Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 2

Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Mjög góð loðnuveiði: Meðalafli á skip eft- ir nóttina 870 lestir MJÖG góð loðnuveiði hefur verið frá því um miðnætti í fyrrinótt á miðunum norður af Vestfjörðum og fram til kl. 15 í gær tilkynntu 22 skip um afla, alls 19.190 lestir. Meðalafli á skip er rösklega 870 tonn og er þetta mesti meðalafli Féll í Tjörnina UM MIÐJAN dag á miðvikudag féll 7 ára gamall drengur í Tjörn- ina í Reykjavík. Drengurinn hjólaði út á Tjörnina og skammt frá hólmanum í miðri Tjörninni gaf ísinn sig og drengurinn datt ofan í vökina. Hann komst af eigin rammleik aftur upp á ísinn. Hann kom svo röltandi inn á miðbæjarstöð lögreglunnar, kaldur og blautur. Þar var hlúð að dreng og honum ekið heim. Full ástæða er að vara börn við að fara út á ísinn á Tjörninni, eins og sakir standa, enda ekki mannheldur. sem vitað er um hjá íslenzka loðnuflotanum eftir eina veiðinótt. Loðnuskipin sigla til hinna ýmsu staða á landinu með aflann og meðal annars fóru nokkur skip til Austfjarðahafna. Skipin sem tilkynntu afla eru þessi: Fífill GK 640 tonn, Gígja RE 730, Sigurfari AK 880, Bjarni Ólafsson AK 1150, Hilmir SU 1350, Gísli Árni RE 630, Eldborg HF 1650, Bergur VE 500, Ljós- fari RE 580, Albert GK 600, Þórður Jónasson EA 480, Grindvíkingur GK 1000, Svanur RE 640, Hilmir II SU 560, Haf- rún ÍS 630, Beitir NK 1380, Vík- ingur AK 1300, Gullberg VE 580, Sighvatur Bjarnason VE 640, Sigurður RE 1250, Súlan EA 770 og Júpiter RE 1250 lestir. 'O INNLENT Borgarstjóm: A BORGARSTJÓRNARFUNDI í gær var samþykkt med 12 samhljóða at- kvæðum tillaga frá Sigurði G. Tóm- assyni þess efnis að nú þegar verði gerðar þær upphækkanir á gangbraut- um á Austurbergi sem umferðarnefnd hefur gert tillögur um. Viðaukatillaga við tillöguna sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram var samþykkt með 15 samhljóða at- kvæðum. I viðaukatillögunni var umferð- arnefnd og umferðardeild borgar- verkfræðings falið að gera úttekt á mismunandi aðgerðum, sem beita mætti þegar svipuð vandamál koma upp og verið hafa við Austurberg. í úttektinni komi m.a. fram, hvaða aðferðir hafi einkum verið notaðar í þessu skyni erlendis, kostir þeirra og gallar, og hvernig líklegt sé að þær myndu reynast við íslenskar aðstæður. Jafnframt fylgi yfirlit yf- ir þær ráðstafanir sem þegar hefur verið gripið til í Reykjavík og greint frá þeirri reynslu sem af þeim er. Ný þyrla komin til Landhelgisgæzlunnar LANDHELGISGÆZLAN fékk nýja þyrlu til landsins fyrir nokkrum dögum og á þessi þyrla að koma í stað TF-GRÓ sem hrapaði við Búrfell í fyrra. nýja þyrlan yrði tekin í notkun, þessa dagana væri verið að taka hana úr kössunum, sem hún kom í til landsins. Ennfremur væri það svo að þessi þyrla væri ekki útbúin til næturflugs og þar sem daginn styttir nú óðum lægi ekki eins mikið á að koma henni af stað. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að nýja þyrlan væri af sömu gerð og sú sem eyðilagðist við Búrfell, Hughes 500 D, og kæmi að líkind- um til að bera einkennisstafina TF-GRÓ eins og gamla þyrlan. Ekki kvaðst Gunnar vita hvenær Frá störfum Viðskiptaþings Verzlunarráðs tslands í gær. Fjórða Viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands: Ljósmynd Mbl.: RAX. „Um 45% af tekjum íslend- inga fara í skatt í ár“ sagði Hjalti Geir Kristjánsson, formaður VÍ Upphækkanir verði gerðar á gangbrautum við Austurberg „SKATTAR bæði beinir og óbeinir verða sífellt stærri hluti launa okkar. Árið 1950 voru skattar til ríkis og sveitarfélaga 25% af þjóðar tekjum, árið 1970 35% og búizt er við, að um 45% af tekjum Islendinga fari í skatta í ár. Með sama áfram- haldi verður skattheimtan komin í nær 75% árið 2000,“ sagði Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzl- unarráðs Islands m.a. í framsöguer indi sínu við upphaf Viðskiptaþings Verzlunarráðs íslands, sem haldið var að Hótel Loftleiðum í gærdag. Viðfangsefni þingsins var um- ræða um stöðu og framtíð einka- rekstrar á íslandi. Fjallað var um stöðu einkarekstrar og hlutverk einkaframtaksins í atvinnulífinu á komandi árum. Hjalti Geir Kristjánsson sagði ennfremur: „Við vinnum nú 5,5 mánuði, þ.e. frá janúar fram í miðjan júní til þess að fjármagna rekstur og umsvif hins opinbera, sem lætur sér ekkert óviðkomandi. Árið 1967 var 1 maður í þjón- ustu hins opinbera fyrir hverja 7 í þjónustu atvinnuveganna. Tíu ár- um síðar er 1 maður í þjónustu hins opinbera fyrir hverja 4 hjá atvinnuvegunum. Árið 1968 fóru tæp 20% af skatttekjum ríkisins í launa- greiðslur. Tíu árum síðar fóru tæp 30% af skatttekjum ríkisins í launagreiðslur. Þessi stutta upptalning sýnir okkur hvert stefnir. Ríkisvaldið stækkar en athafnasvið einka- rekstrar dregst saman. Ríkisvald- ið lætur sér hins vegar ekki ein- ungis nægja að soga til sín sívax- andi hluta þjóðartekna og vinnu- afls, það skammtar einkarekstrin- um einnig starfsvettvang og starfsskilyrði," sagði Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlun- arráðs Islands ennfremur. Norræni iðnþróunarsjóðurinn - Nordforsk: Hægt að spara 40% af olíu notkun fískveiðiflotans? SAMSTARFSSTOFNUN Norrænna rannsóknastofnana, NORDFORSK, hefur nú í undirbúningi viðamikið rannsóknarverkefni sem miðar að bættri orkunýtingu í fiskveiðum á mjög breiðum grundvelli og munu ís- lenzkir aðilar væntanlega taka þátt í því. í grein er birtist í danska blaðinu Berlingske Tidende 5. þ.m. er fjallað um rannsóknarverkefnið og fullyrt að með auknum orkusparnaði í öllum þáttum útgerðar megi fá fram 40 pró- sent olíusparnað. Að sögn Vilhjálms Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins, sem á sæti í stjórn Nor- ræna iðnþróunarsjóðsins og Nord- forsk, hefur Nordforsk þegar sótt um lánveitingu úr sjóðnum til þessa verkefnis. Heildarkostnaður við rannsóknir er áætlaður 19 millj. dkr. en sótt hefur verið um lán úr iðnþróunarsjóðnum að upp- hæð tæplega 4,5 millj. dkr. Kostn- aður við þann hlut rannsókna sem íslendingar skulu annast er áætl- Guðfínna Sig- urðardóttir jarðsett í gær Hafnarframkvæmdir í Grundarfirði: „Óhressir með framkomu Haftiamálaskrifstofunnar,“ segir Guðmundur Runólfsson „VIÐ ERUM búnir að standa í stríði við Hafnamálaskrifstofuna í langan tíma, og þar fara menn ekkert eftir tillögum heimamanna um endurbæt- ur á höfninni, og skiptir engu hvort rætt er við vita- og hafnamálastjóra eða verkfræðinga hans,“ sagði Guðmundur Runólfsson útgerðarmaður á Grundarfirði, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er jafnframt formaður hafnarnefndar kauptúnsins. Guðmundur sagði að hafnar- skilyrði á Grundarfirði væru mjög erfið og bryggjur alltof litlar, sérstaklega nú eftir að annar skuttogari kom til staðar- ins. Ákveðið er nú að byggja nýj- an viðlegukant 40x40 metra og að sögn Guðmundar er áætlaður kostnaður orðinn 8 millj. kr., en hann kvað áætlunartölur breyt- ast i sífellu. Að sögn Guðmundar eru Grundfirðingar orðnir lang- þreyttir á seinaganginum í hafn- arbótunum, þessa dagana væri verið að sprengja fyrir stálþili, sem reka ætti niður, en ekki sagðist Guðmundur vita til þess að búið væri að panta efnið í stálþilið. „Annars er það staðreynd málsins, að þingmenn Vestur- landskjördæmis sögðu bæði hreppsnefndarmönnum og hafn- arnefndarmönnum hér að beygja srg undir vilja Hafnamálaskrif- stofunnar, því okkar frumkvæði yrði ekki virt. Yfir þessu er eng- inn hress hér og ekki er von á góðu ef svona háttalag á.að ríkja á íslandi í framtíðinni," sagði Guðmundur að lokum. aður rúml. 1,5 millj. dkr. en þar af mun iðnþróunarsjóðurinn lána rúml. 0,5 millj. dkr. ef af lánveit- ingu verður. Umsókn Nordforsk verður tekin fyrir á næsta fundi Norræna iðnþróunarsjóðsins hinn 21. þessa mánaðar. Að sögn Vilhjálms er hér um mjög víðtæka rannsókn að ræða eins og áður segir og verða allir þættir útgerðar kannaðir til hlýtar s.s. sóknarhættir, vélbúnaður og notkun hans, lögum skipsskrokka með tilliti til vatns og vindmót- stöðu á siglingu, skrúfubúnaður og margt fleira. Fiskifélag íslands og Raunvísindastofnun Háskólans verða hinir íslenzku samstarfsaðil- ar í rannsóknarverkefninu en ætl- ast er til að ýmsir hagsmunaaðilar og samtök sjávarútvegsins muni njóta góðs af og fylgjast með rann- sóknunum s.s. fyrirtæki í veiðar- færa-, rafeinda- og skipasmíðaiðn- aði. Guðfinna Higurðardóttir GUÐFINNA Higurðardóttir, eigin- kona Emils Jónssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, var jarðsett í Hafnarfirði í gær. Guðfinna var fædd 18. febrúar 1894 í Kolsholti í Villingaholtshreppi. Hún giftist Emil Jónssyni á námsárum hans í Danmörku árið 1925 og ári síðar fluttu þau til ís- lands og settust að í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu eftir það. Guðfinna og Emil áttu 6 börn, sem öll eru á lífi. Fíkniefnamálid: Á þriðja tug yfirheyrðir MENNIKNIR þrír sem úrskurðaðir voru í gæzluvarðhald um síðustu helgi, hafa nú verið látnir lausir. Fíkniefna- deild lögreglunnar hefur lagt hald á rúmt kfló af hassi og auk þess nokkurt magn af amfetamíni og kókaíni. Alls voru fjórir úrskurðaðir í gæzluvarðhald vegna málsins og var hinum fyrsta sleppt úr haldi í byrjun vikunnar. Hátt á þriðja tug manna hefur verið yfirheyrður vegna málsins, sem varðar smygl og sölu á nokkrum kílóum af kannabisefnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.