Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
Skipað í Ol-nefnd
Á VORFUNDI Sambandsráðs
íþróttasamhands íslands 1981,
var KrnKÍð frá skipan nýrrar
Ólympíunefndar íslands, er und-
irbúa skal »g sjá um þátttöku
íslendinga á næstu Ólympíuleik-
um sem verða árið 1984.
Á fyrsta fundi hinnar nýskip-
uðu Ölympíunefndar var Gísli
Halldórsson kosinn formaður,
Sveinn Björnsson varaformaður,
Bragi Kristjánsson ritari, Gunn-
laugur J. Briem gjaldkeri og Örn
Eiðsson fundaritari.
Þessir fimm menn mynda fram-
kvæmdanefnd Ólympíunefndar ís-
lands.
Opna íslenska meistaramótiö í golfi:
Sigurður sigraði
Hannes i
Þeir Sigurður Pétursson og
Hannes Eyvindsson léku til úr-
slita á opna íslenska meistara-
mótinu i golfi sem fram fór um
helgina. Sigurður sigraði Hannes
3—2, eftir spennandi keppni. f
forkeppninni sigraði Magnús
Jónsson GR. lék á 152 höggum.
Eiríkur Þ. Jónsson varð annar.
urslitum
lék á 154 höggum. í fjögurra
manna úrslitum sigraði Sigurður
Pétursson Stefán Unnarsson 2—
1 og llannes Eyvindsson sigraði
Tryggva Traustason 4—3. Sig-
urður og Ilannes léku því til
úrslita. Mjög slæmt veður var á
meðan á keppninni stóð.
Qrjiggur
IBI gegn
NU MÁ næsta öruggt teljast að
lið ísafjarðar leiki i 1. deild á
næsta ári. Liðið sigraði Völsunga
á laugardag með tveimur mörk-
um gegn engu. Leikur liðanna
var þokkalega vel leikinn og
hauð oft uppá ágæta knatt-
spyrnu. Þrátt fyrir ágæt mark-
ta‘kifæri tókst ísfirðingum ekki
að skora fyrr en á 42. minútu.
Gunnar Pétursson skoraði eftir
að hafa fengið boltann eftir langt
sigur
Völsungi
útspark markvarðar fsafjarðar.
Var vel að þessu marki staðið hjá
Gunnari. Strax i upphafi siðari
hálfleiksins skoraði svo Örnólfur
Oddsson síðara mark fBf. Þrátt
fyrir nokkur opin marktækifæri
tókst ísfirðingum ekki að bæta
við fleiri mörkum. Liðið hefur nú
hlotið 23 stig i 2. deild eftir 15
leiki. Skorað 24 mörk en fengið á
sig 12. Góður árangur hjá fsa-
fjarðarliðinu.
Jafntefli í
rokleiknum
ÞRÓTTUR og Skallagrímur
gerðu jafntefli. 1 — 1. i 2. deild á
Laugardalsvellinum á laugar-
dag. Leikur liðanna fór fram við
afar sla-mar aðsta>ður. Og alveg
var á mörkunum að hægt væri að
leika knattspyrnu svo mikið var
rokið. En leikmenn luku leiknum
þrátt fyrir þessar erfiðu aðsta-ð-
ur.
Baldur Hannesson kom Þrótti
yfir í leiknum á 30. mínútu fyrri
hálfleiksins. Baldur einlék lag-
lega i gegn um vörn Skallagrims
og skoraði laglcga. Það var svo
ekki fyrr en á 88. minútu leiksins
sem Bergþór Magnússon jafnaði
metin fyrir Skallagrim. Það mun-
aði þvi litlu að Þróttur næði í
hæði stigin. Með þessu jafntefli
minnka möguleikar Þróttar
verulega á sa-ti í 1. deild á næsta
ári. Lið Þróttar hefur hlotið 18
stig að loknum 15 leikjum.
|, " \
• Brynjólfur Hilmarsson er i
stöðugri framför. Ljósm. ÞR.
Gott afrek
Brynjólfs
BRYNJÓLFUR Hilmarsson,
millivegalengdahlaupari úr UÍA,
sem búsettur hefur verið i Svi-
þjóð um árabil, setti fyrir
skömmu nýtt unglingamet i 1500
metra hlaupi. Hljóp Brynjólfur á
3:49,77 minútum og varð fjórði á
héraðsmóti á Slottsskogsvallen i
Gautaborg. Eldra metið átti Jón
Diðriksson UMSB. 3:53,9 minút-
ur, sett i Osló i júlíbyrjun 1975.
Brynjólfur er 20 ára og á fram-
tíðina fyrir sér.
Staðaní
2. deild
ÚRSLIT i leikjum i 2. deild um
helgina, 15. umferð:
Þróttur N. — ÍBK 0-1
Selfoss — Haukar 1—4
Þróttur R. — Skalla-Grímur 1 — 1
ÍBÍ - Völsungur 2-0
Reynir — Fylkir 1—0
(Leikur flautaður af vegna veð-
urs.)
Staðan í 2. deild er þessi:
ÍBK 15 11 2 2 28- 8 24
ÍBÍ 15 10 3 2 24- 12 23
Þróttur R. 15 6 6 3 16- 9 18
Reynir 14 5 5 4 15-13 15
Vöísungur 15 5 5 5 19—19 15
Fylkir 14 5 3 6 13-14 13
Skalla-Gr. 15 4 4 7 16-18 12
Þróttur N. 15 3 4 8 13-21 10
Selfoss 15 3 3 9 8-21 9
Haukar 15 2 5 8 17-34 9
Fylkismenn fögnuðu sem
sigurvegarar er dómarinn
flautaði leikinn af í rokinu
- þá var staöan 1—0 fyrir Reyni Sandgeröi
HANN varð endasleppur leikur
Reynis og Fylkis í 2. deild i
Sandgerði á Laugardaginn, þar
sem dómari leiksins Úlfar Stein-
dórsson lét undan kröfum og
hótunum þjálfara Fylkis og flaut-
aði leikinn af þegar aðeins 17.
mínútur voru liðnar af siðari
hálfleiknum. Að sögn vegna veð-
urs. Það skal að vísu viðurkennt
að veður til að sýna goða knatt-
spyrnu var afleitt því að allhvass
suðaustan vindur var með skúr-
um. en maður hélt að íslendingar
væru ýmsu vanir í þeim efnum að
minnsta kosti var lokið leik hér í
na-sta nágrenni Njarðvíkur. í
undanúrslitum 3. deildar og
landsleik á Laugardalsvelli en
háðir þeir leikir fóru fram á
sama tíma. Um hinn stutta leik
er víst best að hafa sem fæst orð.
Leikmönnum gekk frekar illa að
halda knettinum niðri. En Reynis-
mönnum þó sýnu betur. Skoruðu
þeir eina mark leiksins. Var þar
að verki Sigurður Guðnason með
skalla eftir aukaspyrnu á 26.
mínútu. Sárafá marktækifæri
önnur voru í hálfleiknum. Enginn
opin tækifæri.
Reynismenn voru virkari aðil-
inn í síðari hálfleiknum. Til dæm-
is á þriðju mínútu er varnarmaður
Fylkis var sekúndu á undan Jóni
Guðmanni að hreinsa frá á mark-
línu. En er 5 til 6 mínútur voru
liðnar af hálfleiknum kom þjálfari
Fylkis út að hliöarlínu og kallaði
til dómarans að tala við sig. Er
dómarinn gerði það krafðist þjálf-
arinn að leikurinn yrði flautaður
af. Dómarinn sinnti því ekki fyrr
en á 17. mínútu. En fram að því
hafði þjálfari Fylkis haldið áfram
hrópum sínum. Á 17. mínútu hafði
verið dæmd rangstaða á Reyn-
ismann og er Fylkismenn hugðust
taka hana, flautaði dómarinn og
benti línuvörðum sínum að koma
og stormaði út af vellinum. Stóðu
Reynismenn undrandi eftir en
Fylkismenn fögnuðu ákaft sem
sigurvegarar. Jón Júliusson
Asgeir lék
með Bayern
ÞRJÚ lið eru nú efst og jöfn i
v-þýsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu. Bayern. Bochum, og
Stuttgart. Liðin hafa leikið þrjá
leiki og sigrað i þeim öllum.
Bayern ér með bestu markatöl-
una. hefur skorað 11 mörk en
fengið á sig 4. Bochum hefur
komið nokkuð á óvart. Liðið
hefur skorað 8 mörk en fengið
aðeins á sig 1 mark.
Bayern sigraði Werder Bremen
um helgina, 3—1. Staðan í hálfleik
var jöfn, 1—1. Dieter Hoeness
skoraði tvö mörk og Rummenigge
eitt. Ásgeir Sigurvinsson lék sinn
fyrsta leik með liðinu og kom vel
frá leiknum. Ásgeiri var skipt útaf
á 67. mínútu. Hann er óðum að ná
sér eftir slæm meiðsli í vor. 45
þúsund áhorfendur sáu leikinn
sem fram fór á Ólympíuleikvang-
inum í Múnchen. Bochum sigraði
FC Köln, 3—1. Bochum tók foryst-
una í leiknum á 10. mínútu og átti
Köln ekkert svar við góðum leik
liðsins. Blau skoraði fyrsta mark-
ið, Oswald annað og Abel innsigl-
aði sigur liðsins á 62. mínútu
leiksins. Eina mark Köln skoraði
Klaus Allofs. Stuttgart sigraði
Eintracht Braunschweig 2—0.
Eintracht Frankfurt sigraði
Núrnberg 3—1, Borussia Dort-
mund gerði jafntefli við lið Ham-
borg, 2—2. Borussia náði foryst-
unni í leiknum og komst í 2—0.
Fyrra markið skoraði Burgsmúll-
er á 23. mínútu og Russemann
bætti marki við á 45. mínútu.
Hamborg tókst svo að jafna metin
í síðari hálfleiknum. Daninn
Bastrup skoraði fallegt mark á 49.
mínútu og Hartwig jafnaði á 75.
mínútu. Atli Eðvaldsson lék ekki
með liðinu að þessu sinni. Ar-
menia Bielefeld gerði jafntefli við
Fortuna Dússeldorf, 1—1. Bo-
russia Mönchengladbach og Karls-
ruhe gerðu jafntefli, 2—2. Duis-
burg sigraði Kaiserlautern 3—1 og
Leverkusen sigraði Darmstad 3—
2.
Dýrmæt stig
til Hauka
IIAUKAR berjast nú kröftuglega
fyrir sæti sínu i 2. deild. Liðið
hefur sótt sig nokkuð i siðustu
leikjum sínum og náð sér í
dýrmæt stig. Um siðustu helgi
sigruðu Ilaukar lið Selfoss með
fjórum mörkum gegn einu á
Selfossi. Staðan í hálfleik var
1—0, fyrir Hauka. Kristján
Kristjánsson náði að skora
þrennu í leiknum. Hann skoraði
fyrsta mark leiksins og siðan tvö
i siðari hálfleiknum. Loftur Eyj-
ólfsson skoraði eitt mark. Mark
Selfyssinga skoraði Ámundi Sig-
mundsson. Lið Hauka og Sel-
fyssinga eru nú jöfn að stigum á
botninum i 2. deild. Bæði liðin
hafa hlotið 9 stig. Þróttur Nes-
kaupsstað hefur hlotið 10 stig.
Baráttan á botninum verður því
hörð og óvist er hvaða lið falla
niður.
IslanflsmðHö 2. flelia
l .. . ............ ....^
Svipmyndir úr landsleiknum
• Fyrsta markið í leiknum, sem Árni Sveinsson skoraði. Eftir langt
skot utan af velli hafnar boltinn i netinu.
• Marteinn fyrirliði Geirsson skorar þriðja markið úr vitaspyrnu.