Jsmalia var lögð niður eftir Camp David-samn- inga Egypta og ísraelsmanna. Eins og áður sagði eru allir starfsmenn SÞ í FS fluttir dag- lega á milli Nahariyya og Naq- oura nema einn maður frá hverri deild sem verður eftir um nætur og helgar. Deildirnar sem um ræðir eru rafmagns-, fjarskipta-, eftirlits-, skrifstofu- og þá bíla- og flutningadeild." Þeir fyrstu sem koma og síðustu sem fara „Eins og öllum er kunnugt þá er nær algjört stríðsástand í Líbanon og landinu er skipt á milli hinna mörgu stríðandi afla en þau eru: kristnir hægri menn (falangistar) undir stjórn Hadd- ads sem ráða 4—7 km breiðu belti meðfram ísraelsku landamærun- um og eru þeir mjög hliðhollir ísraelsmönnum. Vinstri sinnaðir múhameðstrúarmenn, Palestínu- arabar (PLO), friðargæslulið Sýrlendinga. Þá eru ísraelsmenn sjálfir á ferðinni þarna og reyna að hafa áhrif á gang mála í Líbanon, leifar af gamla stjórn- arher Líbanons og að lokum má telja friðargæslulið SÞ sem er „plantað" niður á milli hinna stríðandi afla. Okkar hlutverk hjá FS er að þjónusta friðargæslulið SÞ og sjá því fyrir vistum og öðru nauðsyn- legu. FS-menn eru þeir fyrstu frá SÞ sem koma á staðinn til undirbúnings og þeir síðustu sem fara til þess að fanga frá málum SÞ á staðnum." Lyklarnir eða lífið Nú starfið þið á miklu ófriðar- svæði. Hafið þið aldrei lent í neinum vandræðum þess vegna? „Ekki ég sjálfur né fjölskylda mín, en það hefur oft komið fyrir að ráðist hefur verið á FS menn á ferð þeirra milli „missionstöðva" sem eru dreifðar víðsvegar um Líbanon, eins og áður sagði. Þá hafa þeir ekki annan kost en að láta allt fémætt af hendi og jafnvel bílinn, því þessir menn hika ekki við að skjóta á menn ef því er að skipta. Samkvæmt reglum SÞ þá eru okkur FS mönnum bannað að bera vopn þannig að við eigum ekki um margt að velja og hvað eru nokkrir peningar og bíll í saman- burði við lífið?“ Eru gerðar árásir á stöðvar SÞ í Naqoura? „Síðasta alvarlega árásin var gerð á Naqoura í apríl á sl. ári. Nokkurt tjón hlaust af og til dæmis tapaði SÞ fimm þyrlum og nokkur hús voru lögð í rúst. Ef til vill skýrasta dæmið um hve mikii árásin var að veggirnir á mat- salnum á staðnum sem tekur um 600 manns, voru eins og gatasigti og voru alveg komnir að því að hrynja. Geta menn sjálfsagt ímyndað sér hvað hefði gerst þarna ef þessi árás hefði verið gerð meðan menn sátu að snæð- ingi. En e.t.v. sem betur fer var árásin gerð um helgi þannig að engir voru þarna nema vakt- menn, sem allir sluppu heilir á húfi. Það er athyglisvert að þegar arabarnir koma ekki til vinnu einhvern daginn, þá má búast við að eitthvað gruggugt sé á ferðinni og eins gott að fara varlega." Guðbjörg bætti því við hér að á tímabili hefði ástandið verið það slæmt að fjölskyldur starfs- manna FS hefðu ekki þorað öðru en að hafa öll skilríki, vegabréf á sér og það sem nauðsynlega þarf að hafa til að hverfa úr landi með örstuttum fyrirvara ef styrjöld skylli á. Skothríð ekki það versta „Byssuskothríð er ekki það versta sem við lendum í heldur eru það eldflaugaárásir PLO, því þær eyðileggja allt á þeim stað sem þær lenda á. PLO á í erfiðleikum með að skjóta eld- flaugunum yfir til ísraels því þær draga ekki nema þrjá til fjóra kílómetra og það belti sem fal- angistar ráða með landamærun- um, sem þó er ekki breiðara en sjö til átta kílómetrar, þar sem það er breiðast, er nóg til þess að þeir verða að laumast inn á það og skjóta þaðan til ísraels og freista þess að þær lendi sunnan landamæranna. Hættusamt starf „Fólk tekur talsverða áhættu með því að starfa þarna eins og áður sagði þá er talsverð hætta á að menn verði fyrir óþægindum vegna ástandsins þarna eins og gefur að skilja." Guðbjörg bætti því hér við að mikill þjófafaraldur væri nú í Nahariyya og reyndar víða J ísrael og væru menn alls ekki örygg*r um húsmuni sína jafnvel þó að húsráðendur væru í húsinu. Algengt er að innbrotsmennirnir noti svefngas og væri því spraut- að inn í íbúðir um nætur þannig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.